Morgunblaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018 Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræstikerfi Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Veður víða um heim 14.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Akureyri 6 skýjað Nuuk -2 heiðskírt Þórshöfn 8 skýjað Ósló 14 heiðskírt Kaupmannahöfn 14 heiðskírt Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 23 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 10 súld París 24 heiðskírt Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 21 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 20 heiðskírt Moskva 15 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 14 léttskýjað Barcelona 22 skýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 21 heiðskírt Aþena 19 skýjað Winnipeg -1 snjóél Montreal 8 léttskýjað New York 13 heiðskírt Chicago 9 heiðskírt Orlando 29 heiðskírt  15. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:19 18:09 ÍSAFJÖRÐUR 8:30 18:08 SIGLUFJÖRÐUR 8:13 17:51 DJÚPIVOGUR 7:50 17:37 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Austan og norðaustan 8-13 m/s og rigning á láglendi, einkum suðaustantil á landinu. Hægari vestlæg átt um kvöldið og stöku skúrir. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-10 m/s og skúrir, en léttskýjað nyrðra og eystra. Suðaustlægari vindur, þykknar meira upp og fer að rigna sunnantil seint í kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Ein- ungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar. Svanhildur telur að kreppuár- in hafi gert þeim systrum gott og útskýri jafnvel langlífið. „Við vorum aldar upp í kreppunni og ég held að þeir verði langlífastir sem hafi ekki fengið of mikið að éta í æsku. Við fengum nóg af mjólk og skyri og mysu og svoleiðis en fengum hvorki sælgæti né sykur, það voru ekki efni á því að kaupa slíkt. Við borðuðum hollan mat en ekkert of mikið af honum.“ Systurnar eru báðar heilsu- hraustar. „Við erum alveg þræl- hraustar og búum enn heima þó að við búum ekki saman. Ég sé um mig alveg ein og hún líka. Við reynum að gera það á meðan við getum.“ Svanhildi finnst lítið til af- mælisins koma og býst við að fjöl- mörg afmæli séu fram undan. „Ég átti systur sem dó fyrir fimm ár- um, hún varð 101 og ég á alveg von á að verða svo gömul, ef ekki eldri,“ segir Svanhildur og hlær. Systurnar fæddust í Svart- árkoti í Bárðardal í Suður- Þingeyjarsýslu en bjuggu í tíu ár í Kræklingahlíð í Eyjafirði. Þær fluttust svo til Reykjavíkur. „Við vorum tvítugar þegar við fluttum til Reykjavíkur svo- leiðis að við erum löngu orðnar Reykvíkingar,“ segir Svanhildur. Systurnar hafa alltaf verið góðar vinkonur enda segir Hlað- gerður þær mjög líkar. „Við erum náttúrlega eineggja tvíburar.“ Foreldrar Hlaðgerðar og Svanhildar voru Snæbjörn Þórð- arson bóndi og Guðrún Árnadótt- ir. Systkinin voru sjö en Árný Snæbjörnsdóttir varð elst þeirra, 101 árs. Hlaðgerður var verka- kona og saumakona en Svanhildur húsmóðir. Maður Svanhildar var Guðbjörn Þorsteinsson skipstjóri en hann lést 1991, þá 64 ára að aldri. Þau eignuðust fjögur börn. Samanlagður aldur elstu núlifandi tvíbura Íslands 192 ár Mjólk, skyr og mysa í æsku Morgunblaðið/Kristinn Langlífar Svanhildur segir að kreppan hafi haft góð áhrif á þær systur. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það sést á þessum upplýsingum ákveðin bylgja sem ég er ekki ánægð með. Ég vildi gjarnan að okk- ur sem samfélag tækist betur upp gagnvart þeim sem ekki hafa fulla starfsorku,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, um fjölgun ör- yrkja. Hún segir þó að nefnd á veg- um félagsmálaráðherra sé að fjalla um þessi mál og telur hún að meiri alvara sé hjá núverandi ráðherra en áður hefur verið til að finna úrræði og leiðir til að koma í veg fyrir að þessi þróun um nýgengi örorku verði að náttúrulögmáli. