Morgunblaðið - 08.10.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 08.10.2018, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 ✝ Haraldur Sig-urðsson fædd- ist að Stuðlafossi í Jökuldal 21. jan- úar 1925. Hann lést á Sjúkrahús- inu á Akureyri 28. september 2018. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urður V. Haralds- son frá Rangár- lóni, f. 26. október 1893, d. 23. ágúst 1968, bóndi og kennari, síðar bókbindari og umsjónarmaður Nýja bíós á Akureyri, og Hróðný Stef- ánsdóttir húsfreyja frá Möðru- dal, f. 2. desember 1892, d. 18. ágúst 1966. Systkini hans voru Stefán, Brynja, Valborg og Hrefna sem öll eru látin. Haraldur lauk stúdentsprófi frá MA árið 1945 og stundaði nám í lögfræði á árunum 1945- 47. Árin 1947-49 vann hann á Skattstofu Akureyrar og 1950- 60 hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri. Frá 1960-72 var hann gjaldkeri í Útvegsbank- anum á Akureyri, síðar fulltrúi og deildarstjóri í arftaka hans, Íslandsbanka, til starfsloka ár- ið 1994. Hann var stundakenn- Frjálsíþróttadeildar Knatt- spyrnufélags Akureyrar, KA, og starfaði við flest frjáls- íþróttamót á Akureyri frá 1941-83. Hann sat í stjórn skíðaráðs Akureyrar 1950-51, í stjórn Skíðasambands Íslands 1953-58, í stjórn KA frá 1958- 79, þar af formaður í fjögur ár, í stjórn Tónlistarfélags Akureyrar 1965-70 og í nefnd sem gekkst fyrir kaupum og varðveislu á Davíðshúsi. Hann var einn af stofnendum Lions- klúbbsins Hugins 1959, þar sem hann gegndi fjölda trún- aðarstarfa, sat í æskulýðsráði Akureyrar 1962-1968, var í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Akureyrar og í stjórn Minja- safns Akureyrar um árabil. Hann lék með Leikfélagi Akureyrar 1954-67, var ritari félagsins og síðar fram- kvæmdastjóri 1967. Haraldur hlaut fjölmargar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Hann var heiðursfélagi í sex félögum; KA, LA, ÍSÍ, Oddfellow, FRÍ og ÍBA. Hann var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 1998. Eftir hann liggja nokkrar bækur auk fjölda rita, m.a. Saga Leiklistar á Akureyri, Knattspyrnufélag Akureyrar 70 ára og Skíðakappar fyrr og nú. Útför Haraldar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 8. október 2018, klukkan 13.30. ari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri á ár- unum 1969-77 og við Námsflokka Akureyrar 1973- 75. Haraldur kvæntist árið 1954 Elísabetu Kemp Guðmundsdóttur, húsfreyju og bankafulltrúa, f. 10. nóvember 1933. Foreldrar hennar voru Guðmundur Tómasson, trésmiður og síðar forstjóri á Akureyri, og Ragna Kemp húsfreyja, sem bæði eru látin. Börn þeirra: 1) Eva Þórey, f. 30. apríl 1954, 2) Ásdís Hrefna, f. 26. apríl 1956, maki Sigurður V. Guðjónsson, f. 12. október 1956, 3) Ragna, f. 19. mars 1958, maki Leó Jónsson, f. 6. apríl 1958, og 4) Sigurður Stefán, f. 2. desember 1971, maki Thamar M. Hejstra, f. 14. nóvember 1981. