Morgunblaðið - 15.10.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
Ath
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
595 1000
Frá kr.
59.995
17 OKTÓBER Í 4 NÆTUR
u.
Ath
.a
ðv
er
ðg
etu
rb
re
yst
án
fyr
irv
ar
a.
.
Ljubljana
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Lengi hefur verið sagt að lengsta
orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheið-
arvegavinnuverkfærageymslu-
skúrslyklakippuhringurinn. Oftast
hefur þessu verið haldið fram sem
brandara og fæstir velt fyrir sér að
þetta þarfaþing er til í raun og
veru. En nú er stykki þetta loksins
fundið og til á ljósmynd!
Framkvæmdum við gerð
Vaðlaheiðarganga lýkur eftir um
mánuð og við munna þeirra Eyja-
fjarðarmegin eru vinnubúðir og að-
staða þeirra manna sem verkinu
sinna. Þar er meðal annars skúr
þar sem eftirlitsmenn með fram-
kvæmdinni geyma tæki sín og verk-
færi og í jakkavasa sínum er Stefán
Geir Árnason, jarðverkfræðingur
frá verkfræðistofunni Eflu, með á
kippu lykla að skúrnum. Stefán er
því meðal handhafa að hinum eina
og sanna Vaðlaheiðarvega-
vinnuverkfærageymsluskúrs-
lyklakippuhring!
„Við erum með nokkrar svona
kippur hér tiltækar á snögum og
kannski má segja að þetta séu lykl-
arnir að íslenskri tungu. Ég er
hins vegar jarðbundinn maður
enda jarðverkfræðingur svo ég er
nú ekki mikið að kippa mér upp
við þetta,“ segir Stefán Geir sem
hefur starfað við gangagerðina
síðastliðin fimm ár.
Sextán atkvæða þula
Aldrei verður hægt að slá því
föstu að „Vaðalheiðarvega-
vinnuverkfærageymsluskúrs-
lyklakippuhringurinn“ sé lengsta
orð tungunnar, að sögn Ara Páls
Kristinssonar, prófessors við
Árnastofnun. Í eðli tungumálsins
búi að hægt sé að bæta endalaust
við einstök orð svo úr verði nokk-
urskonar bandormur. Almennt
verði orð á íslensku ekki meira en
átta atkvæði. Ef þau verði lengri
sé hætta á að þeir sem lesi eða
heyri tapi þræði og athygli. Um-
rætt orð, kennt við skúr vega-
vinnumanna í Vaðalheiðinni, sé
hins vegar 16 atkvæði og því upp-
lifi fólk það sem þulu, tilbúning
eða gerviorð.
Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn
Lengsta orð
íslenskrar tungu
nú á ljósmynd
Ljósmynd/Valgeir Bergmann
Lykilmaður Stefán Geir Árnason jarðverkfræðingur með kippuhring sem á
eru lyklar að verkfærageymsluskúrnum í Vaðlaheiði. Þar inni eru meðal
annars þau mælitæki sem verkfræðingar við gangagerðina nota.
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Þjófnaðurinn á skútunni Inook úr Ísafjarð-
arhöfn aðfaranótt sunnudags var vel skipu-
lagður og krafðist aðkomu eins eða fleiri
manna sem kunnu til verka. Þetta segir heim-
ildarmaður Morgunblaðsins á Ísafirði.
Fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að
varðskipið Þór og þyrla Landhelgisgæslu Ís-
lands hefðu veitt skútunni eftirför í gær eftir
að lögreglan á Vestfjörðum óskaði eftir aðstoð
við að finna skútuna.
Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni var
þyrlan send í loftið um tvöleytið í gær eftir að
beiðni um aðstoð barst. Þyrlan fann skútuna
fljótlega og í kjölfarið var varðskipið Þór sent
á vettvang til að sigla í veg fyrir hana og fylgja
henni til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi. Þyrlan
var svo send aftur til Reykjavíkur til að ná í
tvo sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og tvo
frá séraðgerðasviði Landhelgisgæslunnar og
flytja þá á Rif til að taka á móti skútunni.
Skipstjóri skútunnar var handtekinn við
komuna þangað um klukkan níu í gærkvöldi.
Hann var einn á ferð, að sögn lögreglunnar á
Vestfjörðum, sem vill ekki gefa upp þjóðerni
mannsins. Verður hann yfirheyrður í dag.
