Morgunblaðið - 08.10.2018, Page 16

Morgunblaðið - 08.10.2018, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vladimír PútínRússlands-forseti fór í opinbera heimsókn til Indlands fyrir helgi og hitti þar Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Undirrituðu leiðtogarnir þar margvíslega samninga á milli Rússa og Indverja um samstarf í varnarmálum, geimvísindum og viðskiptum, auk þess sem Rússar hétu því að þeir myndu þjálfa fyrstu indversku geim- farana, en þeir halda af stað út í geim árið 2022, fari allt að óskum. Einna mesta athygli vakti þó samningur um kaup loftvarna- flauga af nýjustu gerð frá Rússum, og er verðmæti samn- ingsins metið á um 5,2 millj- arða bandaríkjadala. Kaupin á loftvarnaflaugunum verða ef- laust til þess að einhverjir í Washington-borg muni hvá við, sér í lagi þar sem Bandaríkja- stjórn setti nýverið á viðskipta- þvinganir sem ná til allra þeirra sem kaupa vopn af Rúss- um. Er þess skemmst að minn- ast að þeim var nýlega beitt gegn Kínverjum, við litla ánægju stjórnvalda í Peking. Ekki er víst að Bandaríkja- stjórn gangi svo langt í tilfelli Indlands, þar sem Bandaríkja- menn hafa á síðustu misserum sóst eftir bættum samskiptum við Indverja. Hefur þar ekki síst spilað inn í að grunnt hefur verið á því góða milli Indverja og Kínverja, og hafa kjarn- orkuveldin tvö jafnvel staðið í heitstrengingum hvort við ann- að. Þannig hefur verið ráðgert að Bandaríkjaher og Indlands- her standi að sam- eiginlegum her- æfingum á næsta ári, auk þess sem leyniþjónustur ríkjanna hafa heit- ið því að deila meiri upplýsingum. Óvíst er hvort staðið verði við þær fyrirætlanir nú. En það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Indverjar sæk- ist eftir vopnakaupum frá Rússum því að ríkin hafa átt í mjög góðum samskiptum allt frá því á tímum kalda stríðsins. Modi hefur þó upp á síðkastið hallað sér frekar að Bandaríkj- unum, á meðan Rússar hafa daðrað við Pakistana og Kín- verja, en nú gæti ætlunin verið að styrkja aftur þráðinn til Rússlands. Nýja samkomulagið hefur meðal annars verið túlk- að sem leið Indverja til þess að reyna að koma í veg fyrir að Rússar verði of nálægir þess- um tveimur helstu keppinaut- um Indlands um áhrif í Mið- Asíu. Meginatriðið í þessu öllu er án efa að Indverjar vilja stíga nokkurs konar línudans á milli stjórnvalda í Moskvu og Wash- ington. Þeir vilja hafa gott af hvorum tveggja en vilja þó ekki reita Bandaríkjastjórn til of mikillar reiði með vopna- kaupum sínum frá Rússum. Þar taka þeir nokkra áhættu og við- brögðin velta ekki síst á því hversu mikið áhersla núverandi ráðamanna í Washington á af- stöðuna til Kína kann að verða til þess að þeir setji kíkinn fyr- ir blinda augað, þegar kemur að þessum viðskiptum Indverja og Rússa. Indland og Rússland semja um vopna- kaup sem gleðja ekki Bandaríkin} Línudansinn stiginn Í þættinum Þing-völlum á K100 í gærmorgun var rætt um mál sem bersýnilega kallar á frekari umræðu og leit að lausnum. Páll Magnússon þáttarstjórn- andi vakti athygli á því að 30% öryrkja á Íslandi væru ungt fólk. Enn fremur að hlutfalls- leg fjölgun væri mest í hópi 20 til 30 ára karlmanna, vegna geðraskana. Páll benti einnig á að öryrkjum hér á landi fjölg- aði um 1.200-1.800 á ári og að fyrir tveimur árum hefði ný- gengi örorku í fyrsta sinn verið meira en náttúruleg fjölgun á vinnumarkaði. Augljóst er að slík þróun getur ekki gengið til lengdar og að finna þarf leið út úr vand- anum. Meðal þess sem nefnt var í þættinum var að auðvelda fólki virkni, meðal annars með hlutastörfum á vinnumarkaði. Sérfræðingarnir sem rætt var við, geðlæknar og sálfræðingar, töldu miklu skipta að fólk lenti ekki í vítahring sem það kæmist ekki út úr. Ræddur var sá möguleiki að meta starfsgetu fremur en örorku til að leggja áherslu á að þeir sem geti eitthvað unn- ið haldi tengslum við vinnu- markaðinn. Þá kom fram að ekki væri ólíklegt að einhverjir spiluðu á kerfið og misnotuðu það. Sú