Morgunblaðið - 08.10.2018, Page 12

Morgunblaðið - 08.10.2018, Page 12
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bein Kakkarnir horfðu spenntir til safnkennarans, sem hafði frá mörgu áhugaverðu að segja. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Beinagrindurnar vekja allt-af mestan áhuga krakk-anna,“ segir Anna LeifElídóttir, safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands. Í gær var boðið upp á leiðsögn fyrir forvitna krakka og fjölskyldur þeirra en yfir veturinn eru slíkir viðburðir reglu- lega á dagskrá í starfi safnsins. Vel yfir 100 manns mættu á kynn- inguna í gær. Þar var sjónum sér- staklega beint að landnámsöldinni og þeim hluta grunnsýningarinnar Þjóð verður til, menning og sam- félag í 1200 ár þar sem brugðið er ljósi á fyrstu aldir Íslandsbyggðar. Meðal þess sem krakkarnir fengu að kynnast á Þjóðminjasafn- inu í gær voru leifar af skyri eða einhverjum slíkum mjólkurmat sem fannst í fornleifauppgreftri á Berg- þórshvoli í Landeyjum endur fyrir löngu. Þá var sýnd þrívídd- arprentuð eftirmynd af upp- handleggsbeini konu, sem fannst þegar kirkjugarður frá þjóðveld- isöld var grafinn þar upp. Sömu- leiðis fengu krakkarnir að hand- leika eftirlíkingar af fornum munum, svo sem kúptum nælum og skærum. Hvers konar fræðsla er fastur liður í starfi Þjóðminjasafnsins og í raun mikilvæg skylda þess. Yfir veturinn koma gjarnan í safnið nemendur, meðal annars úr 5. og 6. bekk grunnskólans, enda læra krakkarnir um Íslandssöguna á þeim aldri. Á aðventunni er síðan sérstök jóladagskrá þar sem brydd- að er upp á ýmsu skemmtilegu. Spennandi Beinagrindin í glerkassanum vakti óteljandi spurningar. Forvitin um fornöld Börnin fengu leiðsögn um Þjóðminjasafnið í gær. Sjónum var beint að land- námi Íslands og fengu krakkarnir þar meðal annars að sjá beinagrind- ur og gamalt skyr. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 Ég er að byrja þriðja mán-uðinn af fimm í áskorun semég setti sjálfum mér í sum- ar. Áskorun var að hreyfa mig í alla vega þrjá klukkutíma á dag frá 1. ágúst og til áramóta. Þetta hefur gengið vel. Sumir dagar eru auð- veldir, helgarnar sérstaklega. En aðrir dagar geta verið snúnir. Dagar sem eru þétt skipulagðir af fundum og verkefnum sem hafa ekkert með hreyfingu að gera. Þá daga þarf maður að vera bæði frjór og skipu- lagður. Ævintýragöngur með guttanum Best er að byrja daginn á einhvers konar hreyfingu. Morgunganga er líklega einfaldasta leiðin en um leið ein sú besta. Róleg, súrefnisgefandi byrjun á degi. Þriggja tíma ramm- inn hefur stuðlað að því að ég hreyfi mig meir í hádeginu en ég gerði og það er virkilega gott. Brýtur upp daginn og er frískandi fyrir líkama og sál. Ég er líka meðvitaðri um hreyfingu seinni partinn. Er jafnt og þétt að búa mér til þá venju að nota tímann frá fimm til sjö seinni part- inn í hreyfingu af einhverju tagi. Leggja tölvunni og símanum og nota líkamann. Þetta er fínn æfingatími og ég nota hann oft í einhvers konar æfingar. En ég nota hann í fleira, viðhald á húsinu til dæmis. Mjaka hlutum þannig áfram. Eitt af því besta sem ég geri seinni partinn er að fara í ævintýra- göngur með sjö ára guttanum mín- um. Leyfi honum þá að ráða för og hvað við gerum á leiðinni. Í síðustu viku löbbuðum við til dæmis í kring- um Reykjalund, klifruðum aðeins í litlu klettunum bak við sundlaugina, skriðum undir grenitré, tókum spretti á gangstéttinni fyrir framan og tókum upp á ýmsu öðru. Allt að hans frumkvæði. Í brjáluðu veðri, roki og rigningu. Komum svo vel ferskir heim, þreyttir á líkama og með úthvíldan koll. Hvetjandi rammar Rammar geta verið hvetjandi. Þriggja tíma ramminn er hvetjandi fyrir mig. Fær mig til að hugsa út fyrir kassann um hreyfingu, hvað ég geti gert til þess að ná þessum 180 mínútum á dag í hreyfingu. Af hverju er ég að þessu? Af því að kyrrsetan gerir okkur ekki gott en mikil dagleg hreyfing af ýmsu tagi lengir lífið og bætir. Hlakka til að halda áfram með áskorunina, klára hana og finna svo í framhald- inu leiðir til þess að auka mína dag- legu hreyfingu meir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjólagarpar Kyrrsetan gerir okkur ekki gott en mikil dagleg hreyfing af ýmsu tagi lengir lífið og bætir, segir Guðjón hér í pistli sínum. Þrír tímar á dag Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is. Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins Morgunblaðið/Ómar Leikskólabörn Lífið er langt ferða- lag en fæturnir stundum litlir. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.