Morgunblaðið - 15.10.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
GLÆNÝJAR LÚÐUSNEIÐAR
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
SÍLDIN FRÁ
DJÚPAVOGI ER KOMIN
KLAUSTUR-BLEIKJA
GLÆNÝ LÍNUÝSA
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Með hlýnandi veðurfari og samdrætti
í sauðfjárbeit má búast við því að út-
breiðsla lúpínu og gróðurs sem fylgir
í kjölfar hennar, svo sem skógarkerf-
ils, margfaldist á næstu áratugum.
Það leiðir til mik-
illa breytinga á
gróðurfari og bú-
svæðum dýra.
Þetta kemur fram
í nýrri skýrslu
Náttúrufræði-
stofnunar þar
sem greint er frá
niðurstöðum
rannsókna á
framvindu gróð-
urs á svæðum á
suður- og norðurhluta landsins, þar
sem alaskalúpína hafði vaxið og
breiðst út um áratuga skeið.
Skýrslan byggist á rannsóknum
sem Borgþór Magnússon, Sigurður
H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sig-
urðsson gerðu á 15 svæðum á árun-
um 2011 til 2014 og voru endurtekn-
ing á rannsóknum sem fóru fram á
sömu svæðum 20 árum fyrr. Mark-
miðið var að leita svara við spurning-
um um það í hvers konar landi lúpína
breiðist út, hvort hún breiðist yfir
gróið land, hvaða gróðurbreytingar
fylgja henni og hvort hún víki með
tímanum.
Mosateppi hindrar nýliðun
Sunnanlands var framvinda í lúp-
ínubreiðum fremur lík frá einu svæði
til annars. Þar myndaðist með tím-
anum graslendi í lúpínunni og þétt
mosalag í sverði. Á nokkrum svæðum
hafði lúpína gisnað mikið eða hörfað á
gömlum vaxtarstöðum á 30 til 50 ár-
um en ekki alls staðar. Borgþór
Magnússon, plöntuvistfræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun, segir að skýr
dæmi um þessa framvindu séu á Suð-
vesturlandi, svo sem í Heiðmörk,
Þjórsárdal og Haukadal. „Það er
okkar tilgáta að sinu- og mosalög sem
mynda einskonar teppi geri ung-
plöntum erfitt fyrir með að vaxa
upp,“ segir Borgþór. Hann tekur
fram að ekki hafi verið hægt að sann-
prófa þetta í Öræfum vegna sér-
stakra aðstæðna.
Vaxtarskilyrði eru betri fyrir lúp-
ínu sunnanlands en norðan vegna
meiri úrkomu.
Á Norðurlandi var framvinda lúp-
ínu misjöfn eftir aðstæðum. Á melum
í útsveitum sóttu einkum grasteg-
undir í gamlar breiður en á þurrari
svæðum inn til landsins þar sem lúp-
ína var gisnari þróaðist gróður í mó-
lendisátt á gömlum melum og í skrið-
um. Lúpína breiddist hins vegar
auðveldlega yfir gamalt mólendi
norðanlands og óx þar vel í moldar-
ríkum jarðvegi. Þar gjöreyddist lyng-
gróður en myndaðist með tímanum
elftingarríkt blómlendi.
Ekki komu fram jafn skýr merki
um hörfun lúpínunnar norðanlands
og sunnan, nema í Hrísey þar sem
skógarkerfill hafði lagt undir sig
gamla lúpínu. Lítið annað en kerfill
fannst þar. Höfundar benda á að
mosa- og grasvöxtur er miklu minni í
lúpínubreiðum norðanlands en sunn-
an og telja að það geti skýrt það að
lúpínan hörfar minna þar. „Sagan er
enn ekki sögð að fullu þar. Það væri
fróðlegt að skoða þróunina eftir önn-
ur tuttugu ár,“ segir Borgþór.
Gróið land fer einnig undir
Eins og fram kemur í upphafi telja
skýrsluhöfundar að búast megi við
margföldun í útbreiðslu á lúpínu á
næstu áratugum. „Sauðfjárbeit er að-
alþátturinn í að draga úr útbreiðslu
lúpínu. Hún kemur í veg fyrir að hún
dreifist inn í beitiland. Þar sem mikið
dregur úr beit eða beit er hætt alveg
opnast hlið fyrir lúpínu. Til framtíðar
séð má búast við að sauðfjárbeit
dragist saman frekar en hitt. Lúp-
ínan fær lausan tauminn á svæðum
sem sauðfé hverfur af og annar gróð-
ur fær líka að dafna eins og víðikjarr
og birki. Lúpínan er öflug jurt sem
bindur mikið köfnunarefni og gjör-
breytir aðstæðum,“ segir Borgþór.
Í skýrslunni kemur fram að lúpína
hafi aðeins numið brot af því landi
sem hún er fær um. Höfundarnir
telja líklegt að stærstu svæðin sem
lúpínan muni leggja undir sig og
skógarkerfill í kjölfarið, ef þar dregur
úr beit, séu sandar og aurar sunnan
jökla og mólendissvæði á Norður-
landi. Hluti af þessu landi er lítt eða
hálfgróið en einnig mun víðáttumikið
gróið land fara undir lúpínubreiður.
Búist við margföldun lúpínubreiða
Ný skýrsla um þróun lúpínu Þar sem dregur úr sauðfjárbeit má búast við að lúpína fari yfir
víðáttumikið gróið land en einnig gróðurlitla sanda og aura Hörfar minna norðanlands en sunnan
Morgunblaðið/Ómar
Elliðaárdalur Alaskalúpínan verður deiluefni næstu áratugina, ef að líkum lætur. Hún setur einnig lit á umhverfið.
Borgþór
Magnússon