Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018
T- Roc.
Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur.
Verð 4.590.00 kr.
Tiguan Allspace.
7 manna og rúmgóður.
Verð 7.635.000 kr.
Tilboðsverð 6.990.000 kr.
fjölskyldan.
Bíll ársins 2019
í flokki minni jeppa.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Formaður Landssambands kúa-
bænda reiknar með því að umræður
skapist um viðskipti með greiðslu-
mark á haustfundum forystumanna
með kúabændum. Arnar Árnason
segir að núverandi kerfi sé gallað og
útbúa þurfi nýtt
kerfi í kjölfar at-
kvæðagreiðslu um
framtíð kvótakerf-
is í mjólkurfram-
leiðslu sem efnt
verður til á næsta
ári.
„Við kynnum
hvað er í gangi á
vegum stjórnar-
innar og hlerum
grasrótina,“ segir Arnar þegar hann
er spurður um verkefni haust-
fundanna, en fyrstu tveir fundirnir
voru haldnir í gær í Eyjafirði og
Skagafirði. Fundahrinan stendur til
26. október.
Samkvæmt gildandi búvörusamn-
ingi í nautgriparækt eiga Bænda-
samtök Íslands að efna til almennrar
atkvæðagreiðslu meðal kúabænda á
næsta ári um framtíð kvótakerfis í
mjólkurframleiðslu. Arnar Árnason
segir mikilvægt að flýta atkvæða-
greiðslunni eins og hægt er. Núver-
andi kerfi sé gallað og vísar þar til
viðskipta með mjólkurkvóta sem
fram fer fyrir milligöngu búnaðar-
stofu Matvælastofnunar. Afar lítið
magn er boðið fram og bændur reyna
að óska eftir svo miklum kvóta, allt að
þrefaldri landsframleiðslu, til að þeir
fái eitthvað í sinn hlut.
Arnar segir að það komi ekki á
óvart að lítið magn sé í boði. Í búvöru-
samningi sé kveðið á um stiglækk-
andi innlausnarverð en það er á þessu
ári rúmlega 120 krónur á lítra og
lækkar niður í um 90 krónur á næsta
ári. „Það er ekki óeðlilegt að menn
sem hugsa sér að hætta haldi í sér og
bíði eftir nýju kerfi. Það hamlar mjög
framþróun og skaðar greinina ef
greiðslumatið getur ekki leitað frá
þeim sem vilja hætta til þeirra sem
hafa byggt upp og vilja bæta við sig.
Við þurfum að finna lausn á því,“
segir Arnar.
Í samþykkt aðalfundar LK sl. vor
kom fram stuðningur við framleiðslu-
stýringu í formi greiðslumarks, ekki
ósvipaða því kerfi sem nú er, en að
móta þyrfti viðskipti með greiðslu-
mark að nýju með þaki á verðið. LK
og Bændasamtökin fengu Háskólann
á Akureyri til að fara yfir núverandi
kerfi hér og í nágrannalöndunum.
Vonast Arnar til að niðurstaðan liggi
fyrir áður en efnt verður til atkvæða-
greiðslu um framtíð kvótakerfisins.
Áfram kvóti eða ekki?
Ekki er búið að ákveða hvernig
bændur verða spurðir í atkvæða-
greiðslu um kvótakerfið. Arnar reikn-
ar með að spurt verði hvort viðkom-
andi vilji áfram framleiðslustýringu í
formi greiðslumarks. Ef svarið verði
játandi verði boðið upp á einhverja
valmöguleika sem frekar verði litið á
sem skoðanakönnun um framhaldið.
Ef svarið verður neitandi sé það
ósk um að framleiðslustýring í núver-
andi mynd verði lögð niður í sam-
ræmi við gildandi búvörusamning.
Segir Arnar að verði það niðurstaðan
muni framleiðslutengdar bein-
greiðslur færast úr því að miðast við
greiðslumark yfir í greiðslur á alla
framleidda mjólk. Það muni gerast í
áföngum til ársins 2026.
Innflutningur eykst
Spurður um helstu áskoranir kúa-
bænda nefnir Arnar aukinn innflutn-
ing á mjólk og kjöti. Og hann bætir
við: „Vegna þurrka í Evrópu og
skógarelda í Bandaríkjunum mun
framboð af nautakjöti aukast mjög á
heimsmarkaði og innflutt kjöt verður
ódýrara. Það mun hafa áhrif hér, eins
og annars staðar. Þjóðir heims verða
að gera það upp við sig hvernig þær
ætla að standa þetta af sér. Slíkur
innflutningur getur hæglega skaðað
innlenda framleiðendur það mikið að
þeir eigi ekki afturkvæmt á mark-
aðinn þegar framboðið minnkar
aftur,“ segir Arnar.
Nýtt kerfi þarf fyrir kvótaviðskipti
Atkvæðagreiðsla um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu er á dagskrá haustfunda kúabænda
Fyrirkomulag innlausnar mjólkurkvóta virkar ekki og skaðar greinina að mati formanns
Morgunblaðið/Eggert
Kýr á beit Kúabændur ræða hagsmunamál sín þessa dagana og vikurnar. Forystumenn þeirra nota tækifærið á
haustfundum til að segja frá stöðu ýmissa mála, meðal annars sölu- og markaðsmálum, og kvótamálin eru rædd.
Arnar
Árnason