Morgunblaðið - 15.10.2018, Side 16

Morgunblaðið - 15.10.2018, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íárslok í fyrravakti athygliþegar fjöl- menn mótmæli hóf- ust í Íran og beind- ust einkum að því hvernig klerka- stjórninni hefði mistekist við efnahagsstjórn landsins. Gjald- miðillinn var þá á fallanda fæti og aðrar hagtölur litu illa út, þrátt fyrir að kjarnorku- samkomulagið umdeilda hefði fært Íransstjórn aðgang að miklu fjármagni. Þátttakendum í mótmælunum mislíkaði að klerkastjórnin hafði ákveðið að verja miklu af því fjármagni til þess að kynda und- ir átökum og óróa vítt og breitt um Mið-Austurlönd, frekar en að styrkja innviði landsins. Þá hefur landið sett mikið fjármagn í tilraunir með eldflaugar, sem aftur hafa valdið deilum við um- heiminn, enda vekja þær veru- legar efasemdir um vilja Írans til að standa við kjarnorku- samkomulagið. Á því tæpa ári sem liðið er frá þessum mótmælum hefur ým- islegt breyst til verri vegar fyrir írönsk stjórnvöld. Bandaríkja- stjórn ákvað að hún myndi ekki lengur virða kjarnorku- samkomulagið og hófst handa við að setja viðskiptaþvinganir á landið að nýju. Stjórnvöld í Íran hafa eins og við mátti búast tek- ið þessu illa og talaði Rouhani forseti um það í gær að núver- andi stjórnvöld í Bandaríkj- unum væru þau fjandsam- legustu í fjóra áratugi. Þessi hörðu viðbrögð endurspegla þá staðreynd að aðgerðir banda- rískra stjórnvalda til að reyna að koma í veg fyrir neikvæð áhrif Írans á umhverfi sitt munu valda Íran enn frekari efna- hagslegum erf- iðleikum, þó að ráðamenn þar hafi reynt að gera sem minnst úr aðgerðunum. Samhliða þessu hefur þróun innanlandsstjórnmála Írans verið athyglisverð. Þeir sem teljast til „hófsamari“ afla innan íranska stjórnkerfisins hafa mátt láta undan síga á meðan harðlínumenn hafa hert tökin jafnt og þétt. Harðlínumenn telja að tilraun „umbótaaflanna“ til þess að nálgast umheiminn hafi mistekist þegar Bandaríkin sögðu sig frá kjarnorku- samkomulaginu. Rétt er að geta þess, að um- bætur þær sem hinir hófsamari meðlimir klerkastjórnarinnar vilja koma á fót eru ekki eins lýðræðissinnaðar og sumir vest- rænir fjölmiðlar vilja gjarnan trúa og fátt bendir til annars en að hin harða utanríkisstefna landsins, sér í lagi í valdatafli Mið-Austurlanda, hafi einnig verið með samþykki hinna „hóf- sömu“. Þessi afstaða hefur að lík- indum grafið undan lögmæti „hófsömu“ aflanna meðal al- mennings, og þá sérstaklega írönsku millistéttarinnar sem hefur í engin hús að venda. En þó að harðlínuöflunum hafi þannig enn tekist að halda pott- lokinu á óánægjunni í landinu er harkan líklega einnig til marks um að þau óttast að lítið þurfi til að upp úr sjóði. Ekki er ósenni- legt að það sé hárrétt mat. Hinir „hófsömu“ fara halloka í Íran en óánægjan kraumar undir niðri} Kynt undir átökum Skattheimtu-flokkarnir hafa ævinlega miklar áhyggjur af rík- issjóði og viðhorf til margra mála mark- ast af miklum velvilja í garð þess sjóðs. Logi Einarsson, for- maður Samfylkingarinnar, hélt til dæmis ræðu á flokksstjórn- arfundi um helgina og sýndi þar að enn eru ýmsir skattstofnar vannýttir. Hann lýsti áhyggjum af fækkun starfa vegna breyt- inga sem hann taldi sig sjá framundan á vinnumarkaðnum. Þar með myndi „núverandi fyr- irkomulag þar sem hver vinnu- stund er skattlögð, ekki duga“. Og svarið lét ekki á sér standa, horfa yrði til þess að greiða „skatt af róbótum“ eða finna aðrar leiðir til að mæta þeim erfiðu tímum sem framundan væru fyrir ríkissjóð þegar vinnustundum fækkaði. Hingað til hefur verið talið æskilegt að fyrirtæki fjárfesti og ný tækni ryðji sér til rúms með tilheyrandi fram- leiðniaukningu og bættum lífs- kjörum. Sú skoðun hefur jafnvel verið ríkjandi að frekar ætti að stuðla að slíkri þróun en standa í vegi fyrir henni. Það er þess vegna nýstárleg hugmynd hjá formanni Sam- fylkingarinnar að nú þurfi að fara að undirbúa skattlagningu tækniframfara. Það má jafnvel segja að þetta sé róttæk