Morgunblaðið - 15.10.2018, Page 6

Morgunblaðið - 15.10.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að vera stjórnmálamaður og koma úr því að vera pistlahöf- undur, útvarpsmaður og rithöf- undur og þar með þátttakandi í umhverfismálunum er ólíkt. Kannski eins og að hætta að keppa á héraðsmótum í þrístökki og fara að spila með fótboltaliði,“ segir Guðmundur Andri Thorsson þing- maður Samfylkingar. „Þegar maður er rithöfundur þarf maður að rækta það sérstaka í sér, jafn- vel alls konar sérvisku og dynti en sem þingmaður er ég fulltrúi þús- unda. Ég er þarna í þjónustustarfi við að beita mér á löggjafar- samkomunni fyrir hugsjónum fjölda fólks, verð þar með hluti af hreyfingu með langa sögu.“ Íhald með með fulltingi VG Guðmundur Andri er einn sjö þingmanna Samfylkingar. Hann var kjörinn til setu á Alþingi fyrir um ári síðan og er einn sjö þing- manna flokks sem virðist vera að ná vopnum sínum að nýju. Þannig mælist flokkurinn nú með í kring- um 16-19% fylgi sem er talsverð aukning frá því sem verið hefur. Í kosningum í fyrra var fylgi flokks- ins 12,7% en aðeins 5,7% í kosn- ingum í haustkosningum 2016. „Skoðanakannanir eru hverf- ular og geta breyst. Enginn á fylg- ið,“ segir Guðmundur Andri að- purður um þessar tölur og stöðu flokksins. „Samfylkingin var stofnuð kringum hugsjónir og stefnumál jafnaðarmanna sem eiga sterk ítök hjá Íslendingum þó að sundurlyndi hafi valdið því að íhaldsflokkarnir hafa stjórnað landinu meira og minna allan lýð- veldistímann og nú með fulltingi VG. Það er gaman í vinnunni hjá okkur í þingflokknum, okkur kemur vel saman og við erum mjög samhent. Það kann að skila sér. Við töluðum um stjórn- arskrána og menntamál á flokks- stjórnarfundinum um helgina en ekki síst um húsnæðismálin, þetta gamla og nýja baráttumál jafn- aðarmanna að tryggja öllum þann rétt að eiga heimili, hvað sem eignarhaldi líður.“ Vanda sé ekki afneitað Er einhver málaflokkur í ís- lenskum stjórnmálum það sem kalla mætti afskipta stærð? Eru til málefni sem stjórnmálamenn og annað velviljað fólk hafa bók- staflega gleymt að sinna, bæta úr, setja lög, veita til fjármunum og svo framvegis? Um þetta segir Guðmundur Andri að sér þykir sem Íslendingar mættu vera með- vitaðri í umhverfismálum. „Það er ekkert hægt að stytta sér leið eða afneita vandanum í umhverf- ismálum og þá sérstaklega gagn- vart loftslagvánni. Mér finnst líka að ríkt samfélag eins og okkar eigi að geta uppfyllt betur grunnþarfir fólks fyrir húsnæði, án þess að vera hneppt í vaxtaánauð það sem eftir er ævinnar, fyrir menntun, fyrir aðhlynningu þegar maður þarf á því að halda, fyrir eðlilegar almenningssamgöngur. Sér- eignastefnan í öllu hér hefur gert líf fólks óþarflega þungt í vöfum. Fátækt er kannski ekki málaflokk- ur, en hún er hlutskipti sem eng- inn á að búa við, og alls ekki í fá- mennu og ríku samfélagi. Hún er alltof útbreidd hjá okkur meðal fólks sem á undir högg að sækja á vinnumarkaði eða vinnur á lág- markstöxtum.“ Brýnt að styrkja íslenska fjölmiðla Á dögunum boðaði mennt- málaráðherra að bókaútgáfa í landinu verði styrkt með því að fjórðungur af útgáfukostnaði bóka fáist endurgreiddur úr rík- issjóði og verja á um 400 millj- ónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Eru inntak þessara að- gerða að íslenskra tungu og styrkja lýðræðislega umræðu. Þingmaðurinn segir enn ekki ljóst hvernig ráðherrann hyggist standa að verki með útfærslu þess- ara tillögu. „Sjálfur hefði hann kosið að staðið hefði verið við loforð um af- nám virðisaukaskattsins. En ég styð Lilju til allra góðra verka. