Morgunblaðið - 09.10.2018, Page 20

Morgunblaðið - 09.10.2018, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 ✝ RagnheiðurMargrét Guð- mundsdóttir ís- lenskufræðingur fæddist í Reykja- vík 17. október 1953. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. október 2018. Móðir hennar er Kristín Anna Claessen, fædd 1. október 1926. Faðir hennar var Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri, fæddur 13. ágúst 1924, dáinn 20. ágúst 2005. Systkini Ragnheiðar eru: 1) Soffía Ingibjörg Guðmunds- dóttir, fædd 21. mars 1955, maður hennar er Þorsteinn Einarsson. Börn þeirra eru Kristín Soffía, f. 1974, Einar, f. 1978, Guðmundur Benedikt, f. 1983, og Halldór Þorsteinn, f. 1985. 2) Solveig Lára Guð- mundsdóttir, fædd 13. nóvem- ber 1956, maður hennar er Gylfi Jónsson. Börn hennar eru Benedikt Hermann, f. 1980, Kristín Anna, f. 1988, og Vigdís María, f. 1990. 3) Egg- ert Benedikt Guðmundsson, Margrét, f. 29. mars 1993, og Kjartan, f. 19. maí 1998. Ragnheiður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973. Hún lauk BA-prófi í ís- lensku og almennri bók- menntafræði frá Háskóla Ís- lands 1985. Hún lauk M.Paed-prófi frá Háskóla Ís- lands 1995. Ragnheiður var íslensku- kennari og námsráðgjafi við Menntaskólann við Sund árin 1989-1995 og íslenskukennari og námsráðgjafi við Kvenna- skólann árin 1995-2002. Hún var framkvæmdastjóri Hag- þenkis frá 2001-2003. Hún kenndi íslensku fyrir útlend- inga, meðal annars hjá Mími, Rauða krossinum og Háskóla- setri Vestfjarða. Ragnheiður vann einnig við þýðingar. Undanfarin ár var Ragnheiður málfarsráðunautur á RÚV. Ragnheiður var í leshring um kvennabókmenntir sem stofnaður var árið 1981. Hún söng með kórum, nú síðast með Söngfjelaginu. Útför Ragnheiðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 9. október 2018, klukkan 15. fæddur 30. nóvem- ber 1963, kona hans er Jónína Lýðsdóttir. Börn þeirra eru Unnur, f. 1992, og Jakob, f. 1998. Sonur Eggerts er Hall- grímur, f. 1989. Ragnheiður gift- ist Birni Ragnars- syni tannlækni þann 29. júní 1974. Björn er fæddur 17. september 1949. Dætur þeirra eru Birna Anna, rithöfundur, fædd 18. apríl 1975 og Lára Björg, upp- lýsingafulltrúi ríkisstjórnar- innar, fædd 1. febrúar 1977. Maður Birnu Önnu er Peter Niculescu hagfræðingur, þau eiga Katrínu Láru, f. 8. september 2011, og Láru Alex- öndru, f. 15. febrúar 2014. Börn Peter eru Alex, f. 8. jan- úar 1990, og Lauren, f. 8. júní 1991. Maður Láru Bjargar er Tryggvi Tryggvason fram- kvæmdastjóri, þau eiga Ólaf Benedikt, f. 18 apríl 2012. Sonur Láru Bjargar er Björn Óttar Oddgeirsson, f. 23. maí 2001. Börn Tryggva eru Rósa Mamma eignaðist mig þegar hún var 21 árs og svo Láru Björgu tæplega tveimur árum seinna þá 23 ára. Þegar ég varð sjálf fullorðin hugsaði ég til þess- arar ungu tveggja barna móður með aðdáun í bland við smá skiln- ingsleysi, hvernig var þetta hægt? Þegar ég eignaðist mínar eigin dætur, þá 36 og 38 ára, magnaðist aðdáunin enn. Við að eignast stelpurnar var eins og ég fyndi skyndilega áður óþekkta vitn- eskju og kunnáttu sem bjó innra með mér en var ekki frá mér sjálfri komin heldur frá mömmu. Þegar ég fann fyrir fullvissu um að ég kynni eitthvað eða vissi eitt- hvað um umönnun þessara litlu kríla þá var það frá mömmu kom- ið. Þegar ég stóð mig að því að út- skýra fyrir sjálfri mér eða öðrum að svona yrði að gera þetta þá var það alltaf með vísun í mömmu; svona gerði mamma þetta, mamma segir að þetta sé svona. Mamma var vandvirk, mamma gerði hlutina vel og að úthugsuðu máli. Það var rammi, aldrei íþyngjandi, alltaf hlýlegur, og við systur bjuggum við elsku og ör- yggi og fullvissu um að svona væru hlutirnir. