Morgunblaðið - 15.10.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 15.10.2018, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018 21 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Útskurður kl. 13. Félags- vist kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15- 15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Félagsvist kl. 13. Vatns- leikfimi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverksstofa kl. 9. Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 14.10. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13- 16. Allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Póstulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30, handavinna / brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Hraunsel Myndmennt kl. 9. Tyffanis í föndurstofu kl. 9-12. Gaflara- kórinn kl. 11. Félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og jóga með Carynu kl. 10. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Opnað 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Byrjendanámskeið línudans kl. 10. Myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasd. kl. 12.30-15.30. Handavinnuhornið kl. 13-15. Félagsvist kl. 13. Kaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Korpusystkin Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, dans í Borgum kl. 11 í dag, vonumst til að sjá sem flesta. Skartgripagerð kl. 13 í Borgum og félagsvist í Borgum kl. 13, tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpusystk- ina kl. 16 í dag í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Ath. nk. fimmtudag 18. október verður bingó í Golfskálanum kl. 14. Ath. Skráning hafin í ,,óvissuferðina" sem farin verður þriðjudaginn 23. október nk. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Nýtt 8 vikna zumba gold námskeið fyrir styttra komna / byrjendur kl. 9.45. ZUMBA gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi kl. 11.30. Tanya leiðir alla hópana. Ensku-námskeið; talað mál fyrir byrjendur hefst miðvikudaginn 17. október, leiðbein- andi Margrét Sölvadóttir, skráning í s. 588-2111, feb@feb.is. Sjálfstæðisflokkurinn 90 mínútur um heilbrigðismál Við ætlum að skoða öldrunarþjónustu heildstætt út frá hækkandi meðalaldri, betri heilsu og hvernig þörf fyrir fjölbreyttari þjónustu hefur aukist. Framsögumenn: Þóra Helgadóttir Frost hagfræðingur hjá Gamma í London og Gísli Páll Pálsson forstjóri Markar hjúkrunarheimilis. Að þeim loknumverður opnað fyrir umræður. Fundarstjóri er Guðbjörg Oddný Jónasdóttir vara- bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Fundurinn fer fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1 í hádeginu mánudaginn 15. október og hefst kl. 11.30. Ljúffeng súpa frá Ostabúðinni á Skólavörðustíg verður á boðstólum gegn vægu gjaldi. Fundir/Mannfagnaðir Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smá- og raðauglýsingar með morgun- ✝ Benedikt HansAlfonsson, skólastjóri Sigl- ingaskólans, fædd- ist á Garða- staðagrundum í Ögurhreppi, Norð- ur-Ísafjarðarsýslu, 25. ágúst 1928. Hann lést 29. sept- ember 2018 á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Foreldrar hans voru Alf- ons Hannesson, f. 3.8. 1900, d. 13.5. 1977, og Hansína Kristín Hansdóttir, f. 5.11. 1901, d. 16.9. 1970. Systkini Benedikts eru Hannes, f. 10.8. 1927, d. 26.3. 2005, Jóhann Þórir, f. 5.12. 1930, d. 25.10. 2009, Garðar, f. 13.12. 1932, Gunnhildur Soffía, f. 15.3. 1934, Ásta Sigríður, f. 11.11. 1939, og Aðalheiður Kristín, f. 27.3. 1944. Eftirlifandi eiginkona Bene- dikts er Katrín Jónsdóttir, f. 20.7. 1933. Börn þeirra eru: 1) Guðleif Hlíf, f. 14.1. 1957, gift Jan Lönnqvist, f. 28.7. 1956. Dætur þeirra eru Katarína Álf- rún, f. 28.2. 1992, sambýlis- maður Théo Jourdain, f. 1.5. 