Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 19

Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 sú týpa sem tjáði manni tilfinn- ingar sínar en var þeim kostum gæddur að maður vissi alveg að honum þótti vænt um mann, því hann sýndi manni það í verki við hvert tækifæri sem honum gafst. Þannig gátum við Davíð alltaf reiknað með aðstoð hans við flest þau verkefni sem við fengumst við. Hann til dæmis tók þátt í að smíða þvotthúsið, múra húsið, tína rúllur, raka saman heyi og smala, alveg sama hvað það var. Alltaf þegar var basl þá birtist hann, bjargvætturinn oft óumbeðinn en svo innilega vel- kominn. Þegar ég sit hér nú og hugsa til hans Sigga þá get ég ekki annað en brosað, svo margar eru gleðiminningarnar. Þegar ég var tiltölulega ný í fjölskyld- unni þá fórum við oft í brand- arakeppni. Hún fór þannig fram að við matarborðið sögð- um við brandara, aldrei mátti segja sama brandarann aftur og stundum voru þeir nú þann- ig að ekki var við hæfi við matarborðið en við létum þá vaða og hlógum hátt. Svo var farið heim og hafist handa við að finna annan fyrir næsta matarboð. Húmor og gleði ein- kenndi samband okkar Sigga þó svo að við hefðum ekki oft verið sammála um hlutina, reyndar vorum við oft ósam- mála, það var bara skemmti- legra að þræta smá. Og oft þrættum við mikið, en það hafði engin áhrif á samband okkar enda enduðu þræturnar okkar oftast þannig að annað okkar fór að hlæja. Gott uppeldisráð er að vera vinur barnanna sinna og þar tókst honum Sigga vel upp. Hann var mikill vinur barnanna sinna og gaf sér tíma til að hlusta þegar þau leituðu til hans og kom með ráð. Ég var stödd í erfidrykkju föður míns fyrir 13 árum og var erfiður dagur að baki og enn erfiðari tími framundan. Hann Siggi gekk framhjá mér og hvíslaði að mér í flýti „þú stendur þig svo vel“. Þessi orð sátu í mér og augnatillitið sem hann sýndi mér var einlægt, ég er ekki viss um að hann hafi gert sér grein fyrir því hversu dýrmæt þessi orð voru mér en þau hjálpuðu mér ótrúlega mik- ið og aftur hjálpa þau mér núna þegar við göngum í gegnum þennan erfiða tíma. Hvíl í friði, kæri vinur, mikið vona ég heitt að þú sitjir í sumarlandinu góða, við árbakk- ann og rennir fyrir feitan lax. Ef til vill með einn kaldan þér við hlið og brosir út í annað. Ég þakka þér góðar stundir og frábæran vinskap, þín minn- ing mun lifa. Sigríður Arnardóttir. Þú byrjar. Nei þú, ég er ekki tilbúinn. Við Siggi vinur minn í Hellubæ erum staddir á veiði- slóð. Aldrei vildi Siggi byrja. Alltaf tilbúinn að leyfa öðrum að njóta augnabliksins. „Ekki tilbúinn!“ Við vissum báðir að það var ekki rétt. Siggi var tilbúinn daginn sem ákveðið var að fara í túrinn. Hann var alltaf tilbúinn og skipti þá engu hvert verkið var. Hann var hins vegar ekki tilbúinn í sína síð- ustu ferð. Það var heldur eng- inn tilbúinn til að kveðja hann. Við Siggi erum búnir að vera vinir í rúm 40 ár. Peyjar í Laugardælum, sem þreifuðum á veröld þeirra fullorðnu. Ungir menn í basli. Báðir hamingju- samir fjölskyldumenn og við nutum þess að sjá börnin vaxa og dafna. En fyrst og fremst vorum við vinir. Siggi var náttúrubarn, eng- um líkur þegar kom að því að skynja og skilja náttúruna. Hann las veiðivatn, fann fiskinn og tældi hann til sín og gafst aldrei upp. Enn eru fimm mín- útur eftir, það getur ýmislegt gerst. Og það gerðist oft. Góður veiðifélagi er vandfund- inn og betri en Siggi gerast þeir varla. En við vorum samt ólíkir. Ég trúlega nettari, hann var „hunter“. Hann skyldi aldr- ei þetta að „veiða og