Morgunblaðið - 15.10.2018, Síða 1
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nú eru 19.162 einstaklingar með
75% örorkumat og eiga því að öðru
jöfnu rétt á örorkulífeyri. Hefur
þeim fjölgað um 4.300 á tíu árum
sem er um 29% aukning. Hins vegar
fá aðeins 18.009 einstaklingar líf-
eyri og hluti hópsins fær skertan líf-
eyri vegna annarra tekna. Því eru
rúmlega 1.000 öryrkjar í landinu
sem ekki þiggja lífeyri. Kemur
þetta fram í talnagögnum frá
Tryggingastofnun ríkisins.
Ekki hefur verið greint hvað ligg-
ur að baki því að fólk sækir um og
sjúkdómar og geðraskanir algeng-
ustu ástæður 75% örorku. Á síðasta
ári voru geðraskanir ástæðan fyrir
örorkumati 495 einstaklinga og
stoðkerfissjúkdómar í 389 tilfella en
734 tilfelli voru af öðrum ástæðum.
Þurfa fleiri úrræði
Sigríður Lillý Baldursdóttir, for-
stjóri Tryggingastofnunar, segir að
stofnunin reyni að beina ungum
umsækjendum um örorkulífeyri í
endurhæfingu og á endurhæfingar-
lífeyri. Það sé ekki alltaf hægt.
Nefnir hún að alltaf komi dáltítið af
umsóknum frá ungu fólki um ör-
orkumat þar sem læknar skrifi upp
Þúsund eru án lífeyris
19.162 einstaklingar með 75% örorkumat og hefur fjölgað um 29% á tíu árum
Rúmlega þúsund færri þiggja örorkulífeyri Geðraskanir algengasta ástæðan
M„Við getum gert margt ...“ »4
fær metna örorku upp á 75% án
þess að eiga rétt á lífeyri. Þó liggur
fyrir að ýmsir hvatar kunna að vera
fyrir því. Öryrkjar geta í einhverj-
um tilvikum fengið greiðslur sem
tengjast börnum og fríðindi annars
staðar í samfélaginu. Eitt er að
Tryggingastofnun veitir nú fólki
sem metið er öryrkjar afturvirkar
greiðslur í tvö ár, eftir að umboðs-
maður Alþingis birti álit þess efnis,
og það getur þýtt að viðkomandi
fær verulegar greiðslur í upphafi.
Fjölgun hefur orðið á nýgengi ör-
orku, eins og fram hefur komið í
blaðinu. Samkvæmt upplýsingum
Tryggingastofnunar eru stoðkerfis-
á örorku og endurhæfingaraðilar
staðfesti að endurhæfing sé full-
reynd. Í þeim tilvikum hafi Trygg-
ingastofnun fá úrræði. „Við erum
ekki sátt við það. Geðfötluðum
fjölgar mikið. Þar þurfum við að
finna fleiri úrræði. Einhver úrræði
eru til en okkur hefur ekki tekist að
tengja þau þannig að þau nýtist ein-
staklingum vel. Það eru ákveðin
vonbrigði,“ segir Sigríður Lillý.
Tekur hún fram að unnið sé að því
að velferðarráðuneytinu að gera
stofnuninni kleift að grípa til slíkra
úrræða.
M Á N U D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 242. tölublað 106. árgangur
ÆVINTÝRI AÐ
FYLGJAST MEÐ
FUGLUNUM
GERÐ AÐGENGILEG
MIKILVÆGARI
LEIKUR EN
MARGUR HELDUR
ÓPERUDAGAR Í REYKJAVÍK 26 ÍSLAND GEGN SVISS ÍÞRÓTTIRFUGLA-STEINI 12
Fólk nýtur lífsins við Sundhöllina í Reykjavík
þar sem ný útilaug var tekin í notkun á síðasta
ári ásamt nýrri viðbyggingu, stórum nuddpotti,
vaðlaug, köldum potti, eimbaði og nýjum útiklef-
Magnús Karlsson og Ólafur Óskar Axelsson, hjá
VA Arkitektum, hönnuðu laugina. Hún þykir
kærkomin viðbót og iðar af lífi á góðviðris-
dögum eins og aðrar útisundlaugar borgarinnar.
um. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins,
teiknaði Sundhöllina og hún var tekin í notkun
árið 1937. Ákveðið var að gera útisundlaug við
bygginguna árið 2013. Heba Hertervig, Karl
Flatmagað í pottum og synt í nýrri útilaug
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sundhöllin í Reykjavík iðar af lífi eftir að hafa fært út kvíarnar
Brúarmenn frá Vestfirskum verk-
tökum eru að byggja brú yfir Norð-
lingafljót, skammt ofan Helluvaðs, í
Hallmundarhrauni fyrir Vegagerð-
ina. Brúin er mikið mannvirki. Hún
opnar fleira ferðafólki leið úr Borg-
arfirði og inn á Arnarvatnsheiði.
Brúin er einbreið bílabrú, um 27
metra löng. Byggð úr stálbitum á
steyptum landstöplum og með timb-
urgólfi. Reiknað er með að smíði
brúar og lagningu vegar að henni
ljúki um mánaðamót. Töluverð
ferðaþjónusta er á Arnarvatnsheiði,
einkum í sambandi við veiðar í vötn-
unum. Greið leið er upp úr Miðfirði
og með brúnni yfir Norðlingafljót
verður opnuð ný leið á milli Borg-
arfjarðar og Húnavatnssýslu. »10
Opnað inn
á heiðina
Vegagerðin byggir
brú yfir Norðlingafljót
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Norðlingafljót Brúin er í byggingu.
Búast má við því að með hlýnandi
veðurfari og minnkandi sauðfjár-
beit muni útbreiðsla alaskalúpínu
og gróðurs sem fylgir í kjölfar
hennar, svo sem skógarkerfils,
margfaldast á næstu áratugum.
Það leiðir til mikilla breytinga á
gróðurfari og búsvæðum dýra.
Kemur þetta fram í skýrslu Nátt-
úrufræðistofnunar þar sem greint
er frá nýjum rannsóknum á lúpínu.
Í skýrslunni kemur fram að lúpínan
er farin að hörfa á Suðvesturlandi.
Hins vegar er framvinda hennar
misjöfn eftir aðstæðum á Norður-
landi og ekki komu fram jafn skýr
merki um að hún hörfaði þar. »11
Lúpínan breiðir úr
sér á næstu árum
„Sjálf hef ég séð vinnu sem aldrei
myndi teljast ásættanleg hér
heima,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir,
sérfræðingur í munn- og tann-
gervalækningum, og vísar í máli
sínu til ferða Íslendinga til tann-
lækna í Austur-Evrópu.
Morgunblaðið setti sig í samband
við nokkra íslenska tannlækna og
sögðu þeir enga almenna reynslu
vera komna af þeirri þjónustu sem
boðið væri upp á í þessum tilboðs-
ferðum. Þeir vissu þó dæmi þess að
fólk hefði þurft að leita til tannlækna
hér eftir meðferð erlendis. »16
Leita til lækna eftir
meðferð erlendis