Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018
✝ ElínbjörgKristjánsdóttir
fæddist á Litla-
Kálfalæk á Mýrum
28. júlí 1933. Hún
lést 1. október
2018.
Fyrstu ár ævi
sinnar bjó hún á
Litla-Kálfalæk en
faðir hennar,
Kristján Guð-
mundsson, sem
kenndi sig við Hítarnes, var
grenjaskytta og selveiðimað-
ur. Móðir Elínbjargar var
Guðrún Ágústa Gottskálks-
dóttir húsfreyja, frá Brúar-
hrauni. Faðir hennar var Gott-
skálk Björnsson, líkkistu-
smiður í Borgarnesi. Börn
þeirra, auk Elínbjargar, voru
Guðrún Elísabet, Þorsteinn
mundur, f. 1962, k.h. Sóley
Guðmundsdóttir og eiga þau
þrjú börn og tvö barnabörn.
Sigurður Þorsteinn, f. 1965,
sem á þrjú börn, k.h. Manuela
Madsen. Bragi Már, f. 1966,
sem á eitt barn. Ester Rut, f.
1968, m.h. Þórir Sigurhansson
og eiga þau tvö börn og tvö
barnabörn. Guðrún Ágústa, f.
1970, m.h. Guðmundur Jóh-
ansson og eiga þau þrjú börn.
Davíð Haukur, f. 1971, k.h.
Vigdís Viðarsdóttir og eiga
þau tvö börn. Kári Freyr, f.
1974, k.h. Margrét Ósk Gunn-
arsdóttir og eiga þau þrjú
börn.
Elínbjörg og Unnsteinn
bjuggu mestallan sinn búskap
í Breiðási 5 í Garðabæ. Eftir
að Unnsteinn féll frá flutti
Elínbjörg í Hafnarfjörð og
seinna til Hveragerðis. Að síð-
ustu flutti Elínbjörg að Boða-
hlein í Garðabæ þar sem hún
bjó til æviloka.
Elínbjörg verður jarðsungin
frá Garðakirkju í dag, 9. októ-
ber 2018, klukkan 13.
Valtýr, Sesselja
Aníta og Sara
Hulda Björk, sem
er ein eftirlifandi
af þeim syst-
kinum.
Elínbjörg giftist
á nýársdag árið
1956 Jóni Unn-
steini Guðmunds-
syni en hann lést
árið 1988. Þau
eignuðust tíu
börn: Pétur Ágúst, f. 1956,
k.h. Jóna Kristín Freysteins-
dóttir og eiga þau tvö börn og
tvö barnabörn. Sigrún El-
ísabet, f. 1957, sem á fjögur
börn og fjögur barnabörn,
m.h. Árni Hafþór Guðnýj-
arson. Kristján Trausti, f.
1958, sem á eitt barn, k.h.
Asela Cimafranca. Einar Guð-
Elskuleg tengdamóðir mín,
Ella, er látin, hún fór svo hljóð-
lega frá okkur. Það koma upp ótal
minningar um þessa merku lista-
konu.
Hún var glæsileg kona, hlý og
góð manneskja, sem vildi öllum
vel. Það lék allt í höndum hennar,
hún hafði næmt auga fyrir list og
allri sköpun. Hún átti verðlauna-
garða, vann til verðlauna fyrir
málverk sín og bútasaumsteppi.
Hún saumaði dúka og prjónaði
fallegar lopapeysur. Tengdafor-
eldrar mínir eignuðust 10 börn,
þau voru afskaplega stolt af þeim,
Ella vann á saumastofu og saum-
aði einnig mikið heima og börnin
hennar sofnuðu við vélargný
saumavélarinnar, ný flík að
morgni, var eitt af hennar verk-
efnum. Barnabörnin voru í pöss-
un hjá ömmu, sem sagði svo
skemmtilegar sögur.
Það var dimman dag í mars-
mánuði 1988 að tengdapabbi
minn Unnsteinn Guðmundsson
varð bráðkvaddur, stórt skarð
var höggvið í fjölskylduna á
Breiðási.
Ella varð ekkja 53 ára gömul,
en lífið hélt áfram. Tárin voru
skilin eftir í koddanum á kvöldin,
sorgarferlið hafði sinn gang. Hún
var kletturinn í lífi barnanna
sinna og okkar allra, það voru
tvær vikur í fermingu yngsta
barnsins, það þurfti að klára að
sauma jakkafötin og mála stofuna
og ýmislegt sem tengdist ferm-
ingarundirbúningi.
