Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Kveðja, Gímur kokkur. www.grimurkokkur.is ÁN MSG Plokkfiskur - o ur os ur nn 5. mín. Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Björgun ehf. mun hætta starfsemi í Sævarhöfða fyrir 1. júní 2019, hvað sem líður leit að annarri lóð fyrir fyrirtækið. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í svarbréfi til íbúasamtaka Bryggjuhverfis. Íbúasamtökin rituðu borgarstjóra og Hjálmari Sveinssyni borgarfull- trúa bréf dagsett 5. september. Þar er bent á að fyrr á þessu ári hafi jarðvegsmön á milli athafna- svæðis Björgunar og Bryggju- hverfisins verið fjarlægð. „Íbúasam- tök Bryggjuhverfisins hafa ekki gert athugasemd við fjarlægingu manar- innar. Þvert á móti, enda forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu hverfisins og fyrsta áþreifanlega merkið um að staðið verði við tíma- fresti. Hins vegar hefur aðgerðin í för með sér stóraukið sandfok yfir allt hverfið og bera gluggar og gluggakistur í íbúðum hverfisins þess glögg merki. Auk þess er hljóð- og sjónmengun fyrir íbúa hverfisins stóraukin. Allt er það þó þolanlegt, ef það er til marks um að staðið verði við tímafresti í tengslum við flutning Björgunar.“ Í bréfinu rifja íbúasamtökin upp að í ágúst 2017 hafi Reykjavíkurborg og Björgun undirritað viljayfirlýingu um flutning fyrirtækisins í Álfsnes. Samtökin höfðu samband við Skipulagsstofnun í septemberbyrjun og fengu þær upplýsingar að henni hefðu ekki borist frumgögn vegna umhverfismats á fyrirhugaðri starf- semi Björgunar í Álfsnesi. „Afar fátítt er, samkvæmt upplýs- ingum frá Skipulagsstofnun, að um- hverfismat taki skemmri tíma en eitt ár. Algengara er að það taki eitt og hálft til tvö ár. Að því ferli og skipu- lagsferlinu loknu er hægt að hefja framkvæmdir,“ segir í bréfinu. Af þessu megi draga þá ályktun að Björgun geti ekki hafið starfsemi í Álfsnesi fyrr en eftir tvö til þrjú ár í fyrsta lagi. Nú eru hins vegar innan við átta mánuðir uns fyrirtækið á að vera farið úr Sævarhöfða. Íbúasamtökin benda á í bréfinu að þetta valdi íbúum Bryggjuhverfis áhyggjum og því sé nauðsynlegt að fá svör við þeirri spurningu hvort Björgun muni hætta starfseminni í Sævarhöfða á tilsettum tíma. Frekari landfyllingar Borgarstjóri er afdráttarlaus í svari sínu: Björgun muni fara á um- sömdum tíma. Hann bendir jafn- framt á að deiliskipulag stækkunar hverfisins, Bryggjuhverfis vestur, geri ráð fyrir frekari landfyllingum. Þær muni Björgun vinna fyrir Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Í gildi sé verksamningur þar sem gert er ráð fyrir verklokum vegna þessa eigi síðar en 31. desember 2019. Flytur úr Sævarhöfða næsta vor Morgunblaðið/Eggert Bryggjuhverfið Íbúar höfðu áhyggjur af því að ekki yrði staðið við tíma- fresti um flutning Björgunar næsta vor. Frestir standa, segir borgarstjóri.  Borgarstjóri afdráttarlaus um flutning Björgunar  Mön fjarlægð og stóraukið sandfok yfir hverfið Nýtt vatnsár hófst hjá Landsvirkjun 1. október síðastliðinn. Horfur fyrir afhendingu orku frá Landsvirkjun eru góðar, þótt staðan í vatnsbúskap fyrirtækisins í byrjun nýs vatnsárs sé nokkru lakari en hún hefur verið undanfarin tvö ár, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu fyrirtæk- isins. Nýtt vatnsár hefst hjá Lands- virkjun 1. október ár hvert, en um það leyti eru miðlanir yfirleitt í hæstu stöðu eftir vorleysingar, jöklabráð sumarsins og upphaf haustrigninga. Þegar haustrigningum lýkur og vetur gengur í garð er byrjað að nýta miðlunarforðann sem safnast hefur í lónin. Vatn frá miðlunum stendur undir um helmingi af orkuvinnslu Landsvirkjunar yfir veturinn og fram á vor. Jökulbráð hófst að marki fyrri hluta júlí í ár og öll miðlunarlón voru full snemma, eða í byrjun ágúst. Ágústmánuður var kaldur á lands- vísu, sá kaldasti síðan 2005 eða jafn- vel 1993 samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, og sama má segja um september. Nú í upphafi nýs vatnsárs er niðurdráttur hafinn úr öllum miðlunarlónum fyrirtækisins, um mánuði fyrr en á síðasta vatnsári. Horfur fyrir rekstur kerfisins og afhendingu orku eru hins vegar góðar. Ný virkjun á Þeistareykjum kom í rekstur snemma árs og stækk- un Búrfellsstöðvar var tekin í gagnið á miðju ári. „Landsvirkjun er því í góðri stöðu að tryggja orkuafhendingu til við- skiptavina sinna á komandi vatnsári, en ef innrennsli verður undir meðal- lagi í haust getur það haft áhrif á framboð orku frá fyrirtækinu,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins. sisi@mbl.is Vatnsbúskapur er lakari en áður  Nýtt vatnsár hafið hjá Landsvirkjun Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þeistareykir Ný stöð hefur treyst orkuafhendingu Landsvirkjunar. Sýningar í Perlunni Ranghermt var í Morgunblaðinu í gær að Látrabjarg væri hluti af nýrri sviðsmynd í Perlunni. Látra- bjarg er hluti af sýningunni Wond- ers of Iceland sem var opnuð 4. maí. Sýning Náttúruminjasafnsins fer ekki inn í einn hitaveitutankanna á Öskjuhlíð heldur á nýja aðra hæð í Perlunni sem var hönnuð í samvinnu við Ingimund Sveinsson, arkitekt Perlunnar. Velvirðingar er beðist á mistökunum. Húsið verður lokað þar til um miðjan mánuðinn meðan unnið er að framkvæmdum þar eftir brunann 24. apríl, en hægt er að komast á út- sýnispall Perlunnar án endurgjalds meðan á lokun stendur. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.