Morgunblaðið - 15.10.2018, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
Við Sæbraut Ferðalangar á göngu framhjá háhýsum við Sæbraut í Reykja-
vík þar sem útsýnið yfir sundin blá er einkar fallegt þegar vel viðrar.
Eggert
Í þeirri upprifjun á
hruninu sem átt hefur
sér stað nú að undan-
förnu hefur ýmislegt
komið fram og þá ekki
síst miðað við ástand
þjóðmála og þá stemn-
ingu sem er í alþjóða-
pólitík í dag. Þegar
maður skoðar þessar
fréttir og fréttaskýr-
ingar á tíu ára gömlum
atburðum og ber síðan saman við
viðhorf og umræður sem eru gangi í
dag verður maður hugsi.
Upphaflega ætlaði ég að stinga
niður penna og ræða um þann
merka áfanga sem náðst hefur á
þessu ári varðandi samskipti Ís-
lands og Rússlands. Hinn 4. október
sl. voru 75 ár liðin síðan Ísland og
Rússland tóku upp stjórnmála-
samband. Viðskipti og samskipti
þessara þjóða hafa gengið vel í
gegnum tíðina og má rifja upp ým-
islegt. Ugglaust koma síldarárin
fljótt upp í huga en Rússland var
aðalmarkaður fyrir síld okkar Ís-
lendinga og í Rússlandi er enn þá
minnst á Íslandssíldina með sökn-
uði. Nýjustu atburðirnir eru að
sjálfsögðu HM og frábær úrvinnsla
Rússa á þeim atburði. Þess utan
hafa viðskiptaleg samskipti gengið
prýðilega og eftir því sem ég veit
best þá hafa pólitísk samskipti einn-
ig gengið vel, þar til
núna.
Hverjir voru
vinir í raun?
Og þá kem ég aftur
að samanburði á þessu
tíu ára tímabili. Það
virðist vera nokkuð á
hreinu að vinir okkar,
nágrannar og klúbba-
félagar í hinum svoköll-
uðum „vestrænu lönd-
um“ vildu lítið með
okkur hafa og lögðu
sumir stein í götu okkar þegar
bankaáfallið reið yfir. Umfjöllun um
þetta hefur verið takmörkuð nema
ef til vill um hryðjuverkalög Breta á
Íslendinga. Í ljós hefur komið að við
fengum engan stuðning og áttum
ekki að fá frá ýmsum „vina“-þjóðum.
Í þessari deild voru Evrópusam-
bandsríkin með Bretland í forystu,
Bandaríkin og Skandinavía að Fær-
eyjum undanskildum. Hverjir voru
síðan vinir í raun? Jú, Pólland, Fær-
eyjar, Kína og Rússland. Þessi stað-
reynd finnst ýmsum óþægileg, sér-
staklega þeim sem sífellt eru að
dásama hið vestræna samstarf og
samstöðu.
Hægt er að taka fleiri dæmi þar
sem Rússar hafa reynst okkur hauk-
ar í horni. Til dæmis þegar Ísland
færði út landhelgina í 4 mílur. Eng-
lendingar settu löndunarbann á Ís-
lendinga og margir „félagar“ okkar í
Evrópu sneru við okkur baki. Vel að
merkja þá var England stærsti
kaupandinn að íslenskum sjávaraf-
urðum. Í framhaldi af þessu sömdu
Rússar við Íslendinga um umtals-
verð kaup á fiski. Á þeim tíma bjarg-
aði þetta íslensku þjóðinni fyrir
horn. Það er viðurkennt og munað,
allavega hér á landsbyggðinni, að
íbúar sjávarþorpa sem höfðu lifi-
brauð sitt af fiskvinnslu héldu sjó í
þessum krappa öldudal, einmitt
vegna samninga við Rússa.
Marklausar þvinganir
En aftur að upprifjun og saman-
burði. Það er afar sérkennilegt að ís-
lensk stjórnvöld skyldu telja nauð-
synlegt að taka þátt í þvingunar-
aðgerðum „vina okkar“ gagnvart
Rússlandi. Þær þvinganir af Íslands
hálfu voru marklausar. Sem dæmi,
þá framleiðum við ekki vopn. Þrýst-
ingurinn á okkur var að sýna sam-
stöðu. Krafa um þá samstöðu kom
frá ESB með England í broddi fylk-
ingar og Bandaríkjunum. Við rukum
upp til handa og fóta og tókum þátt í
þessu að áeggjan þjóða sem höfðu
stuttu áður hundsað okkur og sumar
jafnvel reynt að knésetja okkur. Og
þessu er beint að þjóð sem ávallt
hefur verið tilbúin að liðsinna okkur
á ögurstund.
Rússar brugðust að sjálfsögðu til
andsvara sem hefur kostað íslenskt
hagkerfi milljarða á milljarða ofan.
