Morgunblaðið - 08.10.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.10.2018, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 ✝ Sigurður Ein-arsson fæddist í Keflavík 12. apríl 1961. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. september 2018. Foreldrar hans voru Einar Ein- arsson, f. 11.2. 1932, d. 29.3. 2000, og Klara Guð- brandsdóttir, f. 9.12. 1935, d. 17.5. 2012. Þau bjuggu lengst af í Laugar- dælum við Selfoss. Systkini Sigurðar eru Guðbrandur, f. 17.11. 1953, Katrín, f. 19.1. 1955, Einar Smári, f. 31.5. 1957, Ægir, f. 6.3. 1959, og Sverrir, f. 3.3. 1967. Eiginkona Sigurðar er Gísl- ína Jensdóttir, f. 4.10. 1962. Foreldrar Gíslínu voru Jens Pétursson og Gíslína Perla Höskuldsdóttir. Börn þeirra eru 1) Davíð, f. 22.9. 1982, kvæntur Sigríði Arnardóttur, synir þeirra eru Kristófer Daði, Sigurður Örn og Skarp- héðinn Karl. 2) Jens, f. 10.8. 1984, unnusta Ása Lind Birg- isdóttir, synir þeirra eru Birg- ir Snær og Mikael Þór. 3) María, f. 13.8. 1990. 4) Svein- björn, f. 22.5. 1999. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Laugar- dælum við Selfoss. Á æskuárum lagði hann stund á frjálsar íþróttir og var í afrekshópi héraðssambands- ins Skarphéðins, sótti æfingar á Selfossi og æfingabúðir í Dan- mörku. Á unglingsárum sótti hann sjóinn á sumrin meðfram námi í vélskólanum. Árið 1981 hófu Sigurður og Gíslína bú- skap og 1985 fluttu þau í Borgarfjörð og hófu þá bú- rekstur á Hellubæ í Hálsasveit. Sigurður vann við fiskeldi á Laxeyri frá 1985-1997 en þá hóf hann að starfa sem vél- stjóri á Fróða ÁR og stundaði það til hinsta dags. Sigurður var alla tíð mikill náttúruunn- andi, lagði stund á laxveiði og skotveiði. Ræktaði bæði hross og sauðfé og var liðtækur bridgespilari. Sigurður verður jarðsung- inn frá Reykholtskirkju í dag, 8. október 2018, og hefst at- höfnin klukkan 14. Siggi, ástkær tengdapabbi minn og góður vinur, er látinn eftir erfiða baráttu við illvígt krabbamein. Það er erfitt að átta sig á fráfalli hans og stórt skarð hoggið í fjölskylduna okkar og tómarúm fyllir okkur. Hann Siggi minn var nú ekki Sigurður Einarsson ✝ Haraldur ÖrnHaraldsson fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1955. Hann lést á heimili sínu 28. september 2018. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grét Sighvatsdóttir húsmóðir, f. 28.12. 1921, d. 10.8. 2005, og Haraldur Örn Sigurðsson klæðskerameistari, f. 1.4. 1924, d. 14.9. 2014. Syst- kini Haraldar: Haukur Már, f. 20.5. 1943, Gunnar, f. 26.4. 1949, d. 5.1. 2006, Þóra, f. 27.8. 1950, Sigurður, f. 17.10. 1953. Haraldur stundaði nám í Blindraskólanum við Bjarkar- götu en lauk fullnaðarprófi frá Breiðagerðisskóla. Í fjögur ár stundaði hann nám í Huseby- skólanum í Osló, gagnfræðaskóla fyrir blinda og sjón- skerta. Í Osló fékk hann áhuga á flugi og amerískri sveitatónlist. Sá áhugi entist út lífið. Heimkominn frá Osló flutti Har- aldur Örn í eigin íbúð í húsnæði Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Hann stundaði vélritun um alllangt skeið, auk þess að starfa í Blindravinnu- stofunni til dauðadags. Árið 1991 flutti Haraldur Örn í nýtt sambýli að Stigahlíð 71 í Reykjavík. Þar bjó hann til ævi- loka. Útför Haraldar Arnar fer fram frá Garðakirkju í dag, 8. október 2018, klukkan 13. Nú er komið að því sem ég vonaði að ég þyrfti ekki að gera; að kveðja hann Halla minn, þennan snilling sem ég man eftir pínulitlum sitjandi við píanóið að spila undir lögin í út- varpinu, hikstaði aðeins í byrj- un en svo kom þetta, svo ótrú- legt að sjá og heyra. Eða þegar hann komst yfir