Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 JÓN BERGSSON EHF RAFMAGNSPOTTAR Einstaklega meðfærilegir og orkunýtnir pottar sem henta jafnt í bústaðinn sem og í þéttari byggð Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is nauðgun vegna þess að hún er for- ljót,“ sagði hann eitt sinn um vinstri- sinnaða þingkonu. Hann hefur sagt að konur eigi að vera með lægri laun en karlmenn og minnihlutahópar eigi annaðhvort að „beygja sig fyrir meirihlutanum eða einfaldlega að hverfa“. Hann hefur ennfremur hvatt til þess að börn verði barin til að koma í veg fyrir að þau verði sam- kynhneigð. Bolsonaro lifði af hnífárás 6. september og var á sjúkrahúsi mest- an hluta kosningabaráttunnar. Lög- Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fékk mest fylgi í forsetakosningum í Brasilíu í fyrradag en náði ekki meirihluta atkvæða, þannig að kjósa þarf á milli hans og næstefsta for- setaefnisins eftir þrjár vikur. Bol- sonaro fékk 46% atkvæðanna og Fernando Haddad, forsetaefni Verkamannaflokksins, 29%. Skoð- anakannanir hafa bent til þess að Bolsonaro sé sigurstranglegri en lít- ill munur verði á fylgi hans og Hadd- ads, sem talið er að fái stuðning margra þeirra sem kusu önnur for- setaefni. Bolsonaro virðist hafa byr í seglin, að sögn stjórnmálaskýrandans Fernandos Meireles, stjórnmála- fræðings við Minas Gerais-háskóla. „Líkurnar á því að Bolsonaro fari með sigur af hólmi eru talsvert mikl- ar núna,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Meireles. „Útlit er fyrir að erf- itt verði fyrir Haddad að sigra í síð- ari umferðinni, en ekki ómögulegt.“ Jair Bolsonaro er 63 ára og fram- ganga hans þykir að ýmsu leyti minna á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur tekið stórt upp í sig í kosningabaráttunni, boðið pólitískri rétthugsun birginn og notað samfélagsmiðla frekar en hefðbundna fjölmiðla til að koma skilaboðum sínum til kjósendanna. Gagnrýndur fyrir ummæli um konur og homma Þótt Bolsonaro hafi verið á þingi Brasilíu frá árinu 1991 hefur hann lýst sér sem utangarðsmanni í stjórnmálunum í baráttu gegn spilltri og vanhæfri yfirstétt. Hann hefur lofað að taka hart á glæpum og gera ráðstafanir til að fækka morð- um, sem eru tíðari í Brasilíu miðað við höfðatölu en í nokkru öðru landi heims. Hann hyggst meðal annars slaka á lögum um byssueign til að fólk geti varið sig og veita lögregl- unni „ótakmarkaða heimild“ til að skjóta meinta glæpamenn til bana. Hann hefur einnig varið pyntingar á föngum. Bolsonaro hefur verið gagnrýndur fyrir ýmis ummæli sem hann hefur viðhaft um konur, homma og minni- hlutahópa. „Hún verðskuldar ekki reglan segir að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki og gert árásina í pólitískum tilgangi. Óttast nýja kreppu Fernando Haddad er 55 ára, fyrr- verandi borgarstjóri Sao Paulo, fjöl- mennustu borgar Brasilíu, og lög- fræðingur og hagfræðingur að mennt. Hann varð forsetaefni eftir að Luiz Inácio Lula da Silva var meinað að bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn. Lula var for- seti Brasilíu á árunum 2003-2010 en afplánar nú tólf ára fangelsisdóm fyrir spillingu. Haddad hefur meðal annars lofað að bæta kjör fátækra Brasilíumanna og afnema sparnað- araðgerðir sem gripið hefur verið til vegna fjárlagahalla sem nemur núna um 7% af vergri landsframleiðslu eftir efnahagskreppu á árunum 2014-2016 sem rakin er til óstjórnar Verkamannaflokksins. Margir kjós- endur eru óánægðir með spillinguna á valdatíma flokksins og óttast að ef hann komist aftur til valda leiði það til enn meiri efnahagskreppu. AFP Fékk mest fylgi Stuðningsmenn Jairs Bolsonaros fagna úrslitum fyrri umferðar forsetakosninganna í Brasilíu fyrir utan heimili hans í Rio de Janeiro. Bolsonaro fékk um 46% atkvæðanna