Morgunblaðið - 15.10.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
mánudaginn 15. október, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Jóhann
Briem
Listmunauppboð nr. 112
Forsýning á verkunum mánudag kl. 10–17
Jó
a
e
N
ín
a
Tr
yg
gv
ad
ót
tir
yg
g
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fuglalífið í Hrísey hefursjaldan verið blómlegraen nú. Þegar sumrin erugóð og áfallalaus verður
viðkoma fuglanna góð og lífið dafn-
ar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í
eynni og mér finnst alltaf ævintýrið
eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir
Þorsteinn Þorsteinsson, fugla-
áhugamaður á Akureyri. Hann á sín-
ar rætur í Hrísey og hefur síðan í
æsku fylgst vel með fuglalífinu þar.
Mældir og merktir
Fyrir helgina fór Þorsteinn út í
Hrísey við þriðja mann til að athuga
með mófugla: auðnutittlinga, mús-
arrindla og glókolla. Strengd voru
net og fuglarnir lokkaðir í þau með
hljóðum; þeir mældir og merktir en
svo sleppt aftur að upplýsingum
fengnum.
„Aðeins örfá ár eru síðan gló-
kollur sást fyrst í eynni en stofninn
hefur mjög verið að styrkjast. En
það má ekkert út af bera; glókolllur-
inn er minnsti fugl Evrópu, er ekki
nema 5-7 grömm og komi til dæmis
mikil hret á veturna verða mikil af-
föll,“ segir Þorsteinn. Bætir við að í
Hrísey séu uppvaxtarskilyrði fugla
himinsins býsna góð. Á norðanverðri
eynni sé nú sprottinn upp hávaxinn
og skjólgóður birki- og barrskógur
þar sem fuglar verpi víða. Hins veg-
ar sé útbreiðsla lúpínu, kerfils og
hvannar áhyggjuefni, því verpi fugl-
ar í því stóði fari þeir fljótt af hreiðri
og afræki eggin.
Rjúpan er ráðandi í Hrísey
En það er rjúpan sem er ráð-
andi í Hrísey. Það var um 1930 sem
eyjarskeggjar tóku sig saman um að
þyrma fuglinum og veiða í hennar
stað sjófugl til matar. „Rjúpan hér
er afar gæf. Hér er óráðlegt að hafa
útidyr opnar því annars er fuglinn
kominn inn í stofu áður en við er lit-
ið,“ segir Þorsteinn sem telur að um
200 karrar séu í Hrísey, „hver þeirra
er gjarnan með 2-3 kvenfugla í tak-
inu sem samanlagt verpa á bilinu 10-
13 eggjum,“ segir Þorsteinn og held-
ur áfram:
„Það var um 1960 sem ég fór að
fylgjast með fuglalífi hér í Hrísey og
var þá aðstoðarmaður Finns Guð-
mundssonar fuglafræðings í rann-
sóknarferðum hans um landið. Þetta
átti strax hug minn. Rjúpan og allt
hennar líf er eftirtektarvert svo sem
hve spakur fuglinn er hér í friðlandi
sínu. Fyrir vikið er rjúpan héðan úr
eynni sem öllum treystir auðveld
bráð þegar veiðimenn fara á stjá.“
Skipta á milli sín afkvæmum
Steindepillinn er kvikur og lif-
andi fugl sem gaman er að fylgjast
með, segir Þorsteinn, spurður um
sinn eftirlætisfugl. „Þá er hrossa-
gaukurinn eftirtektarverður. Egg
hans eru yfirleitt fjögur og þegar
ungar skríða úr skurn skipta karl-
og kvenfuglinn afkvæmunum á milli
sín, halda síðan hvor í sína áttina og
sjást aldrei aftur,“ segir Þorsteinn
sem margir á Akureyri kalla Fugla-
Steina en aðrir tala um Steina rjúpu.
Músarrindill,
glókollur
og rjúpa
Í Hrísey á Eyjafirði er fjölbreytt fuglalíf sem Þorsteinn
Þorsteinsson hefur fylgst með í um 60 ár. Karrar af
kyni rjúpu eiga sér marga maka og viðkoman er
mikil. Þá er nokkuð af sjaldgæfum mófuglum í eynni.
Ljósmynd/Aðsend
Fuglavinur Þorsteinn Þorsteinsson í Hrísey fyrir nokkrum dögum og hér heldur hann á glókollum tveimur. Þetta
eru minnstu fuglar Evrópu og eru ekki nema 5-7 grömm að þyngd – og sáust hér á landi fyrst fyrir fáum árum.
Ljósmynd/Aðsend
Rjúpa Alfriðuð í Hrísey og því er hún einkar gæf. Sest meðal annars á
gluggasyllur húsa og er í stóískri ró þótt allt í kring hamist heimsins stríð.
Ljósmynd/Þorsteinn Þorsteinsson
Músarrindill Fallegur smáfuglinn
blakar vængjum og vill á loft.
Fjórir nemendur í stærðfræði við Há-
skóla Íslands hafa hlotið viðurkenn-
ingu úr Verðlaunasjóði Sigurðar
Helgasonar prófessors fyrir frábæran
námsárangur. Heildarupphæð verð-
launanna er 8.000 Bandaríkjadalir,
jafnvirði nærri 900 þúsund króna.
Verðlaunahafar eru Dagur Tómas Ás-
geirsson, Garðar Andri Sigurðsson,
Hjalti Þór Ísleifsson og Sölvi Rögn-
valdsson. Allir hafa þeir sýnt af-
burðaárangur og lokið prófum í flest-
um greinum með 10 í einkunn.
Garðar Andri lauk BS-prófi í stærð-
fræði síðastliðið vor og hyggst út-
skrifast næsta vor með BS-próf í
tölvunarfræði. Sölvi útskrifast nú í
október með BS-próf í hagnýttri
stærðfræði. Þess má geta að hann
hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Ís-
lands í fyrra fyrir þátt sinn í verkefni
sem heitir Áhættureiknir við með-
höndlun sjúklinga með mergæxli.
Dagur Tómas og Hjalti Þór hafa lokið
tveimur námsárum í stærðfræði og
erfiðum námskeiðum, sem venjulega
eru tekin á þriðja ári. Tilgangur fyrr-
nefnds sjóðs er að verðlauna stærð-
fræðinema og nýútskrifaða stærð-
fræðinga fyrir góðan árangur og
styrkja þá til frekari afreka í námi og
rannsóknum. Sjóðinn stofnaði Sig-
urður Helgason, sem varð prófessor
við MIT árið 1965 og eftir hann liggja
fjölmargar bækur og vísindagreinar
um stærðfræði. Hann hefur er heið-
ursdoktor við HÍ og heiðursfélagi Ís-
lenska stærðfræðifélagsins.
Stærðfræðiverðlaun við Háskóla Íslands
Hafa sýnt afburðaárangur
Stærðfræðingar Frá vinstri talið eru á myndinni Sölvi Rögnvaldsson, Dagur
Tómas Ágeirsson, Hjalti Þór Ísleifsson og Garðar Andri Sigurðsson.