Morgunblaðið - 15.10.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
Bragð af
vináttu • Hágæðagæludýrafóður
framleitt
í Þýskalandi
• Bragðgott og
auðmeltanlegt
• Án viðbættra
litar-, bragð- og
rotvarnarefna
Útsölustaðir:
Byko, Gæludýr.is,
4 loppur, Multitask,
Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Innanríkisráðherra Ítalíu hefur
skipað hundruðum flóttamanna að
yfirgefa smábæinn Riace, í Cal-
abria-héraðs á Ítalíu.
Ákvörðunin, sem kemur í kjölfar
handtöku á bæjarstjóra Ricae,
Domenico Lucano, hefur í för með
sér að verkefni sem færði bæði
flóttafólki og Ítölum atvinnu verður
lagt niður.
Bæði Lucano og Mario Oliverio,
héraðsstjóri Calabria, hafa mót-
mælt ákvörðun innanríkis-
ráðherrans. Oliviero sagði að
ákvörðunin væri „fáránleg og
óréttmæt“.
Lucano, sem hefur hlotið verð-
laun fyrir vinnu sína í flóttamanna-
málum, var handtekinn fyrir að
hvetja til ólöglegs innflutnings
flóttafólks.
Aðalásökunin á hendur bæjar-
stjóranum er sú að hann hafi skipu-
lagt hagkvæmnishjónabönd. Sú
ásökun varð til eftir að upp komst
að hann hjálpaði nígerískri konu og
ítölskum manni að gifta sig svo
konan slyppi við að vera þvinguð í
vændi í Napólí.
ÍTALÍA
AFP
Hundruðum skipað
að yfirgefa landið
Fimm suðurkór-
eskir fjall-
göngumenn og
fjórir nepalskir
leiðsögumenn
létu lífið í grunn-
búðum í Hima-
lajafjöllunum á
laugardag þegar
stormur eyði-
lagði búðir þeirra. Slysið er sagt
versta fjallgönguslys í Nepal á síð-
ustu tveimur árum.
Borin hafa verið kennsl á öll líkin
en meðal hinna látnu er Kim
Chang-ho sem er frægur fyrir að
hafa verið sá fyrsti til að klífa fjór-
tán hæstu fjöll heims án þess að
nota auka-súrefnisbirgðir.
Chang-ho leiddi gönguna en hóp-
urinn var í 3.500 metra hæð þegar
stormurinn skall á.
Átta af fjórtán hæstu fjöllum
heims eru í Nepal og afla tindarnir
landinu mikilla tekna.
NEPAL
Níu manns létust
í Himalajafjöllum
Bæverskir
bandamenn An-
gelu Merkel,
kanslara Þýska-
lands, í Kristi-
lega sósíal-
sambandinu
(CSU), fengu
sögulega lélega
kosningu í kosn-
ingum í Bæjaralandi í gær.
Flokkurinn hlaut 35,5% atkvæða
sem er 12 prósentum minna en í síð-
ustu kosningum. Hann missir þar
með meirihluta sinn og þarf að
reyna að mynda nýjan meirihluta
með öðrum flokkum. Flokkurinn
hefur nánast verið einráður í Bæj-
aralandi síðan 1960.
Flokkurinn Annar kostur fyrir
Þýskaland, sem talar gegn múslim-
um og fyrir afsögn Merkel, fékk
11% atkvæða. Sósíaldemókratar
misstu stöðu sína sem næststærsti
flokkurinn.
ÞÝSKALAND
Slæmt gengi
bandamanna Merkel
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Um 300.000 heimili í Portúgal urðu
rafmagnslaus eftir að leifar fellibyls-
ins Leslie skullu á norðurhluta og
miðju landsins seint á laugardags-
kvöld. Leifarnar höfðu í för með sér
mikla rigningu, snarpar vindhviður og
talsverðan öldugang.
Vegum lokað og flugi aflýst
Að minnsta kosti 27 manns slösuð-
ust lítillega en enginn alvarlega sam-
kvæmt BBC.
Þúsundir trjáa rifnuðu upp með
rótum, aðallega í strandbæjum norð-
an við höfuðborg Portúgals, Lissabon.
Trén skullu á rafmagnslínum og þver-
uðu vegi.
A1, aðalþjóðvegi Portúgals, var lok-
að tímabundið vegna trés sem hafði
fallið á hann. Mörgum flugferðum var
einnig aflýst vegna óveðursins.
Svæðin í kringum Lissabon fóru
einna verst út úr óveðrinu ásamt um-
dæmunum Combra og Leiria. Borg-
irnar Aviero, Viseu og Porto urðu
einnig fyrir tjóni en þær eru í Norður-
hluta landsins.
Stormurinn er einn sá kraftmesti
sem hefur skollið á Portúgal en vind-
hraðinn mældist allt að 50 metrar á
sekúndu þegar mest lét.
Það er mjög sjaldgæft að fellibyljir
af Atlantshafi skelli á Íberíuskagan-
um. Einungis er vitað til þess að það
hafi gerst fimm sinnum.
Rúlluskautahokkí stöðvað
Þakið fauk af íþróttaleikvangi þar
sem Evrópumót kvenna í rúllu-
skautahokkíi fór fram. Viðburðurinn
var stöðvaður af þeim sökum.
Tæplega tvö þúsund atvik voru
skráð hjá viðbragðsaðilum en yfir-
maður almannavarna í landinu, Luis
Belo Costa, sagði í gær að versta
óveðrið væri yfirstaðið.
Fellibylurinn myndaðist 23. sept-
ember en var skilgreindur sem hita-
beltisstormur áður en hann skall á
Portúgal seint á laugardag.
Yfirvöld höfðu þá hvatt íbúa til að
dvelja innandyra og halda sig frá
strandsvæðum.
Þúsundir trjáa rifnuðu upp
27 manns slösuðust þegar leifar fellibylsins Leslie skullu á Portúgal Einn
kraftmesti stormur í sögu Portúgals Vindhraði allt að 50 metrar á sekúndu
AFP
Björgunarstarf Slökkviliðsmenn fjarlægja fallin tré af vegi í Portúgal eftir
að leifar af fellibylnum Leslie skullu á landinu á laugardagskvöld.
Salvadoríski erkibiskupinn, Óscar
Romero, komst í dýrlingatölu þeg-
ar Frans páfi veitti honum þann
heiður við athöfn í Vatíkaninu um
helgina. Romero var myrtur af her-
mönnum þegar hann messaði árið
1980. Morðingjarnir hafa aldrei
verið sóttir til saka.
Biskupinn talaði fyrir friði í
borgarastyrjöld í El Salvador sem
stóð frá 1980 til 1992. Í síðustu pre-
dikun sinni sagði Romero: „Ég hvet
ykkur, ég bið ykkur, ég skipa ykk-
ur í nafni Guðs: hættið kúguninni.“
Daginn eftir að Romero flutti pre-
dikunina var hann skotinn til bana.
Frans páfi lofaði Romero fyrir að
tala fyrir friði og einnig fyrir að
fórna eigin öryggi til þess að vera
nærri fátæku fólki og söfnuði sín-
um.
Við athöfnina var Frans með
sama belti og Romero hafði verið
með þegar hann var myrtur.
Athöfn í Vatíkaninu
AFP
Friðar-
sinni í dýr-
lingatölu