Morgunblaðið - 15.10.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.10.2018, Qupperneq 23
um langt árabil. Hann var m.a. einn af stofnendum framkvæmdanefndar og mótstjóri fyrir mót heyrnarlausra elli- lífeyrisþega frá Norðurlöndunum 1977, sat um árabil í ritnefnd Tímarits heyrnarlausra og var formaður sýningarnefndar fyrir sögusýningu á málefnum heyrnarlausra 1981, ann- aðist fasteignakaup fyrir félagið og er höfundur bókarinnar „Heyrnarlausir á Íslandi“ ásamt Bryndísi dóttur sinni. Hann ritstýrði fyrstu táknmáls- orðabókinni í samstarfi við aðra. Þau hjónin, Guðmundur og Hervör, voru gerð að fyrstu heiðursfélögum Félags heyrnarlausra á 25 ára afmæli félags- ins. Guðmundur hefur gefið út tvær bækur um ættir sínar, fyrri bókin er um ættir móður hans, „Niðjatal hjónanna Jóns Pálssonar og Ragn- heiðar Jónsdóttur“, og sú síðari um ættir föður hans, „Fólkið mitt suður með sjó“. Guðmundur flutti tvö útvarpserindi sem hann kallaði „Séð með gestsauga“ og það þriðja, „Frá hernámi Íslands“. Þá hafa birst eftir hann greinar í blöð- um og tímaritum, m.a. greinin „Verk hans lofa meistarann“ þar sem hann rýnir í iðnsögu Íslands og fjallar um byggingarmeistarann Jens Eyjólfsson. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Sigur- björg Hervör Guðjónsdóttir, f. 27.1. 1931, einn stofnenda Félags heyrnar- lausra og formaður um árabil. For- eldrar hennar voru hjónin Guðjón Gísli Guðjónsson, bóndi á Hesti í Önundar- firði, og Guðbjörg Sveinfríður Sigurð- ardóttir húsfreyja. Þau eignuðust tólf börn. Börn Guðmundar og Hervarar eru: 1) Bryndís, f. 25.3. 1959, talmeinafræð- ingur, gift Árna Sigfússyni, fram- kvæmdastjóra og fyrrv. borgar- og bæjarstjóra, og eru börn þeirra Aldís Kristín, Védís Hervör, Guðmundur Egill og Sigfús Jóhann; 2) Magnús, f. 11.7. 1960, ráðgjafi og bóndi í Svíþjóð, í sambúð með Kajsu Arena kennara, en börn hans eru Arna Ösp, Jóhann, Hrafnhildur Ylfa og Jafet Máni; 3) Ragnheiður Eygló, f. 19.6. 1962, verk- efnastjóri, gift Gunnari Salvarssyni, sérfræðingi í utanríkisráðuneytinu, en börn þeirra eru Arnaldur Jón, Egill Ólafur, Högni Freyr og Hávar Snær; 4) Guðjón Gísli, f. 27.10. 1963, við- skiptafræðingur, en börn hans eru Baldur Abraham, Vigdís Hervör, Val- dís Sólvör og Sóldís Salvör; 5) María Guðrún, f. 23.1. 1966, viðskiptafræð- ingur, gift Steingrími Sigurgeirssyni ráðgjafa og eru dætur þeirra Helga Sigríður, Ragnheiður Rannveig og Brynhildur Birna. Langafabörnin eru nú 19 talsins. Systkini Guðmundar voru Ólafur Ásmundsson Egilsson, f. 20.6. 1924, d. 4.3. 2012, verkstjóri og múrari í Reykjavík, og Sigríður Stefanía Egils- dóttir, f. 15.10. 1927, d. 24.12. 2015, húsfrú í Reykjavík. Uppeldisbróðir þeirra er Sigurður Ragnar Blomsterberg, f. 15.4. 1944, húsgagnasmiður í Reykjavík, og fóst- ursystir Valgerður Lilja Hagalín Jóns- dóttir, f. 23.12. 1917, d. 20.1. 1996, hús- freyja í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru Egill Ólafsson, f. 19.3. 1891, d. 26.1. 1976, stýrimaður og síðar verkstjóri hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, og k.h., Ragnheiður Rannveig Stefanía Stef- ánsdóttir, f. 11.2. 1897, d. 6.7. 1949, húsfrú í Reykjavík. Úr frændgarði Guðmundar K. Egilssonar Guðmundur Knútur Egilsson Filippus Stefánsson b. í Varmadal Kristín Einarsdóttir húsfreyja í Varmadal Stefán Filippusson b. í Varmadal Ragnheiður Rannveig Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja í Rvík Ólafur Egilsson sjóm. og síðar múrari í Rvík Ragnheiður Ólafsdóttir verslunar- maður í Rvík Margrét Erla Maack skemmtikraftur Hinrik Ólafsson leikari Ólafur Egilsson leikari og leikskáld Gunnlaugur Egils- son listdansari Egill Ólafsson tónlistar- maður og leikari Jafet Ólafsson skipstjóri og einn stofnendaAlliance 1905 Guðrún Steinunn Ólafsdóttir verkalýðsforingi í Hafnarfirði Gunnar Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður í Rvík Gunnar Gunnarsson fv. framkvæmdastjóri