Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Hross og borg Við Esjurætur skellti þetta gerðarlega hross sér í aðalhlutverk myndbyggingar. Fjær í haustskímunni má sjá Viðey, meginbyggð höfuðborgarinnar og Suðurnesjafjöll. Eggert Hannes Hólmsteinn skilar góðu verki, hryðjuverkalögin voru glæpur. Mikilvægasti réttur ein- staklings og þjóðar er að verja rétt sinn, berjast fyrir lífi sínu og verða ekki niður- lægður með röngum hætti. Nú hefur Hannes Hólm- steinn Gissurarson skilað frá sér skýrslu um beitingu hryðjuverkalaganna bresku 8. október 2008 gegn Lands- bankanum, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og ríkis- stjórn Íslands. Það er eins og við mann- inn mælt, þegar skýrslan um þennan alþjóðlega harmleik kemur út þá fer umræðan af hálfu margra vinstrimanna aftur í að ræða um að okkur hafi borið að borga. Við munum alla umræðuna hér um að okkur bæri að borga Icesave og við munum líka að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tapaði í tví- gang þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Í fyrri atkvæða- greiðslunni sögðu 98% þjóð- arinnar nei, við borgum ekki. Í síðari þjóðaratkvæða- greiðslunni sagði 61% þjóð- arinnar nei, við borgum ekki skuldir óreiðumanna. Rík- isstjórnin sat áfram eins og ekkert væri og bjó sig undir að borga. Já, fyrsta vinstri- stjórnin á Íslandi ætlaði að setja þennan skuldaklafa á fólkið í landinu með góðu eða illu. Og síðustu greiðslu áttu þeir ungu og ófæddu að borga árið 2046. Hefði þetta gerst hefðum við setið uppi með gríska dauðadóminn, gjaldþrota þjóð. Kjarkmaður Mervyn King, skammast sín fyrir Breta Skýrsla Hannesar Hólm- steins hefst á athyglisverðri yfirlýsingu Mervyn King lá- varðar, fyrrverandi seðla- bankastjóra Breta. Hann segir: „Beiting hryðjuverka- laganna bresku 8. október 2008 gegn Landsbank- anum, Seðla- bankanum og Fjármála- eftirlitinu var ruddaleg og óþörf aðgerð. Hún var Bret- um til skamm- ar.“ Og síðar rek- ur Hannes mörg atriði um að mismunun fór fram milli banka og þjóða í Bretlandi, aðgerðin stóðst ekki jafn- ræðisreglu og/eða björg- unaraðgerðir ESB og Bandaríkjanna. Ísland var óhreina barnið sem átti að fórna. Aðeins örfáar þjóðir tóku málstað okkar Íslend- inga á alþjóðavettvangi, Færeyjar, Pólland, Rúss- land. Í merkilegu viðtali Loga Bergmanns við einn aðalbjargvætt landsins í þessum stóru málum, Ólaf Ragnar Grímsson fv. for- seta, upplýsir hann að þeir Geir H. Haarde forsætisráð- herra hafi sammælst um að leita til ráðamanna í Kína og það hafi skipt töluverðu máli á alþjóðavettvangi. Meira að segja Norður- landaþjóðirnar skriðu í faðminn á Bretum, ESB og Bandaríkjamönnum og vildu ekkert af okkur vita. Svo féll dómur EFTA-dómstóls- ins 28. febrúar 2013 í Ice- save-málinu, Ísland var sýknað af kröf- um ESA um að vera brotlegt við EES- samninginn. Og nú er Ís- land risið upp úr öskustónni eins og Ösku- buska í ævin- týrinu forðum, neyðarlögin stóðust, sett í október 2008, og urðu bjarg- hringur Íslands. Það sagði mér stjórn- málamaður að nú linnti ekki spurningum erlendra stjórnmálamanna um ís- lenska efnahagsundrið og hvernig landið reis á ný. Hann sagði að þetta hefði fyrst eftir dóminn minnt á staurinn og hundana í rétt- unum, allir skriðu að Ís- lendingum og sögðu falleg orð, þeir skömmuðust sín og vildu míga utan í Íslend- inga. Hitt er svo deginum ljósara að einkabankarnir léku margan manninn grátt hér heima og verður það aldrei bætt. Banvæn aðför að Íslandi En auðvitað voru hryðju- verkalögin banvæn aðför að Íslandi og munaði litlu að landið yrði aflokað og gjald- þrota. Það sagði mér ungur maður sem stóð vaktina í hruninu að engu hefði mun- að að öll viðskipti með mat- væli og lyf hefðu lokast og þess vegna sagði hann: „Við eigum sjálfir sem þjóð að framleiða öll þau matvæli í landinu sem við getum.