Elsku Ella mín, það er varla
hægt að lýsa því hversu þakklát
við Pétur erum fyrir hjálpsemi
þína varðandi börnin okkar,
frumburðurinn okkar, Guðlaug
Ósk, dvaldi hjá þér um helgar á
meðan ég var í vinnu og Pétur að
vinna eða læra. Ævintýrin á
Breiðásnum gerast bara í sögu-
bókum. Þið Unnsteinn keyrðuð
austur á Höfn til okkar við hin
ýmsu tækifæri eða bara til að
skoða náttúruna, sem var þér svo
hugleikin, hvítir jöklar grænar
grundir og úfinn sjór, haustlitir
voru þínir uppáhaldslitir. Það var
allt svo fallegt í þínum huga.
Brynjar Þór naut nærveru ömmu
eins og hin barnabörnin, hann
eignaðist eitt af þínum dýrgrip-
um, bútasaumsteppi sem þú
saumaðir og gafst honum í ferm-
ingargjöf.
Fjársjóð minninganna geymd-
ir þú í kommóðunni þinni í fallega
svefnherberginu þínu, þú skrifað-
ir dagbækur í tugi ára, þessar
bækur skilur þú eftir handa börn-
um þínum og barnabörnum. Með
tár á hvarmi höfum við lesið og
rifjað upp alla góðu tímana. Boða-
hleinin er nú samverustaður okk-
ar allra. Stærsti fjársjóðurinn
ykkar Unnsteins eru börnin ykk-
ar 10, fallegt og gott fólk, sem
syrgja ykkur nú. Við fjölskyldan
erum svo þakklát fyrir tímann
með þér 1. september við skírn
Elddísar Helgeyjar. Þú hafðir orð
á því hvað presturinn væri
skemmtilegur og góður, séra
Guðni Már mun nú jarðsyngja
þig, blessa þig og varðveita minn-
ingu þína.
Ein af þínum síðustu dagbók-
arfærslum var 29. september,
Pétur hringdi, fæddur er drengur
í Kaupmannahöfn, sonur Brynj-
ars og Louise, við erum svo þakk-
lát fyrir að þú sást mynd af litla
drengnum þeirra nýfæddum. Það
veit ég að hún er að passa litla
drenginn og hugsa vel um hann.
Nú er komið að leiðarlokum og
þið Unnsteinn eruð sameinuð á
ný. Takk fyrir allt og allt, elsku
Ella mín. Kveðja frá okkur,
Jóna Kristín Freysteins-
dóttir, Pétur Ágúst Unn-
steinsson.
Elsku amma mín. Nú ertu far-
in frá okkur, enn í blóma lífsins,
hress og kát, þótt þú værir komin
vel á níræðisaldurinn. Ég er svo
innilega þakklát fyrir að hafa
heimsótt þig í síðustu viku og tek-
ið gott spjall að vanda. Ég mun
sakna spjallanna okkar um allt
milli himins og jarðar, ekkert var
heilagt í umræðuefnum okkar og
hreinskilnin alger sem einkenndi
okkur báðar og gerði umræðuefn-
in líflegri.
Mér fannst stundum eins og ég
væri að tala við unga konu sem
ætti allt lífið fram undan, þú varst
alltaf fordómalaus, vildir öllum
vel og varst með puttann á púls-
inum um málefni líðandi stundar.
Ég vildi óska að við hefðum
haft meiri tíma því mig langar
enn að vita svo margt um þig og
hvernig þú fórst að með öll þín tíu
börn og afi mikið í burtu.
Öll eru þau enn hér, heilbrigð
og hraust og það er þér að þakka.