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin 14. Haraldur gegndi fjölda fé- lags- og trúnaðarstarfa um ævina. Hann sat í stjórn Sumri er tekið að halla. Við Ásdís ákveðum að hvíla okkur á borgarsuddanum og höldum norður til Akureyrar. Þar er að venju tekið vel á móti okkur af tengdaforeldrum mínum sem þrátt fyrir háan aldur halda fullri reisn og við skálum í veð- urblíðunni. Haraldur er sem fyrr hrókur alls fagnaðar. Við ökum um gamla bæinn, tengdapabbi hafsjór af fróðleik og fræðir okk- ur um sögu húsa og íbúa þeirra. Við gæðum okkur á Brynjuís, höldum í Lystigarðinn og njót- um lífsins. En skjótt skipast veð- ur í lofti. Viku seinna þegar Har- aldur er að fara yfir lottótölurnar finnur hann skyndilega fyrir slæmum höfuð- verk. Strax er farið á sjúkrahús. Hann er myndaður og í ljós kemur mikil heilablæðing og ljóst að ástandið er háalvarlegt. Við taka erfiðir dagar við sjúkra- beð tengdapabba þar sem fjöl- skyldan vakir yfir honum þar til hann andast að morgni föstu- dagsins 28. september. Haraldar verður minnst fyrir margt. Hann kom víða við, þekkti ótalmarga og var virkur í samfélaginu. Hans verður lengi minnst fyrir félagsmálastörf, en hann gegndi meðal annars trún- aðarstörfum hjá Knattspyrnu- félagi Akureyrar, Leikfélagi Akureyrar, Oddfellow-reglunni, Lionsklúbbnum Huginn og svo mætti lengi telja. Hann spilaði golf, naut þess að hlusta á óp- erutónlist og starfaði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn sem hann hélt tryggð við alla tíð. Ritstörf voru honum einkar hugleikin og eftir hann liggja meðal annars bæk- urnar „Skíðakappar fyrr og nú“ og saga Leikfélags Akureyrar. Fyrir félagsmála- og ritstörf sín var hann sæmdur Fálkaorðunni árið 1998. Haraldur var mikill safnari í eðli sínu. Hann safnaði bókum og blaðagreinum sem hann flokkaði samviskulega en einnig mynt, frímerkjum og fleiru. Ekki er ofmælt að segja að heimili þeirra Elsu hafi verið undirlagt af söfnun Haraldar og ljóst að oft hefur þurft að grípa til þolinmæðinnar sem tengda- móðir mín á svo ómælt af. Mér er þó minnisstæðastur faðirinn og afinn Haraldur, eða Lalli, eins og hann var kallaður. Alltaf hvetjandi og styðjandi hvort sem um var að ræða nám eða störf. Ég sé hann fyrir mér í langstökkskeppni við langafa- barn sitt, passa upp á tölfræðina í fjölskyldugolfmótunum, akandi milli landshluta til að fagna stór- afmælum eða prófalokum. Alltaf kom hann færandi hendi, oftast voru það bækur, sem í hans aug- um voru mestar verðmæta. Að leiðarlokum er mér efst í huga söknuður en einnig þakk- læti fyrir allt það góða á samferð okkar sem aldrei hefur borið skugga á. Missir Elsu tengda- móður minnar er mikill en það hefur verið fallegt að sjá dýptina og kærleikann í sambandi þeirra Lalla síðustu árin þar sem hann hefur hlúð að henni og hjúkrað í veikindum hennar og votta ég henni sem og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Sigurður V. Guðjónsson. Haraldur Sigurðsson tengda- faðir minn er nú látinn á 94. ald- ursári, kannski nokkuð fyrir ald- ur fram myndu margir segja, enda heilsuhraustur, léttur á fæti og óvenju kraftmikill fram á síðustu stundu. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Lalla, öðru nær. Ég man ekki öðruvísi eftir Lalla en að hann væri að gera eitthvað, á fundum hjá Oddfellowklúbbnum, Lions- klúbbnum, hjá KA eða að vinna við íþróttamót. Heima voru fréttirnar og heimsmálin rýnd og rædd. Hann var fróður um margvísleg mál- efni og hann hafði skoðun á öllu og lá ekkert á þeim. Aðaláhuga- málið var þó að safna saman, skrá og merkja fróðleik úr flest- um dagblöðum landsins um margvísleg hugðarefni. Hann safnaði efni um allt mögulegt og ómögulegt, sem dæmi færði hann mér á fimmtugsafmæli mínu 5 cm þykkan blaðabunka um steinsteypu, greinar og um- fjöllun sem hann hafði safnað saman úr dagblöðum. Líf hans og yndi snerist þó um frjálsíþróttir sem hann sinnti í tugi ára. Hann fylgist með ár- angri allra stórmóta og árang- urinn skráður nákvæmlega niður. Lalla var umhugað um okkur og börnin okkar og fylgdist alltaf vel með öllu sem við vorum að gera og hvatti okkur áfram. Best þótti honum þó þegar hægt var að státa af árangri í námi. Lalli var einnig hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og oft sannkallaður skemmti- kraftur. Þegar gesti bar að garði hjá þeim Elsu sem var ósjaldan var þeim tekið opnum örmum, allt það besta fram borið enda fóru allir glaðir heim og stund- um hreifir. Lalli hafði lag á að sinna öllum, börnin dýrkuðu hann enda lék hann við þau og sinnti betur en flestir. Það eru ótal skemmtilegar sögur til af Lalla sem eru ógleymanlegar og ylja okkur er við minnumst hans en þær bíða betri tíma. Ég minnist Lalla með mikilli hlýju, hann var dugnaðarforkur sem hafði brennandi áhuga á mönnum og málefnum og unni sinni heimabyggð. Það er sann- arlega til eftirbreytni. Leó. Elsku afi minn, Haraldur Sig- urðsson, er látinn. Afi var ein af mínum uppá- haldsmanneskjum í lífinu sjálfu. Afi hafði einlægan áhuga á fólki og bjó yfir þeirri list að finnast allt fólk merkilegt. Það var sama hver það var, hvað það gerði eða hvaðan fólkið kom; hann var fljótur að finna kosti þess og hæla fyrir það að vera eins og það var. Þegar við afi fórum saman í búðina vissi ég aldrei hvort hann væri að tala við skyldmenni, gamlan vin, gjald- kera í bankanum eða jafnvel ókunnuga manneskju, hann spjallaði lengi við alla af áhuga og virðingu. Ég stundaði fjarnám við Há- skólann á Akureyri og dvaldi hjá ömmu og afa í lotunum. Þvílíkar gæðastundir sem ég átti með þeim. Afi tók ekki annað í mál en að vera einkabílstjóri minn. Hann spurði hvenær ég stillti mína klukku á morgnana, bara svo hann gæti stillt sína 10 mín- útum á undan. „Það er svo nota- legt að koma fram og finna kaffi- lykt og vita að fleiri eru vaknaðir.“ Svo hljóp hann niður, sótti blöðin, bjó til heilsudrykk og tíndi nánast allt fram sem til var í ísskápnum og raðaði á eld- húsborðið. Það var alltaf stór þáttur í lífi okkar systkina að fara norður til ömmu og afa þegar við vorum krakkar. Afi var búinn að undir- búa heilu mótin. Við kepptum í ólsen-ólsen, yatzy og púttkeppni. Afi útbjó spjald sem fór á vegg- inn og þar skráðum við úrslitin reglulega og svo var verðlauna- afhending síðasta daginn okkar. Keppnin var æsispennandi og afi tók fullan þátt. Lokadaginn hélt afi ræðu og fór yfir úrslitin. Hann útbjó verðlaunapall og af- henti verðlaunin með þvílíku lát- bragði. Amma var á myndavél- inni og okkur leið eins og við hefðum tekið þátt í alvöru stór- móti. Einu sinni smurði afi ritz- kex með nutella og raðaði á silfurbakka. Hann bauð okkur svo „snittur“ áður en úrslit voru tilkynnt. Dásamlegur. Það eru nokkrar myndir af afa sem koma í hugann þegar ég hugsa til hans; ég sé hann fyrir mér