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég eignaðist mínar stelpur að þessi hlýi rammi var verk mömmu minnar. Hann var ekki bara þarna. Og viðleitni mín til að líkja eftir honum fyrir mínar stelpur mun halda áfram eftir minni bestu getu. Ég mun alla tíð hugsa, hvað myndi mamma segja núna, hvað hefði mamma gert? Því ég veit að svar- ið, ef mér tekst að finna það, mun alltaf vera hugulsamt, gáfulegt, elskulegt, að hennar hlýja, vand- virka hætti. Mamma var mögnuð hand- verkskona, listakona með prjóna og garn. Barnabörnin hennar eiga safn ömmupeysa og teppa sem hún töfraði fram handa þeim og við munum varðveita sem dýr- gripina sem þau eru. Mamma hafði yndi af því að fara í berjamó og þegar hún heyrði af góðri berjasprettu einhvers staðar ferðaðist hún landsfjórðunga á milli þar sem hún hljóp upp um fjöll og firnindi með bauka og föt- ur og kom svo heim með heilu bílfarmana af bláberjum sem dugðu okkur allan veturinn bæði í formi sultu og frosin út á grauta og tertur. Mamma var félagslynd, væg- ast sagt, þegar við Lára vorum litlar sögðum við gjarnan þegar við löbbuðum með henni um bæ- inn að hún þekkti alla. Hún var frændrækin og hélt tryggð og sambandi við ættingja hér á landi og víða um heim. Vinkonur mömmu frá háskólaárunum voru nánar henni alltaf, hún var með þeim í leshring um kvennabók- menntir, og líka saumaklúbb og svo söng hún í kórum og hafði un- un af. Eftir að stelpurnar mínar fæddust fór mamma að koma í lengri heimsóknir til mín út til New York þar sem hún hjálpaði til með stelpurnar og naut sín í borginni. Áður en ég vissi af var mamma komin í bókaklúbb úti í New York og var búin að koma sér upp vinkvennahópi sem hún hitti reglulega. Félagslíf hennar úti var mun kröftugra en mitt eig- ið á þessu tímabili; þegar ég lagð- ist í sófann eftir kvöldmat fór mamma í kjól og út að hitta stelp- urnar. Já, hún elskaði að vera í kring- um fólk og fólk laðaðist að henni hvar sem hún kom. Það er sárara en hægt er að segja að þurfa að kveðja mömmu núna. Eftir stendur óendanlegt þakklæti fyrir að hafa átt svona góða mömmu. Guð blessi minn- ingu hennar alla daga, alla tíð. Birna Anna Björnsdóttir. „Passaðu bakið, Lára Björg mín,“ sagði mamma við mig þeg- ar ég hjálpaði henni í skó áður en við fórum upp á spítala fyrir nokkrum vikum. Ég leit upp og hún horfði á mig ástúðlega og ögn áhyggjufull á svipinn. Um- hyggjusemin í nákvæmlega þess- um aðstæðum lýsir mömmu minni svo vel. Og hún passaði ekki bara upp á okkur, fólkið sitt, heldur alla sem urðu á vegi henn- ar. Hún gaf. Því þannig var hún. Hún var trúnaðarvinkona vin- kvenna minna frá því þær voru litlar fram til síðasta dags. „Mér finnst eins og hún sé mamma mín líka“ – heyrði ég oft. En hún var ekki bara mamma heldur naut hún þess að vera amma. Hún hafði unun af því að eyða tíma með barnabörnunum sínum. Í heil tíu ár var Bjössi son- ur minn eina barnabarnið og al- veg fram á síðasta dag var vin- sælast í heimi hjá Bjössa og vinum að kíkja yfir til ömmu. Á meðan ég sjálf sá varla í stráka- hópinn þegar þeir voru heima hjá okkur þá frétti ég oft frá mömmu að hún og strákarnir hefðu spjall- að, horft á mynd og svo farið út saman að gera eitthvað. Frá því ég varð sjálf mamma 24 ára hef ég svo oft hugsað hvernig ég hefði farið að án mömmu. Hún var alltaf til staðar. Hún var besti