Málið er sagt vera mjög dularfullt, meðal
annars vegna þess að mjög erfitt var að fram-
kvæma þjófnaðinn og eru aðrar skútur sagðar
hafa legið betur við höggi í höfninni á Ísafirði.
Auk þess vekur tímasetning þjófnaðarins
spurningar en einungis eru nokkrir dagar síð-
an eigandi skútunnar var staddur á Ísafirði.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði
skútunni verið siglt til Ísafjarðar fyrr í haust
og til stóð að geyma hana þar í vetur.
Aðstæðum er lýst þannig að skútan Inook
hafi verið bundin við tvær aðrar skútur aftast í
höfninni á Ísafirði og fyrir framan þær hafi
þrjár aðrar skútur legið bundnar saman. Til
að koma Inook úr höfninni þurfti því að leysa
skúturnar fyrir framan og færa að minnsta
kosti eina þeirra frá. Gerandinn skilaði svo
skútunni á sinn stað og batt skúturnar aftur
saman nákvæmlega eins og eigendur þeirra
gengu frá þeim. Það er því ekki talin tilviljun
að Inook hafi verið stolið og gefur til kynna að
þjófnaðurinn hafi verið vel undirbúinn.
„Þegar ég kem um borð í bátinn hjá mér lít-
ur allt eðlilega út og allt var bundið eins og ég
gekk frá því. Það er eins og bátnum [Inook]
hafi verið lyft upp og farið með hann í burtu.
Þetta er hið undarlegasta mál,“ segir Halldór
Sveinbjörnsson, sem á eina af skútunum sem
voru nálægt Inook, í samtali við Morgunblað-
ið.
Veittu stolinni skútu eftirför
Þjófnaðurinn er talinn hafa verið vel undirbúinn Einn maður var handtekinn grunaður um þjófn-
aðinn og verður hann yfirheyrður í dag Eigandi skútunnar var staddur á Ísafirði fyrir 4 dögum
Morgunblaðið/Alfons
Þjófnaður Skútan Inook kom að landi á Rifi um níuleytið í gærkvöldi. Einn maður var um borð.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lögin um að heimila ráðherra að
veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrar-
leyfi til bráðabirgða ganga hvorki í
berhögg við lög um úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála né
ákvæði Árósasamningsins. Kemur
þetta fram í greinargerð með frum-
varpi sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra en lögin voru samþykkt í
síðustu viku.
Jón Þór Ólason, formaður
Stangaveiðifélags Reykjavíkur og
lektor við lagadeild Háskóla Ís-
lands, og Sif Konráðsdóttir, lögmað-
ur og fyrrverandi aðstoðarmaður
umhverfisráðherra, gagnrýndu
lagasetninguna og málsmeðferð við
hana í viðtals-
þætti Bjartar
Ólafsdóttur,
Þingvöllum, á út-
varpsstöðinni
K100 í gærmorg-
un. Sif sagði að
lögin græfu und-
an sjálfstæði úr-
skurðarnefndar
umhverfis- og
auðlindamála og Jón Þór sagði að
lögfræðilega væri þetta stórslys.
Úrskurðum ekki haggað
Þessum athugasemdum var í
raun svarað fyrirfram í greinargerð
með fiskeldisfrumvarpinu. Þar kem-
ur fram að ekkert tilefni sé til að
ætla að það stangist á við stjórn-
arskrá eða alþjóðlegar skuldbind-
ingar.
Bent er á að Árósasamningurinn
leggur fyrst og fremst skyldur á
ríkin að fylgja ákveðnum málsmeð-
ferðarreglum í málum sem varða
umhverfið. Með fullgildingu hans
tóku gildi lög um úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála sem sé
sjálfstæð í sínum störfum og úr-
skurðir hennar séu fullnaðarúr-
skurðir á stjórnsýslustigi.
„Með frumvarpi þessu er hvorki
gengið í berhögg við umrædd lög né
ákvæði Árósasamningsins. Þannig
er gildi úrskurða nefndarinnar í
engu haggað með frumvarpi þessu
og þeir áfram fullnaðarúrskurðir á
stjórnsýslustigi,“ segir í greinar-
gerðinni.
Brýtur ekki í bága við
lög eða skuldbindingar
Lögfræðingar og áhugafólk um náttúruvernd gagnrýna