latneska orða- bók og tók fjölskylduna í kennslustund í latínu við mat- arborðið. Halli elskaði tónlist og var kántrímúsík í miklu uppáhaldi hjá honum. Þegar hann fékk nýja plötu var hann ekki í rónni fyrr en ég var búinn að hlusta á hana með honum. Flugvélar áttu einnig hug hans allan og gat hann þekkt á hljóðinu hvaða flugvél flaug yfir húsið í Stigahlíðinni og hvað hún var með marga hreyfla. Við bræð- urnir fórum í margar flugferðir innanlands sem og til útlanda og þá var mikil spenna að kom- ast í geisladiskabúðir. Elsku brósi minn. Þú komst okkur sem þekktum þig á óvart, þegar þér var sagt að þú værir með heilaæxli og að það væri ekki hægt að lækna það, spurðir þú bara „Hvað fæ ég langan tíma?“ – hetjan sem þú varst, vildir fara til pabba og mömmu og Gunnars. Þú varst stór partur af lífi mínu. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og ég veit að ef það er til himnaríki þá ert þú þar með öllum sem þú elskaðir og kántríhetjunum þínum. Sjáumst, eins og þú sagðir alltaf, besti minn. Ég vil þakka starfsfólki í Stigahlíð 71 fyrir að hafa annast þig svo vel í veikindunum til að þú gætir verið heima þar sem þér leið best. Þinn bróðir, Sigurður. Hann Haraldur bróðir minn fékk tónlistina í vöggugjöf. Hafði af henni yndi og dægra- styttingu alla sína ævi. Sérhver dagur var tónlistardagur. Haraldur Örn fæddist Haraldur Örn Haraldsson Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Ís- landi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróða- von, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofn- anir sem reknar eru að meiri- hluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og velt- ur það aðallega á „hags- munum“ þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmuna- gæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst. Vinnuframlag opinbers starfsmanns Sjúkraliði í 100% starfi skil- ar af sér 173,33 vinnustundum á mánuði að jafnaði eða 21,6 vöktum á mánuði, ef unnið er á átta tíma vöktum. Því miður hafa sjúkraliðar ekki getað treyst því að vaktirnar séu reglubundnar átta tíma vaktir þar sem margir misvitrir vinnuveitendur hafa þvingað starfsfólk á styttri „akkorðs- vaktir“ þar sem álagið er gríðarlegt og launin jafnframt lægst. Á heilu ári skilar sjúkraliði að jafnaði 1.800 vinnustundum þegar dregin hafa verið frá lögbundin frí. Það á við um allt opinbert vaktavinnufólk. Endanlegur fjöldi vinnustunda veltur á líf- aldri og þeirri reglu sem valin er um hvernig bæta á fyrir vinnuskyldu á almennum frí- dögum. Vinnuframlag stóriðjustarfsmanna Vaktavinnufólk í stóriðju (u.þ.b. 90% karlmenn) skilar hinsvegar 144 vinnustundum á mánuði að jafnaði, eða 18 vökt- um á mánuði og þau geta treyst því að vaktirnar eru átta tímar og einnig því að fá fulla vinnu. Á heilu ári skilar starfsmaður í stóriðjunni um 1.600 vinnu- stundum þegar orlof og vetrar- leyfi hafa verið dregin frá, en vinnutími stytt- ist með auknum líf- og starfs- aldri. Þetta ger- ir mismun í vinnuskilum allt upp í 25 vaktir. Þetta eru rúm- lega mánuði minni vinnuskil en hjá sjúkraliða. Starfsmenn í stóriðju hafa jafnframt rétt á því við 55 ára aldur að stytta vinnuskyldu starfsársins um 1 mánuð og aftur við 60 ára ald- ur um annan mánuð án skerð- ingar á lífeyri. Mannauður sjúkraliða Veikindi sjúkraliða sem starfa innan heilbrigðiskerf- isins eru á bilinu 9-11% af vinnuskyldu ársins, sem nem- ur u.þ.b. 25 vöktum á ári. Stöðugildi sjúkraliða hjá rík- inu eru um 770, af því leiðir í heild u.