Morgunblaðið - 08.10.2018, Blaðsíða 23
og erlendra viðskipta frá 2008 og
auk þess framkvæmdastjóri dóttur-
félaga TM, Líftryggingamiðstöðvar-
innar hf., Trygginga hf. og Íslenskr-
ar endurtryggingar hf.
Samhliða vinnu stundaði Hjálmar
MBA-nám við HR frá 2006 og út-
skrifaðist árið 2008.
Hjálmar var keppnismaður í
frjálsíþróttum fram undir þrítugt en
hann keppti alla tíð undir merkjum
HSH (Héraðssambands Snæfells-
og Hnappadalssýslu) og æfði undir
stjórn margra af bestu frjálsíþrótta-
þjálfara landsins fyrr og síðar. Má
þar nefna Gísla Sigurðsson og Þráin
Hafsteinsson.
Þegar synirnir byrjuðu í körfu-
bolta hjá ÍR, árið 2005, hóf Hjálmar
þátttöku í félagsstörfum ÍR, fyrst í
körfuknattleiksdeildinni. Hann var
varaformaður aðalstjórnar ÍR 2010-
2011 og formaður aðalstjórnar ÍR
2011-2014. Frá þeim tíma hafa fé-
lagsmálin snúist um körfuknatt-
leiksdeildina, en þar hafa báðir syn-
irnir leikið upp alla flokka félagsins.
Hjálmar var sæmdur silfurmerki
ÍR 2014 og síðan gullmerki ÍR 2016.
Auk þess er Hjálmar á kafi í tónlist:
„Ég lærði á gítar hjá Lárusi Péturs-
syni í Stykkishólmi á unglingsárun-
um en tónlistarstarf í Hólminum var
þá gríðarlega öflugt. Ég lék með
hljómsveitum frá um 13 ára aldri og
fram yfir tvítugt. Helstu hljómsveit-
irnar voru Joe Gæ Band og síðasta
hljómsveitin, Jójó, sem mikið lét að
sér kveða á sínum tíma.
Svo má geta þess að við hjónin er-
um í ABBA-klúbbnum á Íslandi
ásamt nokkrum vinahjónum.“
Ekki er allt upp talið því síðustu
20 ár hefur Hjálmar verið forfallinn
stangveiðimaður: „Jú, jú. Einhverjir
tugir laxa eru dregnir á land á
hverju sumri. Í þessa tvo áratugi hef
ég verið í veiðifélaginu Öngull í
rassi, sem er félagsskapur fjögurra
gamalla félaga úr Stykkishólmi.
Í tengslum við veiðina hef ég
hnýtt mikið magn af flugum en það
er fátt skemmtilegra en að veiða lax
á sína eigin flugu.“
Fjölskylda
Eiginkona Hjálmars er Guðrún
Margrét Ólafsdóttir, f. 27.2. 1965,
starfsmaður hjá PWC í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ólafur
Guðmundsson, f. 19.12. 1934, d. 7.4.
2015, skipasmiður á Skagaströnd, og
k.h., Guðmunda Hjálmfríður Sigur-
brandardóttir, f. 2.10. 1943, d. 15.8.
2015, húsfreyja.
Synir Hjálmars og Guðrúnar eru
Friðrik Þór Hjálmarsson, f. 29.11.
1994, nemi í hugbúnaðarverkfræði
við HR en sambýliskona hans er
Klara Rún Hilmarsdóttir, nemi í við-
skiptafræði við HÍ, og Hákon Örn
Hjálmarsson, f. 18.3. 1999, nemi við
MS.
Bræður Hjálmars eru Hjörleifur
Sigurþórsson, f. 22.10. 1972, bygg-
ingarfræðingur í Kópavogi, og Atli
Rúnar Sigurþórsson, f. 12.4. 1976,
framkvæmdastjóri í Stykkishólmi.
Foreldrar Hjálmars eru Sigurþór
Hjörleifsson, f. 18.10. 1943, síðast
framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki,
og k.h., Magndís Alexandersdóttir, f.
24.3. 1945, síðast fulltrúi hjá
RARIK.
Úr frændgarði Hjálmars A. Sigurþórssonar
Hjálmar A.
Sigurþórsson
Magndís Benediktsdóttir
húsfreyja í Miklaholtsseli
Bjarni Ívarsson
sjóm. og b. í Miklaholtsseli
Kristjana Bjarnadóttir
húsfreyja á Stakkhamri
Magndís Alexandersdóttir
fulltrúi í Stykkishólmi
Alexander Guðbjartsson
b. á Stakkhamri
Guðbranda Þorbjörg Guðbrandsdóttir
húsfreyja á Hjarðarfelli
Sigfús Sigurðsson
ólympíukeppandi í
kúluvarpi í London 1948
Margrét Dóróthea
Sigfúsdóttir hússtjórnar-
kennari í Rvík
Sigfús Sigurðsson fv.
landsliðsm. í handbolta
ólympíufari 2004
og ólympíufari og
silfurmethafi 2008
Sigurður Grétar
jörleifsson trésmiður
og körfuboltaþjálfari
H
Jakob Örn
Sigurðsson
atvinnum. og
landsliðsm. í
körfubolta
Gunnar Guðbjartsson form.