1989, og Emelí Álfdís, f. 12.9. og skipstjórnarprófi á varðskip ríkisins 1958. Benedikt lauk skipstjóraprófi frá Stýrimanna- skólanum í Kaupmannahöfn 1961 og stúdentsprófi frá Öld- ungadeild MH 1977. Benedikt starfaði við sjó- mennsku 1944-1960, á fiskibát- um, togurum, flutningaskipum og varðskipum, fyrst sem háseti og síðan stýrimaður. Hann var kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1960-1991. Sumrin 1966-1968 starfaði hann sem stýrimaður á hvalbátum. Síðar vann hann í sumarafleysingum sem stýrimaður og skipstjóri á flutningaskipum og við tilkynn- ingaskyldu íslenskra skipa. Benedikt stofnaði Siglinga- skólann 1984. Hann var í fullu starfi við Siglingaskólann frá 1991 og var frumkvöðull í kennslu í skútusiglingum á Ís- landi. Hann kenndi bókleg og verkleg námskeið á vegum Sigl- ingaskólans bæði í Reykjavík og á öðrum stöðum á landinu, allt til 2007. Benedikt hlaut gull- merki Siglingasambands Íslands 2008. Benedikt var virkur í félags- störfum í Félagi skipstjórnar- manna, félögum skútusiglinga- manna og Kennarasambands Íslands. Hann skrifaði reglulega um tækninýjungar í Sjómanna- blaðið Víking. Útför Benedikts fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 15. október 2018, klukkan 13. 1994, gift Christian Flanders, f. 5. 12. 1986. 2) Jón Atli, f. 19.5. 1960, kvæntur Stefaníu Ósk- arsdóttur, f. 7.8. 1962. Synir þeirra eru Benedikt Atli, f. 19.12. 1991, og Friðrik, f. 22.5. 2003. 3) Kristín, f. 9.7. 1967, gift Jóni Pétri Friðrikssyni, f. 28.9. 1967. Dóttir þeirra er Katrín, f. 21.11. 2006. 4) Anna Þóra, f. 18.5. 1969. 5) Helgi, f. 26.11. 1974, kvæntur Maríu S. Norðdahl, f. 23.1 1978. Börn þeirra eru Tinna Sigríður, f. 26.4. 2008, Þorsteinn Helgi, f. 18.8. 2011, og Andrea Sif, f. 3.7. 2016. 6) Kjartan, f. 26.11. 1974, kvæntur Lísu Anne Libungan, f. 15.1. 1977. Börn þeirra eru Seif- ur Ísak, f. 30.1. 2006, Stígur Sær, f. 23.12. 2010, og Marey, f. 8.9. 2015. Benedikt stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjanesi til 1943 og Héraðsskólann á Laug- arvatni 1943-1945. Hann nam síðan við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk fiskimanna- prófi 1950, farmannaprófi 1956 Það var fyrir rúmum 38 árum sem ég kynntist fyrst Benedikt Hans, eða Benna eins og hann var jafnan kallaður af vinum og ætt- ingjum. Hann var þá rétt rúmlega fimmtugur, sex barna faðir, sem hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Honum fórst það vel úr hendi enda var hann harðduglegur maður. Á þessum tíma var hann kennari í Stýrimannaskólanum í Reykjavík en var jafnframt virk- ur í hagsmunasamtökum kenn- ara. Á sumrin fór hann svo jafnan á sjóinn, ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri. Og ólíkt ýmsum karlmönnum af hans kynslóð var Benedikt líka virkur þátttakandi í heimilisstörfunum og hann var einnig afar handlaginn maður. Þegar við Jón Atli, elsti sonur hans, fórum fyrst að búa hjálpaði hann okkur að mála og smíðaði auk þess húsgögnin að okkar for- skrift. Það var alltaf hægt að stóla á hjálpsemi Benedikts. Benedikt skorti hvorki vilja til vinnu né áræðni til að prófa eitt- hvað nýtt. Hann var í raun sí- starfandi allt þar til hann varð tæplega áttræður en þá fór heils- an að bresta. Benedikt stofnaði Siglingaskólann, sem margir þekkja, árið 1984. Í honum var boðið upp á bókleg námskeið og verklega kennslu í skútusigling- um. Á þessu sviði var Benedikt brautryðjandi. Nemendur Bene- dikts skipta þúsundum og það er ekki sjaldan sem ég hitti fólk sem hann kenndi. Benedikt var mjög góður kennari. Það sannreyndi ég sjálf þegar ég sótti námskeið hjá hon- um. Benedikt lét sig heldur ekki muna um að taka sig upp, þá að nálgast sjötugt, og halda til Namibíu þar sem hann kenndi í nokkra mánuði á vegum Þróun- arsamvinnustofnunar. Auk ann- arra mannkosta Benedikts má líka nefna að hann hafði einstakt jafnaðargeð. Ég sá hann aldrei bregða skapi allan þann tíma sem ég þekkti hann. Jafnvel sem gam- all og lasburða maður hélt hann góða skapinu. Í einkalífinu var Benedikt afar farsæll. Það hefur alltaf verið gott að koma á heimili hans og Katr- ínar. Huggulegheitin voru ávallt í fyrirrúmi hjá þeim. Góðar veit- ingar, áhugaverðar samræður um landsins gagn og nauðsynjar og hlý nærvera. Ég vil að leiðarlok- um þakka Benedikt allt það góða sem hann lagði til okkar allra og fyrir alla greiðviknina. Minningin um afbragðs mann lifir. Stefanía Óskarsdóttir. Kæri afi. Við