þ.b. 19.250 veikinda- daga einungis hjá sjúkraliðum sem starfa hjá ríkinu. Hver dagur kostar að meðaltali 24 þúsund krónur, sem gerir að vinnuframlag að andvirði 462 milljóna króna á ári fellur nið- ur og tapast. Ekki er reiknað með viðbótarkostnaði vegna afleysinga. Landspítali - háskólasjúkra- hús, stærsti vinnustaður sjúkraliða, kann- aði m.a. starfs- ánægju sinna starfsmanna og þar kom fram að um 30% þeirra sem starfa á spít- alanum treysta sér ekki til að mæla með vinnu- staðnum sínum og einungis 40% eru sátt við launakjör sín. LSH gerði könnun árið 2010 þar sem spurt var: „Er LSH aðlaðandi vinnustaður?“ Í ljós kom að innan við helmingur, eða 47% þeirra sem unnu á þeim svið- um sem sjúkraliðar störfuðu á, svaraði því játandi. Öll um- ræða um að fjölga ákveðnum heilbrigðisstéttum í námi, þ.m.t. sjúkraliðum, og fá fleiri til starfa er innihaldslaus að óbreyttum starfskjörum. Mannauður í stóriðju Gott heilsufar og mikil starfsánægja er hjá Isal/Rio Tinto. Fram kemur í könnun hjá fyrirtækinu að veikindi eru einungis um 4% á ári á stöðu- gildi sem gerir tæplega 8 vakt- ir á ári, sem er aðeins tæplega þriðjungur af veikindatíðni sjúkraliða. Starfsánægja er mjög mikil. Fram kemur í nýlegri könnun að 90% eru ánægð eða mjög ánægð í starfi og einungis rúmlega 3% óánægð. Það er auðvelt að álykta út frá þess- um upplýsingum að reglufest- an varðandi vaktir, styttri vinnutími, eðlilegt vinnuálag/ mönnun og stytting vinnu- skyldu með vaxandi aldri hafi mjög mikið að segja. Heilsufar sjúkraliða Styrktarsjóður BSRB og Virk endurhæfingarsjóður gefa reglulega út yfirlit yfir þá sem þangað sækja stuðning. Stór hópur þeirra er sjúkralið- ar sem hreinlega eru komnir að fótum fram. Athygli vekur að í langan tíma hafa sjúkra- liðar verið 25% þeirra sem sækja um sjúkradagpeninga til Styrktarsjóðs BSRB, en eru á sama tíma einungis um 10% þeirra sem greiða í sjóðinn. Þessar tölur eru enn ein stað- festing þess hversu starf sjúkraliðans er erfitt og slít- andi samanborið við mörg önn- ur störf. Sjúkraliðar eru 16,7% þeirra félagsmanna BSRB sem nýtt hafa sér þjónustu Starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK þótt þeir séu aðeins 9,1% af félagsmönnum BSRB. Þörfin er þannig nánast tvö- föld umfram hlutfall sjúkraliða af heildinni. Nútíma þrælahald Það er eðlilegt að velta upp þeirri áleitnu spurningu hvort ákveðnir starfsmenn innan heilbrigðiskerfisins séu nútíma þrælar þar sem gengið er mjög nærri þeim á lægstu mögulegu launum þar til eitt- hvað lætur undan. Heilsan brestur, bæði andleg og líkam- leg, þegar unnið er í áraraðir undir gríðarlegu álagi, starf- semin undirmönnuð með þeim viðbótarskaða sem vaktavinna veldur. Lífsgæði eru skert því starfsumhverfið er ekki fjöl- skylduvænt. Staðan og krafan í dag Það er réttmæt og skyn- samleg krafa sjúkraliða og annarra opinberra starfs- manna að vinnuvikan verði stytt í 30-35 klst. og verði enn styttri við ákveðinn lífaldur þar sem það hefur sýnt sig að það starfsumhverfi sem í boði er í stóriðju á Íslandi skilar ár- angri. Það er ekki forsvaranlegt fyrir hið opinbera, sem vinnu- veitanda, að fara illa með sitt starfsfólk. Bætt starfskjör skila árangri og hið opinbera mun fá umrædda breytingu margfalt til baka í bættri heilsu sjúkraliða og miklu meiri starfsánægju eins og hefur sýnt sig annars staðar. Eftir Gunnar Örn Gunnarsson » Bætt starfskjör skila árangri og hið opinbera mun fá umrædda breyt- ingu margfalt til baka í bættri heilsu sjúkraliða og miklu meiri starfsánægju eins og hefur sýnt sig annars staðar. Gunnar Örn Gunnarsson Höfundur er framkvæmda- stjóri SLFÍ. Mannauðsstjórnun eða „þrælahald“ Á landsþingi Sjálfstæðis- flokksins fyrir skömmu var samþykkt álykt- un þess efnis að huga skyldi að stöðu drengja í íslensku sam- félagi. Veik staða drengja hefur verið þekkt í áratugi. Þegar fyrir síðustu aldamót benti Ásþór Ragnarsson, sálfræðingur, á nokkur veigamikil atriði í þessu efni. T.d. lætur nærri, að drengir og ungir karlmenn týni lífinu af slysförum fjórum sinnum oftar en stúlkur. Fjöldi þeirra þarfnast sér- kennslu eða séraðstoðar í skólakerfinu og tengdum stofnunum. U.