Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018
fyrir öll tölvurými og skrifstofur
Rafstjórn tekur út
og þjónustar kæli- og
loftræstikerfi
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk
Veður víða um heim 8.10., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Akureyri 2 rigning
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 8 rigning
Ósló 13 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Stokkhólmur 10 þoka
Helsinki 8 rigning
Lúxemborg 17 heiðskírt
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 15 skýjað
Glasgow 13 rigning
London 15 skýjað
París 17 heiðskírt
Amsterdam 14 léttskýjað
Hamborg 14 heiðskírt
Berlín 13 heiðskírt
Vín 17 heiðskírt
Moskva 4 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 19 léttskýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 18 rigning
Róm 22 þrumuveður
Aþena 20 léttskýjað
Winnipeg 6 skýjað
Montreal 8 alskýjað
New York 18 þoka
Chicago 23 þoka
Orlando 30 léttskýjað
9. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:01 18:30
ÍSAFJÖRÐUR 8:10 18:31
SIGLUFJÖRÐUR 7:53 18:14
DJÚPIVOGUR 7:31 17:59
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Sunnan 5-10 m/s og rigning eða
slydda með köflum, en bjartviðri á Norður- og
Austurlandi. Víða þurrt um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 3-8 með skúrum eða slydduéljum en rofar smám saman til um
landið norðanvert. Hiti 0 til 7 stig.
Meirihlutaflokkarnir í borgar-
stjórn Reykjavíkur vísuðu frá til-
lögu um að taka upp þá megin-
reglu að nýta verkbókhald til að
fylgjast með kostnaðarþróun verk-
efna á skrifstofu borgarstjóra og
borgarritara þegar málið var tekið
í borgarráði sl. fimmtudag. Sjálf-
stæðismenn lögðu tillöguna fram í
borgarráði, en í henni segir m.a.:
„Tillagan er lögð fram í ljósi þeirra
fyrirspurna sem lagðar hafa verið
fram um einstök verkefni á skrif-
stofu borgarstjóra og borgarritara
sem ekki var unnt að svara vegna
þes að ekki hefur verið haldið
verkbókhald og því ekki hægt að
sýna fram á kostnað við einstök
verkefni.“
Meirihlutinn vill meta þörf
Borgarráðsfulltrúar Samfylking-
ar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri
grænna greiddu fjögur atkvæði
með því að vísa tillögunni frá gegn
þremur atkvæðum borgarráðsfull-
trúa Sjálfstæðis-
flokksins. Í bók-
un meirihlutans
segir að verk-
bókhald sé þegar
í notkun á ýms-
um stöðum og
það sé til skoð-
unar að taka það
upp á fleiri stöð-
um. „Mat á þörf
á því hvort skrif-
stofa borgarstjóra og borgarritara
þurfi á verkbókhaldskerfi að halda
myndi því fara fram að undan-
gengnu mati mannauðsstjóra og
yfirmanna á skrifstofu borgar-
stjóra og borgarritara,“ segir í
bókun meirihlutans.
Liður í að fara betur með fé
Eyþór Arnalds, oddviti sjálf-
stæðismanna, segir að á skrifstofu
borgarstjóra og borgarritara starfi
55 manns og kostnaðurinn sé yfir
800 milljónir kr. á ári. „Það hefur
borið á því að stjórnkerfið er ekki
skilvirkt og þá er eðlilegt að við
séum með verkbókhald þannig að
hægt sé að fá skýrari sýn á rekst-
urinn og meiri árangur,“ segir
hann. „Við sjáum á mörgu í kring-
um borgina að það veitir ekki af
góðu verkbókhaldi í stjórnkerfinu
eða framkvæmdum. Þetta er liður í
því að fara betur með fé. Þetta er
annarra manna fé,“ segir Eyþór.
Spurður út í bókun meirihlutans
segir Eyþór rökstuðninginn engan
vera. „Það eru auðvitað rök fyrir
því að halda vel utan um verkin.
