Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 23

Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Í dag er ár liðið frá því að ástkær eiginkona mín, besti vinur og sálu- félagi, lést eftir stutta og harða baráttu við krabbamein. Minn missir er mikill, mestur er hann þó hjá dætrum mínum tveimur sem syrgja móður sína sárt. Þær fengu ekki mikinn tíma með henni og því er höggið þungt fyrir ungar stúlkur, sem eru að hefja lífið. Sorgin er mikil, en hefur breyst frá fyrstu mánuðum eftir andlát Svanhildar, kemur í bylgjum og það líður lengra á milli stund- anna sem eru þungar og erf- iðar. En það eru fleiri en ég og dætur mínar sem syrgja. Móðir hennar og faðir misstu yngsta barnið sitt sem var þeirra stoð og stytta síðustu ár. Faðir Svanhildar lést skömmu eftir að dóttir hans kvaddi þennan heim. Systkini Svanhildar, makar þeirra og börn hafa misst kæra systur, og frændfólkið sterka frænku sem allir litu upp til. Sama má segja um foreldra mína, sem unnu tengdadóttur sinni mjög, einnig bræður mín- ir og makar þeirra. Utar í hringnum eru æskuvinkonur úr Mosfellssveit, sem án efa var illa brugðið við að heyra af veikindum hennar og andláti. Einnig aðrar vinkonur og vinir í gegnum lífið. Svanhildur fór í erfiða geisla- og lyfjameðferð sem reyndi mjög á hana. Hún ætlaði að rísa á fætur og hitta fólkið sitt og vini, en vannst aldrei þrek eða tími til að gera það, svo illskeytt var krabba- meinið. En ég veit að allt þetta fólk minnist Svanhildar með miklum hlýhug og væntum- þykju. Þrátt fyrir sáran missi og þá Svanhildur Sveinbjörnsdóttir ✝ SvanhildurSveinbjörns- dóttir fæddist 26. september 1965. Hún lést 9. október 2017. Útför Svan- hildar fór fram 19. október 2017. sorg sem fylgir, lif- ir minningin um einstaklega góða manneskju. Svan- hildur var ljóngáf- uð og hugrökk per- sóna, hugrökk í víðri merkingu þess orðs. Svan- hildur var í raun töffari. Það var fátt sem hún óttaðist í lífinu hvort sem það var aðstoð við heimanám, smíða eldhúsinnréttingu eða gera við sláttuorf. Hún hafði óendanlega þolinmæði í að leysa slík verkefni og ósjaldan leituðu fjölskyldumeðlimir til Svanhildar með ýmis vandamál og úrlausnarefni. Hún kom oft- ast með bestu lausnina. Hún tókst á við veikindi sín og erf- iða meðferð af miklu æðruleysi og yfirvegun, en hún vildi gera allt til að hlífa sínum nánustu við því áfalli sem dunið hafði yfir fjölskylduna. Í þessu felst mikið hugrekki, vitandi sjálf um nær ólæknandi meinið. Þær eru ófáar gleðistundirn- ar sem ættingjar og vinir áttu með Svanhildi, en hún gat verið grallari og til í að gera grín að öllu, þó mest að sjálfri sér. Þá hló hún hæst. Öll okkar ár voru ógleym- anleg, lífið var yndislegt og blasti við. Hún efldi með stelp- unum okkar sjálfstraust og að koma heiðarlega fram við fólk en vera ávallt trúar sinni sann- færingu. Best leið Svanhildi í sumarbústaðnum í Skorradal, umvafin vinum og ættingjum í fallegri íslenskri náttúru. Þar gat Svanhildur baukað enda- laust í ró og næði frá hvers- dagsamstri. Við ákváðum að þetta yrði okkar griðastaður þegar sökn- uður herjaði á, eftir að hún hefði kvatt okkur. Við minnumst okkar skemmtilegu ferðalaga til út- landa, þar sem hún var að sjálf- sögðu fararstjóri. Ég reyni nú að taka við keflinu. Blessuð sé minning Svan- hildar, sem er ljósið í lífi okkar. Meira: mbl.is/andlat Arnar. ✝ Helga FríðaKolbrún Jó- hannesdóttir fædd- ist í Reykjavík 28. febrúar 1940. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Guðmundsson, f. 28.10. 1916, d. 11.3. 2010, og Ingibjörg Sigurlaug Júlíusdóttir, f. 11.9. 1918, d. 20.8. 1991. Systkin Kol- brúnar: Sammæðra, Brynjar Pálsson, f. 10.6. 