“ Ég þakka fyrir skýrslu Hannesar Hólmsteins. Bret- arnir skulda okkur afsök- unarbeiðni – og í raun var það aumingjalegt að slíta ekki stjórnmálasambandi við þá eins og við nokkrir lögðum til á Alþingi haustið 2008 og krefja þá og al- þjóðavaldið um skaðabætur. En ég skil betur stöðu ríkisstjórnarinnar eftir á, við lágum flatir og varnar- lausir á höggstokki þjóð- anna. En það er hlálegt eftir á að þeir sem stýrðu þjóðar- skútunni fram hjá voða- skerjum hrunsins, forsætis- ráðherrann Geir H. Haarde, sem var leiddur fyrir saka- dóm Alþingis og sagður landráðamaður, og þrír öfl- ugir seðlabankastjórar, voru reknir. Lögbrot var framið með skipun á norskum manni í stöðu Seðlabanka- stjóra og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn settur yfir íslensk málefni. Ríkti hann lengur en Jörundur hundadagakon- ungur og réð mörgu um þá hörku sem almenningur varð fyrir í uppgjörinu og eignaupptöku skuldsetts fólks. Það var svo ríkis- stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar sem þjóð- nýtti vogunarsjóðina og, með skuldaniðurfellingu heimilanna, rétti hlut al- mennings. En Geir H. Haarde for- sætisráðherra, seðlabanka- stjórarnir auk forsetans tefldu upphafsvörnina vel með öflugu fólki í miklu tímahraki neyðarlögin og höfnun Icesave, björguðu því sem bjargað varð. Hryðjuverkalögum beittu Bretarnir á Ísland, aðför að heilli þjóð sem glæpamanna- samfélagi, með aðgerð og lögum sem kollvörpuðu virð- ingu og stöðu þjóðarinnar fyrst og fremst. Ég tel að íslenskum ráða- mönnum beri að kynna og ræða skýrslu Hannesar við ráðamenn Bretlands, Bandaríkjanna, ESB og NATÓ. Þetta var glæp- samleg aðgerð gagnvart vopnlausu litlu ríki og allt bendir til að um samsæri hafi verið að ræða því allri aðstoð við landið var hafnað, lánalínum lokað o.fl. Eftir Guðna Ágústsson »Ég þakka fyrir skýrslu Hann- esar Hólmsteins. Bretarnir skulda okkur afsökunar- beiðni og í raun var það aumingjalegt að slíta ekki stjórn- málasambandi við þá. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingis- maður og ráðherra. Hannes Hólmsteinn skilar góðu verki Hæstiréttur sýknaði á dög- unum fimm sakborninga, að tveimur þeirra látnum, við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmáls- ins frá 1980. Þetta stærsta sakamál Íslandssögunnar hefur verið mjög til umfjöll- unar ítrekað frá því að dóm- ur féll árið 1980. Margt sem fram kemur í þeim dómi vekur enn spurningar. Málið hefur legið þungt á aðilum og aðstandendum þeirra en einnig þjóðinni allri í um fjóra áratugi. Eins og ég lýsti við upp- kvaðningu dómsins sam- gleðst ég aðilum máls og að- standendum með þessi málalok fyrir Hæstarétti. Með sýknudómi féllst réttur- inn á það mat endurupptöku- nefndar að fram væru komn- ar nýjar upplýsingar sem leiða ættu til þess að hið gamla mál yrði endur- upptekið nú. Þessar nýju upplýsingar lutu meðal ann- ars að aðstæðum sakborn- inganna undir rannsókn málsins á sínum tíma. Engum dylst að sakborn- ingar sættu harðræði í margvíslegri mynd. Þó vissulega megi áfram fjalla um þetta mál frá mörgum sjónarhornum réttarsögunnar, og það verð- ur trúlega gert um ókomna tíð, þá skiptir að mínu mati miklu að horfa einnig til framtíðar enda má margt læra af þessu máli. Það er mikilvægt að hafa í huga í umræðu um sakborn- inga, í öllum málum, hvort sem er í fjölmiðlum, á meðal almennings eða í réttar- vörslukerfinu að hver einasti sakborningur hefur rétt sem verður að standa vörð um. Menn eru sak- lausir uns sekt þeirra er sönn- uð – þetta er meginregla sem ber að hafa í heiðri í hví- vetna. Tíma- bundin geðs- hræring á götum úti eða í fjölmiðlum má ekki verða til þess að þessi meginregla verði fyrir borð borin. Þá er einnig brýnt að það gerist ekki aftur hér á landi að grunaðir menn sem enn eru saklausir þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönn- uð sæti einangrunarvist í langan tíma. Ég hef í þessu skyni þegar kallað eftir upplýsingum um það hvernig þessum málum er háttað í okkar réttar- vörslukerfi í dag. Hversu al- gengt það er að lögreglan fari fram á dómsúrskurð um einangrunarvist, á hvaða for- sendum það sé þá gert og hversu algengt það sé að því sé hafnað af dómstólum. Einnig hef ég óskað eftir upplýsingum um það hversu oft ríkið hefur samið um skaðabætur vegna einangr- unarvistunar við rannsókn máls. Þetta er viðamikil upplýs- ingaöflun en nauðsynleg til að hægt sé að leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé að skýra enn frekar lög eða reglur að þessu leyti. Réttur sakborninga Eftir Sigríði Ásthildi Andersen Sigríður Andersen » Það er mikil- vægt að hafa í huga að hver ein- asti sakborningur hefur rétt sem verður að standa vörð um. Höfundur er dómsmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.