vinur Bjössa míns og kletturinn okkar Tryggva þeg- ar Óli fæddist. Hún kom að umönnun hans daglega fyrstu ár- in þegar hann var sem veikastur. Svo um leið og færi gafst og lung- un í honum styrktust fór hún með hann í sund, rólóferðir, eða hvað sem hann óskaði sér. Amma var alltaf til staðar. Umhyggjusemin átti sér margar birtingarmyndir. Hún færði okkur heilu bláberjaföturn- ar á haustin, prjónaði peysur á nýfædd börn upp í miðaldra tengdasyni, bakaði bananabrauð þegar hún átti banana (sem var alltaf) og gaf mér rósir þegar hún vildi sýna mér að hún var stolt af mér. Hún átti það til að segja við mig hvað henni þætti ég dugleg, oftast var það á stundum þegar mér fannst ég svo innilega ekki vera það. En þurfti þá kannski einmitt mest á því að halda að heyra það. Þegar ég lít til baka þá var það auðvitað hún sem var duglegust. Það var hún sem ég er og verð alltaf stoltust af. Það var hún sem gaf og gaf, alveg sama hve mikið var að gera hjá henni. Eftir nokk- ur veikindi frá 2016 og ágætis bata inni á milli þá greindist hún með krabbamein í höfði nú í lok ágúst og á nokkrum vikum tók það alveg yfir. Þegar Óli minn fæddist síðasta vetrardag 2012 var hún hjá mér á spítalanum og seinna um kvöldið fór hún svo á tónleika með kórn- um sínum. Þegar hún gekk í sal- inn söng kórinn Vikivaka. Henni þótti þessi stund himnesk, hún lýsti kórnum sem englahóp að syngja fyrir litla ömmudrenginn sinn. Frá þessari stundu hefur þetta verið lagið hennar og Óla og hún hefur sungið hann í svefn með því frá því hann fæddist. Og nú þegar kom að leiðarlokum hjá elsku mömmu okkar þá vorum það við systur og pabbi sem feng- um að syngja hana í svefn með laginu hennar og Óla. Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vinda leiða. Draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, – láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, – segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Guð geymi elsku mömmu mína. Lára Björg Björnsdóttir. Klukkan er sjö! Það er sjö stiga frost! Við erum á Reynistað fyrir yfir fjörutíu árum. Gagga er komin niður á undan okkur hinum, vek- ur okkur og búin að taka stöðuna á veðrinu. Elsta systirin ber ábyrgð á okkur öllum, mér, Soffu og Ragn- heiði frænku sem var hjá okkur á menntaskólaárunum, passar að við mætum á réttum tíma í skól- ann og séum nægilega vel búnar. Þar sem stutt er á milli okkar systra erum við allar þrjár sam- tíða í Menntaskólanum í Reykja- vík einn vetur. Oft er glatt á hjalla. Þennan vetur gerist sögulegur viðburður. Þann 23. janúar árið 1973 gaus í Vestmannaeyjum. Gagga var búin að eignast kær- asta sem bauð okkur í bíltúr að Kambabrún til að sjá gosið. Blái Plymouthinn var með bilaða kyndingu og við vorum og frjósa úr kulda. Hér var kominn til sög- unnar tryggðatröllið Björn Ragn- arsson sem var himnasending inn í fjölskylduna á Reynistað. Þá varð til eitt orð GaggaogBjössi og hefur það orð haldist í einu orði óslitið síðan þó ýmislegri lífs- reynslu hafi á fjörurnar skolað. Árin liðu og við vorum öll samtíða í Ameríku með börnin okkar, við Gagga og þeir frændur, Björn og Hermann. Þaðan eru ógleyman- legar minningar. Oftast var sól og sumar. Börnin urðu stór og við fluttum heim. Og árin liðu enn. Eftir að við Gylfi fluttum út á land var heimili Ragnheiðar og Þorleifs í Skerja- firðinum okkar annað heimili. Þá var nú heimsgátan oft fullleyst á einni kvöldstund. Dýrmætar minningar. Árin liðu enn. Systraböndin urðu sterkari og sterkari, nánari og nánari. Sem