hug- mynd og djörf og til skamms tíma mun hún meira að segja mögulega ná því markmiði sínu að bæta hag ríkissjóðs. En hvað ætli gerist svo þegar skattlagning tækniframfara fer að bíta og Ísland fer að dragast aftur úr öðrum löndum vegna skorts á fjárfestingum og tæknivæðingu? Hvaða skatt- stofn telur Samfylkingin að taki þá við? Formaður Samfylk- ingarinnar rær á ný mið í skattheimtu} Skattlagning tækniframfara O rð eru til alls fyrst. Á dögunum kynntum við aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskr- ar tungu til framtíðar og ein af þeim mikilvægustu tengist hjartans máli margra, íslenskum bókum og læsi þjóðarinnar. Bókaútgáfa er ein af mik- ilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir þróun tungumálsins óumdeilt. Lestrarfærni er lykill að lífs- gæðum okkar og bækur grundvöllur sí- menntunar alla ævi. Kveðið er á um stuðning við útgáfu bóka á íslensku í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og á næstu dögum mun ég tala fyrir frumvarpi sem marka mun þátta- skil fyrir íslenska bókaútgáfu, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og aðra sem vilja veg íslenskunnar sem mestan. Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslenska heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Ráðgert er að verja til þessa um 400 milljónum kr. í beinar endurgreiðslur frá og með næsta ári. Meginmarkmið frumvarpsins er því að styðja við og efla bókaútgáfu á íslensku vegna menningarlegs mik- ilvægis bókaútgáfu fyrir þróun íslenskrar tungu sem er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Þjóð- tungan er sameiginlegt mál landsmanna og stjórnvöld- um ber að tryggja að unnt sé að nota hana á öllum svið- um íslensks þjóðlífs. Bóksala á Íslandi hefur dregist saman og nemur veltusamdráttur bókaútgáfa hérlendis um 40% á síðustu 10 árum. Ástæður þess má einkum rekja til breyttrar samfélagsgerðar, örrar tækniþróunar og annarra þjóðfélags- breytinga. Tilkoma ýmiss konar afþreying- arefnis, aukið framboð lesefnis og mynd- efnis á netinu, snjalltækja og annarra miðla hefur leitt til þess að lestur bóka á íslensku hefur verulega dregist saman. Þessi þróun er mikil áskorun fyrir tungumál fámennrar þjóðar. Nýleg rannsókn um máltöku og mál- þroska íslenskra barna, framkvæmd af Ei- ríki Rögnvaldssyni og Sigríði Sigurjóns- dóttur sýnir að málvitund er að taka hröðum breytingum. Það er ekki síst á herðum íslenskra útgef- enda að bregðast við breyttum aðstæðum og þróa sína útgáfu svo hún mæti betur les- endahóp dagsins í dag. Þessari tímamótaaðgerð er ætl- að að hvetja til aukinnar útgáfu bóka á íslensku, á prenti og/eða rafrænum miðlum og auka þannig fram- boð og fjölbreytni efnis fyrir íslenska lesendur. Til þess að stuðla að bættu læsi þurfa allir aldurshópar, og ekki síst börn og ungmenni, að geta nálgast áhugavert og fjölbreytt lesefni á íslensku. Stuðningur af þessu um- fangi mun auka mjög svigrúm íslenskra bókaútgáfa og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér fyrir þá sem að henni koma. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Tímamót fyrir íslenskar bækur Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Tannlækningar í Búdapest.Ein af leiðandi tann-læknastofum í Ungverja-landi. Sparaðu allt að 50- 70%.“ Á þessum orðum byrjar ein af þeim fjölmörgu internet-auglýs- ingum sem hellast yfir landann um þessar mundir og hafa Íslendingar margir hverjir stokkið til og haldið utan. Er um að ræða pakkaferðir þar sem boðið er upp á flugmiða, gistingu og tannviðgerðir, en vinsælt er nú að fara til Búda- pest og Gdansk í Póllandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íslendingar fara til tannlækna er- lendis. Áður fyrr héldu þeir til Taí- lands og Búlgaríu, oft með misjöfnum árangri. Morgun- blaðið setti sig nýverið í samband við nokkra íslenska tannlækna og sögðu þeir enga almenna reynslu vera komna af þeirri þjónustu sem boðið er upp á í þessum nýju tilboðsferðum. Reynslan kann að koma í