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þann vanda sem tungumálið okkar stendur frammi fyrir á þessum miklu enskutímum og þá er mjög brýnt að styrkja íslenska miðla - líka Ríkisútvarpið. Svo er það líka mikilvægt að styðja fag- lega og sannorða blaðamennsku til mótvægis við allar tröllasög- urnar á netinu sem svo miklu ráða í þjóðfélagsumræðu dagsins.“ „Í þjónustustarfi við að beita mér fyrir hugsjónum fjölda fólks“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingmaður Séreignastefnan í öllu hér hefur gert líf fólks óþarflega þungt í vöfum, segir Guðmundur Andri. Mótvægi við tröllasögur Guðmundur Andri Thorsson er fæddur 1957 og er íslensku- fræðingur að mennt. Starfaði sem ritstjóri hjá bókaforlögum í 30 ár. Pistlahöfundur fyrir ýmsa fjölmiðla og er höfundur skáldsagna, æviminninga og þýðinga. Tók sæti á Alþingi á síðasta ári og situr í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Hver er hann? Þór Steinarsson thor@mbl.is Minjastofnun Íslands hefur hafið undirbúning tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um friðlýs- ingu Víkurkirkjugarðs við Aðal- stræti í Reykjavík. Þetta kemur fram í bréfi sem Minjastofnun Ís- lands sendi til Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Í bréfinu kemur einnig fram að umrætt svæði teljist nú þegar til friðaðra fornminja sökum aldurs. Hins vegar hafi aldursfriðun ekki verið virt með fullnægjandi hætti að mati Minjastofnunar og því telji stofnunin nauðsynlegt að efla vernd fornminjanna með friðlýsingu. Í drögum að friðlýsingarskilmál- um sem fylgdu bréfinu er undanfari ákvörðunar um friðlýsingu rakin og þar segir: „Minjastofnun fundaði með skipulagsyfirvöldum og hags- munaaðilum og var í öðrum sam- skiptum við þá í tengslum við aldurs- friðaðar fornminjar í Víkurgarði. Að mati Minjastofnunar leiddu þau samskipti ekki til viðunandi aðgerða eða ráðstafana til að vernda mögu- legar fornminjar í Víkurgarði. Því þykir rétt að auka vernd fornminja í Víkurgarði með sérstakri friðlýsingu á grundvelli minjalaga.“ Með tillögunni vill Minjastofnun „vernda og afstýra frekari spjöllum á merkum menningarminjum og leg- stöðum innan garðsins og tryggja að framtíðarnýting hans og yfirbragð endurspegli helgi staðarins og gildi hans fyrir sögu Reykjavíkur.“ Ef ráðherra ákveður að sam- þykkja tillögu um friðlýsingu verður kvöð þinglýst á hina friðlýstu eign sem myndi þýða að ekki mætti ráð- ast í framkvæmdir eða skipulagsað- gerðir á svæðinu nema í samráði við Minjastofnun og að fengnu sam- þykki stofnunarinnar. Í bréfi Minja- stofnunar, sem dagsett er 3. október, var hagsmunaaðilum veittur frestur til 15. október til að koma athuga- semdum á framfæri vegna friðlýs- ingartillögunnar. Kristín Huld Sig- urðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að stofn- uninni hefðu borist athugasemdir frá nokkrum hagsmunaaðilum. Rannsókn stendur yfir Í Morgunblaðinu á laugardag var sagt frá bráðabirgðaniðurstöðum Völu Garðarsdóttur fornleifafræð- ings vegna rannsóknar hennar í kjöl- far fornleifauppgraftar á Landssím- areitnum. Þar kom fram að Vala hefði boðað að lokaskýrsla bærist í júní 2018. Í athugasemd Völu til Morgun- blaðsins tekur hún fram að tímasetn- ing skila á lokaskýrslu sem kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu hafi einungis verið markmið sem hún sjálf setti sér miðað við stöðu rann- sóknarinnar á þeim tíma sem bráða- birgðaskýrsla var rituð og að jafnaði sé miðað við að lokaskýrslu sé skilað 12-18 mánuðum eftir að rannsókn- arvinnu á vettvangi lýkur. Friðlýsing Víkurkirkjugarðs undirbúin  Aldursfriðun hefur ekki verið virt með fullnægjandi