fulltíða konur og ömmur áttum við margt sameig- inlegt og ekkert lét ég frá mér á prenti sem hún hafði ekki lesið yfir. Þar mun ég sakna stóra ráð- gjafa míns. Ragnheiður var líka mikil kirkjukona, sat í tveimur ef ekki þremur sóknarnefndum og var umhugað um æskulýðsstarfið enda formaður æskulýðsnefndar Reykjavíkurprófastsdæma um tíma. Sameiginlegt áhugamál okkar systra var bóklestur og hann- yrðir. Tímunum saman gátum við setið saman, prjónað, talað um bókmenntir og blessað lífið og til- veruna. Ef eitt orð gæti lýst systur minni þá væri það orðið djúp- vitur. Hún hafði innsýn inn í svo ótal margt, gaf svo góð ráð og sá fram í tímann. Einnig ber hér að þakka hversu dýrmæt hún hefur verið börnunum mínum. Það er erfiðara en orð fá lýst að eiga lífið framundan án hennar, svo stór hluti hefur hún verið af lífi mínu, alltaf. En Drottinn leggur líkn með þraut og nú horfum við fram á veginn með líf hennar að leiðar- ljósi. Guð blessi allar góðu minn- ingarnar. Solveig Lára. Stóra systir mömmu minnar, fyrirmyndin mín frá barnæsku, elsku besta tanta Gagga, ég trúi ekki að það sé kominn tími til að kveðja. Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir var alltaf kölluð Gagga í okkar fjölskyldu. Við börn systkina hennar áttum hins- vegar að kalla hana töntu Göggu, það kenndi hún okkur mjög snemma. Mér fannst gaman hvað það var henni mikilvægt að vera kölluð tanta Gagga, og ég vildi vera viss um að kalla hana töntu Göggu en ekki bara Göggu eins oft og ég gat, þó að stundum hafi það hljómað þjált upphátt. Þegar ég hugsa um Göggu þá hugsa ég um gáfaða, hrausta, sterka konu sem virtist vita og geta allt. Hún vissi allt sem hægt var að vita um íslensku, íslenska náttúru, bókmenntir, sögu, merka Íslendinga, ættfræði, menningu, og daga. Þegar ég var yngri þá var það fastur liður í mínu uppeldi að hringja í Göggu ef ég var með einhverjar spurn- ingar varðandi heimavinnuna mína. Áður en netið tók yfir, þá var hringt í Göggu ef ég vissi ekki hvernig ætti að beygja eða þýða ákveðin orð. Hún var alltaf strax tilbúin að svara, rannsaka, og hjálpa til. Það var aldrei neitt ves- en, eða slæmur tími til að hringja. Svo ef hún hringdi í okkur til að tala við mömmu, þá tók hún alltaf sinn tíma í að spyrja mig hvernig mér liði, hvað væri um að vera í mínu lífi, og hvort ég væri ekki örugglega ánægð. Hún var svo sérstaklega góð í því að spjalla, og fá mann til að opna sig, og virkilega ræða það sem skipti máli. Hún var til staðar fyrir mig frá mínum fyrsta degi. Hún kom á fæðingardeildina daginn sem ég fæddist. Hún sagði mér alltaf frá deginum sem ég fæddist þegar hún hringdi í mig á afmælinu mínu á hverju ári, hvað það hefði verið yndislegur dagur dagurinn sem ég kom í heiminn. Hún var alltaf svo góð við mig og ég fann hvað henni þótti ótrúlega vænt um mig. Ég fann það alltaf hvað hún þekkti mig vel og skildi mig betur en aðrir. Fyrir þremur árum þegar ég var nýbúin að taka stóra ákvörð- un í mínu lífi þá bauð hún mér í göngutúr út á Ægisíðu til að spjalla saman. Í miðju spjalli sagði hún: „Mundu bara að þú verður að gera það sem þú finnur að gerir þig hamingjusama, follow your bliss.“ Ég hugsa svo oft um þetta samtal og ég man hvar við vorum þegar hún sagði þetta við mig. Þegar ég hugsa um þetta þá sé ég hana fyrir mér með sjóinn í baksýn, í blárri úlpu, horfandi á mig án þess að dæma, bara með þann vilja að ég fyndi frið innra með mér. Nokkrum dögum áður en hún dó þá dreymdi mig hana. Í draumnum var hún að sauma bleik fjöll á hvítan blómavasa. Á meðan hún var að sauma leit hún upp og sagði: „Eigum við ekki að tala saman?