1936, Haraldur Guðbergsson, f. 14.11. 1949, d. 18.2. 2005, Páll Jóhann Guð- bergsson, f. 5.10. 1953. Samfeðra Guðríður Ragnheiður Valdís Jó- hannesdóttir, f. 17.4. 1946. Fyrri eiginmaður Kolbrúnar var Ingvar Þorleifsson, f. 27.11. 1929, d. 4.12. 1987, þau skildu. Foreldrar hans voru Þorleifur Sigurðsson, f. 23.5. 1895, d. 8.7. 1979, og Þuríður Daníelsdóttir, f. 14.8. 1905, d. 20.2. 1978. Seinni eiginmaður Kolbrúnar var Snorri Sigurjónsson, f. 3.9. 1949, þau skildu. Foreldrar hans voru Sigurjón Guðnason, f. 6.11. 1917, d. 2.2. 2014, og Unnur Árnadóttir, f. 18.6. 1927, d. foreldrum sínum, Guðmundi Þorvaldssyni, f. 4.2. 1886, d. 31.10. 1973, og Guðfríði Jóhannesdóttur, f. 10.4. 1894, d. 22.6. 1980, á Litlu Brekku í Borgarfirði. Hún hleypti heim- draganum á fimmtánda ári og fluttist þá í Borgarnes þar sem hún leigði herbergi. Fljótlega kynntist hún Ingvari og fluttist með honum að Nesi á Akranes þar sem þau eignuðust börnin sín tvö. Eftir skilnað 1962 fluttist hún með börn sín til Reykja- víkur. Í byrjun vann hún fyrir sér með saumaskap og einnig framreiðslu á skemmtistaðnum Lídó. Árið 1964 hóf hún störf á Hressingarskálanum og starfaði þar óslitið til 1980. Þá hóf hún endurbyggingu og rekstur veitingahússins Torfunnar með manni sínum Snorra ásamt hjón- unum Erni Baldurssyni og Krist- ínu Gísladóttur. Rúmu ári síðar létu þau Kolbrún og Snorri frá sér Torfuna og byrjuðu endur- byggingu Bernhöftshússins ásamt börnum Kolbrúnar. Þar opnuðu þau veitingahúsið Lækjarbrekku 10. október 1981 og ráku það til ársins 1992. Í apríl það ár fékk hún svo heila- blæðingu sem orsakaði mikla lömun. Lengst af eftir það bjó hún í sjálfstæðri búsetu í Sjálfs- bjargarhúsinu í Hátúni og síðust árin bjó hún á hjúkrunardeild Hrafnistu. Útför Kolbrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 9. október 2018, klukkan 15. 25.12. 2012. Börn Kolbrúnar og Ingvars eru 1) Bjarney Linda, f. 28.2. 1958, eigin- maður hennar Giss- ur Ísleifsson, f. 31.5. 1958. Börn þeirra eru: A) Ísleifur, f. 17.4. 1980, kvæntur Ernu Karen Krist- jánsdóttur, f. 6.2. 1981. Börn þeirra eru: a) Gissur Máni, b) Kara Sól, og c) Ása Kristrún. B) Kolbrún, f. 2.12. 1985, C) Hrafnkell Ingi, f. 4.4. 1991, og D) Védís, f. 28.10. 1996. 2) Guðmundur Vignir, f. 31.7. 1959. Fyrrverandi eig- inkona hans er Jórunn Sigríður Birgisdóttir, f. 6.8. 1955. Börn þeirra eru: A) Snorri, f. 17.11. 1983, sambýliskona hans Auður Rán Kristjánsdóttir, f. 24.11. 1984, barn a) Hugi Þór, f. 14.7. 2011, fyrir átti Snorri, b) Sindra Snæ, f. 5.6. 2005 með Lísu Maríu Hjartardóttur, f. 5.10. 1984. B) Sara Ingibjörg, f. 18.10. 1990, sambýlismaður hennar er Bjarki Freyr Arason, f. 22.12. 1994. Nú- verandi sambýliskona Guðmundar er Winut Somri, f. 5.10. 1968. Kolbrún ólst upp hjá föður- Mér er ljúft og skylt að minn- ast með nokkrum orðum fyrrver- andi eiginkonu minnar, Helgu Fríðu Kolbrúnar Jóhannesdótt- ur, hennar Kollu sætu á Hressó. Ég var aðeins sextán ára þegar ég féll fyrir henni, þá djarfur og bauð henni í bíó. Hún hló að mér og sýndi mér svo myndir af börn- um sem hún sagðist eiga. Ég trúði ekki stelpunni á Hressó. Hún gæti varla átt þessi börn og ég tók viðbrögðum hennar sem höfnun. Ég reyndi svo sjö árum seinna og þá gekk það. Þessu fylgdi að ég þurfti að byrja á því að taka þátt í fermingu Gumma sonar Kollu og ég aðeins 23 ára. Linda hafði fermst árið áður. Við Kolla giftum okkur svo í árslok 1974. Mér varð fljótt ljóst að ég var kominn í samband við mikilhæfa konu sem hafði, eftir skilnað við eiginmann sinn og föður barna sinna, séð sér og börnunum far- borða með einstökum dugnaði og séð til þess að þau skorti ekkert. Hún var ekki