Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 6

Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sveitarfélögin þurfa tekjur í samræmi við þau verkefni sem þeim eru falin,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skaga- firði. „Aukin umsvif í ferðaþjón- ustu hafa fært fært sveitarfélög- unum mörg ný viðfangsefni, svo sem á sviði innviðauppbyggingar og umhverfismála, sem ekki verð- ur vikist undan. Þeim hafa hins vegar ekki fylgt neinir þeir fjár- munir sem telja og því hefur lengi verið óskað eftir því að gistinátt- agjaldið sem allir ferðamenn greiða renni beint heim í hérað. Sama má segja um auðlindagjöld- in sem verið er að festa í sessi.“ Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru í dag rétt tæplega 4.000 og hefur þeim fjölgað á ný eftir nokkra fækkun fyrir fáein- um árum. Fyrst eftir hrun fjölg- aði fólki sem flutti á svæðið til að leita nýrra tækifæra eða vildi komast í ódýrara húsnæði. Þá urðu íbúarnir ríflega 4.100 þegar best lét. „Svo gerðist það í kjölfar hrunsins að ríkið fór í niðurskurð. Mörg störf töpuðust, til dæmis á sjúkrahúsinu, í fjölbrautaskól- anum og víðar, og í fyrra var meðferðarheimili Barnaverndar- stofu í Háholti lokað. Þar töp- uðust um 15 störf og munar um minna. Og eðlilega fylgdi þessu að fólk sem hafði misst vinnuna reri á ný mið,“ segi Sigfús Ingi. Mikil uppbygging Í dag eru um 50-60 íbúðir í byggingu í Skagafirði. Mest er uppbyggingin á Sauðárkróki, þar sem meðal annars er verið að reisa allmörg einbýlishús og par- hús. Helst það í hendur við að í at- vinnulífi héraðsins hefur verið góð þróun, svo sem í sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði og afleiddri nýsköpun í m.a. próteinfram- leiðslu úr fiski og mysu. Úti í sveitunum hafi verið eða séu í byggingu fjós úti í sveitunum sem telja vel á annan tuginn. Þá séu umsvif í ferðaþjónustu alltaf að aukast. Á hinn bóginn sé staðan bæði í sauðfjár- og loðdýrarækt grafalvarleg og aðgerðir svo búin beri sig. „Í fyrra starfi mínu hjá sveitarfélaginu hafði ég meðal annars umsjón með heimasíðu þess. Og þar fannst mér eftir- tektarvert hve mikinn lestur fundargerðir skipulags- og bygg- inganefndar, afgreiðslufunda byggingafulltrúa og frásagnir af allri mannvirkjagerð fengu. Þegar ég hugsa þetta lengra er eins og allar framkvæmdir verði í vitund fólks mælikvarði á ástand samfélagsins: hvernig okkur gengur frá degi til dags. Og vissu- lega er heilmargt í gangi í Skaga- firði um þessar mundir. Verið er að endurbæta sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki, leggja nýjar götur og endurbæta margt við höfnina, en útgerðin hefur verið að eflast, flutninga- skip koma þangað reglulega og fyrstu skemmtiferðaskipin eru væntanleg á næsta ári. Þá er kom- inn ljósleiðari á stór svæði í dreif- býlinu og í krafti mikilla fram- kvæmda á undanförnum árum er hitaveita komin á yfir 90% allra heimila í sveitarfélaginu.“ Sameining skili ávinningi Fyrir nokkrum misserum var hugsanleg sameining Skaga- byggðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar til umræðu. Þau áform fjöruðu út en þess í stað er nú horft til þess að sameina Skagabyggð og þrjú önnur sveitarfélög í Austur-Húnavatns- sýslu. Í Skagafirði er hins vegar eitt stórt sveitarfélag, sem nær frá ystu nesjum til innstu dala, að frátöldu því að Akrahreppur í Blönduhlíð er eins konar fríríki í héraðinu. Þar búa í dag tæplega 200 manns, en þjónustan sem hreppurinn veitir sínu fólki er þó að mestu keypt af Sveitarfélaginu Skagafirði. Standi vilji til þess ætti sameining í Skagafirði því að geta gengið greiðlega fyrir sig, segir sveitarstjórinn. „Sameining sveitarfélaga einfaldar stjórnsýslu, eykur skil- virkni og skapar oftast möguleika á að bæta þjónustu. Nei, ég er ekki endilega spenntur fyrir því að tiltekinn lágmarksfjöldi íbúa skyldi sveitarfélög til samein- ingar. Það mega þá að minnsta kosti ekki vera mjög há mörk til viðmiðunar. Allt svona verður að byggjast á því að sameining skili augljósum ávinningi í byggðum sem eru menningar- og land- fræðilegar heildir. Sú var líka raunin í Skagafirði þegar ellefu sveitarfélög voru sameinuð fyrir 20 árum,“ segir Sigfús Ingi. Taki við rekstri framhaldsskólanna „Sameining hér í Skagafirði tókst vel. Öflugt sveitarfélag er líka undirstaða þess að hægt sé að halda úti góðri þjónustu við íbúana í þessu víðfeðma héraði. Eðlilegt framhald á eflingu sveitarstjórnarstigsins er að sveitarfélögin taki næst við rekstri framhaldsskólana og jafn- vel fleiri verkefnum, að því til- skildu að tekjustofnar fylgi með þeim,“ segir Sigfús Ingi, sem býr með sínu fólki á bænum Stóru- Gröf syðri. Það er skammt frá Varmahlíð, hvar fjölskyldan held- ur kindur, kálfa, hross, hund og dálítið af hænum. Mikilvægt að tekjur fylgi nýjum verkefnum sem sveitarfélögunum eru falin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitarstjórinn Sameining þarf að skila augljósum ávinningi í byggðum sem eru menningar- og landfræðileg heild, segir Sigfús Ingi Sigfússon. Fólk vill framkvæmdir  Sigfús Ingi Sigfússon er fæddur 1975. Hann er BA í sagnfræði, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Stirling í Skot- landi og nemur nú opinbera stjórnsýslu við Háskóla Ís- lands. Sigfús var framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins 2007-2010 og verkefnisstjóri atvinnumála hjá Sveitarfélag- inu Skagafirði frá 2010 fram á líðandi ár en tók þá við starfi sveitarstjóra.  