og helsti keppinautur hans 29%. Jair Bolson- aro með byr  Keppir við arftaka Lula da Silva Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, segir í nýrri skýrslu að þörf sé á skjótum og víðtækum breytingum í orkumál- um, landnýtingu, iðnaði, samgöngum og skipulagi borga í heiminum til að afstýra loftslagsbreytingum sem geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir mannkynið. Nefndin segir að meðalhitinn á yfirborði jarðar sé nú þegar 1°C hærri en fyrir iðnbyltinguna og það hafi m.a. leitt til aukinna öfga í veðurfari og hærra sjávarborðs. Nefndin varar við því að ef svo fer fram sem horfir geti hlýnunin numið 3°C eða jafnvel 4°C fyrir lok aldar- innar. Verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda sé mjög lík- legt að meðalhitinn verði 1,5°C meiri en fyrir iðnbyltingu eftir aðeins tólf ár, eða ekki síðar en um miðja öldina. „Næstu ár verða líklega þau mikil- vægustu í sögu mannkynsins,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Debru Ro- berts, öðrum formanni eins af starfs- hópum IPCC. Skýrslan er 400 blað- síður og verður á meðal mikil- vægustu gagnanna á loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í desember þeg- ar rætt verður um hvernig fylgja eigi eftir Parísarsamningnum frá desem- ber 2015. Samkvæmt honum er stefnt að því að tryggja að hlýnunin verði minni en 2°C en reynt verði að halda henni innan við 1,5°C. Þörf á mikilli fjárfestingu Nefndin segir að afleiðingar hlýn- unar jarðar hafi komið fram fyrr og reynst alvarlegri en talið hafi verið. „Það sem vísindamenn hafa sagt að myndi gerast lengra inni í framtíð- inni er að gerast núna,“ hefur AFP eftir Jennifer Morgan, fram- kvæmdastjóra Greenpeace Inter- national. Nefndin segir að árangur hafi náðst í því að auka notkun endur- nýjanlegra orkugjafa og bæta orku- nýtingu en miklu fleira þurfi að gera til að afstýra loftslagsbreytingum sem hafi alvarlegar afleiðingar. Til að mynda þurfi að minnka losun koltvísýrings af mannavöldum um 45% fyrir árið 2030 frá því sem hún var árið 2010. Gert sé ráð fyrir því að 85% af orkunni, sem notuð er í heim- inum, komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum ekki síðar en árið 2050 og notkun kola verði næstum því engin. Ennfremur er talið að nota þurfi alls sjö milljónir ferkílómetra af landi (svæði sem er heldur minna en Ástralía) til að framleiða lífrænt eldsneyti. Stefna þurfi að „kolefnis- hlutleysi“ ekki síðar en árið 2050, þ.e. að vega á móti losun koltvísýr- ings með því að taka jafnmikið af lofttegundinni úr andrúmsloftinu, t.a.m. með skógrækt. Talið er að til að tryggja að hlýn- unin verði undir 1,5°C þurfi fjárfest- ingarnar í orkumálum að vera að meðaltali um 2,4 billjónir banda- ríkjadala á ári á tímabilinu 2016 til 2035, eða sem svarar um 2,5% af vergri framleiðslu landa heims. Nefndin segir að kostnaðurinn verði enn meiri síðar ef ríki heims fresta því að taka á vandanum. Auk skógræktar eru nefndar nokkrar leiðir til að draga úr hlýnun- inni, m.a. tækni til að taka koltvísýr- ing úr andrúmsloftinu. Nefndin seg- ir að ekki sé sannað að slík tækni beri tilætlaðan árangur. Stefnir í erfiðar viðræður Að sögn fréttaskýrenda breska ríkisútvarpsins bendir flest til þess að fram undan séu erfiðar viðræður milli vísindamannanna og stjórn- málamanna sem hafi meiri áhyggjur af efnahagsmálunum og lífskjörum íbúanna í löndum þeirra en hættum sem kunni að steðja að mannkyninu síðar á öldinni. bogi@mbl.is Vill skjótar og víð- tækar breytingar  Nefnd SÞ segir afleiðingar hlýnunar alvarlegri en talið var AFP Mengun Reykur frá kolaknúnu orkuveri í Shanxi-héraði í Kína. Draga þarf stórlega úr notkun kola á næstu áratugum, að sögn loftslagsnefndar SÞ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.