Ég veit að þú varst afar stolt af
þeim og mátt líka vera það. Ég
átti líka eftir að læra svo mikið af
þér því að listakona varstu mikil
og málverkin þín urðu fleiri og
vandaðri eftir því sem tímanum
leið og endalaust gat ég dáðst að
handverkinu þínu og get aldrei
þakkað þér nægilega fyrir alla
hjálpina með mitt eigið. Ég átti
alltaf eftir að biðja þig að mála
fyrir mig landslagsmynd af fjalla-
og jökladýrðinni heima á Höfn en
það verður þá verkefni fyrir mig
sjálfa í framtíðinni. Ég mun aldrei
gleyma því hvernig það var að
koma og heimsækja þig á Brei-
ðásinn þegar ég var lítil, það var
eins og að koma í annan heim,
smekkfullt hús af fólki og dýrum í
hverju herbergi hússins og meira
að segja dúfnakofi á þakinu um
tíma og ég gleymi aldrei nag-
grísunum inni á baðherbergi því
það var jú hver krókur og kimi
nýttur vel. Ég var handviss um að
það væru ekki til skemmtilegri
heimili.
Þú talaði alltaf svo vel um dýr-
in þín, fólkið þitt, barnabörnin og
barnabarnabörnin þín fannst þér
öll svo dugleg og klár og þú gast
endalaust talað um þau. Meiri
hundaunnanda hef ég ekki hitt og
ég hef ekki tölu á hvað þeir voru
margir sem fylgdu þér á lífsleið-
inni, en eitt er víst að Bjössi er
með þér núna. Ég er svo glöð að
hafa fengið að hafa þig nær mér
síðustu árin og var farin að hlakka
til að fá þig með mér í hugmynda-
vinnu fyrir garðinn næsta sumar
því að þú varst einstaklega mikill
fagurkeri þegar kemur að falleg-
um görðum og viðhaldi þeirra og
átt jú mörg verðlaun fyrir.
En við fengum þó dýrmætar
stundir saman síðustu ár eftir að
styttra var á milli okkar og stelp-
urnar mínar fengu að kynnast þér
og knúsa áður en þú fórst og það
er ómetanlegt. Við eigum eftir að
hittast aftur á öðrum stað og þá
tökum við upp þráðinn aftur.
Elsku amma mín, takk fyrir
allt og hvíldu í friði.
Hvíldu í friði elsku amma mín
með afa ert nú aftur
stóra ástin þín.
Tíminn þinn hér liðin, en ekki afrek þín,
börnin þín og kraftur,
aðeins í augsýn.
Þín bíður annar staður, ný útsýn.
Í dvala þinn lífskraftur.
Ég mun sakna þín.
Þín
Guðlaug Ósk, Stefán, Frey-
dís Sóley og Elddís Helgey.
Elsku amma.
Okkur þykir svo óendanlega
vænt um þig. Þú varst svo um-
hyggjusöm, skilningsrík og já-
kvæð, og hafðir svo hlýja og góða
nærveru. Þú áttir svo margar
skemmtilegar sögur. Við gátum
setið endalaust og hlustað á þig.
Það var svo yndislegt að koma í
heimsókn til þín, því manni leidd-
ist aldrei. Þú fannst alltaf eitt-
hvað sniðugt og öðruvísi til að
gera, og gerðir fallegustu fíflakr-
ansana fyrir okkur.
Við eigum svo margar góðar
minningar um þig, sem ylja okkur
um hjartarætur. Eins og þegar
þú settir málningu í spreybrúsa
og leyfðir mér að mála í snjóinn
og við bjuggum til svo fallegan
garð fyrir utan hjá þér í stóran
snjóskafl.
Það var svo notalegt andrúms-
loft hjá þér að okkur langaði aldr-
ei að fara heim. Ég man eftir því
þegar við fórum í heimsókn til þín
og ég sofnaði í sófanum hjá þér og
þú breiddir yfir mig teppi. Svo
vaknaði ég við það að Kofri var að
sleikja á mér puttana.
Mér þykir svo leitt að ég náði
ekki að koma til þín til að læra að
sauma.
Ég lofa þér að ég ætla að halda
áfram að sauma, fyrir þig.
Þú hlóst aldrei að okkur heldur
alltaf með okkur, og hvattir okkur
til að halda áfram að vera við
sjálf.
Við elskum þig og söknum þín
að eilífu.
Theodóra Líf Káradóttir og
Unnsteinn Rúnar Kárason.
Elínbjörg
Kristjánsdóttir
✝ Bára Angan-týsdóttir fædd-
ist í Keflavík 31.
október 1944. Hún
andaðist á Hrafn-
istu í Kópavogi 29.
september 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Angantýr
Guðmundsson
skipstjóri, f. 1. júlí
1916, d. 21. maí
1964, og Arína
Þórlaug Íbsensdóttir ritari, f.