hætti að mati Minjastofnunar Íslands „Íslenskir friðarsinnar hafa í gegnum tíðina ekkert látið það at- hugasemdalaust, eða fram hjá sér fara, þegar hér hafa verið her- æfingar. Það eru mörg dæmi um það að við höfum farið og látið til okkar taka. Það er fullkomlega eðlilegt að það verði að þessu sinni,“ segir Stefán Pálsson, sagn- fræðingur og hernaðarandstæð- ingur. Samtök hernaðarandstæð- inga ætla að boða til mót- mæla vegna varnaræfinga Atlantshafs- bandalagsins, NATO, sem fara fram hér á landi í vikunni. Von er á níu herskipum hing- að til lands með alls sex þúsund sjóliða. Á miðvikudag fer fram æf- ing í Sandvík á Suðurnesjum þar sem 400 manna bandarískt land- göngulið æfir lendingu en um 120 landgönguliðar verða fluttir með þyrlum á öryggissvæðið þar sem æfð verða viðbrögð við árás á stjórnstöð Landhelgisgæslu Ís- lands. Dagana 19. og 20. október verða vetraræfingar í Þjórsárdal með 400 landgönguliðum hvorn dag. Þetta er liður í stærstu varnaræfingu bandalagsins frá 2015. Stefán segir að mótmælaaðgerð- irnar verði kynntar betur þegar nær dregur. „Heræfingar eru ekki til þess fallnar að gera heiminn friðvænlegri. Þær auka bara spennu og eru alltaf túlkaðar sem ögrun af öðrum aðilum. Þær ganga út á að æfa hernað og end- anlegur tilgangur allra herja er að heyja stríð og drepa fólk.“ Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að skipin níu séu væntanleg til Reykjavíkur á fimmtudag og munu þau liggja við Sundahöfn og Gömlu höfnina fram á sunnudag en þá halda þau til Noregs. „Það er allavega eitt danskt varðskip hluti af þessum flota en hin eru frá Bandaríkja- her,“ segir Gísli. „Þau verða á svæðum með öryggisgirðingum en sjá sjálfir um gæsluna, okkar hlut- verk er bara að leggja þeim að og taka á móti þeim.“ Lokanir og viðvera lögreglu „Það er öllum frjálst að mót- mæla,“ segir Sveinn H. Guð- marsson, upplýsingafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins, spurður hvort sérstakur viðbúnaður verði á æf- ingasvæðunum vegna æfinganna. „Réttur fólks til friðsamlegra mót- mæla er náttúrlega óskoraður,“ segir Sveinn. Að hans sögn verður Sandvík lokuð almenningi á miðvikudag af öryggisástæðum. Þjórsárdalur verður aftur á móti opinn almenn- ingi en lögregla verður á vettvangi til að tryggja að æfingarnar fari fram með ró og spekt. Sérsveit ríkislögreglustjóra tekur þátt í æf- ingunni en lögregla og Landhelg- isgæsla sjá um að tryggja öryggi og framfylgja lokunum á æf- ingasvæðinu. Munu mótmæla NATO-æfingum  Fjölmennt herlið á leið til Íslands Morgunblaðið/RAX Herskip Mynd frá 2002 af þremur herskipum í ytri Reykjavíkurhöfn. Stefán Pálsson James G. Foggo, aðmíráll og yfir- maður flotastjórnar NATO í Napólí, flytur fyrirlestur í Norræna húsinu klukkan fimm á morgun á Varð- bergsfundi. Fyrirlesturinn hefur yfirskriftina „Svör NATO og bandalagsþjóðanna við breyttri strategískri stöðu og hernaðarlegri þróun á Norður-Atl- antshafi“. James G. Foggo er bandarískur aðmíráll sem hefur frá 20. október 2017 verið yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu auk þess að stjórna bandaríska flotanum í Afríku og sameiginlegri flotastjórn NATO í Napólí. Hann stjórnar heræfingu NATO Trident Juncture 2018 í Nor- egi. Hann hefur gegnt margvísleg- um trúnaðarstörfum í herstjórnum Bandaríkjanna og NATO, meðal annars innan bandaríska herráðsins og Evrópuherstjórnar NATO. Hann var æðsti yfirmaður sjötta flota Bandaríkjanna og síðan fram- kvæmdastjóri flotaherráðs Banda- ríkjanna áður en hann tók við núver- andi stöðu. Aðmíráll flytur fyrirlestur í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.