“ Ég horfði á fjöllin sem hún var að sauma og reyndi að skilja hvernig hún gat saumað í gegnum blómavasann sem virt- ist vera úr postulíni, og sagði svo: „Jú, tölum saman.“ Svo vaknaði ég. Elsku tanta Gagga mín, ég ætla að halda áfram að tala við þig. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, og ég veit þú verður það ennþá. Tölum saman. Vigdís María Hermannsdóttir. Guðmóðir mín. Tanta Gagga. Hin djúpvitra, ráðagóða fyrir- mynd mín í einu og öllu. Sú sem hægt var að tala við þegar eitt- hvað bjátaði á. Sem hlustaði og gaf ráð út frá jafningjagrundvelli, aldrei af vorkunn heldur út frá þeim styrk sem hún efaðist aldrei um að maður hefði. Hún hafði alið mann upp við það að maður skipti máli, að hugsanir manns, spurn- ingar um lífið, draumar og óskir væru áhugaverð og spennandi umræðuefni. Þegar ég var barn gaf hún mér reglulega tómar stílabækur. Á fyrstu síðuna hafði hún skrifað: „Þessi bók er fyrir hugsanir þínar, vonir og drauma.“ Seinna fór hún að gefa mér ljóðabækur, bækur um bók- menntasögu og skáldverk kvenna. Hún miðlaði til mín ástríðu fyrir tungumálinu, áhug- anum á reynsluheimi kvenna og kvenréttindum, mikilvægi þess að hugsa vel um sjálfa sig og standa með sér. Mér finnst óraunverulegt að Gagga sé búin að kveðja þetta jarðlíf. Hún var fastur og sjálf- sagður hluti af tilverunni. Það er undarlegt að geta ekki heyrt í henni, kíkt til hennar, farið með henni í göngutúr, spjallað við hana um lífið og fengið álit henn- ar á því sem mér hefur legið á hjarta. Mig langar að segja henni frá bókinni sem ég er að lesa, frá ritgerðinni sem ég er að skrifa. Ég hugga mig nú við trúna á það að hún sé ennþá hjá okkur. Að kærleiksríkur og umhyggjusam- ur andi hennar muni alltaf svífa yfir okkur hvar sem við erum. Hún var guðmóðir mín og það hlutverk innti hún betur af hendi en orð fá lýst. Þegar ég var skírð var Gagga til vitnis um inngöngu mína í samfélag manna. Í dag ber ég kistu hennar til hinstu hvílu. Hringrás lífsins verður ekki stöðvuð, þó þungbært sé að horf- ast í augu við það þegar mann- eskja sem maður elskar kveður þennan heim. Ég mun gera mitt besta alla daga til að halda minn- ingu elskaðrar guðmóður minnar á lofti með því að mæta heiminum af sömu virðingu, áhuga og kær- leik og Gagga gerði alltaf. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Kristín Anna Hermannsdóttir. Það var mikil blessun að verða vinkona unglingsstelpunnar Láru Bjargar í Heiðarásnum. Því fylgdi nefnilega líka sú gæfa að eignast gæðavinkonu í móður hennar, Ragnheiði Margréti. Mömmur í augum unglinga eru bara mömmur. Þegar ung- lingurinn eltist og þroskaðist tók hann betur eftir því hvað mamma Láru var einstök. Ekki aðeins var hún góð mamma og amma heldur afskap- lega natin vinkonumamma sem átti oft eftir að sýna að hún vildi að maður fyndi að ef hún á ein- Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR PÁLMA RAGNARSSONAR, Kjarrmóa 11, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki B2 og gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun, vinsemd og hlýlegt viðmót. Ragnhildur Óskarsdóttir Guðný Ósk Pálmadóttir Jón Valdimar Albertsson Ragnar Waage Pálmason Kolbrún Rut Pálmadóttir Páll Geirdal Elvarsson Gyða Waage Pálmadóttir Ásgeir Benónýsson Guðni Gestur Pálmason Anna Berglind Svansdóttir Sandra Ósk Pálmadóttir Bjarni Unnarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.