Skuldir borgarsjóðs hafa verið að
vaxa og stjórnkerfið að þyngjast.“
Segir algengt að málum sé
vísað á ný og ný skrifborð
„Meirihlutinn er að drepa mál-
inu á dreif. Tillagan er skýr um að
hafa verkbókhald eins og menn
með nútímaupplýsingatækni geta
mjög auðveldlega gert. Ég hef séð
það oft í borginni að það er farið af
stað í að skoða mál frá svo mörg-
um hliðum að þau komast aldrei í
verk,“ segir hann.
„Það er mjög algengt að málum
sé vísað á ný og ný skrifborð sem
er ekkert nema kostnaðarauki og
þynging á kerfinu. Það er miklu
betra að taka af skarið og klára
málin.“
Tillögu um verkbókhald vísað frá
Meirihlutinn í Reykjavík vísaði frá tillögu um að taka upp verkbókhaldskerfi á skrifstofu borgarstjóra
og borgarritara Eyþór Arnalds segir verkbókhald auka gagnsæi og skilvirkni í stjórnsýslunni
Eyþór
Arnalds
Morgunblaðið/Valli
Borgarráð Meirihlutinn segir verkbókhald þegar í notkun á ýmsum stöðum.
Umræður hafa vaknað í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi vegna heræfingar
sem fyrirhuguð er í Þjórsárdal síðar
í mánuðinum og hefur skrifstofa
sveitarfélagsins fengið fyrirspurnir
vegna þess. Björgvin Skafti Bjarna-
son oddviti segir að málið hafi ekki
verið borið undir sveitarstjórn og
telur ekki ástæðu til að gera veður út
af því í ljósi fjöldans sem tekur þátt
og fyrri heræfinga í Þjórsárdal.
Hann hefur þó þegið boð um að
fulltrúi frá ríkislögreglustjóra komi
og skýri út hvað fyrirhugað er að
gera.
Dagana 19. og 20. október verður
haldin í Reykjavík skipulagsráð-
stefna vegna varnaræfingar Atlants-
hafsbandalagsins, Trident Juncture
í Noregi. Von er á tíu herskipum
hingað til lands með alls 6 þúsund
sjóliða. Um leið verður efnt til svo-
kallaðrar vetraræfingar í Þjórsárdal
með 400 landgönguliðum hvorn dag.
Skafti segir að lögreglan á Suður-
landi hafi látið hann vita um fyrir-
hugaða æfingu en vegna fyrirspurna
sem bárust frá íbúum hafi hann haft
samband við utanríkisráðuneytið til
að fá nánari upplýsingar. Telur hann
þetta ekki það mikinn fjölda her-
manna sem komi til að ganga með
bakpoka og byssur án skotfæra að
ástæða sé til að gera athugasemdir.
Þar sem þetta sé vetraræfing kveðst
Skafti vona að það snjói eitthvað áð-
ur en þeir koma. Þá verði lögreglu-
menn með og gæti þess að allt fari
vel fram.
Heræfingar fóru oft fram í Þjórs-
árdal á meðan varnarliðið var á
Keflavíkurflugvelli.
helgi@mbl.is
Landgöngulið-
ar í Þjórsárdal
Undirbúningur æfingar NATO
Morgunblaðið/Ómar
Hjálparfoss Landgönguliðar æfa í
Þjórsárdal síðar í mánuðinum.
Ökumenn sem ekki geta geymt bíla sína innandyra
þurftu að skafa bílrúðurnar í gærmorgun. Hætt er við
því að það þurfi einhverjir einnig að gera í dag. Spáð er
suðaustanátt með skúrum eða slydduéljum, en að þá
rofi smám saman til um landið norðanvert. Reiknað er
með hlýnandi veðri þegar líður á vikuna þannig að þá
geta geta ökumenn lagt sköfunum og kústunum í bili.
Ökumenn hafa undanfarna daga verið hvattir til að
undirbúa vetrarakstur með því að huga að dekkjaskipt-
um og kaupa ísvara.
Veturinn nálgast
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rúðusköfutímabilið er hafið