sleppa“. Maður á að nýta sína bráð. Við áttum langar rökræður um til- gang þess að sleppa fiski og hvort það væri yfirleitt til góðs. Hann var fylginn sér og nefndi ótal dæmi. Ég dáðist að orðfimi hans, en var bara ekki sam- mála. Það skipti engu máli. Okkur fannst gaman að vera saman. Siggi var stærðfræðingur, eldsnöggur að átta sig á stærð- um og formum og nýtti þessa hæfileika í mörgu. Þegar hann settist við spilaborðið og spilaði bridge nýttust þessir hæfileik- ar vel. Hann spilaði ekki jafn mikið og við hinir og hafði stundum minnimáttarkennd við borðið. Það var alveg óþarfi. Svolítið meiri ögun og hann var bestur. Við spiluðum okkar síð- asta mót í vor. Sigga fannst hann gera tóm mistök, þó að ég hvetti hann áfram og hældi honum. Við tókum annað sætið. Man hvað hann var glaður en jafnframt hissa. Við áttum fleiri góð mót og minningin lifir þó að sigrarnir í þessu lífi verði ekki fleiri. Siggi byrjaði ungur á sjó, lærði til vélstjóra og var góður sem slíkur. Þegar hann flutti í Borgarfjörðinn vann hann á nokkrum stöðum en fór aftur á sjóinn. Hann var þó alltaf á leiðinni heim. Var búinn að fjárfesta í fyrirtæki með Davíð syni sínum og beið eftir rétta tækifærinu til að koma þar til starfa. Siggi greindist með krabba- mein snemma árs. Hann tók því með æðruleysi, leit á það sem verkefni sem þyrfti að leysa. Hafði alltaf trú á að það tækist. En hið kröftuga mein hafði náð taki sem það sleppti ekki, þrátt fyrir styrk Sigga og þá meðferð sem hann fékk. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt vinskap Sigga öll þessi ár. Þakklátur fyrir allar þær minn- ingar sem ég á. Þakklátur fyrir að hafa upplifað öll okkar æv- intýri. Og þó ég sé bæði stúrinn og dapur á þessum tímamótum þá finn ég á mér að saman eig- um við eftir að renna fyrir fisk á öðrum veiðislóðum, taka í spil og upplifa gleði á ný. Megi góður Guð gefa Ínu og fjölskyldu styrk til að takast á við sorgina og tómið sem henni fylgir. Sveinbjörn Eyjólfsson. blindur en var svo heppinn að eiga föður sem var ekki bara áhugamaður um klassíska tón- list, heldur spilaði auk þess á píanó heimilisins verk meistar- anna eftir nótum. Mér er brennt í minni þegar þessi litli bróðir minn sat í kjöltu föður síns og nam píanóleik með því að fylgjast með handahreyfing- um hans. Hann rétt náði upp á nótnaborðið þegar hann byrjaði að spila sjálfur og þar sem bilið milli nótna var of langt fyrir hans litlu hendur notaði hann nefið á nótnaborðið. Það þótti okkur magnað að horfa á. Þannig kynntist hann sígildri tónlist strax í æsku og kunni að meta hana alla tíð. En hún vék úr öndveginu fyrir amerískri sveitatónlist, kántrí, með tíð og tíma. Eftir fermingu, þegar Har- aldur var þrettán ára, fór hann utan til náms. Hafði lokið barnaskólanámi í Blindraskól- anum við Bjarkargötu og síðan fullnaðarprófi frá Breiðagerðis- skóla og nú fór hann til Osló í gagnfræðaskóla fyrir blinda og sjónskerta. Þótt foreldrar og systkini yrðu eftir á Íslandi var hann ekki einn í Noregi. Helga föðursystir hans Wendelbo og Per maður hennar í Osló sáu til þess. Þau gættu hans vel og hann var þeim ævinlega þakk- látur. Í fjögur ár stundaði Halli nám í Huseby, nám sem byggði hann upp fyrir framtíðina; hann stundaði útivist, leikfimi, hesta- mennsku og jafnvel skíða- göngu, auk bóklegra greina og starfsgreina á borð við vélritun. En þarna í Huseby kynntist hann tveimur áhugamálum sem hann átti eftir að stunda af alefli; flugi og kántrímúsík. Hvað flugið snerti þróaði hann með sér hæfni til að þekkja all- ar