fyrir málalengingar og lét verkin tala. Hún átti sér stóra drauma og ég tók fullan þátt í því með henni að láta þá rætast. Við keyptum okkur íbúð í Kópa- vogi og byggðum svo stórt hús í Reykjavík. Síðar gerðum við leigusamning og kostuðum endurbyggingu á „Landlæknis- húsinu“ á Bernhöftstorfu með öðrum hjónum og opnuðum þar veitingahúsið Torfuna. Þar með var Kolla komin í veitingarekstur eins og hún hafði þráð. Við létum svo þennan rekstur til meðeig- enda okkar og hófumst handa við endurbyggingu á sjálfu Bern- höftshúsinu og opnuðum þar Lækjarbrekku með börnum Kollu. Lækjarbrekka varð ekki síður en Torfan mjög vinsæl, enda ekk- ert til sparað svo gestum liði vel. Kolla var allt í öllu, gekk til allra verka og var vinsæl hjá starfs- fólki og gestum þótt stundum gustaði af henni. Engum gat leiðst í návist hennar, hún var spaugsöm og hafði alltaf svör á reiðum höndum. Hugur fjölskyldunnar var mik- ill og ráðist í að opna funda- og veislusal á baklóð Lækjarbrekku sem hlaut nafnið Litla-Brekka. Mér var ekki farið að standa á sama og orðinn hræddur um að reksturinn stæði ekki undir öllum þessum kostnaði. Hugmyndir um enn frekari stækkun, sem síðar varð að Kornhlöðunni, urðu svo ásamt fleiru til þess að við Kolla gátum ekki leyst úr ágreinings- málum. Skilnaður lá í loftinu. Hjá presti, sem lögum samkvæmt átti að leita sátta, reyndi ég í mörgum orðum að skýra hvers vegna við vildum skilja. Þegar hann spurði Kollu þess sama svaraði hún: „Hann bara passar ekki í innrétt- inguna lengur.“ Presturinn gafst upp. Þótt illa færi hjá okkur og síðar Lækjarbrekku gafst Kolla ekki upp og hélt áfram í veitinga- rekstri. Reiðarslagið kom 1992. Hún fékk alvarlega heilablæð- ingu og náði sér aldrei eftir það. Í því 26 ára sjúkdómsferli skiptust á skin og skúrir en Kolla sýndi þó mikinn baráttuvilja til hinsta dags. Ég varð oft vitni að því. Nú er þrautagöngu Kollu minnar lokið en eftir standa börn hennar, Linda og Gummi, makar þeirra, börn og barnabörn. Heið- urinn er minn að vera „afi Snorri“ og við Ingibjörg sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur á þessum sorgartíma. Snorri Sigurjónsson. Kolla, matmóðir mín til margra ára fyrrum daga, er látin. Það hefur fennt í sporin um þá gömlu góðu daga í miðborg Reykjavíkur þegar Hressó var miðstöð kaffihúsa og við ungling- arnir áttum hitting þar reglulega. Á bekkjunum, rauðum og græn- um, var oft þröngt setið, pantaður shake eða kakó með vöfflum og rjóma. En oft var enginn aur til fyrir veitingunum og þá laumað- ist maður inn í innri salinn á Hressó – og þar réði Kolla ríkjum. Ég var nýfermdur, í öðrum bekk Hagaskóla, þegar ég kynn- ist Kollu. Eftir skóla rölti ég oft niður í bæ með viðkomu á Hressó. Þá var ekki skólamötuneytum til að dreifa og því kom maður glorsvangur þar inn. Þá hófust súpudagarnir hjá Kollu. Heit rjómalöguð aspas- eða blómkáls- súpa með gnótt af brauði var framborin af Kollu og ábót á það var ekki vandamál. Unglingurinn og Kolla sem var einhverjum ár- um eldri náðu vel saman í um- ræðum líðandi stundar. Þannig liðu unglingsárin og Hressóhitt- ingur datt niður um allnokkurn tíma. Svo gerðist maður miðbæingur aftur og fór að starfa við verð- bréfaviðskipti í einu herbergi á annarri hæð í Iðnaðarbankanum í Lækjargötu. Þá lokaði maður verðbréfamarkaðinum í hádeginu og fór í löns. Og hvert fór maður þá? Auðvitað út á Hressó – og Kolla var þar ennþá! Þar hófust seinni kynni okkar Kollu. Þetta var á þeim tíma um 1980 þegar veitingarekstur í miðbæn- um var nær alveg að lognast út af og Hressó var lokað kl. 6 að kvöldi. Um það leyti var eins og slökkt væri á vél og kyrrð færðist yfir miðbæinn. Á