Morgunblaðið - 09.10.2018, Page 29

Morgunblaðið - 09.10.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 EFNAVARA FRÁ VWR Fastus hefur nú hafið innflutning og sölu á efnavöru frá VWR. Efnavörurnar frá VWR samanstanda af þeirra eigin framleiðslu sem býðst nú á einstaklega góðu verði, ásamt efnavöru frá J.T.Baker, Honeywell, Alfa Aesar og Acros Organics. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst að þér sótt úr öllum áttum. Nú skaltu setjast niður og semja áætlanir um framkvæmd þeirra hluta, sem þú hefur hing- að til aðeins látið þig dreyma um. 20. apríl - 20. maí  Naut Óvæntar uppákomur á vinnustað koma þér úr jafnvægi. Farðu á þínar uppáhalds- slóðir og finndu þann frið og þá ró sem end- urnýja þig til frekari athafna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt gott með að skoða umheim- inn af eilítið meiri næmleika en ella. Fylgdu eðlisávísun þinni og þá munu réttu svörin birtast þér fyrr en síðar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert óvenju afkastamikill og ættir að reyna að nota tækifærið til að koma skipu- lagi á hlutina. Notaðu eigin dómgreind og fylgdu þínu hjarta er taka þarf ákvörðun. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það ætti ekki að vera svo erfitt að finna til ákefðar gagnvart lífinu. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnast öll spjót standa á þér og langar mest að draga þig í hlé. Skoðaðu mál- ið frá öllum hliðum og varastu að draga taum eins aðila umfram annars. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Efastu ekki um hæfileika þína því þú ert baráttumaður og hefur þann stuðning sem þú þarft á að halda. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er engu líkara en einhverju moldviðri hafi verið þyrlað upp í kringum þig og það er hætt við að viðskipti gangi brösug- lega í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Útlitið er gott hvað varðar við- skiptahugmyndir og áætlanir fyrir framtíðina. Skemmtilegar fréttir berast þér frá vini. Mundu bara að svo tekur alvaran við aftur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leyfðu velgengni annarra að vera þér innblástur í stað þess að láta hana fara í taugarnar á þér. Talaðu hreint út við vinnu- félaga þína. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Kannski er nóg að þú breytir viðhorfinu til vinnunnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þrátt fyrir aðdáun fjölskyldunnar og vinnufélaga, hefurðu ekki alltaf nógu mikið sjálfstraust. Á leið þinni að markmiði færðu á tilfinninguna að þú sért að missa af ein- hverju. Sigurlín Hermannsdóttir segirfrá því á Leir að hún hafi fyrir stuttu verið á ferð í Slóveníu og heimsótt m.a. dropasteinshellana í Postojna. – „Þeir eru ótrúlegt undur, risahvelfingar sem fyrr á árum voru notaðar sem dansleikja- og tónlistarsalir. Í á sem rennur þar neðan jarðar lifir undarlegt kvik- indi sem menn trúðu að væri af- kvæmi dreka,“ segir hún og birtir þetta prýðis vel orta kvæði: Lestin mig flytur lengst inní fjöll á litlum teinum. Í myrkrinu dansa dvergar og tröll úr dropasteinum. Ofar mér fljúga flögur og spjót með flugbeittum eggjum. Ég trúi því ekki að aðeins sé grjót utan á veggjum. Salir mér birtast hér, hvelfingar, hólf svo hverfa sjónum. Liggja þar stígar, lagt er í gólf og með ljósakrónum. Hér dönsuðu kóngar og drottningar við dýrðarbeina. Og tónlist sem galdrað