Morgunblaðið - 15.10.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.10.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018 JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað? SMÁRALIND – KRINGLAN Veturinn nálgast Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stór og mikil brú er komin yfir Norðlingafljót í Hallmundarhrauni, skammt ofan við Helluvað. Þegar brúin verður tilbúin og vegir að henni hafa verið lagfærðir opnast leið fyrir almenna ferðamenn úr Borgarfirði og inn á Arnarvatns- heiði og slysahætta við vaðið minnk- ar. Vestfirskir verktakar eru að byggja brúna. Búið er að steypa stöplana og hífa stálbitana á sinn stað. Brúarmenn eru að leggja timburbita og timburgólf yfir. Eftir er að fylla að brúarstöplunum og laga veginn að brúnni. Brúin er 27 metra löng, einbreið bílabrú, og stendur hátt yfir Norð- lingafljóti. Kostnaður er áætlaður um 60 milljónir kr. Vinsæl veiðivötn Arnarvatnsheiði er nokkuð nýtt til ferðaþjónustu, einkum þó í tengslum við veiðivötnin. Greiðfært er upp úr Miðfirði en leiðin úr Borg- arfirði hefur verið talin ófær öðrum en jeppum vegna Norðlingafljóts og oft alveg ófær á vetrum. Aðgengi að heiðinni mun því aukast þegar framkvæmdum verður lokið, væntanlega um næstu mán- aðamót, og slysahætta mun minnka þegar ekki þarf að nota Helluvað. Vegurinn upp úr Borgarfirði þarfn- ast þó lagfæringa sem og vegurinn inni á heiðinni. Hugmyndir um friðun Arnarvatnsheiði er eitt stærsta, eða stærsta, samhangandi votlend- issvæði á hálendi í Evrópu og er þá miðað við um 400 metra hæð og yfir. Verkefnishópur á vegum Húnvetn- inga og Borgfirðinga lagði til í skýrslu á árinu 2015 að kannað yrði hvort til greina gæti komið að Arn- arvatnsheiði yrði tilnefnd sem friðað votlendissvæði, samkvæmt Ramsar- samningnum. Jafnframt var í skýrslunni lögð áhersla á að friðlýs- ing mætti ekki skerða núverandi nýtingu sem beitiland og veiðisvæði. Brúin við Helluvað komin á sinn stað  Kemur í stað Helluvaðs í Norðlingafljóti  Leiðin úr Borgarfirði og inn á Arnarvatnsheiði opnast fyrir almennt ferðafólk  Búist við því að framkvæmdum ljúki um næstu mánaðamót Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Norðlingafljót Brúin stendur hátt. Yfir gnæfir Eiríksjökull með sínum hvíta kolli sem nú er hulinn skýjum. Helluvað Einstaka ferðamenn hafa farið flatt á því að leggja á Helluvað. Vegir til allra átta Skiltið og varðan vísa ferðafólki til vegar við Helluvað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.