Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 30

Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Breska raftónlistarkonan Imogen Heap, sem er tvöfaldur Grammy- verðlaunahafi, heldur tónleika í Há- skólabíói í kvöld. Heap er á heims- tónleikaferð sem hófst í Stokkhólmi 3. september og spilar nú í fyrsta sinn á Íslandi en hún kom til lands- ins árið 2010 og hélt fyrirlestur á ráðstefnunni You Are in Control sem fjallaði um hvernig hægt er að nýta stafræn tól við sköpun. Heap segir Ísland ótrúlegt land sem hafi verið mikill áhrifavaldur í lífi sínu og fjölskyldu sinnar eftir ferð til landsins árið 2014 sem var í þeim tilgangi að taka ljósmyndir fyrir plötuumslag hennar. „Ég er spennt að fá að spila á Íslandi og kalla fram nýjar hug- myndir. Ég renni blint í sjóinn með hvort það sé markaður fyrir tón- listina mína á Íslandi en vonandi kemur aðsóknin mér á óvart,“ segir Imogen Heap. Mi.Mu-hanskar á sviðinu Á sölusíðu tónleikanna er tónlist Heap lýst sem draumkenndu raf- poppi sem teikni upp óræðar vídd- ir, en það dugi ekki til því tónlist hennar tali sínu máli sjálf. Heap hefur tekið þátt í að þróa stafræna tónlistarhanska, Mi.Mu gloves, sem gera tónlistarmönnum kleift að nota hendurnar sem hljóð- færi. Heap ásamt tveimur öðrum raftónlistarmönnum mun nota slíka hanska á sviðinu í Háskólabíói auk þess sem spilað verður á hljómborð og fartölvur. Heap telur hugs- anlegt að á tónleikunum í kvöld verði í fyrsta sinn á Íslandi spilað með þremur stafrænum hönskum. Heap segist munu flytja ný og gömul lög á tónleikunum sem standi yfir í eina og hálfa klukku- stund. „Guy Sigsworth, sem meðal ann- ars hefur unnið með þjóðargersem- inni Björk og spilað oft á Íslandi, tekur lög af nýrri plötu sinni og saman munum við Sigsworth, sem myndum dúettinn Frou Frou, taka gömul og ný lög,“ segir Heap sem einnig verður með vinnustofu í Iðnó 11. október frá kl. 14 til 17. Á vinnustofunni, sem ber heitið Reykjavík, Creative Passport, i. Change maker. Breytingar með skapandi vegabréfum, mun Heap kynna nýjar lausnir til einföldunar greiðslukerfa í tónlistariðnaði og rafrænan heildstæðan gagnagrunn fyrir tónlistarmenn. Rástefnan er öllum opin sem á einn eða annan hátt koma að tónlistariðnaði með flutningi, útgáfu og sölu á tónlist og tækni. Má þar m.a. nefna lista- menn, lagahöfunda, framleiðendur og þjónustufyrirtæki. „Gestir í málstofu fá að kynnast Creative Passport, i. skapandi vegabréfi sem hjálpa á tónlistar- mönnum að koma á framfæri upp- lýsingum um fyrir hvað þeir standa og hvað einkennir þá í stafrænum tónlistargagnagrunni,“ segir Heap, sem unnið hefur að hugmyndinni í nokkur ár í gegnum verkefnið MYCELIA. Gjörbreytir tónlistargeiranum „Við höfum nýtt síðustu tvö til þrjú ár í að ræða verkefnið en nú erum við byrjuð að þróa það og leyfa tónlistarmönnum að prófa. Við erum á byrjunarstigi með gagnagrunninn en vonandi tekst okkur að setja app í loftið í desem- ber,“ segir Heap og bætir við að ef hugmyndin gangi upp muni það gjörbreyta tónlistargeiranum. Milliliðum fækki og tónlistarmenn, útgefendur og þjónustuaðilar í tón- listargeiranum fái greitt fyrr fyrir vinnu sína. Að sögn Heap skráir einungis 1% tónlistarmanna verk sín, hin 99% telja að það taki því ekki að skrá tónlistina því þeir fái litlar eða engar greiðslur fyrir verkin. „Það þarf að stytta tímann frá því að tónlist er flutt í útvarpi og þar til greiðslur renna í vasa þeirra sem eiga að fá