Hefði ekki verið nær fyrir okkur að
halda hlutleysi okkar sem herlaus
þjóð, heldur enn að láta draga okkur
inn í eitthvað sem við hvort sem er
getum ekki haft áhrif á, en einungis
setið eftir með skaðann?
En ég held að samt sé það þannig
að þrátt fyrir allt beri almenningur
þessara tveggja ríkja mikla velvild
og hlýhug hvor til annars. Ég hef t.d.
upplifað að þeir Íslendingar sem ég
þekki og fóru á HM tala um hversu
vel Rússar tóku á móti Íslendingum
og voru vinalegir. Það sem mér þótti
einnig merkilegt var að ýmsir sem
ég talaði við viðurkenndu að hafa
haft fyrirfram mótaðar skoðanir og
jafnvel fordóma gagnvart landi og
þjóð. Slíkt hvarf víst fljótt eftir
stutta dvöl. En þá spyr maður sig,
hvernig myndast slík viðhorf gagn-
vart landi sem maður hefur aldrei
komið til? Svarið er augljóst. Eftir
margra áratuga neikvæða speglun á
ímynd Rússlands síast inn ákveðin
viðhorf. Það er ekkert óvenjulegt.
En það er óvenjulegt að slíkur áróð-
ur skuli hafa staðið svona linnulaust
í áratugi. En sem betur fer er fólk
farið aðeins að sía þessa hluti og ég
vona að íslenskir HM-farar muni
segja frá sinni reynslu og breyta
umræðunni á næstu árum.
Skyrinu vel tekið
Á sama tíma og HM fór fram var
ýtt úr vör framleiðslu á Ísey skyri í
Rússlandi sem er samstarfsverkefni
rússneskra og íslenskra fyrirtækja.
Myndband sem unnið var í sam-
vinnu við Tólfuna, stuðnings-
mannaklúbb íslenska liðsins, þar
sem þakklæti og vinátta var aðal-
þráðurinn, fór eins og eldur í sinu
um netheima meðan á HM stóð og
vakti mikla athygli. Rússar útbjuggu
sambærilega kveðju til baka og vel-
vild þeirra gagnvart Íslendingum
kom vel í ljós í stuðningi við okkar
landslið. Skyrinu hefur verið vel tek-
ið og er nú smám saman að komast í
víðtæka dreifingu þar í landi.
Ég hef í gegnum tíðina verið tölu-
vert í samskiptum og viðskiptum við
Rússa. Rússar eru upp til hópa heið-
arlegir, vingjarnlegir og hafa mikinn
áhuga á Íslandi. Það sem mér finnst
dálítið merkilegt er hversu líkir
Rússar eru Íslendingum. Þeir eru
seinkynntir og þú þarft að vinna
traust þeirra, en þá er það til lang-
frama. Þeir eru hörkuduglegir, gera
grín að sjálfum sér og finnst sopinn
góður og eru, þrátt fyrir ýmsar mýt-
ur, mjög lífsglaðir. Kannski var það
þannig að víkingarnir sem fóru til
Garðaríkis skildu eitthvað meira eft-
ir en orðspor og sverð?
Eftir Ágúst
Andrésson »Kannski var það
þannig að víking-
arnir sem fóru til
Garðaríkis skildu
eitthvað meira eftir
en orðspor og sverð?
Ágúst Andrésson
Höfundur er ræðismaður Rússlands.
75 ára stjórnmálasamband Íslands og Rússlands
Það hefur verið
mjög erfitt að skilja
umræðuna um veið-
gjöld á sjávarútveginn
á síðustu árum. Mikill
misskilningur er í
gangi að þessi gjöld
séu lögð á útgerð-
arfyrirtæki. Það er
ekki rétt. Heldur eru
veiðigjöldin lögð á
fisktegundir. Gjaldið
er mishátt á hverja
fisktegund og er gjaldið ákveðið
eftir formúlu sem mjög erfitt er að
skilja. En greiðendur að þessu
veiðigjaldi eru þau útgerðarfyr-
irtæki sem eiga fiskiskipin sem
veiða fisktegundir við Íslands-
strendur. Þegar útgerðarfyr-
irtækið fær reikning frá Fiskistofu
þá er grundvöllur reiknings Fiski-
stofu byggður á veiði ákveðins
fiskiskips fyrir liðinn mánuð. Á
reikningnum er sundurliðuð veiði á
hverri fisktegund hjá þessu
ákveðna fiskiskipi. Þetta fiskiskip
er með ákveðið númer sem er kall-
að skipaskrárnúmer og er það svo-
kölluð kennitala fiskiskipsins í op-
inberum skrám. Þegar stjórnvöld
hófu álagningu veiðigjalds var það
lagt á aflamark hvers fiskiskips
eins og úthlutn var 1. september
ár hvert. Þannig borguðu þau
fiskiskip/útgerðarfyritæki sem
höfðu aflamark gjaldið. En á árinu
2016 var þessu breytt þannig að
þau skip sem veiða aflann í hverj-
um mánuði fá reikninginn núna.
