Morgunblaðið - 15.10.2018, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Mál málsóknarfélagsins Náttúru-
verndar 2 á hendur Matvælastofnun
og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt
fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15.
nóvember. Krefst stefnandi þess að
ógilt verði með
dómi rekstrarleyfi
sem Fiskistofa
veitti Löxum fisk-
eldi ehf. 15. mars
2012 til reksturs
sjókvíaeldis á laxi
í Reyðarfirði.
Upphaflega
fóru Matvæla-
stofnun og Laxar
fiskeldi ehf. fram
á að málinu yrði
vísað frá. Í samtali við blaðamann
segir Konráð Jónsson, lögmaður
Náttúruverndar 2, að frávísunarkraf-
an hafi byggst á að ekki væri hægt að
sýna fram á lögvarða hagsmuni, en að
þeirri kröfu hafi verið hrundið.
Deilt um rekstrarleyfi
Hann segir málið „byggjast meðal
annars á því að þessi starfsemi sem
slík brjóti gegn náttúruverndarlög-
um, en svo snýr þetta einnig að máls-
meðferðinni, sem sagt að rekstrar-
leyfið hafi runnið út“. Þá kemur fram í
stefnu málsóknarfélagsins að það telji
að rekstrarleyfið sem var veitt 2012
væri samkvæmt þágildandi lögum
skilyrt við að rekstur yrði hafinn inn-
an tveggja ára. Einnig kemur fram að
Matvælastofnun var heimilt að lengja
þann frest um eitt ár sem myndi þýða
að rekstrarleyfið ætti að hafa runnið
út árið 2015.
Í greinargerð Laxa fiskeldis ehf.
segir hins vegar að þegar fyrirtækið
afhenti Skipulagsstofnun greinargerð
árið 2011 vegna fyrirhugaðs fiskeldis
hafi komið fram að fyrirætlanir fyrir-
tækisins hafi ávallt miðað við að
„framleiðsla yrði komin á fullan skrið
á árinu 2018“.
Einnig segir að Fiskistofu hafi ver-
ið kunnugt um þetta þar sem stofn-
uninni hafi verið veittar allar upplýs-
ingar þegar hún veitti umsögn um
matsskyldu verksins ásamt því að
rekstrarleyfið hafi verið veitt til tíu
ára. Í stefnu Náttúruverndar 2 er tal-
ið að framkvæmdir og rekstur hefðu
átt að fara í umhverfismat, en fram
kemur í greinargerð Matvælastofn-
unar að Skipulagsstofnun hafi árið
2011 ekki talið slíkt mat nauðsynlegt
fyrir fyrirhugað 6 þúsund tonna lax-
eldi í Reyðarfirði. Vísaði Skipulags-
stofnun til umhverfismats sem var
gert árið 2002 vegna fiskeldis Sam-
herja hf. í Reyðarfirði.
Á þetta fallast málshefjendur ekki
og segja það mat að miklu leyti úrelt
þar sem fram hafa komið nýjar rann-
sóknir sem sýna hættu sem fylgir sjó-
kvíaeldi og áhrifum strokfiska á
stofna villtra laxa. Bent er á að Norð-
menn telji að einn eldislax sleppi fyrir
hvert tonn sem framleitt er og er vís-
að til erlendra rannsókna sem máls-
hefjendur segja sýna mikla hættu.
Óvissuþættir í málinu
Laxar fiskeldi ehf. segir í greinar-
gerð sinni „um að ræða staðhæfingar
sem eru með öllu ósannaðar, enda
byggjast þær í engu á vísindalegum
gögnum eða staðreyndum“. Matvæla-
stofnun tekur í sama streng og segir
að fullyrðingar um yfirvofandi tjón og
erlendar greinar og skýrslur sem vís-
að er til taki ekki tillit til aðstæðna í
Reyðarfirði og þeim laxveiðiám sem
um ræðir. Jafnframt eru gögnin sögð
hafa „umdeilt gildi“ og að um sé að
ræða „óáþreifanlegar og óljósar til-
gátur“.