greitt fyrir hana. Það getur tekið allt að tvö til þrjú ár til viðbótar að fá greitt fyrir tónlist sem flutt er utan heima- lands. Þetta er glatað á stafrænni öld,“ segir Heap og bendir á að kaup og sala á tónlist ætti ekki að vera frábrugðin kaupum á annarri vöru eða þjónustu. „Í stafrænum heimi ætti að vera til gagnabanki fyrir alla tónlistar- menn svo þeir geti átt milliliðalaus viðskipti við þjónustuaðila og öfugt,“ segir Heap og bætir við að með Smart Contracts sé hægt að sjá til þess að tónlistarmenn, upp- tökufyrirtæki og aðrir þjónustu- seljendur fái greitt fyrir vinnu sína samstundis. Það sama eigi við þeg- ar vilji sé til þess að allur eða hluti ágóða tónverks gangi til góð- gerðarmála tímabundið eða til frambúðar. Það mætti vel hugsa sér að með slíka vitneskju myndu ljósvakamiðlar jafnvel spila meira af lögum sem gæfu til hjálpar- starfs. Peningarnir myndu flæða betur og komast fyrr til þeirra sem þyrftu á að halda. Heap segir að allir myndu vinna með þessu fyrirkomulagi. Að sögn Heap gæti skapandi vegabréfið að hluta til verið svar við nýrri persónuverndarlöggjöf þar sem þeir sem nýta sér vega- bréfið verði sjálfir með stjórn á því hvaða upplýsingar séu settar þar fram. Meira og léttara flæði „Okkur vantar gagnagrunn þar sem við getum fundið á einum stað laga- og textahöfunda og tónlistar- menn. Séð fyrir hvað þeir standa og þeirra áherslur. Þeir sem vilja ráða tónlistarmenn í vinnu finna alla á sama stað, hvort sem verið er að leita að aðstoð við góðgerðar- tónleika, barnatónleika, lagasmíðar eða hvað sem kaupanda vantar tengt tónlist,“ segir Heap, sem er þess fullviss að á slíkum stafræn- um svæðum verði flæðið meira og vinnuumhverfið léttara. „Ég hef trú á að það sé betra að bjóða fram þjónustu okkar í stað auglýsingamennskunnar sem ríkir í dag með sínum truflandi áhrifum. Í stafrænum gagnagrunni getur tón- listarmaðurinn sjálfur haft mikil áhrif á hvernig lög hans eru skil- greind og merkt,“ segir Heap og tekur sem dæmi að ef einhver sé illa fyrirkallaður geti hann farið í grunninn, veitt upplýsingar um að hverju hann sé að leita og kannski fundið tónlist 12 ára drengs í Singapúr sem sé einmitt sú tónlist sem hann þurfi á að halda þann daginn. 10.000 streymisveitur „Það eru fáir sem geta lifað af tónlist í dag. Gangi hugmyndin með gagnagrunninn eftir gætu streymisveitur orðið 10.000 í stað nokkurra eins og staðan er í dag og kostnaðurinn við að koma tón- list á framfæri yrði mun minni. Við ætlum að nota tækifærið í heimstúrnum til þess að vera með vinnustofu í yfir 40 borgum og veita fólki innsýn í það hvernig skapandi vegabréf virkar. Þetta er einn liðurinn í því að tengja saman hundrað þúsund eða milljón tón- listarmenn á litla alheimskortið okkar,“ segir Heap sem lýkur tón- leikaferðalagi þessa árs í Helsinki 3. til 8. desember. Tónleikaferða- lagið um heiminn heldur áfram eft- ir áramót og verða lönd Asíu og Norður- og Suður-Ameríka m.a. sótt heim. Spilað með þremur hönskum  Imogen Heap heldur tónleika í Háskólabíói  Dúettinn Frou Frou stígur á svið  Hannaði staf- ræna tónlistarhanska  Þróar skapandi vegabréf og nýtt hraðvirkt greiðslufyrirkomulag í tónlist Frumkvöðull Imogen Heap fer ótroðnar slóðir og hugsar til framtíðar þegar kemur að tónlist og því umhverfi sem tónlistarmenn búa við í dag. Heap býður til málstofu á fimmtudag þar sem hún kynnir m.a. skapandi vegabréf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.