11. september 1923, d. 14.
október 1994. Systkini Báru
eru: a) Íbsen, fyrrverandi skip-
stjóri, kvæntur Huldu Guð-
mundsdóttur. b) Auður
hjúkrunarfræðingur, látin. c)
Haukur efnafræðingur, látinn.
d) Ólafur Óskar fjölmiðlafræð-
ingur, látinn. e) Guðrún fram-
haldsskólakennari, gift Viðari
Má Matthíassyni. Uppeldis-
systir Báru var Soffía Jóna
Vatnsdal Jónsdóttir, látin.
Bára giftist Einari B. Sigur-
geirssyni, f. 22. júní 1943, þann
30. ágúst 1969 í Reykjavík.
Börn þeirra eru: a) Angantýr,
f. 21. janúar 1970, kvæntur
Þórunni Ragnarsdóttur, börn
þeirra eru Andri Þór, kærasta
Nicole Curtis, Lísa Margrét,
Einar Örn og Arína Bára. b)
Sigríður, f. 29. janúar 1973,
gift Þorsteini Jóhannessyni,
synir þeirra eru Helgi Freyr,
kærasta Margrét Dögg Vigfús-
ardóttir, og Hafsteinn Snær. c)
Ragna Björk, f. 10. janúar
1975, gift Heiðari Sigurðssyni,
dætur þeirra eru Anna Regína,
í sambúð með Hlyni Kristjáns-
syni og eiga þau óskírða
dóttur, f. 2. september 2018, og
Elín Ása, í sambúð
með Marteini Ei-
ríkssyni.
Bára flutti fjög-
urra ára gömul á
Flateyri með fjöl-
skyldunni þar sem
þau bjuggu næstu
fimm árin. Þegar
Bára var níu ára
flutti fjölskyldan
aftur til Keflavík-
ur, þar sem Bára
ólst upp í stórum systkina- og
vinahópi. Það var svo árið 1961
þegar faðir hennar fór að
starfa fyrir Ísbjörninn að fjöl-
skyldan flutti í Goðheimana í
Reykjavík. Nokkrum árum síð-
ar lét Bára draum sinn um
snyrtifræði rætast þegar hún
fór til náms í snyrtifræði í
London og starfaði á snyrti-
stofunni í Bændahöllinni (Hótel
Sögu). Árið 1968 setti hún á
laggirnar litla snyrtistofu við
Grenimel í Reykjavík. Stuttu
síðar kynntist hún eiginmanni
sínum, Einari Sigurgeirssyni,
þegar hún leysti af á Gullfossi
sem þerna og skömmu síðar
voru þau gefin saman og hófu
búskap og stofnuðu fjölskyldu.
Frá árinu 1970 til 1980 var
Bára heimavinnandi, en hóf
svo störf við ræstingar í Lands-
bankanum og fljótlega upp úr
því var hún ráðin við almenn
afgreiðslustörf í bankanum.
Hún óx svo í starfi innan bank-
ans og sinnti þar ýmsum störf-
um þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
Útför Báru fer fram frá
Guðríðarkirkju í Grafarholti í
dag, 9. október 2018, klukkan
13.
Í dag verður Bára systir mín
lögð til hinstu hvílu og langar
mig að minnast hennar í fáein-
um orðum.
Bára átti góða bernsku. Hún
fæddist í Keflavík en flutti ung
að árum til Flateyrar með fjöl-
skyldunni. Pabbi var skipstjóri
á fiskibát og fjölskyldan flutti
með þangað sem fiskinn var að
hafa.
Þegar hún var níu ára flutti
fjölskyldan aftur til Keflavíkur
og þar ólst hún upp í stórum
systkina- og vinahópi. Eftir
gagnfræðapróf fór Bára að
vinna sem skipsþerna á Gull-
fossi.
Hún vann þar um tíma en fór
síðan og lærði snyrtifræði í
London.
Mér fannst ævintýri líkast að
fá að fylgjast með systur minni
í siglingum og í snyrtinámi í út-
löndum.
Þegar hún sneri heim aftur
vann hún á snyrtistofu á Hótel
Sögu, en stofnaði síðan eigin
stofu sem hún rak um skeið.
