Morgunblaðið - 08.10.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.10.2018, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sýndu skoðunum annarra virðingu og leitaðu samkomulags við þá. Bíttu á jaxlinn og haltu áfram að berjast fyrir þínu. Einhver lofar bót og betrun. 20. apríl - 20. maí  Naut Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Þú hefur alltaf haft skynsemina að leiðarljósi, hví að hætta því núna? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gefðu þér tíma til þess að sinna vandamálum þeirra, sem til þín leita. Vertu stöðugt á tánum og leystu þau mál sem upp koma jafnóðum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Afköst þín eru með ólíkindum og vinir og samstarfsmenn fylgjast með þér í for- undran. Þú ert sátt/ur við guð og menn og það er góð tilfinning. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú lendir í einhverjum deilum heima fyr- ir og það er mikilvægt til sátta að þú dragir ekkert undan. Sinntu sjálfum þér með því að sinna áhugamálum þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú sérð möguleika á að hjálpa ein- hverjum. Þó að það verði erfitt fyrir þig að segja ekki hug þinn skaltu hafa í huga að hlutleysi á eftir að koma sér betur þegar til langs tíma er litið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er líf og fjör í félagslífinu og svo margt í boði að vandi er um að velja. Reyndu að sinna öllum jafnt. Það eru blikur á lofti í ástamálunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hlustaðu án þess að dæma. Þú ert sleginn blindu þegar kemur að eigin göll- um. Einhver er inni á gafli hjá þér og þér er farið að leiðast það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert meira en til í að læra af mistökunum. Það gengur hvorki né rekur í ástamálunum, en ekki gefast upp. Þú ert á grænni grein í fjármálunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Breyting verður til batnaðar á sambandi þínu við andstæðing þinn enda hefurðu unnið að því á bak við tjöldin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu óttann ekki hindra þig í að ná takmarki þínu. Klukkan tifar, hvenær ætlar þú að gera eitthvað í málunum? Þeir fiska sem róa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Flýttu þér hægt að kveða upp dóm um menn og málefni. Af hverju að bíða fram í næstu viku þegar hægt er að grípa tækifærin í dag? Guðmundar- og Geirfinnsmál hafaverið til lykta leidd, svo langt sem það nær. Dæmdir menn hafa verið sýknaðir, enda þótt við séum engu nær um hvarf tveggja manna fyrir rúmlega fjörutíu árum. For- sætisráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar beðið þá sem dóma hlutu á sínum tíma afsökunar og til stendur að bæta viðkomandi skaðann með bótagreiðslum. Sann- girnisbætur mætti líka kalla þetta, samanber þær greiðslur sem vist- fólk á Kópavogshælinu, Breiða- víkurdrengir og fleiri hafa áður fengið. Munum samt líka að pen- ingar fremur sundra en græða sár. Mikilvægast af öllu er að þeir sem óréttlæti og harðræði hafa verið bættir fái sálrænan stuðning. x x x Í uppgjöri við liðinn tíma verðurannars að fara varlega. Ágætt er að hafa þar í huga orð höfundarins Jóns Helgasonar ritstjóra í eftir- mála bókarinnar Tyrkjaránið sem út kom árið 1963. Þar segir að um alla atburði „ .... gildir sú megin- regla, að á þá verður að leggja sið- ferðilegan mælikvarða síns tíma og síns umhverfis. Rétt og rangt er ekki hið sama í dag og það var í gær ... Auk þess skulum við ekki heldur miklast um of af siðferði okkar, dyggðum og réttlæti. Þeir tímar munu vissulega koma að það, sem okkur finnst rétt og loflegt, verður skoðað allt öðrum augum og það jafnvel virt til siðleysis og hrotta- mennsku. Þegar ný öld hefur dregið hulu frá augum kynslóðanna, mun margt í fari okkar líka þykja við- sjárvert.“ x x x Í síðustu viku voru í fjölmiðlumfréttir um slæman aðbúnað er- lends verkafólks hér á landi. Víða er pottur brotinn en viðbrögðin við þessari umfjöllun hefðu þó sam- kvæmt alvarleika málsins klárlega átt að vera sterkari. Og þó; sumt vekur athygli og leiðir af sér aðgerð- ir til úrbóta en annað ekki, jafnvel þótt háttalagið sé viðsjárvert á mælikvarða fortíðar, dagsins í dag og jafnvel framtíðarinnar – þótt allt- af sé hún óráðin. vikverji@mbl.is Víkverji Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hef- ur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5.11) Misty Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Þykkar aðhalds- sokkabuxur og leggings Litur: Svartar Stærðir: S - 2XL Verð frá 3.990 kr. Við styrkjum BLEIKU slaufuna 2018 15% af völdum vörum rennur til krabbameinsfélagsins Helgi R. Einarsson yrkir limrusem ber yfirskriftina „Sjálfs- ánægjan“ Frekar fallegur er ég, af flestum karlmönnum ber ég, greindur og snjall, góðlegur kall og í grafgötur ei með það fer ég. Síðan kemur „Lífsins elexír“: Ef framtíð skal færa til bóta á fegurðarinnar að njóta. Betra finnst ekki neitt, sem fær ýmsu breytt, en fallega leikin nóta. Fyrri limran kallaði fram í hug- ann stöku Sölva Helgasonar: Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur, ég er djásn og dýrmæti, Drottni sjálfum líkur. Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði: Mokar fé í mikla hít, málið á að þagga, Dagur er í djúpum skít, dýrt er að rífa bragga. Ingólfur Ómar Ármannsson sendi mér tvær hringhendur vel kveðnar, – „það fer bráðum að frysta og það styttist í veturinn“: Hnígur sól í sævardjúp sorti bólin þekur. Skartar njóla héluhjúp hrollinn gjólan vekur. Fölna rindar, falla strá förlast myndir kærar Hjúpar tinda héla grá hema lindir tærar. Guðmundur Arnfinnsson er á svipuðum slóðum: Haustið kemur hélugrátt, hroll að manni setur, klærnar sýnir kannski brátt konungurinn vetur. Á sunnudag skrifaði Pétur Stef- ánsson á Leir: Gleymt er æsku svall og sukkið sem að áður gladdi lund. - Áfengi hef ég ekkert drukkið frá árinu tvö þúsund. Ólafur Stefánsson var með á nót- unum: Aldamótin illa fóru í árans kallinn. Hann sem áður hrundir kætti, og hjartans glaður kverkar vætti. Og sömuleiðis Ingólfur Ómar: Hans var jafnan geðið glatt glaður undi svalli. Nú hefur Bakkus konung kvatt kappinn eitursnjalli. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sjálfhælni, braggi og haustvísur „Í ALVÖRU?“ „VIÐ ERUM MEÐ SEXTÍU GESTI EN BARA ÞRJÁR KÖKUSNEIÐAR!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... snædrottningin þín. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GEISP! ÞETTA VAR LEIÐINLEGT GEISP GEISP! ÞARNA KOM ÞAÐ! ÉG ÆTLAÐI AÐ TAKA TÍMANN Á ÞÉR AÐ BORÐA STEIKINA... EN SVO SÁ ÉG AÐ ÞAÐ ER ENGINN SEKÚNDUVÍSIR Á KLUKKUNNI!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.