Stéttarsambands bænda
Hallgerður
Gunnarsdóttir
lögfr. í Stykkishólmi
Elínborg Sturludóttir
prestur í Dómkirkjunni
Gunnar Sturluson
lögmaður í Rvík
Böðvar Sturluson
framkvstj. í Stykkishólmi
Ásthildur Sturludóttir
bæjarstjóri áAkureyri
Ríkharður
Hrafnkelsson
fv. landsliðsm.
í körfubolta
Hrafnkell Alexanders-
son húsasmiður í
Stykkishólmi
Magnús
Stefánsson fv.
alþm. og ráðherra
Guðrún
Alexandersdóttir
húsfreyja í
Ólafsvík
Þóra Sigurbjarnardóttir
húsfreyja á Selhóli
Hans Bjarni Jensson
sjóm. og b. á Selhóli á Hellissandi
Kristín Hansdóttir
húsfreyja og þúsundþjalasmiður í Rvík
Hjörleifur Sigurðsson
umdæmisstj. hjá Vegagerðinni í Ólafsvík
Margrét Oddný Hjörleifsdóttir
húsfreyja í Hrísdal
Sigurður Kristjánsson
b. í Hrísdal í Eyja- og Miklaholtshr.
Sigurþór Hjörleifsson
framkvstj. í Stykkishólmi
Guðbjartur Kristjánsson
b. á Hjarðarfelli
Hulda Þorkels-
dóttir hjúkrunar-
kona í Rvík
Eggert
Gunnarsson
dýralæknir í Rvík
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri
Guðbrandur Þorkelsson
lögregluvarðstjóri
Þorkell Guðbrandsson
yfirlæknir áAkureyri
Friðrik Kristján Guðbrandsson
háls-, nef- og eyrnalæknir
Theodóra
Kristjánsdóttir
húsfreyja í
Rvík
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018
Ármúla 24 - s. 585 2800
ÚRVAL ÚTILJÓSA
Guðrún Gísladóttir fæddist 8.október 1868 að Stóra-Botni íHvalfirði. Foreldrar hennar
voru hjónin Gísli Gíslason, f. 1827, d.
1912, bóndi og sýslunefndarmaður í
Stóra-Botni og Stóru-Fellsöxl, og
Jórunn Magnúsdóttir, f. 1838, d. 1912,
húsfreyja.
Guðrún lærði og tók ljósmóðurpróf
hjá Scierbeck landlækni í Reykjavík
árið 1892.
Hún var ljósmóðir í Andakíls-
umdæmi 1892-1894, Leirár- og Mela-
sóknarumdæmi 1894-1902 og Akra-
nesumdæmi 1902-1938. Eftir það tók
hún öðru hverju á móti börnum og
síðast 5.5. 1945. Alls tók Guðrún á
móti 1.166 börnum.
Þegar Guðrún sagði lausu Leirár-
og Melasóknarumdæmi sótti hún um
Flateyjarsund á Breiðafirði. Um-
sóknin misfórst og bað héraðslæknir-
inn hana þá um að taka við Akranes-
umdæmi. Þar bjó hún síðan.
Guðrún átti lengst af heima á Mið-
Söndum, frá 1919 til 1952. Hún var
greind, glaðvær, fróðleiksfús og hag-
mælt. Annáluð voru störf Guðrúnar í
spænsku veikinni 1918 á Akranesi og
sagði Guðrún þau hjúkrunarstörf hafa
reynt mest á hana á starfsferlinum.
„Það voru fullar þrjár vikur, sem ég
naut ekki hvíldar í þann tíma, en það
vildi til að ég þoldi vel að vaka. Á
þessu tímabili var það í mesta lagi
aðra hverja nótt, sem ég gat lagt mig
annars var ég alltaf þar sem erfið-
leikarnir voru mestir og dauðsföll
verandi og verðandi. Þetta voru
óhugnanlegir tímar,“ sagði Guðrún í
blaðaviðtali árið 1948. Íbúar Akra-
ness voru þá 897 manns og munu um
600 hafa orðið rúmfastir. Alls létust
28 úr spænsku veikinni á Akranesi.
Guðrún var sæmd riddarakrossi
Fálkaorðunnar 1945, var útnefnd
heiðursfélagi Kvenfélags Akraness
og Slysavarnardeildarinnar þar 1947
og kjörin heiðursborgari Akraness
1948.
