Morgunblaðið - 08.10.2018, Síða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
GLÆNÝJAR LÚÐUSNEIÐAR – 1990 KR/KG
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
SÍLDIN FRÁ
DJÚPAVOGI ER KOMIN
KLAUSTUR-BLEIKJA
GLÆNÝ LÍNUÝSA
mikil vitundarvakning orðið í sam-
félaginu síðastliðin ár hvað kyn-
ferðisbrot varðar og því ekki
ósennilegt að hérna sé um að ræða
auknar líkur á að þolendur kyn-
ferðisbrota stígi fram og kæri frek-
ar en að um hreina fjölgun slíkra
brota sé að ræða, sagði Helgi.
Í samtali við blaðamann segir
hann tímabundna fjölgun ákveð-
inna brota geta tengst áherslu lög-
reglu, en jafnframt að umfjöllun
um ákveðna málaflokka geti haft
veruleg áhrif á skráð brot þar sem
hún geti ýtt undir það að brotaþol-
ar kæri.
„Eins og með kynferðismál önn-
ur en vændi er auðvitað alltaf
spurning hvenær menn kæra og
þar fær lögreglan tilkynningar og
kærur. Þetta sáum við auðvitað
eftir Karls Vignis-málið, klárlega.
Þar er fólk að fylgjast með og
fyrstu mánuðina 2013 virðast
margir hafa farið af stað og kært
atvik sem menn höfðu lent í en
ekki kært áður. Þarna voru ný mál
en líka eldri mál, þannig að við
sjáum að þetta hefur áhrif og hef-
ur ekkert með hrunið að gera,“
segir Helgi
Hafði áhyggjur
Helgi viðurkennir að hann hafi
haft áhyggjur af því að brotum
myndi fjölga í kjölfar hrunsins og
að „við myndum sjá einhverja
hrinu auðgunar- og ofbeldisbrota
næstu misseri á eftir, en það gerð-
ist ekki. Þá er spurningin hvers
vegna gerðist það ekki?“ segir
hann.
„Eins og þessar tölur sýna var
þetta meira í aðdraganda hrunsins
og skömmu eftir hrun sem við
sjáum einhverja toppa í auðgunar-
brotunum, en varðandi önnur brot
sjáum við ekki miklar breytingar.
Þá er spurning hvort þessi toppur
sé tengdur hruninu, það getum við
ekki fullyrt um því við höfum séð
sveiflur áður í ýmsum brota-
flokkum,“ staðhæfir hann.
Alþjóðleg þróun
Helgi segir viðhorf brotaþola
geta haft áhrif á skráð auðgunar-
brot þar sem fólk sem upplifir vel-
megun sjái ekki endilega ástæðu til
þess að kæra þjófnað sem það
telur minniháttar. Blaðamaður
spyr þá hvort efnahagslegt áfall
sem almenningur varð fyrir geti
hafa orsakað að fleiri kærðu auðg-
unarbrot en áður. „Það gæti
hugsanlega skýrt hluta þeirrar
fjölgunar sem varð 2008 og 2009,“
svarar hann.
„Það er svona um 2010 sem við
sjáum þessa þróun á Íslandi, sem
sagt ákveðna fækkun hegningar-
lagabrota,“ segir Helgi og bendir á
að sú þróun hafi þegar sést í
Bandaríkjunum og Evrópu.
Hann segir samfélagslegar
breytingar vera mikilvægan þátt í
fækkun brota. „Við erum til dæmis
að sjá að það dregur úr vímuefna-
neyslu unga fólksins ásamt neyslu
áfengis. Það eru líka margir aðrir
þættir sem hafa breyst í lífi ungs
fólks eins og afþreyingarefni og
framboð tómstunda. Það eru fjöl-
margir þættir sem skipta máli.“
Helgi segir mikilvægt að hafa í
huga að börn og ungmenni búa við
allt aðrar aðstæður í dag en fyrir
10 til 15 árum og að þessi bætta
umgjörð hafi líklega skilað mun
færri afbrotum ungra einstaklinga.
„Það varð það sem sumir kalla
samkennd þjóðarinnar og meiri
samskipti innan fjölskyldna.
Mönnum var meira umhugað
hverjum um annan og þetta birtist
mjög vel í ýmsum mælingum gerð-
um í sambandi við fjölskyldur, til
dæmis jókst samvera barna og for-
eldra í kjölfar hrunsins,“ segir
Helgi.
Fíkniefnabrotum fjölgaði
Fíkniefnabrotum sem tengjast
ræktun fjölguðu nokkuð í kjölfar
hrunsins og vildu sumir meina að
það tengdist afleiðingum þess, að
sögn Helga.
„Það var fyrst og fremst rök-
stutt með því að vísa til þess að
erfitt var að fá gjaldeyri til þess að
kaupa gras erlendis til innflutnings
og að þessir aðilar hafi þess vegna
ákveðið að fara í ræktun sjálfir.
Það getur vel verið að þessar að-
stæður hafi flýtt fyrir eða ýtt undir
þessa þróun, en þetta var farið að
gerast erlendis líka. Menn voru að
færa sig úr hassi yfir í gras og
menn voru búnir að sjá að það
væri hægt að gera þetta sjálfir.“
Fjöldi hegningarlagabrota m.v. 10 þús. íbúa
2006-2016
600
500
400
300
200
100
0
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Hegningarlagabrot Auðgunarbrot
Þjófnaður Innbrot
450,3
334,6
Heimild: Embætti
ríkislögreglustjóra
Morgunblaðið/Júlíus
Kannabisræktun Ræktun fíkniefna færðist í vöxt eftir hrunið. Sumir kenndu afleiðingum hrunsins um þá þróun.