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að nýgengi örorku hafi auk- ist á undanförnum árum. Frá árinu 2006 hafi fjöldi nýrra öryrkja verið á bilinu 1.140 til um 1.800 á ári. Sam- kvæmt upplýsingum Trygginga- stofnunar eru stoðkerfissjúkdómar og geðraskanir algengustu ástæður 75% örorku og er þá miðað við fyrstu sjúkdómsgreiningu en oft eru fleiri ástæður fyrir matinu. Á síðasta ári voru geðraskanir ástæðan fyrir örorkumati 495 einstaklinga og stoð- kerfissjúkdómar í 389 tilfella en 734 af öðrum ástæðum. Flestir þeirra sem metnir eru með 75% örorku eru á aldrinum 55 til 64 ára, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Þótt nýgengi hafi aukist meðal ungra eru þó aðeins 24% hópsins 39 ára og yngri. Meirihlutinn er yfir fimmtugu. Endurhæfing sögð fullreynd Sigríður Lillý segir að Trygginga- stofnun reyni að beina ungum um- sækjendum um örorkulífeyri í end- urhæfingu og á endurhæfingar- lífeyri. Það sé ekki alltaf hægt. Nefnir hún að alltaf komi dálítið af umsóknum frá ungu fólki um ör- orkumat þar sem læknar skrifi upp á örorku og endurhæfingaraðilar stað- festi að endurhæfing sé fullreynd. Í þeim tilvikum hafi Tryggingastofn- un fá úrræði. „Við erum ekki sátt við það. Geðfötluðum fjölgar mikið. Þar þurfum við að finna fleiri úrræði. Einhver úrræði eru til en okkur hef- ur ekki tekist að tengja þau þannig að þau nýtist einstaklingunum vel. Það eru ákveðin vonbrigði,“ segir Sigríður Lillý. Tekur hún fram að unnið sé að því á vegum ráðuneyt- isins að gera stofnuninni kleift að grípa til slíkra úrræða. Reyna að efla starfsgetu fólks „Við getum gert margt betur,“ segir Sigríður Lillý þegar hún er spurð um ráð. Segist hún binda von- ir við vinnuna í ráðuneytinu. Þá séu í samfélaginu öflugir einstaklingar og félög sem hafi verið að vinna með ör- yrkjum og öðrum sem hafa skerta starfsgetu. „Ég tel að við ættum að snúa hugsanagangi okkar við. Hætta að nota hugtakið öryrki heldur ræða um starfsgetu fólksins og reyna að efla hana,“ segir hún. Þá segir hún að grípa þurfi inn í strax í skólakerf- inu. Þaðan komi ungir karlmenn sem líði illa en þá þurfi að grípa fyrr. „Við getum gert margt betur“  Forstjóri Tryggingastofnunar vonast til að fleiri úrræði finnist fyrir öryrkja Einstaklingar með 75% örorkumatFjöldi í upphafi októbermánaðar 2004 til 2018 Skipting eftir aldursbili í upphafi október 2018 Heimild Tryggingastofnun 20 15 10 5 0 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 12,5 13,3 13,9 14,4 14,9 15,5 15,8 16,2 16,5 16,8 17,1 17,4 18,2 18,8 19,2þúsund þúsund4 3 2 1 0 16-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-66 190 706 957 1.241 1.585 1.754 1.902 2.494 3.080 3.733 1.520 Konur Karlar Konur Karlar „Skotveiðimenn eru náttúrlega sárir. Þeim finnst þeir hafa sýnt fullt traust og staðið sína plikt í þessum málum og eiga ekki skilið svona vinnubrögð,“ segir Áki Jónsson, formaður Skot- veiðifélags Íslands, Skotvíss. Nátt- úrufræðistofnun Íslands, NÍ, minnk- aði rjúpnaveiðikvótann um 33% á einum sólarhring eftir samráðsfund með Skotvís. Á samráðsfundinum 12. september kynnti NÍ ráðleggingar sínar um að veiða mætti 89.000 rjúpur, degi síðar höfðu ráðleggingarnar breyst og tal- an lækkað í 67.000. Áki segir ákvörðun NÍ vera í mót- sögn við það sem kom fram á sam- ráðsfundinum. „Ég hef sjaldan farið á jafn samhljómandi sambandsfund svo þetta kom á óvart.“ Rjúpnastofninn í toppi Áki bendir á að rjúpnastofninn sé nú í hámarki. „Við vorum á námskeiði nýlega þar sem tveir Danir fjölluðu um þetta og sögðu að ef við ætluðum einhvern tímann að veiða þá væri það núna í ár þar sem rjúpnastofninn væri í toppi. Hann mun fara aftur niður, sama hvað við gerum. Að lækka kvótann með varúðarreglu, eins og NÍ gerði, þegar stofninn er í toppi er náttúr- lega bara enn þá skrýtnara.“ Í rökstuðningi fyrir ráðleggingum sínum segir Náttúrufræðistofnun að sökum slæmrar tíðar á Suðvestur- landi í sumar sé rétt að beita varúðar- reglu og minnka kvótann. Þetta segir Áki vera vitleysu. „Ef á að minnka veiðikvótann um 33%, vegna þess að það sé lélegri við- koma á Suður- og Vesturlandi þyrfti að hafa kvótann tvískiptan, annars vegar á Norður- og Austurlandi og hins vegar á Suður- og Vesturlandi. Þá myndum við minnka kvótann á Suður- og Vesturlandi en halda hon- um óbreyttum á Norður- og Austur- landi. En kvótinn er náttúrlega gef- inn út fyrir allt landið þannig að þetta er bara vitleysa.“ Aðspurður segir Áki að ráðlegt væri að skipta kvótanum eftir land- svæðum. „Það er kominn tími til þess og það er eitthvað sem þarf að skoða til framtíðar.“ Áki bendir á að rjúpnaveiðikvótinn sé þó líklega nægilega stór, enda náðu veiðimenn ekki að skjóta upp í 57.000 fugla kvóta í fyrra. ragnhildur@mbl.is „Þetta er bara vitleysa“  Veiðikvóti rjúpu minnkaður um 33%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.