Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi, verður gerður að heiðursborgara í bænum Martin í Slóvakíu hinn 26. október. „Ég hélt að bréfið hefði verið sent á rangan mann. Það tók mig smá- stund að átta mig á þessu. Satt að segja kom þetta mér á óvart,“ segir Runólfur hógvær um augnablikið þegar honum varð þetta ljóst. Ásókn í læknanámið Runólfur er jafnframt umboðs- maður Comenius-háskóla á Íslandi. Jessenius-læknaskólinn í háskóla- bænum Martin er deild innan þessa helsta háskóla Slóvakíu. Martin er í norðurhluta landsins, nærri landa- mærunum að Póllandi. Árið 2012 var haldið fyrsta inn- tökuprófið á Íslandi í Jessenius- læknaskólann í háskólabænum Martin. Rúmlega 50 íslenskir nem- endur þreyttu inntökuprófið í sumar og 36 settust á skólabekk í Martin í haust. Með þeim verða um 160 ís- lenskir nemar við skólann í haust. Íslendingar til sóma Runólfur segir vel látið af Íslend- ingum sem eru við nám í Martin. „Mér skilst að æðsta stjórn há- skólans hafi mælt með viðurkenn- ingunni. Þeir telja að ég hafi komið með mikinn fjölda Íslendinga til Martin. Þeir eru ánægðir með hversu vel íslensku nemendurnir eru að sér og hvað framkoma þeirra er góð. Þeir hafa sett mikinn svip á Martin og eru almennt mjög vel liðn- ir. Íslendingarnir hafa gert sér far um að umgangast Slóvakana mikið. Þannig hafa Íslendingar haft áhrif á Norðmenn, sem eru farnir að elta Íslendingana. Nú búa þarna yfir 200 Íslendingar, enda segja þeir að þetta sé eins og „Litla-Ísland“,“ segir Runólfur um Íslendingasamfélagið í Martin. Ljósmynd/Luka Brase Útskrift í vor Talið frá vinstri: Erna Markúsdóttir, Þórdís Magnúsdóttir, Brynjar Jochumsson, Erika Halasova, varadeildarforseti alþjóðlegrar læknadeildar háskólans, Sveinn Rafnar Karlsson og Runólfur Oddsson. Runólfur heiðurs- borgari í Martin  Viðurkenning fyrir „Litla-Ísland“ BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildarlaun hjá Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað um 7,4% frá áramótum og voru að meðaltali 600 þúsund á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er hlutfallslega mesta launahækkunin í ár hjá starfsmönnum ríkisins. Næstir koma félagsmenn í Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ), án mótframlags, en laun þeirra hafa hækkað um 6,3%. Þau voru að meðaltali 609 þúsund hjá BSRB á fyrri hluta ársins og um 511 þúsund hjá félagsmönnum ASÍ. Sé tekið mið af hækkun launa í krónum talið í ár hafa laun félaga í Læknafélagi Íslands hækkað mest á fyrri hluta ársins, eða um 70 þúsund. Næstir koma félagsmenn í Skurð- læknafélagi Íslands en þar er hækk- unin 50 þúsund. Starfsmenn Sinfón- íuhljómsveitar Íslands eru í þriðja sæti með um 42 þúsund krónur. Nú með á þriðju milljón Meðallaunin á fyrri hluta ársins voru hæst hjá skurðlæknum, eða tæp 2,1 milljón króna, og í öðru sæti voru læknar með tæpar 1,6 milljónir. Þeir sem heyra undir kjararáð eru með þriðju hæstu meðallaunin, eða rúmar 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að heildarlaun hjá kjararáði hafa hækkað um 1,2% að meðaltali á fyrri hluta ársins. Það er með minni prósentuhækkunum hjá hópum ríkisstarfsmanna á árinu. Þjóðkjörnir fulltrúar heyra undir kjararáð. Meðallaun þeirra voru 1.151 þús. á fyrri hluta ársins. Til samanburðar voru þau að meðaltali 773 þúsund árið 2015 og hafa því hækkað um 378 þúsund. Á sama tímabili hafa meðallaun presta hækkað úr 751 þúsund í 979 þúsund og meðallaun dómara farið úr 1.386 þúsundum í 1.642 þúsund. Kaupmátturinn aukist mikið Samtímis þessum launahækkun- um hefur ríkt verðstöðugleiki á Ís- landi og á tímabili verið verðhjöðnun án húsnæðisliðarins. Með því hefur kaupmáttur aukist mikið. Sé horft á hópana ellefu sem fjallað er um