eigum fjölmargar góðar minningar frá samveru- stundunum með þér og ömmu í gegnum tíðina. Þegar við vorum litlar vorum við oft í margar vikur hjá ykkur á Íslandi og nutum lífsins. Það var stjanað við okkur. Við fórum í sund á hverjum degi, sigldum og ferðuðumst um Ísland. Við höfð- um alltaf eitthvað fyrir stafni. Við hittumst líka úti í heimi og sigldum á skútu, þú varst skip- stjórinn og við vorum í tryggum höndum. Heima hjá okkur í Stokkhólmi og uppi í sveit vorum við líka oft saman löngum stund- um. Katarína og Emelí. Elsku afi. Ég sakna þín mjög mikið. Ég sakna heimsóknanna á Grund en þú varst alltaf svo glað- ur þegar ég kom í heimsókn. Þú varst líka svo skemmtilegur en auðvitað gastu líka verið ákveðinn. Það var alltaf svo gaman að vera með þér og ömmu uppi í Vatnsholti að borða eitthvað gott sem amma bakaði handa okkur. Núna heimsæki ég ömmu og við hugsum báðar til þín. Ég mun hugsa um ömmu fyrir þig. Ég sakna þín, afi. Þín Katrín. Ég kynntist Benedikt fyrst þegar ég var sex ára gamall. Hann var þá farinn að heim- sækja konuefni sitt, Katrínu Jóns- dóttur frænku mína, í kvisther- bergið á Ránargötu 31. Katrín var dóttir Jóns Erlendssonar, sem var fyrsti stýrimaður á Gamla Gullfossi um skeið meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð. Hann var sá fyrsti í þessari stöðu. Stöðuna fékk hann þegar skipið var afhent Íslendingum árið 1914. Árið 1917 fór hann svo í land og gerðist yfirmaður vöruhúsa Eim- skipafélagsins. Þegar móðir mín, Ása Hulda Jónsdóttir, sá sér ekki fært að ala mig upp (fæddur 17. október 1946) þá tók hann afi minn, 68 ára gamall, að sér það hlutverk. Átti fram undan mörg erfið ár með uppátækjasaman dótturson á gamals aldri. Um leið gaf hann mér nafn sitt. Urðum við því alnafnar. Þegar Katrín frænka mín hafði verið gift Benedikti um allmargra ára skeið ákváðu þau að byggja sér hús í Vatnsholti 8. Þetta var um 1965. Afi minn var þá orðinn gamall og farlama sem og fósturamma mín, Guðleif Bárðardóttir. Gátu því ekki annast uppeldið á 18 ára stráknum lengur. Það var þá sem þau Katrín og Benedikt buðu mér að flytjast með sér í Vatnsholtið af miklu ör- læti og góðvild. Þáði ég það og bjó þar með fjölskyldu þeirra allt til ársins 1976 er ég gifti mig og flutti úr Vatnsholtinu. Meðan ég bjó með heiðurshjón- unum Katrínu og Benedikt fædd- ust þeim sex mannvænleg börn. Öll gengu þau menntaveginn og stóðu sig með stakri prýði. Einn úr hópnum, Jón Atli, er nú rektor Háskóla Íslands. Fyllti það fjöl- skylduna miklu stolti að hann skyldi hafna í því veigamikla emb- ætti. Innkoma Benedikts í fjölskyld- una hafði mikil og góð áhrif. Hann var á þeim tíma við nám í Stýri- mannaskóla Íslands þar sem hann dúxaði. Seinna kenndi hann um árabil við þennan sama skóla (1960-1991). Reif sig þá lausan úr opinberu starfi sínu þar og stofn- aði Siglingaskólann (1984) þar sem hann kenndi skútusiglingar um árabil. Benedikt reyndist mér sérleg hjálparhella í að skrifa upp á námslán og útvega mér sumar- vinnu. Fyrst á síldveiðum. Síðar í Hvalstöðinni í fimm sumur alls. Þetta skipti mig, frekar blank- an námsmanninn, miklu. Tekjurn- ar í hvalnum þýddu að ég þurfti ekki að taka há námslán. Ég minnist einnig vistarinnar í Hval- stöðinni með hlýjum hug. Þar kynntist ég hópi af vöskum náms- og verkamönnum sem lögðu metnað sinn allan í að vinna sem best og hraðast – allt á tímakaupi! Nánast má segja að allir hafi unn- ið með akkorðsafköstum mestall- an tímann! Hvalmenn voru stoltir af vinnunni og vinnustaðnum! Benedikt er nú allur eftir 90 ára farsælan feril. Það eina sem skyggði á undir lokin var heila- blóðfall sem gerði honum erfitt um tal síðustu árin. Benedikt var glaðlyndur, fram- sýnn og framtakssamur maður eins og æviferill hans sýnir. Það hefur verið mikið átak að rífa sig lausan frá opinberu starfi og hefja einkarekstur 56 ára gamall (1984), þ.e. að stofna Siglingaskól- ann. Þar vann hann til 79 ára ald- urs (2007). Ég flyt fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Erlendsson. Benedikt Hans Alfonsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.