Morgunblaðið - 08.10.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir
Trump hefur náð betri árangri en for-
verar hans, segir Philip Mark Breed-
love, fv. fjögurra stjörnu herforingi
Bandaríkjahers og yfirhershöfðingi
NATO í Evrópu 2013-2016, í viðtali
við þýska dagblaðið Die Welt. „Hlust-
ið ekki á orðræðuna, heldur horfið á
aðgerðirnar. Þær tala sínu máli.“
Auknir ógnartilburðir Rússlands
gagnvart NATO eru í forgrunni í við-
talinu. Breedlove segir Bandaríkin
klárlega með Evrópu í liði í því sam-
bandi. En orðræða forsetans bendir
til annars, segir blaðamaðurinn þá.
Breedlove svarar því til að þegar
komi að Trump eigi að gefa gjörðum
meira vægi en orðum. Forsetinn sé
hugrakkari en forverar sínir, hvort
sem litið sé á fjárfestingar eða fjölda
hermanna. Hvort tveggja hafi aukist.
Segir Trump skara
fram úr forverum sínum
AFP
Rússneskar þotur Rússar héldu í
september stærstu heræfingu frá
því í kalda stríðinu.
Tvær vikur eru liðnar síðan jarð-
skjálfti og svo flóðbylgja riðu yfir
Sulawesi í Indónesíu. Í gær var enn
verið að leita að 683, 1.754 eru látnir
og 2.549 særðir. Indónesísk yfirvöld
segja að leitinni verði hætt á
fimmtudaginn þó að hundraða sé
enn saknað. Búist er við að mun
fleiri hafi látist en staðfest hefur
verið.
Leit að fólki hefur staðið í níu
daga og BBC segir að leitarmenn
séu farnir að þreytast. Á laugardag-
inn fundu þeir 30 lík á einum stað.
Að vonum tekur þetta mjög á.
Afleiðingar skjálftans og flóð-
bylgjunnar urðu eins slæmar og
hugsast gat, enda innviðir á svæðinu
engan veginn undir svona hörm-
ungar búnir. Stórskemmdirnar og
hversu skammur fyrirvarinn var
hefur vakið aðra til umhugsunar um
eigin viðvörunarkerfi gagnvart að-
vífandi flóðbylgjum.
Palu á norðvestanverðri Sulawesi
er sú borg sem verst hefur orðið úti
af völdum þessara hamfara. Þar
bjuggu 350.000 manns og mannlíf
var hið blómlegasta; fyrirtæki í
rekstri, bankastarfsemi og alþjóð-
legur flugvöllur. Nú er hún rjúkandi
rúst.
AFP
Martröð í Palu Þessi maður hefur ekki farið varhluta af hörmulegum af-
leiðingum hamfaranna. Nú er fólk að leita muna sinna í rústunum.
Leitinni verður
hætt á fimmtudag
Næstum 1.800 látnir 700 leitað
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Brett Kavanaugh var loks skipaður
dómari í hæstarétti Bandaríkjanna á
laugardaginn. Eftir hatrammar
deilur þingmanna um mögulega sekt
hans í kynferðisbrotamáli hlaut hann
einn naumasta meirihluta atkvæða
sem um getur. Ekki náðist enda að
sanna ásakanir um sekt hans.
Hann sór embættiseið strax á
laugardagskvöld, fáeinum klukku-
stundum eftir að tilnefning hans var
samþykkt með 50 atkvæðum gegn
48. Þau atkvæði skiptust í öllum
meginatriðum eftir flokkslínum.
Styr hefur staðið um þetta mál eftir
að Christine Blasey Ford sálfræði-
prófessor og tvær aðrar konur stigu
fram og sökuðu Kavanaugh um að
hafa beitt þær kynferðisofbeldi fyrir
margt löngu. Alríkislögregla Banda-
ríkjanna, FBI, komst að niðurstöðu
um, að ekkert væri hæft í þeim ásök-
unum. Demókratar kváðu þá rann-
sókn að vísu ófullnægjandi.
Femínistar mótmæltu
Ekki hefur verið deilt eins hart um
skipun dómara í tugi ára. Þá mátti
ekki á tæpara standa. Einn demó-
krati kaus Kavanaugh, öldunga-
deildarþingmaðurinn Joe Manchin
frá Vestur-Virginíu. Aðrir eru ósátt-
ir við kosninguna. „Þegar saga öld-
ungadeildarinnar verður rituð, verð-
ur þessi kafli hér sem skærrautt
viðvörunarljós um það hvað ber að
forðast,“ sagði Chuck Schumer,
öldungadeildarþingmaður frá New
York. Schumer hvatti bandaríska
kjósendur til að greiða atkvæði gegn
svona framferði Repúblikana í þing-
kosningunum 6. nóvember nk.