þessum tíma var að hefjast uppbygging húsa á Bernhöfts- torfunni og hvíslaði Kolla að mér að hún ætlaði að opna veitingahús þar – og að ég ætti að fylgja henni þangað. Þar hófst uppgangur veitinga- húsa í miðborginni, fyrst með opnun Kollu á Torfunni og síðan Lækjarbrekku. Ég á enn upp- hafsmatseðilinn frá Torfunni með eiginhandaráritun Kollu. Þarna átti ég mitt fasta borð í horninu hjá henni árum saman og naut matar og þjónustu Lindu dóttur hennar og Möggu (síðar vert í Iðnó) og annarra frábærra þjóna. Þessi opnun veitingastaða á Bernhöftstorfunni var upphaf þeirrar flóru veitingahúsa sem nú fylla Kvosina og Laugaveginn og metta þann mikla ferðamanna- straum sem nú gengur yfir. Kolla var á vissan hátt spor- göngumaður í því að gera mat- sölu- og veitingastaði með léttara yfirbragði án þess að það væri á kostnað gæða og þjónustu. Í horninu hjá henni í hádeginu naut ég góðra veitinga, samræðna við starfsfólk og aðra gesti og ekki síst að fara yfir morgunblöð- in með Þjóðviljann faldan inni í Mogganum. Um síðir breyttust hagir hjá okkur báðum og árin hafa liðið án þess að við Kolla gætum rifjað þessa góðu daga upp. Þessa sögu mátti ég þó endi- lega segja nú. Blessuð sé minning Kollu veit- ingakonu og votta ég börnum hennar og öðrum aðstandendum samúð mína. Pétur Kristinsson. Mín fyrstu kynni af Kollu eru ógleymanleg, var þessi kona mamma hennar Lindu. Hún var svo ung og falleg, um þrítugt, al- gjör skvísa, alltaf svo flott klædd og vel til höfð. Kynnin áttu eftir að verða löng og góð. Kolla var ótrúlega þolinmóð þegar við Linda vorum að laumast í snyrti- vörurnar, kjólana og skartið hennar. Minningarnar eru ótrúlega margar, við spiluðum hljómplötur í Álftamýrinni, dönsuðum og sungum, Kolla tók fullan þátt í þessu með okkur. Vinsælast voru Bítlarnir, Magnús og Jóhann, og Hljómsveit Ingimars Eydal með plötuna „Í Sól og sumaryl“. Versl- unarmannahelgi á Laugarvatni en þangað fór hún með okkur, við gistum eina nótt í tjaldi, vá hvað það var gaman á fyrstu útihátíð- inni undir eftirliti Kollu. Hún bar virðingu fyrir kjánalegum skoð- unum unglingsins og hlustaði á okkur með bros á vör, það var gott að vera unglingur hjá Kollu. Kolla var einstök manneskja, mikill húmoristi, alltaf stutt í brosið, dugnaðarforkur og frum- kvöðull – hún lét ekkert stoppa sig. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga hana að. Guðbjörg Guðmundsdóttir (Gugga). Kolbrún Jóhannesdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, ERNA ARNAR, Strandvegi 11, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 20. september. Útför verður frá Garðakirkju miðvikudaginn 10. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins, kt. 640169-4949, 0101-26-054506. Rannveig E. Arnar Bernhard Örn Pálsson Hákon Pálsson Elskulegur eiginmaður minn, sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR ÁSKELL SIGURÐSSON, Austurkór 65, lést á hjartadeild Landspítalans 3. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. október klukkan 13. Rebekka Alvars Guðríður Magnúsdóttir Karen Rakel Óskarsdóttir Stefán Þór Helgason Guðríður Svava Óskarsdóttir Halldór Benjamín Guðjónsson Alvar Óskarsson Eydís Örk Sævarsdóttir Edith Ósk Óskarsdóttir Kristinn Dan Guðmundsson Kristín Eva Óskarsdóttir Ágúst Birgisson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og exam.art. í persneskum fræðum, Hellerup, Danmörku, andaðist á Skt. Lukasstiftelsens Hospice í Hellerup föstudaginn 5. október. Hans W. Rothenborg Jens Rothenborg Jórunn Rothenborg Erlendur Sturla Birgisson Daniel Hans Erlendsson Alexander Erlendsson Halldóra Markúsdóttir og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.