Konráð segir rétt að ekki sé vitað
hvort umrædd starfsemi muni hafa
skaðleg áhrif á íslenska laxastofna
„en það er nefnilega málið, við vitum
það ekki. Við hljótum að þurfa að
byggja á reynslu sem er fengin ann-
ars staðar og það eru til ritrýndar
rannsóknir um það hvernig það hefur
verið í Noregi. Það er nægilegt tilefni
til þess að staldra við.“ Hann bætir
við að í náttúruverndarlögum sé var-
úðarregla sem lætur náttúruna njóta
vafans þegar skortur er á rannsókn-
um.
Aðilar að málsóknarfélaginu Nátt-
úruvernd 2 eru eigendur veiðiréttinda
í laxveiðiám í Breiðdal og Vopnafirði
sem telja hlunnindi sín skerðast nái
laxeldi fram að ganga. „Menn halda
að þetta séu einhverjir stóreigna-
menn sem um er að ræða, en þetta
eru bændur og þetta skiptir þá miklu
máli,“ segir Konráð.
Fiskeldi í Reyð-
arfirði fyrir dóm
Deilt um gildistíma á rekstrarleyfi og
umhverfismati fyrir Laxar fiskeldi ehf.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Málefni fiskeldisstöðva hafa verið mjög í umræðunni.
Konráð
Jónsson
Flokksráð Vinstri grænna, flokks-
stjórn Samfylkingarinnar og lands-
stjórn og þingflokkur Framsóknar-
flokksins komu saman hver í sínu
lagi um helgina.
Framsóknarmenn funduðu á
Hellu og er fundurinn hluti undir-
búnings fyrir miðstjórnarfund í nóv-
ember. Á fundinum var ákveðið að
leggja áherslu á húsnæðismál, kjara-
mál, málefni barna, menntamál og
fjölskyldur. Mótun stefnu í málefn-
um aldraðra er í farvatninu og vill
flokkurinn að áfram verði unnið að
bættum kjörum öryrkja. Þá lagði
fundurinn áherslu á að innleiða
svissnesku leiðina í húsnæðismálum
og að afnema verðtryggingu.
Flokksráð VG fundaði í sal Breiða-
bliks í Smáranum í Kópavogi. Álykt-
aði fundurinn um að gera þurfti
nauðsynlegar breytingar á lögum
um keðjuábyrgð og starfsmannaleig-
ur til þess að koma í veg fyrir fé-
lagslegt undirboð. Fundurinn ítrek-
aði einnig samþykkt landsfundar frá
2015 sem lagðist gegn hvalveiðum
Íslendinga og ályktaði að ríkisstjórn
Íslands ætti að leggja sitt af mörkum
til að styðja við fyrirtæki sem byggj-
ast á endurnýtingu, viðgerðum og
ábyrgri framleiðslu, til þess að
sporna gegn neyslumynstri þar sem
hlutum er hent. Flokksráðsfundur-
inn hvatti stjórnvöld til að tryggja að
sveitarfélög í landinu öxluðu ábyrgð
og gengjust við skyldum sínum
gagnvart fötluðu fólki og heimilis-
lausu og styddu við og hvettu til sam-
vinnu sveitarfélaga um lögbundna
velferðarþjónustu. Þá telur fundur-
inn að kerfisbundið þurfi að hækka
laun kvennastétta sem þátt í að leið-
rétta kynbundinn launamun og fagn-
aði hækkun barnabóta og persónu-
afsláttar. Loks hvatti
flokksráðsfundurinn til þess að
vinnuvikan yrði stytt niður í 30 tíma.
Samfylkingin fundaði á Reykjavík
Natura. Þar sagði Logi Már Einars-
son að þótt flokkurinn hefði áorkað
miklu í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sig-
urðardóttur hefði ekki náðst að klára
stór mál og nefndi hann þar upptöku
nýs gjaldmiðils, inngöngu í Evrópu-
sambandið og upptöku nýs fiskveiði-
stjórnunarkerfis. Á fundinum voru
húsnæðis-, mennta- og framtíðarmál
í brennidepli og kynnt var #metoo-
aðgerðaáætlun innan flokksins.
Trúnaðarmenn flokkanna funduðu
Formaður Samfylkingarinnar talaði fyrir ESB-aðild Vinstri grænir vilja 30 stunda vinnuviku