ljós eftir eitt til tvö ár. Þeir sögðust þó vita nokkur dæmi þess að Íslendingar hefðu þurft að leita til tannlækna hér á landi eftir tannlæknismeðferð í Austur-Evrópu. Oft óásættanleg vinnubrögð „Sjálf hef ég séð vinnu sem aldr- ei myndi teljast ásættanleg hér heima,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í tann- og munn- gervalækningum og formaður Tann- læknafélags Íslands. „Ég hef þó mestar áhyggjur af yfirmeðhöndlun. Oft er verið að selja fólki postulíns- krónur á allan tanngarðinn þegar ein- ungis er þörf á þremur eða fjórum krónum. En vegna þess að þetta er ódýrara þar en hér þá samþykkir fólk gjarnan aðgerðina og er hún þá ósjaldan framkvæmd í flýti. Þegar þess háttar vinnubrögð eru viðhöfð lætur oft eitthvað undan enda um að ræða viðkvæma og tímafreka vinnu.“ Spurð hvað helst mætti betur fara svarar Elín: „Það er fremur al- gengt að við tannlæknar sjáum hvernig krónurnar passa illa við tenn- urnar, þ.e. að brúnirnar á krónunum falla ekki rétt að tönnunum og að gap sé á milli. Einnig ber oft á því að fag- urfræðinni sé ábótavant og fólk komi heim með tennur sem passa þeim illa. Þær geta verið of stuttar, of síðar, einlitar, of hvítar og karakterlausar. Þetta eru einkenni vinnu undir tíma- pressu. Að auki kvarta sjúklingarnir sjálfir stundum undan að bitið sé rangt og það getur haft slæm áhrif á vöðva og kjálkaliði. Þá eru líka dæmi um rótarbólgur í kjölfar krónusmíða. En það getur hæglega valdið rót- arbólgu ef gengið er of nálægt tönn- inni með því að fræsa utan af henni glerunginn og aðeins rúmlega það.“ Er ábyrgðin í raun marklaus? Í fyrrgreindum auglýsingum er gjarnan tekið fram að „full ábyrgð“ sé á þjónustunni. Elín segir hana hins vegar falla úr gildi um leið og aðrir tannlæknar en sá sem vann verkið í upphafi byrjar að meðhöndla viðkom- andi einstakling. „Þeir gefa út ábyrgðarvottorð með vinnu sinni en um leið og við snertum á þessu fellur öll ábyrgð úr gildi. Ef eitthvað klikkar eða losnar þá stendur fólk frammi fyrir þeirri ákvörðun að kosta viðgerðir hér heima eða fara aftur til útlanda með tilheyrandi kostnaði og hitta viðkom- andi tannlækni. Þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé betur heima setið en af stað farið.“ Spurð hvort minna sé að gera hjá tannlæknum hér vegna tann- læknaferðanna kveðst Elín ekki finna fyrir því, mikið sé að gera. „Þetta hef- ur ekki haft nein slík áhrif á okkar rekstur. Mörg okkar muna eftir Búlgaríutönnunum, þá var mikið að gera við að laga þá vinnu. Hvort þetta verður eitthvað svipað á bara eftir að koma í ljós.“ Verða þessar betri en Búlgaríutennurnar? Morgunblaðið/Árni Sæberg Í stólnum Boðið er upp á pakkaferðir til tannlækna í Austur-Evrópu. Elín Sigurgeirsdóttir Elín Sigurgeirsdóttir segir þá sem fara til tannlækna í Austur- Evrópu vera í meiri hættu á að smitast af fjölónæmum bakt- eríum en aðra, það hafi rann- sóknir sýnt. „Það er mjög mikið af þeim í þessum löndum og þetta er eitthvað sem við viljum alls ekki fá á okkar stofur,“ segir hún og bendir á að í Noregi þurfi sjúklingar að fara í sýnatöku áð- ur en þeir leggjast inn á heil- brigðisstofnanir hafi þeir sótt tannlæknaþjónustu í Austur- Evrópu. „Ég vil þó leggja áherslu á að ekki er verið að ala á tortryggni í garð erlendra tannlækna enda ekki hægt að halda því fram að allt sé rangt sem þeir gera. Fólk þarf þó að vera meðvitað um að þessum ferðum fylgir einhver áhætta. Tannlækningar eru flókin og tímafrek vinna þar sem gæðin skipta öllu máli. Þó að eitthvað líti vel út á yfirborðinu getur und- irvinnunni, sem öllu skiptir, verið ábótavant og skapað vandamál síðar. Ekki má gleyma mikilvægi eftirfylgni með stórum verkum sem eðli málsins samkvæmt er oft ekki í boði,“ segir Elín og bendir á að Tannlæknafélagið muni útbúa fyrir þá sem hyggjast leita sér tannlæknaþjónustu er- lendis upplýsingar sem nálgast má hjá tannlæknum. Gætu smit- ast erlendis FJÖLÓNÆMAR BAKTERÍUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.