flugvélategundir á hljóðinu þegar þær flugu um loftin blá. Í framtíðinni var eins gott fyrir okkur sem flæktumst um að muna tegund þeirra flugvéla sem við flugum með, og und- irtegundir líka. Og að fljúga var hans uppáhald. Ferðir innan- lands og utan með Sigurði bróður eða starfsmönnum sam- býlisins við Stigahlíð urðu margar; Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir, London, Manchest- er, Toronto og fleiri staðir voru heimsóttir fljúgandi. Hitt áhugamálið var sveita- tónlist, amerísk. Hann gerðist nánast sérfræðingur í því sem viðkom þessari tónlist; lögun- um, söngvurunum og söngkon- unum. Safnaði vínyl og geisla- diskum í miklu magni. Okkur bræðurna greindi á um ýmislegt, ekki síst trúmál. Haraldur var mjög einlægur í trú sinni og hún hjálpaði honum síðasta spölinn. Hann vissi hvert stefndi síðustu vikurnar, en kveið engu. Frekar að hann hlakkaði til. Það verður gaman að koma til guðs og hitta pabba og mömmu og Gunnar bróður, sagði hann. Haukur Már Haraldsson. Þegar við hugsum til Halla frænda okkar á þessum tíma- mótum hljómar undirleikur æsku okkar systkinanna. Tón- listin hans Halla – og þá allra helst bandarísk sveitatónlist – er órjúfanlegur þráður í minn- ingunum um heimsóknir okkar í Goðatúnið til ömmu og afa og þegar þeir bræður Halli og Gunnar sóttu okkur fjölskyld- una heim. Tónlistin var alltum- lykjandi og ómissandi. Ánægja þeirra bræðra og viðbrögð þeg- ar þeir heyrðu sín uppáhaldslög var alltaf áhrifarík stund – þessi brennandi ást bræðranna á tónlistinni var bráðsmitandi og hreif okkur með. Halli tók ávallt vel á móti okkur, sama hvernig viðraði ef svo má segja. Móttökurnar voru oft kostulegar og stór- skemmtilegar. Hann skellti lóf- um með gleðilegri kveðju, söng jafnvel lagstúf okkur til heið- urs. Svo tók hann hönd okkar í sína, las í lófann, skoðaði líflín- una og kannaði púlsinn til að athuga hvort við værum ekki í stuði. Svo nutum við þess að spjalla saman, oftar en ekki um hans uppáhaldssveitasöngva, söngvara og – konur sem hann hafði nýverið uppgötvað – og jafnvel um ævintýri hans í hin- um ýmsu farartækjum í lofti og á láði. Okkar yndislegi frændi. Við munum aldrei gleyma þér. Takk fyrir samveruna og tón- ana ljúfu sem fylgdu þér hvert fótmál. Þeir tónar fylgja okkur áfram, styrkja okkur í sorginni og munu um ókomna tíð minna okkur á allar góðu stundirnar okkar með þér. Þín frændsystkin, Haraldur Vignir, Hrefna Hlín og Þóra Björk. Ég frétti andlátið hans Har- aldar fyrir nokkrum dögum. Banalega hans var frekar stutt. Svona er þetta, maður áttar sig einhvern veginn sjaldan á því þegar dauðinn kveður nær óvænt dyra. Við Haraldur vorum báðir í Blindraskólanum við Bjarkar- götu 8, sem Blindravinafélag Íslands rak. Við Arnþór komum þangað átta ára gamlir og árið eftir kom Haraldur þá sex ára gamall. Það fór ekki framhjá okkur að þar var mjög sér- stakur piltur á ferðinni. Hann sá ekkert og ýmislegt truflaði tilveruna. Haraldur kvartaði aldrei, en ef honum leið illa varð hann eins og gengur og gerist pirraður og stundum brast stíflan og þá gat ýmislegt farið á annan veg. Með árunum náðist að hemja sumt, en það tók þónokkurn tíma. En hann spurði og spurði og kennarinn okkar Einar Halldórsson las mikið fyrir okkur. Stundum vaknaði Haraldur á nóttunni og þuldi upp setningar úr bók sem verið var að lesa fyrir okkur, en við vorum þrír saman í her- bergi. Þetta var ekki alltaf skemmtilegt en þvílíkt minni sem hann hafði. Tungumál lágu vel fyrir honum og hann varð fljótt læs á blindraletur. Og