Fósturdóttir Guðrúnar frá fimm
ára aldri var Margrét Sigurðardóttir,
en Guðrún var ógift.
Guðrún lést 1.3. 1954 á Akranesi.
Merkir Íslendingar
Guðrún
Gísladóttir
90 ára
Auðunn Haraldsson
Gunnar Guðjónsson
Sveinbjörn Þ. Egilson
Una Gísladóttir
85 ára
Guðmundur Jóhannes
Guðmundsson
Magnús Guðmundsson
Ottó Ragnarsson
Sveinn Guðjónsson
80 ára
Helga Benediktsdóttir
Pálmi Jónsson
75 ára
Guðmundur Garðarsson
Guðrún Helga Hauksdóttir
Gyða Þorgeirsdóttir
Kolbrún Jóna Hilmisdóttir
Sigríður G. Kristjánsdóttir
Sigríður H. Einarsdóttir
Úrsúla Elísabeth
Sonnenfeld
Þorgerður Sigurvinsdóttir
70 ára
Guðrún Þorsteinsdóttir
Sigurður Örn Baldvinsson
Svanhvít Eydís Egilsdóttir
Þorvaldur Pálmason
Þórdís Hulda
Hreggviðsdóttir
60 ára
Bjarni Frans Viggósson
Guðlaug Vilbogadóttir
Guðrún Arthúrsdóttir
Karen Gígja Karlsdóttir
Kristín Birgisdóttir
Marta Lilja
Sigurbjarnadóttir
Sigríður K. Sigurðardóttir
Sigurpáll Sigurbjörnsson
Þórunn Stefánsdóttir
50 ára
Ásgeir Gísli Gíslason
Berglind Helgadóttir
Brynhildur Georgsdóttir
Charles Edward McCabe
Fylkir Þór Guðmundsson
Hans Ragnar Þór
Hildur Steinunn
Magnúsdóttir
Hjálmar A. Sigurþórsson
Ingimar Oddsson
Jóhann Eyjólfsson
Rúnar Vigfússon Amin
Sigrún Helga Sigurðardóttir
Sigurður Árnason
40 ára
Elísabeth Saga Pedersen
Georgeta Liana Bora
Guðjón Davíð Pétursson
Gyða Björk Aradóttir
Hjörvar Jóhannesson
Iskra Angelova Yordanova
Marinella R. Haraldsdóttir
Sigurður Borgar Bjarnason
Sigurrós Ingigerðardóttir
30 ára
Birna Mjöll Guðlaugsdóttir
Bjarni Tómas Helgason
Bryndís Þorsteinsdóttir
Casandra Landayan
Caamic
Fanney Finnbogadóttir
Guðmundur Ingi Hall-
dórsson
Jón Sverrir Jónsson
Katarzyna Pisanska
Kristofer Rodriguez
Svönuson
Piotr Waldemar Brykalski
Súsanna Karlsdóttir
Sveinn Halldór Helgason
Þórarinn Reynir
Valgeirsson
Til hamingju með daginn
30 ára Guðmundur er
Dalvíkingur en býr í
Reykjavík. Hann er þjónn á
Jómfrúnni, tónlistarmaður
og stundar nám í mann-
fræði og ferðamálafræði
við HR.
Dóttir: Freyja Ösp, f. 2012.
Foreldrar: Halldór Sig-
urður Guðmundsson, f.
1959, forstöðumaður öldr-
unarheimila á Akureyri, og
Ingileif Ástvaldsdóttir, f.
1964, skólastjóri Þela-
merkurskóla.
Guðmundur Ingi
Halldórsson
40 ára Sigurður er Kefl-
víkingur og er sölumaður
í áfengisdeildinni í Frí-
höfninni.
Maki: Björk Guðmunds-
dóttir, f. 1978, bókari hjá
byggingaverktakanum
Sparra.
Börn: Ásgerður María, f.
2015, stjúpdætur: Vilborg
Ronja, f. 2007, og Ragn-
hildur Lóa, f. 2009.
Foreldrar: Bjarni Sigurðs-
son, f. 1956, og Hansborg
Þorkelsdóttir, f. 1957.
Sigurður Borgar
Bjarnason
40 ára Sigurrós er Kefl-
víkingur en býr á Akra-
nesi. Hún er leiðbeinandi í
eldhúsinu í Fjöliðjunni.
Maki: Albert Ingi Gunn-
arsson, f. 1971, liðsstjóri
hjá Norðuráli.
Börn: Ingvi Þór, f. 2000,
og Hafþór Blær, f. 2004.
Foreldrar: Gissur Bach-
mann Bjarnason, f. 1957,
vinnur hjá Elkem, og Ingi-
gerður Guðmundsdóttir,
f. 1960, leiðbeinandi. Þau
eru búsett á Akranesi.
Sigurrós Ingi-
gerðardóttir