Morgunblaðið - 08.10.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti The Sunday Times birti umhelgina viðtal við Mark Sismey- Durrant, manninn sem stýrði Ice- save í Bretlandi við fall Landsbank- ans, og frekari umfjöllun í tengslum við það.    Í umfjölluninnikemur fram það álit Sismey-Durrant að það hafi verið út- reiknuð aðgerð af hálfu fjármálaráðu- neytisins breska að láta íslensku bank- ana falla.    Sú skoðun hafiverið ríkjandi innan stjórnkerfisins að refsa þyrfti Íslendingum fyrir að hafa slegið um sig í fjármálalífinu.    Og blaðamaðurinn bendir á aðþessi skoðun komi einnig fram í nýrri skýrslu sem skrifuð var fyrir fjármálaráðuneytið íslenska og á þar við skýrsluna sem Hannes Hólm- steinn Gissurarson skrifaði á vegum Félagsvísindastofnunar.    Þar kom meðal annars fram aðMervyn King, fyrrverandi seðlabankastjóri Breta, telur fram- göngu breskra stjórnvalda gagnvart Íslendingum þegar bankarnir féllu vera Bretum til minnkunar.    Það eru þannig ekki aðeins Ís-lendingar sem átta sig á að Gordon Brown og Alistair Darling komu illa fram við Íslendinga haust- ið 2008.    En það er lakara að í ákafanumvið að slá pólitískar keilur voru allnokkrir Íslendingar tilbúnir til að beina spjótum sínum inn á við á ögurstundu. Það var ekki síður minnkandi framkoma en sú sem Darling og Brown sýndu okkur. Mark Sismey- Durrant Minnkandi framkoma STAKSTEINAR Mervyn King Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í gær- morgun við svikapósti sem ýmsum barst um helgina. Í kjölfarið lokaði Internet á Íslandi ehf. (ISNIC) á þjónustu til þeirra sem sendu póst- inn. Viðkomandi leituðust við að komast yfir persónuupplýsingar fólks eins og bankaupplýs- ingar. Ekki er vitað hver fjöldi fórnarlamba er en málið er umfangsmikið og glæpurinn virðist þaulskipulagður. Í svikapóstinum voru viðtakendur boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni og svo var þeim bent á að fara inn á „vefslóð lögreglu“ fyrir frekari upplýsingar um málið. Sú vefslóð var vitanlega ekki vefslóð lögreglu í raun og veru heldur gildra. Lögreglan bað fólk að opna alls ekki póstinn enda var óværa, vírus, í viðhengi. Furðu vakti hversu vandað var til verka. Pósturinn ber þess merki að vera raunverulega frá lögreglunni. Þegar betur er að gáð blasir hitt raunar við. Dæmi um orðalag í póstinum: „Þú átt rétt á verjanda og hafa hann á meðan skýrslutöku stendur, ef þess ber að nýta má huga að því tímanlega.“ Auðséð er að hér mundar ekki vanur lögfræðingur fjöðrina. Þó mun þetta hafa hrifið: Fjölmargir smelltu á hlekkinn í póstinum. Þrjótarnir að verki notuðu lénið logregian.is, með litlu i-i í stað lítils l-s. Þannig virtist pósturinn í fljótu bragði vera frá netfangi hjá logreglan.is. Í gær tók vefhýsillinn 1984 síðuna niður og sama gerði ISNIC. Málið er sem stendur til rannsóknar hjá lögreglu og er einnig komið á borð Europol. Margir fengu svikapóst um helgina  Vefhýslar þurftu að loka á aðgang óprúttinna aðila  Málið er sagt alvarlegt Eyjólfur Þór Sæ- mundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, lést á líknardeild Land- spítalans síðastliðinn föstudag, 5. október, 68 ára að aldri. Hann greindist með krabba- mein í maí á síðast- liðnu ári og barðist við mein sitt uns yfir lauk. Eyjólfur var fædd- ur 28. september árið 1950, elstur fjögurra barna Hrefnu Eyjólfs- dóttur og Sæmundar Harðar Björnssonar flugum- sjónarmanns. Eyjólfur tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970 og fyrrihlutapróf í efnaverk- fræði við Háskóla Íslands árið 1972. Fór svo til frekara náms í þeirri grein við Tækniháskólann í Þrándheimi í Noregi árið 1974. Fór seinna í MBA-nám við Há- skóla Íslands og lauk þeirri gráðu árið 2007. Árið 1975 hóf Eyjólfur störf sem deildarverkfræðingur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur en tók svo árið 1980 við embætti ör- yggismálastjóra ríkisins. Árið eftir varð Eyjólfur svo for- stjóri Vinnueftirlits ríkisins og gegndi því starfi til dánardæg- urs. Um langt árabil var Eyjólfur virkur þátttakandi í starfi Alþýðuflokksins, seinna Samfylkingar og var fyrsti gjald- keri hennar. Þá hafði Eyjólfur mikil af- skipti af bæjarmálum í Hafnarfirði. Átti hann sæti í hafnar- stjórn í meira en tuttugu ár og var lengst formaður hennar. Sat sömuleiðis lengi í fræðsluráði. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði var Eyjólfur frá 2009 til 2014. Sömuleiðis starfaði Eyj- ólfur í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar um langt árabil og var forseti klúbbsins í eitt ár. Eftirlifandi kona Eyjólfs Þórs er Gerður Sólveig Sigurðardóttir kennari. Þau eignuðust tvö börn; Helgu, sem er öldrunarlæknir, og Baldur Þór, bílstjóra. Barnabörnin eru þrjú. Útför Eyjólfs Þórs verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 17. október klukkan 13. Andlát Eyjólfur Þór Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.