Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Ámbl.is var í gær rætt við HelguÓlafsdóttur, yfirhönnuð fata- merkisins iglo+indi, sem sérhæfir sig í fötum fyrir börn. Fyrirtækið hefur meðal annars rek- ið verslun á Skólavörðu- stígnum, en nú hefur orðið breyting á, versl- uninni lokað og hún flutt í Garðabæ.    Gefum Helgu orðið: „Aðgengið aðbúðinni á Skólavörðustíg var erfitt og gatan lokuð fyrir bílaum- ferð, einnig er rekstrarumhverfið í 101 orðið ansi erfitt fyrir lítil fyrir- tæki. Kúnnarnir okkar eru á öllum aldri og okkur langaði að koma bet- ur á móts við okkar kúnna, bæta að- gengi að búðinni og vildum hafa nóg af bílastæðum nálægt. Okkur bauðst þetta skemmtilega húsnæði í nýja verslunarkjarnanum á Garðatorgi og okkur fannst spennandi að vera í kringum allar fallegu búðirnar þar.“    Borgaryfirvöld hafa haldið útihernaði gegn fólki sem kýs fjölskyldubílinn fram yfir aðra ferðamáta. Afleiðingarnar hafa meðal annars komið fram í því að verslanir sem höfða til Íslendinga flýja úr miðborginni en við taka ferðamannabúðir, kaffihús, barir og veitingastaðir.    Nú kann að vera að borgaryfir-völd telji sig eiga að þjónusta erlenda ferðamenn fremur en borgarbúa. En getur ekki verið að á endanum þjóni þetta hvorugum hópnum? Borgarbúar eiga síður leið í miðborgina og erlendir ferðamenn átta sig á að miðborgin er sérhönn- uð fyrir þá.    Ekki er víst að þeim þyki þaðmjög spennandi upplifun. Flóttinn úr miðborginni STAKSTEINAR Þrjú fyrirtæki skiluðu tilboðum í smíði fjölnota íþróttahúss í Suður- Mjódd í Breiðholti, en tilboð voru opnuð nýlega. Þetta var alútboð á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Munck Íslandi ehf. bauð krónur 1.010.530.758. Var það 113,29% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 892 milljónir króna. Ístak hf. bauð krónur 1.070.057.743 og Spennt ehf. bauð krónur 1.094.751.320. Síðast- nefnda fyrirtækið var með tvö frá- vikstilboð og var það lægra tæpar 998 milljónir. Fyrri hluta ársins 2017 var gengið frá samningum milli Reykjavíkur- borgar og ÍR um uppbyggingu á að- stöðu félagsins í Suður-Mjódd. Markmiðið var að skapa bestu að- stæður fyrir unga iðkendur og af- reksfólk félagsins. Í samningnum er m.a. tiltekið að á svæði ÍR verði byggt íþróttahús með löglegum handknattleiks- og körfu- boltavelli fyrir æfingar og keppni ásamt viðbyggingum vegna búnings- klefa og bættrar félagsaðstöðu fyrir félagið, auk endurbóta á núverandi félagsheimili. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun árið 2020. Á svæðinu verða einnig nýr frjáls- íþróttavöllur og knatthús. sisi@mbl.is Íþróttahús fyrir rúman milljarð  Þrjú fyrirtæki skiluðu tilboði í fjöl- nota íþróttahús ÍR í Suður-Mjódd Körfubolti Afreksfólk ÍR mun keppa við bestu aðstæður í Mjódd. „Við höfum fengið staðlað stjórn- sýslusvar frá [velferðar]ráðuneytinu þar sem fram kemur að verið sé að vinna í reglugerðinni, en í ljósi þess hve lengi ráðuneytið hefur haft þetta mál til meðferðar finnst mér mjög einkennilegt að fá ekki nánari upp- lýsingar um okkar stöðu,“ segir Ragnheiður Sveinþórsdóttir, móðir átta ára drengs með klofinn góm. Nýverið var fjallað um það hér í Morgunblaðinu að Ragnheiður hefur nú um árabil barist fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) að- stoði við kostnað á virkri meðferð fyrir drenginn. Reglugerðarbreyt- ing frá 2013 veldur því að börn sem eru með klofinn góm en ekki klofna vör fá nú ekki endurgreitt fyrir for- réttingar sem geta komið í veg fyrir veigamikla kjálkaaðgerð á efri árum. Þarf að fara í stóra aðgerð Aðspurð segir hún ástand sonar síns mjög alvarlegt. „Við sjáum nú fram á stóra aðgerð þar sem bora þarf festingar í höfuðkúpuna á fjór- um stöðum, en á sama tíma segja Sjúkratryggingar málið ekki nógu alvarlegt,“ segir hún og bætir við að fagnefnd SÍ hafi komið saman í byrj- un þessa mánaðar og tekið mál drengsins fyrir aftur. „Við fengum synjun á þeim forsendum að vandi hans hefur ekki aukist og okkur boð- ið að sækja um aftur ef vandi hans eykst. Við erum því komin í víta- hring því á meðan við erum með hann í virkri meðferð eykst vandinn ekki og því fáum við ekki samþykki,“ segir hún og bendir á að fjölskyldan treysti því á heilbrigðisráðherra. Segir málið fast í vítahring  Sjúkratryggingar hafna aftur þátt- töku sinni í meðferð átta ára drengs Morgunblaðið/Hjörtur Neitun Á meðan staða drengsins versnar ekki fær fjölskyldan synjun. ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐADANSKAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði OPIÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 09 til 15 ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HöNNUm OG TEIKNUm VöNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.