Eiginkona Sigfúsar er Lauf- ey Leifsdóttir kennslubókarit- stjóri og eiga þau þrjú börn. Hver er hann? Öll starfsemi líftæknifyrirtækisins Genis á Siglufirði hér á landi er nú á Siglufirði en fyrirtækið flutti þróunardeild sína norður eftir sumarfrí. Um þrjátíu manns starfa hjá fyrirtækinu á Siglufirði, þar af stór hluti hámenntaður. Hilmar Janusson, forstjóri Genis, segir það aldrei hafa verið vanda- mál að fá menntað fólk til starfa á Siglufirði og segir það í raun ekk- ert frábrugðið því að fá fólk frá stórborgum til Reykjavíkur. Unnið að aukningu hlutafjár Genis hefur á árinu unnið að því að tryggja tveggja milljarða króna fjármögnun með hlutafjáraukn- ingu og á Hilmar von á að því verki ljúki á næstu vikum. „Við höfum átt í samtali við innlenda og erlenda fjárfesta og finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Hilmar, en félagið er að stærstum hluta í eigu Róberts Guðfinns- sonar athafnamanns. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hóf sölu á fæðubótarefninu Benecta, sem dregur úr hversdagslegum einkennum öldrunar eins og stirð- leika, verkjum og þreytu, og segir Hilmar stígandi hafa verið í sölu á fæðubótarefninu, sem fer enn mest inn á Íslandsmarkað. Hann segir það einkar ánægjulegt að verða var við endurtekin viðskipti, þar sem einstaklingar sem hafi prófað vöruna kaupi hana aftur. Þá hefur eins verið vöxtur í sölu í Bretlandi og á Þýskalandi, þar sem fyrirtækið er með söluskrif- stofur, en sala hófst á fæðubótar- efninu í báðum löndum um ára- mót. Öll starfsemi Gen- is komin norður  Hámenntað fólk flytur á Siglufjörð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Siglufjörður Um 30 manns starfa hjá Genis, sem framleiðir fæðubótarefni. TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 „Það er ýmislegt sem ég sé mjög eftir. Ég svaraði sumum spurningum samkvæmt bestu vitund en ég held ekki að ég hafi vitað algerlega hvað var að gerast. Við vorum ekki hafðir með í ráðum.“ Þetta er meðal játn- inga Marks Sismey-Durant, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Icesave- netbankans, í viðtali við breska blað- ið Sunday Times. Hann var framkvæmdastjóri þegar bankinn hrundi. Hann vill meina að bresk stjórn- völd hafi á úthugsaðan hátt ákveðið að koma Icesave ekki til bjargar. „Ríkisstjórnin lét í rauninni ekki Ice- save róa, hún lét Ísland róa. Það er alveg ljóst að það var fyrir hendi óánægja með það hvernig íslensku bankamennirnir höfðu hagað starf- seminni.“ Bresk stjórnvöld vildu refsa Íslandi Fram kemur að á sama tíma og Sismey-Durant hafi reynt að sann- færa viðskiptavini Icesave um að peningarnir þeirra væru öruggir hafi bresk stjórnvöld verið að undirbúa það að loka bankanum. Breska fjár- málaeftirlitið hafi hafið undirbúning neyðaraðgerða til þess að bjarga öllu Bretar hjálpuðu öðrum en Icesave  Breskum stjórnvöldum hugnuðust ekki viðskiptahættir Icesave  Ríkisstjórnin lét Ísland róa bankakerfinu í Bretlandi en íslensku bönkunum í landinu hafi engin aðstoð boðist. Framkvæmdastjórinn fyrr- verandi segir í viðtalinu að hann telji að það hafi verið úthugsuð ákvörðun hjá breska fjármálaráðuneytinu að skilja íslensku bankastofnanirnar eftir. „Það sjónarmið ríkti hjá bresku ríkisstjórninni að það þyrfti að refsa Íslandi fyrir gjálífi þess.“ Fram kem- ur í fréttinni að margir á Íslandi deili þeirri skoðun Sismey-Durants. Annað Icesave-mál óhugsandi í dag Sismey-Durant segist telja annað Icesave-mál óhugsandi í dag, þar sem reglum Evrópusambandsins hafi síðan þá verið breytt. Viður- kennt sé að fyrirkomulag Icesave, útibú frá erlendum banka, hafi ekki verið heppilegt með tilliti til öryggis innistæðueigenda. Ekki sé lengur hægt fyrir banka utan Evrópusam- bandsins að reka slíka starfsemi inn- an þess. Lærdómur hafi því verið dreginn af Icesave-málinu innan Evrópusam- bandsins. Stóra vandamálið á þeim tíma hafi verið sú ályktun að allir eftirlitsaðilar væru jafn vel í stakk búnir til þess að sinna hlutverki sínu við þessar aðstæður sem hafi ekki verið rétt. Þannig hafi eftirlitsaðilar á Íslandi ekki haft neina reynslu af eftirliti með slíkri bankastarfsemi. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.