hætta er vissulega allt- af fyrir hendi og nauðsynlegt er að koma í veg fyrir slíka misnotkun eins og hægt er, enda bitnar hún verst á þeim sem glíma við raunverulegan vanda. Eflaust er engin ein töfra- lausn til við slíkum vanda og ætla má að beita þurfi marg- víslegum úrræðum til að snúa þessari þróun við. Umræðurnar á Þingvöllum verða vonandi til að hreyfa við fólki og ýta undir að skref verði stigin í átt til lausnar. Þróunin er með þeim hætti að hana þarf að skoða og grípa til aðgerða} Mikil fjölgun ungra öryrkja Í lok september var ég viðstödd 73. leið- togafund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Umfjöllunar- efni fundarins voru langvinnir sjúk- dómar (e. noncommunicable diseases). Langvinnir sjúkdómar eru hjarta- og æða- sjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, krabba- mein, sykursýki og geðsjúkdómar. Þessir sjúk- dómaflokkar eru algengasta dánarmeinið á heimsvísu en þeir eru valdur að 70% allra dauðsfalla í heiminum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint langvinna sjúkdóma sem helstu ógn heimsbyggðarinnar við félagslega og efnahagslega framþróun á 21. öldinni. Sjúk- dómarnir auka álag á heilbrigðiskerfi þjóða og hafa áhrif á velferð íbúa heims. Helstu áhættu- þættir langvinnra sjúkdóma eru lífsstíls- tengdir. Þeir eru óheilbrigt mataræði, tóbaksnotkun, loft- mengun, óhófleg áfengisneysla og of lítil hreyfing. Stofnunin hefur í þessu samhengi lagt áherslu á að stefn- ur stjórnvalda á öllum sviðum þurfi að stuðla að heilsu- vernd eins og kostur er. Það er markmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að fækka dauðsföllum af völdum langvinnra sjúkdóma eins og kostur er. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa að- gerða í þessu skyni. Þar skipta mestu markvissar aðgerð- ir til þess að bæta aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjón- ustu og að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Stefnumörkun stjórnvalda skiptir einnig miklu máli. Stjórnvöld ættu að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja heilbrigða lífshætti, til dæmis með fræðslu og forvörnum um helstu áhættuþætti heilsu. Mögulegt sé að beita skattkerfinu til að ná ákveðnum markmiðum fram auk þess sem umhverfisþættir skipti miklu máli, svo sem að umhverfi okkar sé ekki skaðlegt heilsunni. Ég hef lagt sérstaka áherslu á marga af þeim þáttum sem eru til þess fallnir að draga úr langvinnum sjúkdómum. Fyrst má nefna aðgerðir tengdar lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga, sem er að mínu mati algert for- gangsmál. Stefnt er að því að minnka greiðsluþátttökuna þannig að hlutdeild sjúk- linga hérlendis verði sambærileg því sem ger- ist annars staðar á Norðurlöndunum. Sam- kvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er ráðgert að verja 8,5 milljörðum króna til þess að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga á tíma- bilinu. Verkefnið heilsueflandi samfélög, sem heyrir undir embætti landlæknis, er einnig til þess fallið að skapa um- hverfi sem styður við heilbrigði og vellíðan íbúa. Einnig er mögulegt að skoða að setja á sykurskatt til þess að ýta undir heilbrigðari lifnaðarhætti þjóðarinnar. Áhersla stjórnvalda á lýðheilsu og forvarnir er nauð- synleg til þess að við getum tekist á við þessar helstu áskoranir nútímans. Þannig getum við skapað heilbrigð- ara samfélag. Svandís Svavarsdóttir Pistill Áskoranir nútímans Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Félagsmenn í SFR og Starfs-mannafélagi Reykjavíkur-borgar (St.Rv) ganga aðkjörborðinu eftir réttar fjórar vikur (6. nóvember) og kjósa um hvort sameina eigi þessi tvö stétt- arfélög. Mikill undirbúningur og kynning hefur átt sér stað um fyrir- hugaða sameiningu og kynningar- fundir vegna atkæðagreiðslunnar standa yfir allan þennan mánuð. Verði félögin sameinuð yrði til þriðja stærsta stéttarfélag landsins, næst á eftir VR og Eflingu, með um 10.300 félagsmenn. Það