tónlistin átti hug hans allan. Ég minnist þess að Einar kenndi Haraldi að ganga ákveðinn hring í hverfinu, og fara eftir veggjum húsanna. Suður Bjark- argötu, vestur Hringbraut, norður Tjarnargötu, austur Skothúsveg og svo inn á Bjark- argötu aftur. Haraldur skilaði sér eftir hringinn sinn en einu sinni varð breyting þar á. Sem hann gekk vestur Hringbraut ákvað hann að breyta aðeins um og skeiðaði beint út á Hringbraut. Það voru svo fjöl- breytt hljóðin í bílunum og það þurfti að skoða hvort ekki væri í lagi með þá. Umferðin var miklu minni í þá daga. Har- aldur stóð á miðri götu. Ein- hverjir flautuðu og aðrir reyndu að biðja hann um að færa sig. En strákhnokkinn stóð sem fastast. Þá vék sér að honum bílstjóri sem var stopp og spurði hvar hann ætti heima. Haraldur gaf upp heim- ilisfang sitt og auðvitað var honum skutlað heim og umferðarhnúturinn leystist. Það hefur verið líklega árið 1963. Ég man dagsetninguna enn, 9. febrúar og klukkan var rétt um 5 síðdegis. Ég stóð við stofugluggann á Bjarkargötu 8 og horfði út í Hljómskálagarð. Og segi við ráðskonuna hana Margréti að það sé ennþá bjart og ekki enn orðið dimmt. Hún tók undir og dásamaði birtuna. Þá spurði Haraldur: „Hvað er birta?“ Ég hef ekki enn eftir 55 ár fundið hvernig á að svara átta ára gömlu barni sem spyr svona. Vertu kært kvaddur, vinur, og þakka þér margar minning- ar sem ég á eftir að geyma. Gísli Helgason. HINSTA KVEÐJA Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Sjáumst, Þóra systir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför frænda okkar, HALLDÓRS KRISTJÁNSSONAR, Dóra frá Tungu, Mýrum 7, Patreksfirði. Innilegar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða, Patreksfirði. Sérstakar þakkir færum við Þorgerði og Guðbjarti fyrir vináttu þeirra. Aðstandendur Elsku konan mín, dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. október. Útför fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 9. október klukkan 15. Björn Ragnarsson Kristín Anna Claessen Birna Anna Björnsdóttir Peter Niculescu Lára Björg Björnsdóttir Tryggvi Tryggvason Björn Óttar Oddgeirsson Ólafur Benedikt Tryggvason Katrín Lára Niculescu Lára Alexandra Niculescu Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Borgartúni 30b, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík 6. október sl. Útför verður tilkynnt síðar. Kristján Georgsson Gunnar Heimir Kristjánsson Selma Gísladóttir Marín Kristjánsdóttir Íris Björg Kristjánsdóttir Þórir Bergsson Kristján Unnar Kristjánsson Soffía Marín Magnúsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR ÞÓR SÆMUNDSSON, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 5. október. Jarðarför auglýst síðar. Gerður S. Sigurðardóttir Helga Eyjólfsdóttir Þorgeir Gestsson Baldur Þór Eyjólfsson Eyjólfur Logi Gestur og Hekla Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, LILJA FRIÐBERTSDÓTTIR, Háengi 19, Selfossi, lést hinn 26. september. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu, frá Selfosskirkju hinn 5. október. Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug. Aðalheiður Gunnarsdóttir Jón Pálsson Kristín Bára Gunnarsdóttir Svanhvít Gunnarsdóttir Sigurður Hjartar Magnússon Guðrún Lilja Gunnarsdóttir Örn Arason Friðbert Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn ÓLAFUR ÞORSTEINSSON GÍSLASON lést í Newport, Rhode Island, miðvikudaginn 3. október. Minningarathöfn verður ákveðin síðar. Katherine A. Gíslason Erika Gíslason Stefán Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.