sitja úti í bíl fyrir utan Há- skólann á Akureyri til að sækja mig eftir skólann. Smá flaut og vink til að sýna mér að hann væri mættur. Ég sé hann fyrir mér í garðinum á Byggðaveg- inum haldandi á garðslöngunni að beina vatninu í boga sem við hlupum undir í sólinni. Ég heyri símtalið á aðfangadagskvöld þegar við Gulli, þá 5 og 6 ára, höfðum sent honum snakkpoka í jólagjöf. Þetta var sú allra besta jólagjöf sem nokkur gæti gefið honum. Reyndar var það með allar gjafir sem hann fékk. Ég heyri símtölin okkar þar sem við hlæjum nánast allan tímann. Ég heyri hann tala við börnin mín, grínast í þeim og spyrja þau um skólann og íþróttirnar. Það eru forréttindi að hafa átt afa sem var jafn mikill áhrifa- valdur í mínu lífi og raun ber vitni. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þennan dásamlega afa í 37 ár. Afa sem var stoltur af mér og sagði mér það. Afa sem gaf mér tíma og sýndi því áhuga sem ég var að gera hverju sinni. Afa sem var vinur minn. Afa sem kenndi mér svo margt í lífinu sjálfu. Hafi elsku afi minn þökk fyrir allt sem hann var mér og mínum. Minningin um stórkostlegan mann lifir. Rakel Margrét Viggósdóttir. Margar af mínum bestu minn- ingum úr æsku eru úr kjallaran- um á Byggðaveginum. Í endur- minningunni var þetta ógnarstórt rými sem minnti helst á völundarhús með mann- háum (eða allavega barnháum) stöflum af blöðum, greinum og öðrum pappírum. Það var fátt meira spennandi en að ráfa um ranghalana í kjallaranum, þess- um ævintýraheimi þar sem leyndust ótal gersemar og þú al- vitur um allt milli himins og jarðar og fannst alltaf eitthvað spennandi að sýna og segja frá. Enn þann dag í dag finnst mér fátt betra en lyktin inni á bókasöfnum sem vekur ávallt upp minningar og nostalgíu um allar gæðastundirnar á uppá- halds staðnum mínum í bernsku. Það er svo óendanlega mik- ilvægt að eiga fyrirmyndir í líf- inu og þú hefur svo sannarlega verið fyrirmynd fyrir okkur sem höfum átt þig að. Það var ekkert sem þú gast ekki eða vissir ekki. Enda varstu með eindæmum fróðleiksfús og naust þess að deila allri þeirri þekkingu og fróðleik með öðrum. Óperur höfða nú að jafnaði ekki til barna en þú hafðir ein- stakt lag á að opna augu fólks fyrir listum og menningu og við áttum ógleymanlegar stundir við að hlusta á óperusöng Mariu Callas á milli þess sem þú sagðir frá því helsta í skrautlegu æviá- gripi hennar. Allar dýrmætu minningarnar sem þú skapaðir með töfrasýningum, sem að jafn- aði snérust um að galdra fram sælgæti, og leiksýningar við eld- húsborðið á Byggðaveginum sem enduðu oftar en ekki með því að maður lá í hláturskrampa á gólfinu, munu ávallt fylgja mér og eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Elsku afi, þú gafst svo mikið af þér, hafðir svo einlægan áhuga á fólki og varst ávallt tilbúinn að hvetja aðra til góðra verka. Af þeim ótalmörgum kostum sem þig prýddu langar mig að minnast sérstaklega á hvað þú hafðir gott lag á að sjá það besta í hverjum og einum og hrósa öðrum fyrir það sem vel var gert. Þú hafðir þann eig- inleika að láta öðrum líða vel og efla trúna á sjálfan sig. Þeir sem voru þeirra forréttinda aðnjót- andi að hafa þig í lífi sínu urðu betri manneskjur fyrir vikið. Ég ætla að gera mitt besta til að reyna að feta í fótspor þín hvað þetta varðar og hlakka til að segja þér frá því þegar við hitt- umst aftur. Elsku hjartans afi minn. Þú hefur átt svo stóran sess í lífi okkar og skilur eftir svo mikið tómarúm. En þegar ég sakna þín sem mest minni ég mig á að það eru forréttindi sem ekki allir geta státað af, að hafa í öll þessi ár átt besta afa í heimi. Ragnheiður Morgan. „Er það frænka mín?