Morgunblaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 32
„Áhrif spænsku veikinnar á barns-
hafandi konur á Íslandi árið 1918“
nefnist erindi sem Erla Dóris Hall-
dórsdóttir og Magnús Gottfreðsson
flytja í fyrirlestrasal Þjóðminja-
safns Íslands á morgun, þriðjudag,
kl. 12:05. Fyrirlesturinn er hluti af
hádegisfyrirlestraröð Sagnfræð-
ingafélags Íslands í samvinnu við
Þjóðminjasafnið undir þemanu
hörmungar.
Spænska veikin og
barnshafandi konur
MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 288. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
Selfoss er eina íslenska liðið sem
komst áfram í 3. umferð EHF-bikars
karla í handbolta um helgina. Í 3.
umferðinni mæta til leiks stórlið á
borð við Kiel og Füchse Berlín frá
Þýskalandi. Selfyssingar slógu út
slóvenska andstæðinga sína en ÍBV
féll úr leik í Frakklandi og FH tapaði
leikjum sínum í Portúgal sem báðir
fóru fram um þessa helgi. »4 og 5
Selfoss í hópi með
Kiel og Füchse Berlín
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Okkur tókst að vinna í St. Gallen í
mikilvægum leik en leikurinn á
morgun [í kvöld] verður allt öðru-
vísi. Við þurfum að
mæta einbeittir og til-
búnir til leiks því
íslenska liðið vill
ná fram hefnd-
um,“ segir Ric-
ardo Rodríguez,
leikmaður sviss-
neska landsliðs-
ins í knattspyrnu,
fyrir leikinn við Ís-
land á Laugardals-
velli í kvöld í Þjóða-
deildinni. Sviss
vann stórsigur á
heimavelli í fyrri
leik liðanna, 6:0.
»1
Leikurinn í kvöld verði
allt öðruvísi leikur
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Kvenfélög hafa nú sem endranær
mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýms-
um líknar- og velferðarmálum úti um
allt land hefur mjög munað um fram-
lag kvenfélaganna, enda er starfsemi
félaganna öflug mjög víða, og
áherslumál að styðja góð málefni í
nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til
2017 var þetta samanlagt stuðningur
upp á einn milljarð króna,“ segir Guð-
rún Þórðardóttir, formaður Kven-
félagasambands Íslands.
Konur fylgi hjartanu
Nú um helgina var 38. landsþing
sambandsins haldið á Húsavík og var
umsjón þess á hendi Kvenfélaga-
sambands Suður-Þingeyinga. Það er
eitt 17 héraðs- og svæðasambanda
KÍ. Alls eru aðildarfélögin 152 og inn-
an vébanda þeirra um 4.500 konur.
Segja má að þinghaldið á Húsavík
hafi verið í bleiku ljósi, enda sett 12.
október sem gjarnan er nefndur
bleiki dagurinn, í tilefni af árvekni-
átaki Krabbameinsfélags Íslands í
baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
Annars bar þingið yfirskriftina
Fylgdu hjartanu en undir þeim orð-
um var vakin athygli á málefnum
hjartans og hjartasjúkdómum
kvenna, en einkennin þar eru oft
duldari en þegar karlar eiga í hlut.
„Heilsa, streita og kulnun eru mál
sem eru ofarlega á baugi núna og
mikilvægt að fræðast um þessi atriði
og ræða,“ útskýrir Guðrún. Hún seg-
ir að sömuleiðis hafi kvenfélagskonur
látið umhverfismál og baráttuna
gegn sóun til sín taka með ýmsu móti.
Verkefni um matarsóun hafi verið í
gangi síðustu misserin og mælst vel
fyrir; það er vakning um að nýta í
stað þess að sóa. Á þinginu nú var
sjónum svo beint að fatasóun, en æ
fleiri gera sér nú ljóst að allt of mikið
af klæðum og flíkum fer í sorpgáma
og landfyllingar þótt þær heilar séu
og enn í tísku.
Laga saumsprettur
og gera við rennilása
„Ungt fólk sem ég tala við segir
stundum að það hendi fötum af því að
það finni engan sem geti lagað
saumsprettur, gert við rennilása og
slíkt. Það er hins vegar nokkuð sem
fjöldi kvenna í okkar röðum bæði
kann og getur, enda hefur hagsýni oft
verið sögð íslenskum húsmæðrum
nánast í blóð borin. Við getum svo
sannarlega bjargað okkur,“ segir
Guðrún sem býr á Selfossi og hefur
tekið virkan þátt í starfi kvenfélaga á
Suðurlandi. Auk trúnaðarstarfa hér
heima er hún svo formaður Nordens
kvinneförbund; það er samband
kvenfélaga á Íslandi, í Noregi, Sví-
þjóð og Finnlandi.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Landsþing Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á þingið á Húsavík og var leystur út með góðum gjöfum,
svo sem svuntu, sem ætti að koma sér vel við eldhússtörfin. Með á myndinni er Guðrún Þórðardóttir, formaður KÍ.
Hagsýni er kvenfélags-
konum í blóð borin
Gáfu einn milljarð króna til velferðarmála á tíu árum