Morgunblaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og
stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði
fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær
sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan
sólarhringinn, alla daga ársins.
www.firmavorn.is
HVAR SEM ÞÚ ERT
Píratar í borgarstjórn sögðu fjöl-miðlum frá því á fimmtudag að
þeir myndu fara í vettvangsskoðun í
braggann í Nauthólsvík með fulltrúa
skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar
borgarinnar.
Píratar buðu fjöl-miðlum að mæta
en fjölmiðlum var svo
ekki hleypt inn í náð-
húsið fræga þar sem
kynningin fór fram.
Þeir máttu aðeins taka
myndir af pírötum á
vettvangi.
Tilgangurinn varsem sagt ekki að
veita fjölmiðlum og þar með almenn-
ingi upplýsingar. Þetta var með öðr-
um orðum sýndarmennska.
Einn píratinn í borgarstjórn segirnúna um braggamálið: „Okkur
blöskrar gríðarlega, þetta er graf-
alvarlegt.“
Annar segir: „Grasrótin krefstsvara.“ Og píratar í borgar-
stjórn segjast nú ætla að leita svara.
En hvað hafa þeir gert, fyrir utanað fara í lokaða vettvangsferð?
Píratar hafa hafnað því að fáóháðan ytri rannsakanda að
málinu og svara því til að innri end-
urskoðandi sé óháður.
En þarf ekki meðal annars aðrannsaka þátt innri endurskoð-
unar borgarinnar? Getur ekki verið
að hún sé eitt af því sem brást?
Píratar telja vel fara á að innriendurskoðun rannsaki það og
meti.
Dóra Björt
Guðjónsdóttir
Sýndarmennska
í braggamáli
STAKSTEINAR
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Landbúnaðarsýningin var haldin í
Laugardalshöll um helgina og voru
þar um hundrað sýnendur og mikill
fjöldi gesta. Til sýnis voru allar teg-
undir matvæla, handverk, vinnuvélar
og fatnaður. Ólafur M. Jóhannesson,
framkvæmdastjóri sýningarinnar,
segir að sýningin hafi slegið öll met í
aðsókn en hann áætlar að gestirnir
hafi verið um hundrað þúsund. Ekki
er þó búið að taka saman endanlegan
fjölda gesta. „Þarna voru allar teg-
undir af fólki. Þverskurðurinn af þjóð-
inni. Bændurnir voru einstaklega
ánægðir að fá borgarbúana í heim-
sókn. Þeim finnst oft einhliða frétta-
flutningur af sveitunum og bændum. Á
sýningunni sáu menn hvað nútíma-
bóndinn er tæknivæddur og hvað það
er margt sem er verið að fást við,“ seg-
ir Ólafur en hann segir að ekki hafi
verið haldin svona stór landbún-
aðarsýning í Laugardalshöll síðan
1968.
Metaðsókn á Land-
búnaðarsýninguna
Morgunblaðið/Eggert
Landbúnaður Þessi ungi maður notaði tækifærið og mátaði sig í
bóndahlutverkið á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöllinni í gær.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
„Þetta eru nokkur atriði sem ég þarf
að kippa í liðinn,“ segir Árni Valur
Sólonsson, eigandi Capital Hotels-
hótelkeðjunnar, en Vinnueftirlitið
bannaði á föstudag alla vinnu við
byggingarframkvæmdir vegna
stækkunar á einu hótela keðjunnar,
City Park Hótel, Ármúla 5.
Við eftirlitsheimsókn Vinnueftir-
litsins hjá City Park Hótel sl. föstu-
dag kom í ljós að aðbúnaður, holl-
ustuhættir og öryggi starfsmanna
var ekki í samræmi við lög og reglur.
Gerði Vinnueftirlitið athugasemdir
við að öryggis- og heilbrigðisáætlun
fyrir verkið væri ekki til staðar, að
ganga þyrfti betur frá rafmagni,
tryggja öryggi starfsmanna, ganga
betur frá umferðarleiðum og fall-
vörnum og tryggja viðeigandi per-
sónuhlífar starfsmanna.
Unnið að stækkun hótelsins
Að sögn Árna er verið að byggja
við hótelið 27 hótelherbergi, en fyrir
voru herbergin 57. Hann segir að
þeim atriðum sem Vinnueftirlitið
gerði athugasemdir við verði kippt í
lag og viðurkennir auðmjúkur að
hann hafi greinilega ekki staðið rétt
að öllum aðbúnaði.
„Þetta eru ýmis smáatriði sem ég
þarf að kippa í liðinn,“ segir Árni en
hann segir að í vinnu hjá sér séu
pólskir verkamenn sem hafi margir
ákveðið að nýta tímann á meðan
framkvæmdir stöðvast til að fara
heim til fjölskyldna sinna í heima-
landinu. Stefnt var að því að fram-
kvæmdum lyki við stækkun hótels-
ins fyrir jól. Spurður hvort hann eigi
von á að sú áætlun haldi vegna verk-
stöðvunarinnar segist hann ekki klár
á því, en unnið verði hratt að því að
bregðast við athugasemdunum.
Framkvæmdir við
stækkun stöðvaðar
Vinna stöðvuð hjá City Park Hótel
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stöðvun Vinnueftirlitið stöðvaði
framkvæmdir við City Park Hótel.