“ heyrð- ist á línunni þegar Lalli frændi hringdi, gjarnan til að bjóða okk- ur í kaffisopa, leita eftir „smá“ tölvuaðstoð eða fá Grím til að færa með sér eins og einn bóka- skáp. Alltaf var sjálfsagt mál að renna til hans og Elsu og að- stoða þau. Sl. vetur aðstoðaði ég hann við greinarskrif, eða eins og hann sagði sjálfur „slá inn nokkrar línur“. Voru það skemmtilegar og fræðandi stundir. Lalli bróðir hennar mömmu hefur verið hluti af fjölskyldu minni frá því ég man fyrst eftir mér. Samgangur var mikill milli systkinanna enda stelpurnar þeirra á sama aldri og eldri syst- ur mínar. Afmæli, jól og fleiri fjöl- skylduveislur koma upp í hug- ann. Aldrei var sú veisla á Eyrarveginum að Elsu og Lalla væri ekki boðið. Um tíma minnkaði samgang- ur, þegar enginn var lengur á Eyrarveginum, en síðustu ár hefur verið meira um að við systur færum til þeirra. Á af- mælisdaginn sinn bauð Lalli frændi gjarnan í kaffi og var þá mikið hlegið og spjallað. Eru þetta stundir sem við systur munum geyma alla tíð. Í janúar sl. buðu Lalli og Elsa okkur systrum og mökum að koma með sér í kirkjugarðinn í tilefni af 100 ára árstíð Dedda bróður hans sem fórst fyrir ald- ur fram í flugslysinu í Héðins- firði 1947. Lögðum við blóm á leiðið, kveiktum á kerti og Lalli sagði okkur frá Dedda. Síðan var farið heim til þeirra í kaffi- sopa. Sú stund mun aldrei gleymast. Börnin okkar kveðja Lalla frænda með söknuði. Hann fylgdist með þeim í námi og starfi og var afar stoltur af þeim. Ég kveð elsku Lalla frænda með sálminum fallega: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku Elsa okkar, Eva, Ásdís, Ragna og Deddi. Innilegar sam- úðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt og allt, frændi minn kær. Halldóra Stefánsdóttir, Grímur Laxdal. Í dag kveðjum við Harald Sig- urðsson, Lalla, eins og hann var kallaður af fjölskyldu og vinum. Lalli var kvæntur elstu systur okkar, Elsu. Hann var skemmti- legur maður, ákaflega fjölhæfur, mjög vel lesinn og hafði mörg áhugamál. Hann var mikill áhugamaður um leiklist og tók þátt í leiksýningum með Leik- félagi Akureyrar, skrifaði sögu leikfélagsins og varð síðan heið- ursfélagi þess. Hann var síungur og kvikur í hreyfingum, alltaf að, vinna, lesa, spjalla og hjálpa. Hann var mjög áhugasamur um allar íþróttir, starfaði ötul- lega fyrir íþróttafélagið KA og skrifaði m.a. bókina: „Skíða- kappar fyrr og nú“. Hann fylgd- ist grannt með árangri íþrótta- manna úti um allan heim og voru fjölskyldumeðlimir ekki undan- Haraldur Sigurðsson HINSTA KVEÐJA Hljóðum skrefum vegaslóð á enda geng. Heyri síðustu tóna dagsins fjara út. Stíg inn í svala hulisslæðu örlaganna. Svalt húmið blikar í þögninni. Strýkur vanga blær hins óborna dags. Valgarður Stefánsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.