menn geta fram þar er greypt í steina. Verkið er unnið af aldanna kvörn með ördropa laugun. Í djúpinu leynast þar drekabörn með dulin augun. Þessa vísu Vatnsenda-Rósu þekktu allir Íslendingar til skamms tíma: Enginn lái öðrum frekt einn þó nái falla, heldur gái að sinni sekt, syndin þjáir alla. Helga Halldórsdóttir frá Dag- verðará segir frá því að Skáld-Rósa hafi ort þessa vísu á morgunverðar- stund eftir að unglingur kom inn í baðstofuna og fjasaði um arnarflug yfir líklega Straumfjarðará: Lífsins heim við lítið skiljum, lýðum gleymast fyrstu sporin. Ernir sveima yfir hyljum og þá dreymir lax á vorin. Það er mér í fersku minni þegar við Ari Jósefsson í 3. bekk Mennta- skólans á Akureyri lærðum þessa stöku Sigurðar Nordals, svo upp- numdir vorum við: Yfir flúðir auðnu og meins elfur lífsins streymir sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Í dropasteinshellum og sitthvað fleira „ÞAÐ ER RÉTT HJÁ HENNI. ÞÚ ERT MEÐ STJÓRNUNARÁRÁTTU.“ „ÞÚ GETUR EKKI ÆTLAST TIL AÐ ÉG LÆRI ALLT UM STARFIÐ Á TÍU MÍNÚTUM!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sækja í mjöllina. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER SEM SAGT AÐ VERÐA FER TUGUR SENNILEGA ÆTTI ÉG AÐ LÍTA Á BJÖRTU HLIÐARNAR... EFTIR TÍU ÁR FÆ ÉG ELDRI BORGARA AFSLÁTT Í KLEINUHRINGJABÚÐINNI! VIÐ DEYJUM ALLIR! AF HVERJU GERIRÐU ÞETTA? VEGNA SLÆMRAR HEGÐUNAR YKKAR! EN ÞÚ SKAPAÐIR OKKUR! VIÐ ERUM AFTURKALLAÐIR Enn ríkir gleði á heimili Víkverjaeftir að Valsmenn lyftu Íslands- meistarabikarnum í fótbolta. Það mun vera annað árið í röð sem það gerist og í 22. skiptið alls. Og verð- skuldað var það, maður lifandi. Smiðurinn geðþekki hefur sett sam- an einstakt lið. Keppinautarnir voru að þessu sinni úr Garðabæ og Kópa- vogi en vaskir rauðliðar kláruðu dæmið með stæl og þurfti Víkverji litlar áhyggjur að hafa af loka- umferðinni. Það setti að vísu smá blett á fagnaðarlætin að KR-ingar læddust einhvern veginn bakdyra- megin í Evrópusæti. En Víkverji er ekki að fara að missa svefn yfir þeim tíðindum. x x x Helgin reyndist hin ágætasta fyrirVíkverja og hans fólk. Brugðið var á það ráð að keyra austur fyrir fjall og njóta síðustu daganna áður en veturinn skellur á fyrir alvöru. Á Flúðum var troðfullt bílastæðið við Gömlu laugina sem ferðamönnum hefur verið kennt að heiti Secret Lagoon. Sú markaðssetning virkar greinilega vel því þeir stóðu í röðum Dacia-arnir. Bílastæðið á eþíópska veitingastaðnum Minilik var sömu- leiðis fullt á föstudagskvöldi. Greini- legt er að ferðamannatímabilið er engan veginn búið þótt komið sé fram í október. Og þá er eftir að minnast á stuttan bíltúr að Geysi á laugardegi. Umferðin þar er orðin eins og á millilandaflugvelli. x x x Víkverji hugsaði sér síðan gott tilglóðarinnar á sunnudag. Hug- myndin var að klára helgina með stæl yfir enska boltanum. Á dagskrá var stórleikur Liverpool og Man- chester City. Leikurinn reyndist svo sem bærileg skemmtun en engin voru mörkin. Þá hefði nú verið betra að veðja á leik Fulham og Arsenal fyrr um daginn sem skilaði sex mörkum. Víkverja hættir til að gleyma að leikir þessara minni liða eru oft frábær skemmtun. x x x Besta ákvörðun helgarinnar var þólíklega sú að halda sig alfarið frá fréttatímum og umræðuþáttum. vikverji@mbl.is Víkverji Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. (Sálm: 34.9)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.