þ.b. níu af hverjum tíu, sem fangelsis- dóm hljóta, eru ungir karlar. Erlendar rannsóknir benda til; að um þriðjungur drengja á glapstigum búi við námsörð- ugleika; að þriðjungur fanga (að mestu drengir) sé þroska- heftur; að um 0,1% drengja hafi erfðagalla (XYY, sem oft og tíðum veldur skertri greind og hegðunarvand- kvæðum); að ein- hverfa sé marg- falt algengari en hjá stúlkum. Niðurstöður rannsókna er- lendis um svipað leyti sýna, að karlar eru hið veikara kyn. Hlutfall þeirra er ævinlega hærra í hópi sjúklinga, sem haldnir eru öllum algengustu sjúkdómum. Þekkt er sú stað- reynd, að karlmenn fremji sjálfsvíg um það bil fjórum sinnum oftar heldur en konur; verði nær þrisvar sinnum oftar fyrir slysum; séu myrtir tvö- falt oftar; neyti lífshættulegra vímuefna miklu oftar. Vísbendingar sjást um, að geðheilsu drengja/karla hraki. T.d. virðist aukið algengi geð- klofa eða kleyfhugasýki meðal ungra karlmanna hafa átt sér stað frá því um 1970. Á Vesturlöndum eykst sömuleið- is algengi lystarstols meðal drengja. Hvað veldur, hvað er til ráða? Þegar stórt er spurt, verður oft fátt um svör. Sam- félag okkar einkennist af gífurlega hröðum breytingum á tækni, uppeldi og sam- skiptum fólks; siðboðum, væntingum og hlutverkum. Samkvæmt norður-írskum rannsóknum virðist gæta verulegs klofnings milli vænt- inga til karlmennsku og þess veruleika, sem karlmenn búa við. Í karlmennskunni eru m.a. fólgnar væntingar um; styrk, afl, hugrekki, greind, góða heilsu, þroska og stjórn. En fjölda ungra karlmanna finnst þeir vera aflvana, veik- lundaðir, hræddir, heimskir í skóla, lítt uppnæmir fyrir and- legri og líkamlegri heilsu sinni, og lifa í þeirri trú, að fullorðnir telji þá vanþroska. Hinn vitri samfélagsrýnir Pet- er Brückner sagði eitt sinn, að klofnings í samfélaginu gætti óhjákvæmilega í sálu hvers og eins. Þar hitti hann naglann á höfuðið. Hið óábyrga kynjastríð, sem geisað hefur um áratugi skiptir máli í þessu sambandi. Drengir og stúlkur verða vitni að linnulausri og neikvæðri umfjöllun um karla. Dóm- greindarlaus æsifréttasíbylja um ofbeldi karla gegn konum og óþokka karlkynsins bylur á skilningarvitum þeirra. Hvernig túlkar ungviðið? Stúlkur munu væntanlega trúa því, að þær séu fórnar- lömb drengja. Drengir munu vafalítið trúa því, að þeir séu illir. Er það hollt vegarnesti inn í framtíðina? Fjölmiðlar hljóta að bera ábyrgð. Það gera líka stjórnvöld, sem styrkja útbreiðslu þessa boð- skapar beint og óbeint, t.d. áróðursstofnun SÞ og RÚV. Við lifum að sönnu nýja tíma með fjölda áskoranna. Til að mynda alast drengir (og stúlk- ur vitaskuld) nær einvörð- ungu upp meðal kvenna. Hvert geta drengir sótt sér fyrirmyndir, sem er þeim nauðsynlegt til að verða karl- menn? Sjálfstæðisflokkurinn og staða drengja Eftir Arnar Sverrisson » Samfélagsleg staða drengja hefur verið veik í áratugi. Svo gæti virst, sem hún fari versnandi. Hvaða máli skiptir óábyrgt kynjastríð í þessu efni? Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi. arnarsverrisson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.