Þau fiskiskip sem veiða mikinn
afla greiða þar af leiðandi háar
fjárupphæðir í veiðigjöld í hverjum
mánuði.
Aðferðin skaðar hagsmuni
þjóðarinnar
Það sem undirritaður hefur
áhyggjur af og hefur reyndar
reynt að benda á margoft á síðast-
liðnum árum er að þetta veiðigjald
er mjög ósanngjarnt. Þegar grannt
er skoðað þá er gríðarlegur munur
á veiðigjaldi á milli fisktegunda.
Gjaldskráin er birt op-
inberlega og er hægt
að sjá hana á heima-
síðu Fiskistofu.
(http://www.fiski-
stofa.is/fiskveidistjorn/
veidigjold/) Ástæða
þess að það er svona
mikill munur á veiði-
gjaldi á hverja fisk-
tegund er hvernig
stjórnvöld ákváðu
reiknigrunn sem not-
aður er til viðmiðunar
til að finna út veiði-
gjald á hverja fiskteg-
und. Þessi reiknigrunnur minnir
mig svolítið á þegar Bakkabræður
reyndu að bera birtu inn í hús sitt
í fötu.
Þessi reiknigrunnur byggist í
einföldu máli á því að reikna af-
komu fiskiskips af veiðum á hverri
fisktegund í hverri veiðiferð. Við
ákvörðun á verðmæti hverrar fisk-
tegundar er miðað við aflaverð-
mæti hverrar fisktegundar yfir
bryggjukantinn þegar afla er land-
að í fiskihöfn. Ekkert tillit er tekið
til hvort þetta er afurð eða hvort
þetta er hráefni til frekari vinnslu
í fiskvinnslu í landi.
Þessi aðferðafræði gerir það að
verkum að gjaldið verður mjög
ósanngjarnt á milli fisktegunda. Ef
fisktegund er unnin um borð í
fiskiskipi er henni landað sem end-
anlegri afurð og það verður til um
borð í fiskiskipinu verðmætaaukn-
ing við að framleiða afurð úr hrá-
efni fisksins. Reiknigrunnur
stjórnvalda tekur ekki tillit til þess
að þarna er um verðmætaaukningu
að ræða sem verður til úti á sjó.
Ef fisktegund er landað sem
óunnið hráefni í höfn og unnin í
fiskvinnslu í landi þar sem verð-
mætaaukning verður til þá kemur
sú verðmætaaukning ekki inn í
reiknigrunn stjórnvalda þegar
fundið er út veiðigjald á hverja
fisktegund. Það leiðir til þess að
fisktegundir sem eru unnar eru úti
á sjó fá hærri veiðigjöld en fisk-
tegundir sem eru unnar í landi.
En í opinberi umræðu er alltaf
talað um hvað allur sjávarútvegur-
inn skapar mikla verðmætaaukn-
ingu með veiðum og vinnslu okkar
fiskistofna. En svo er gjaldinu
skipt niður eftir Bakkabræðraleið-
inni. Afleiðingin er að það er verið
að selja úr landi okkar stærstu og
bestu fiskiskip sem hafa verið að
vinna fisktegundir úti á sjó og
skila oft hæstu verði á ákveðnum
fisktegundum á kröfuhæstu mörk-
uðum um allan heim. Þessi fiski-
skip hafa verið mönnuð af mjög
reyndum sjómönnum og þessir sjó-
menn hafa verið mjög tekjuháir og
þar af leiðandi háir skattgreið-
endur í sínum samfélögum. Einnig
hafa þessi fiskiskip og sjómenn
sótt afla á fjarlægð mið sem okkar
minni fiskiskip hafa ekki getað
sótt. Þessi ákveðni skipaflokkur
hefur skilað þjóðarbúinu miklum
verðmætum á síðustu áratugum og
það er mikil þekking til í þessum
skipaflokki sem mjög óskyn-
samlegt er að leggja af vegna
skammsýni stjórnvalda í dag.
Þessi aðferðafræði sem nú er í
gildi við að skipta heildar-
veiðigjöldum niður á fisktegundir
mun að mínu mati skaða íslenskan
sjávarútveg og þjóðina í heild á
næstu árum og áratugum verði
ekkert gert. Það er mikilvægt
núna að í meðferð Alþingis á nýj-
um lögum um veiðigjöld verði
hugsað út í þessa aðferðafræði
sem ég tel að sé röng og muni
skerða lífskjör Íslendinga þegar
fram í sækir verði ekki breyting á.
Eftir Guðmund
Kristjánsson
Guðmundur
Kristjánsson
» Þessi aðferðafræði
sem nú er í gildi
við að skipta heildar-
veiðigjöldum niður á
fisktegundir mun að
mínu mati skaða ís-
lenskan sjávarútveg
og þjóðina í heild á
næstu árum og áratug-
um verði ekkert gert.
Höfundur er forstjóri HB Granda.
Veiðigjöld lögð á fisktegundir
en ekki útgerðarfyrirtæki