Þá sætir furðu meðal hluta al-
mennings að Kavanaugh hafi að lok-
um verið kosinn. Aðgerðasinnar
mótmæltu fyrir utan þinghúsið með-
an á kosningunni stóð. Þeim var heitt
í hamsi. New York Times hefur þetta
eftir konu á svæðinu, sem æpti á
Mike Pence, varaforseta Bandaríkj-
anna: „Þetta er smánarblettur á
sögu Bandaríkjanna!“ Mótmæl-
endur reyndu einnig að troða sér inn
í þinghúsið. Voru þeim efst í huga
hugmyndir um gamaldags viðhorf
gagnvart þolendum kynferðisofbeld-
is. Þeim þótti ólíðandi að svona ásak-
anir væru ekki teknar alvarlega.
Öðrum þykir illa vegið að heiðri
hæstaréttarins með fölskum ásökun-
um á hendur Kavanaugh. Mikið veð-
ur hafi verið gert vegna einhvers
sem enginn fótur er fyrir. Í leiðara
Wall Street Journal er til dæmis
fjallað um flekklausan feril Kavan-
augh að öðru leyti en þessu. Þar seg-
ir að Demókratar hafi valdið öld-
ungadeildinni ómældum skaða með
framgöngu sinni.
Trump er kátur
Donald Trump Bandaríkjaforseti
er sáttur. „Hann fer á spjöld sög-
unnar sem hinn snjallasti hæsta-
réttardómari í mörg ár,“ sagði
Trump um Kavanaugh, við frétta-
menn New York Times sem ræddu
við hann þar sem hann fylgdist með
atkvæðagreiðslunni um borð í Air
Force One, einkaþotu sinni.
Hann lét sem sagt ekki segjast
þrátt fyrir fortölur ýmissa og hélt
ákvörðun sinni til streitu, að skipa
Kavanaugh. Trump kvað það rang-
færslur að segja að konur væru
óánægðar með skipunina og sagði
konur almennt sigurvegara þessarar
deilu. „Konur stóðu í ýmsum
skilningi styrkari fótum en karlar í
þessari rimmu. Margar þeirra voru
gersamlega hneykslaðar á aðförinni
gegn Kavanaugh. Gersamlega
hneykslaðar,“ segir hann.
Skipaður hæstaréttar-
dómari þrátt fyrir allt
Brett Kavanaugh hlaut loks dómaraembættið 50 at-
kvæði gegn 48 Trump fagnar um borð í Air Force One
AFP
Eiður svarinn á laugardegi Vígsluathöfnin fór fram skömmu eftir kosn-
inguna. Hér leggur Brett Kavanaugh hönd á helga ritningu. John Roberts,
forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, skipar hann dómara.
Fjölmenn mótmæli Flest skiltin
sem fóru á loft fyrir utan þinghúsið
sneru að réttindum kvenna.
Fyrstu lotu forsetakosninga í Brasilíu
lauk í gær. Útgönguspár í gærkvöldi
bentu til þess að Jair Bolsonaro, leið-
togi brasilíska hægriflokksins, gæti
fengið 49% atkvæða og að Fernando
Haddad, frambjóðandi Verkamanna-
flokksins, fengi 26%.
Ef þetta verður endanleg niður-
staða kosninganna má ekki miklu
muna að Bolsonaro hreppi sigurinn
strax en til þess þurfti hann að fá
meira en helming atkvæða. Er því
líklegt að gengið verði aftur til kosn-
inga eftir þrjár vikur, 28. október, þar
sem þessir tveir etja kappi í seinni
umferð.
Langar raðir mynduðust við kjör-
staði í gær, það voru 150 milljónir
manna á kjörskrá. Kosningarnar hafa
skipt þjóðinni í tvær fylkingar. Bol-
sonaro hefur kallað sjálfan sig „hinn
brasilíska Trump“. Þá hefur spilling-
armál Luiz Inácios Lula da Silva,
fyrrverandi forseta Brasilíu og fv.
formanns Verkamannaflokksins,
valdið þeim flokki fylgistapi og þar
með Hassad.
Fyrir kosningarnar gáfu skoðana-
kannanir til kynna að Bolsonaro hlyti
40% atkvæða en Haddad 25%.
Fyrstu vísbendingar um kosninga-
úrslitin í gærkvöldi eru því mjög já-
kvæðar fyrir Bolsonaro. 13 bjóða sig
fram til forseta en til þess að vinna í
fyrstu lotu þarf 50% atkvæða.
Útlit fyrir sigur hins
„brasilíska Trumps“
Jair Bolsonaro fékk 49% fylgi skv.
fyrstu niðurstöðum í gærkvöldi
AFP
Næstum helmingsfylgi Horfurnar
eru bjartar fyrir Jair Bolsonaro.