á vef stjórnarráðsins kemur í ljós að laun þeirra hafa hækkað um 47%-71% frá ársbyrjun 2011. Til samanburðar hefur al- mennt verðlag hækkað um 25% á Ís- landi á tímabilinu, sé miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs hjá Hagstofunni. Til upprifjunar var kjararáð lagt niður 1. júlí í sumar. Tölurnar ná til þess tíma. Með þessum hækkunum eru sex hópar ríkisstarfsmanna með yfir 800 þúsund krónur í heildarlaun að með- altali á mánuði. Félagar í Bandalagi háskólamanna (BHM) sækja á þessa hópa en þeir hafa um 740 þúsund í meðallaun. Það sama gera félagar í Kennarasambandi Íslands en þeir voru með 744 þúsund að meðaltali í heildarlaun á fyrri hluta ársins. Launahækkanirnar halda áfram  Ríkisstarfsmenn fengu allt að 7,4% launahækkun á fyrri hluta ársins  Sex hópar voru með yfir 800 þúsund í meðallaun  Þá eru félagar í BHM og hjá Kennarasambandi Íslands með nærri 750 þúsund Meðaltal heildarlauna 2011 til júní 2018 Hækkun frá 2011 (í þús. kr. og %) Hækkun frá 2017 (í þús. kr. og %) 2.000 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 þúsund kr. 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018** 2.084 1.572 1.216 845 836 835 744 740 609 600 511 1.399 989 719 574 566 493 448 484 371 358 298 * *Tölur fyrir allt árið 2011 eru ekki aðgengilegar á vef stjórnarráðsins. **Tölur ná til júní 2018 Heimild: Stjórnarráðið 582 þús. kr. 497 þús. kr. 271 þús. kr. 270 þús. kr. 342 þús. kr. 296 þús. kr. 256 þús. kr. 238 þús. kr. 242 þús. kr. 213 þús. kr. 50 þús. kr. 70 þús. kr. 14 þús. kr. 6 þús. kr. 6 þús. kr. 28 þús. kr. 2 þús. kr. 22 þús. kr. 36 þús. kr. 42 þús. kr. 30 þús. kr. 59% 69% 47% 48% 69% 66% 53% 64% 68% 71% 2,4% 4,7% 1,2% 0,7% 0,8% 3,5% 0,2% 3,0% 6,3% 7,4% 6,3% Tölur fyrir allt árið 2011 eru ekki aðgengilegar á vef stjórnarráðsins Skurðlæknafélag Íslands Læknafélag Íslands Kjararáð Stéttarfélag verkfræðinga Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Kennarasamband Íslands BHM BSRB Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Ísl. ASÍ – án mótframlags Skurðlæknafélag Íslands Læknafélag Íslands Kjararáð Stéttarfélag verkfræðinga Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Kennarasamband Íslands BHM BSRB Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Ísl. ASÍ – án mótframlags S JÁ L F S TÆÐ I S F L O KKUR I N N Heilbrigði er okkar mál Landssamband sjálfstæðiskvenna gengst fyrir fundarröð um heilbrigð- ismál. Þar verður fjallað um helstu málaflokka, stöðu heilbrigðismála og horft til framtíðar. Hvernig viljum við að heilbrigðiskerfi okkar sé og hvernig á það virka? Hvernig gerum við það sem mest aðgengilegt fyrir sjúklinga með það að leiðarljósi að það veiti bestu þjónustuna? Fundirnir eru öllum opnir og fara allir fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Frekari upplýsingar um fundi má finna á www.xd.is og Facebooksíðu flokksins og landssambandsins. LANDSSAMBAND SJÁLFSTÆÐISKVENNA Þriðjudagur 9. október kl. 20.00 90 mínútur um heilbrigðiskerfið og sérfræðiþjónustu Óli Björn Kárason, þingmaður, Arna Guðmundsdóttir, lyflæknir og sérfræð- ingur í efnaskiptasjúkdómum. Mánudagur 15. október kl. 11.30 90 mínútur um öldrunarmál Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar, Þóra Helgadóttir Frost, hagfræðingur hjá GAMMA Capital Management í London. Þriðjudagur 23. október kl. 20.00 90 mínútur um geðheilbrigðismál Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, Nanna Briem, geðlæknir. Þriðjudagur 6. nóvember kl. 20.00 90 mínútur um lýðheilsu og forvarnir Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræð- ingur, Kristín Heimisdóttir, tannlæknir, lektor við HÍ og stjórnarformaður Lýðheilsusjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.