Bára kynntist eiginmanni sín-
um, Einari Sigurgeirssyni, árið
1968 og voru þau gefin saman
ári seinna.
Einar og Bára voru alla tíð
samhent hjón. Fyrir 50 árum
þurfti að hafa mikið fyrir því að
eignast húsnæði og lán í banka
var ekki sjálfgefið.
Bára var útsjónarsöm í að
afla tekna. Meðal annars fór
hún aftur sem þerna á Gullfoss
um sex mánaða skeið til að geta
fengið lífeyrissjóðslán. Þá fékk
ég sem unglingur það hlutverk
ásamt mömmu að annast litla
drenginn þeirra, Angantý.
Þegar Bára rak snyrtistof-
una ferðaðist hún um Vestfirði.
Fengu margir fótalúnir bót á
meinum sínum og frúrnar
hand- og andlitsnyrtingu. Þeg-
ar hún var í þessum vinnuferð-
um gisti Angantýr hjá okkur
mömmu og Óla bróður.
Þannig kynntist ég vel ungu
fjölskyldunni, dugnaði þeirra
hjóna og samheldni. Oft á ung-
lingsárum mínum þegar hjónin
þurftu að bregða sér af bæ
passaði ég börnin, sem fljótlega
urðu þrjú.
Bára launaði mér greiðann
nokkrum árum seinna þegar ég
var í kennaranámi og þurfti að
fá pössun fyrir nýfæddan elsta
son minn, Loga.
Bára var góð móðir og
amma.
Heimili hennar var ávallt
snyrtilegt og fallegt. Þegar hún
fór aftur út á vinnumarkaðinn
eftir að börnin voru komin í
skóla vann hún í Landsbank-
anum. Þar vann hún fram að
starfslokum.
Við systkinin og fjölskyldur
ásamt mömmu (meðan hún
lifði) vorum samhentur hópur
og komum oft saman. Margra
samverustunda er ljúft að
minnast, en fyrir mér voru
minnisstæðastar þær stundir
sem þau Bára og Einar áttu
með okkur stórfjölskyldunni í
Ármúla við Ísafjarðardjúp.
Seinasta heimsókn þeirra og
Auðar systur var berjaferð
haustið 2014. Þá voru þær syst-
ur báðar orðnar veikar og hvor-
ug átti þess kost að koma aftur
vestur.
Bára glímdi við erfið veikindi
seinustu árin og var aðdáun-
arvert að sjá hve vel Einar og
Sigríður dóttir hennar, sem býr
í Reykjavík, hugsuðu um hana.
Það hlýtur að vera skelfilegt að
vera fangi í eigin líkama og
geta hvorki tjáð sig né hreyft.
Bára tók þessum örlögum sín-
um með æðruleysi. Hún var
alltaf glöð þegar ég kom í heim-
sókn.
Nú er hún farin og ekki leng-
ur gestur „á Hótel jörð“.
Ég og fjölskylda mín vottum
Einari, börnum þeirra, barna-
börnum og langömmubarninu
okkar dýpstu samúð.
Með söknuði kveðjum við
Báru en erum þakklát fyrir öll
árin sem við áttum saman. Hvíl
í friði, kæra systir.
Guðrún Angantýsdóttir.
Bára
Angantýsdóttir
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og sonur,
ÞORSTEINN HELGI MAGNÚSSON,
Lækjartúni 3, Mosfellsbæ,
lést á Brákarhlíð í Borgarnesi föstudaginn
14. september.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki Brákarhlíðar einstaka hlýju og nærgætni.
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
Áslaug Erlín Þorsteinsdóttir Arnar Proppé
Erlín Hrefna Arnarsdóttir Arnþór Björn Arnarsson
Helga Guðbjörnsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR,
Stella,
til heimilis á Dvalarheimili Stykkishólms,
lést á St. Fransiskusspítala, Stykkishólmi
4. október.
Útför verður auglýst síðar.
Aðstandendur
Ástkær sambýliskona mín, móðir, dóttir,
tengdamóðir, amma og systir,
BERGLIND GUÐMUNDSDÓTTIR,
varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn
28. september.
Hún verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju
fimmtudaginn 11. október klukkan 13.
Geir Magnússon
Linda María Geirsdóttir
Freyja Björk Geirsdóttir
og fjölskylda