yrði jafnframt stærsta stéttarfélag opinberra starfs- manna á Íslandi. Félögin eiga sér langa sögu og hafa átt í nánu samstarfi. St.Rv er orðið 92 ára gamalt, stofnað árið 1926, og SFR er stofnað 1939. Félög- in eru misstór; alls um 5.500 félags- menn eru í SFR og á fimmta þúsund eru í St.Rv. Konur eru í miklum meirihluta félagsmanna í báðum fé- lögunum, 70% félagsmanna í SFR og 65% í St.Rv. Umtalsverðar upplýsingar hafa verið birtar á kosningasíðu og þar kemur m.a. fram að verulegur munur er á verkfallssjóðum félaganna tveggja. Í verkfallssjóði SFR eru á annan milljarð kr. en rúmar 400 millj- ónir í verkfallssjóði St.Rv. Ef samein- ing verður samþykkt mun nýja félag- ið ráða yfir vinnudeilusjóði með um 1,6 milljörðum kr. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í viðskiptafræðideild HÍ, var í fyrra fenginn til að gera úttekt á kostum aukins samstarfs eða samein- ingar félaganna. „Með því að sameina félögin yrði til þriðja stærsta stéttar- félag landsins sem yrði öflugur mál- svari félagsmanna á hinum opinbera vinnumarkaði. Sameinað félag myndi búa yfir mun meiri slagkrafti þegar kemur að gerð kjarasamninga, sér- fræðingum mun fjölga sem hafa þekkingu á málefnum vinnumark- aðarins, sem aftur mun efla einstaka þætti í starfseminni svo sem öflugra kjara- og lögfræðisvið og þjónustu- svið. Þannig munu félagsmenn fá að- gang að betri þjónustu,“ segir í úttekt Gylfa. Skoðanir á sameiningu eru greinilega skiptar. Í umræðunni í tengslum við mögulega sameiningu hafa verið nefndir fjölmargir ávinn- ingar, s.s. sterkari samningsstaða, fleiri kostir í orlofsmálum, meiri slag- kraftur í kjarasamningum, stærðar- hagkvæmni o.fl. Veikleikar og ógn- anir sem dregin hafa verið fram eru m.a. að ójafnvægi sé á milli félaganna, nýja félagið yrði bákn, fjarlægðin milli félagsins og félagsmanna myndi aukast og það gæti staðið fyrir of marga ólíka hagsmuni. Svanhildur Steinarsdóttir, varaformaður há- skóladeildar SFR, sem m.a. á sæti í samninganefnd SFR, dregur í efa í nýlegri grein í Morgunblaðinu að það yrði til hagsbóta fyrir SFR að sam- einast St.Rvi. Bendir hún á ýmsa ókosti s.s. að ekki hafi verið sýnt fram á hvernig meintur aukinn slagkraftur myndi birtast í framkvæmd og eigna- staða félaganna sé gjörólík. Félögin hafi ólíka viðsemjendur, annars vegar ríki og hins vegar sveitarfélag, og ólíklegt sé að báðir hópar sætu sam- tímis við samningaborðið. Telja megi ósennilegt að sá hluti félagsmanna sem fyrr næði viðunandi samningum við sinn viðsemjanda myndi sam- þykkja verkfall með tilheyrandi launatapi ef samningaviðræður gengju erfiðlega hjá hinum hlutanum. Dregnar hafa verið upp útlínur að nýju félagi þar sem fram kemur að í sameinuðu stéttarfélagi haldi allir félagsmenn sínum félagslegu og samningsbundnu réttindum sem þeir hafa áunnið sér í sínu stéttarfélagi. Yrði þriðja stærsta stéttarfélag landsins Morgunblaðið/Kristinn Baráttufundur 1. maí Garðar Hilmarsson, formaður St.Rv., í ræðustól. Ef félagið sameinast SFR verður það með tæpan helming félagsmanna BSRB. Eignir félagssjóða SFR og St.Rv. eru metnar á rúmlega 613 millj- ónir eftir fyrirhugaða samein- ingu. Sameinað félag ætti yfir að ráða 67 orlofshúsum og íbúðum, þar af þremur á Spáni, ársvelta starfsmennta- og sjúkra- og styrktarsjóða yrði um 614 milljónir og orlofssjóður réði yfir eignum upp á um 1,2 milljarða króna. Félagssvæði SFR er allt land- ið og starfa félagsmenn hjá ríki, sveitarfélögum, sjálfseignar- stofnunum ohf.-félögum o.fl. og gerir félagið 13 kjarasamninga við viðsemjendur sína. Fyrir rúmum áratug sameinuðust St.Rv. og Starfsmannafélag Akraness og 2013 sameinaðist Starfsmannafélag Seltjarnar- ness og St.Rv. Stéttarfélagið semur því við þessi þrjú sveitar- félög og auk þess m.a. við Strætó bs., Orkuveituna sf, og Faxaflóahafnir sf. Alls gerir fé- lagið tíu kjarasamninga. 67 orlofshús og íbúðir SAMEINUÐ STÉTTARFÉLÖG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.