SFR Jón Pálsson b. á Grímsstöðum Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Varmadal á Rangárvöllum Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja á Grímsstöðum í Landeyjum Guðni Jónsson erkstjóri í Keflavík Eggert G. Þorsteinsson ráðherra v Margrét Guðnadóttir húsfreyja í Keflavík Jafet Ísaksson b. í Fjósakoti Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja í Fjósakoti í Kálfatjarnarhverfi Ólafur Jafetsson útvegsb. í Njarðvíkum Elín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Njarðvíkum Þorsteinn Bjarnason b. í Ytri-Njarðvík Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Ytri-Njarðvík Egill Ólafsson stýrimaður í Rvík Jónína Sigurlilja Ásbjörnsdóttir húsfreyja í Rvík Guðmar Eyjólfur Magnússon stórkaupm. á Seltjarnar- nesi Dr. Sigríður Guðmarsdóttir prestur og háskólakennari í guðfræði í Noregi Ásbjörn Pálsson húsasmiður í Sandgerði Páll Jóns- son b. á Nýjabæ á Miðnesi Guðmundur Elíasson sjóm. í Rvík, fórst með togaranum Júlí 1959 Gunnlaugur Guðmunds- son stjörnu- spekingur Ingileif Oddsdóttir skóla- meistari FNV Ólína Ólafsdóttir húsfreyja á Akranesi Elín íasdóttir úsfreyja Akranesi El h á Björnfríður S.Björns- dóttir húsfreyja á Akranesi ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Rögnvaldur Kristján fæddist áEskifirði 15.10. 1918. For-eldrar hans: Sigurjón Mark- ússon sýslumaður og Sigríður Þor- björg Björnsdóttir. Sigurjón var sonur Markúsar Bjarnasonar, skólastjóra Stýri- mannaskólans, og Bjargar Jóns- dóttur. Sigríður var systir Bjarna, eftirhermu og gamanvísnasöngvara, dóttir Björns Björnssonar í Álft- ártungu, og Jensínu Bjarnadóttur. Eiginkona Rögnvaldar var Helga Egilson sem lést 2001 og eignuðust þau tvo syni, Þór og Geir. Rögnvaldur lauk prófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1937, stund- aði nám í píanóleik hjá M. Ciampi í París 1937-39 og M. Horzovsky og Sascha Gorodnitzki í New York 1942-45 og lauk prófi í hljómsveit- arútsetningum hjá Vittorio Giannini við Juilliard School of Music í New York 1944. Rögnvaldur kenndi píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1945- 86, var yfirkennari við framhalds- deild píanódeildar skólans frá 1959 og yfirkennari í píanóleik við Nýja tónlistarskólann frá 1986 og til ævi- loka. Rögnvaldur hélt fjölda einleiks- tónleika, kom fram með hljóm- sveitum og lék á fjölda útvarps- og sjónvarpstónleika, hér á landi og víða um heim, og inn á fjölmargar hljóm- plötur. Hann var tónlistargagnrýn- andi við Morgunblaðið, Tímann og Þjóðviljann og gerði þáttaröð fyrir útvarp, 1985-88, Túlkun í tónlist, sem var afar vinsælt útvarpsefni. Hann var m.a. formaður FÍT 1977-83, og Einleikarasambands Norðurlanda 1979-81. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fram- lag sitt til menningarmála á Íslandi, var heiðursborgari Winnipeg-borgar og heiðursfélagi Félags íslenskra tónlistarmanna. Endurminningar Rögnvalds, skráðar af Guðrúnu Egilson, eru bækurnar Spilað og spaugað og Með lífið í lúkunum. Rögnvaldur lést 28.2. 2004. Merkir Íslendingar Rögnvaldur Sigurjónsson 101 árs Jóhanna Jónasdóttir 90 ára Guðmundur K. Egilsson Helga Ásgrímsdóttir Jóhann Eyrbekk Sigurðsson 85 ára Bryndís Stefánsdóttir Jón Þórhallsson Lilja Guðný Aðalsteinsdóttir 80 ára Albert H.N. Valdimarsson Elín Sólveig Grímsdóttir Gunnar Sigvaldason Inga Guðmundsdóttir Rannveig Anna Hallgrímsdóttir 75 ára Guðrún Ólafsdóttir Harald Henriksen Kristrún Halldórsdóttir Margrét S. Kristjánsdóttir Óli Magnús Lúðvíksson Þórarinn Ólafsson 70 ára Baldur Ellertsson Gréta Stefánsdóttir Ingvar Grétar Ingvarsson Ólafur Guðmundur Guðjónsson Peter Winkel Jessen Ragnheiður Arnkelsdóttir Þorsteinn Bragason 60 ára Aðalheiður Eydís Gunnarsdóttir Aðalsteinn Einarsson Anna Guðný Björnsdóttir Gunnar Gunnarsson Harpa Hannibalsdóttir Kjartan Þórir Kjartansson Kristinn Harðarson Matthildur Gunnarsdóttir Sigurður Magnússon Sveinbjörn O. Ragnarsson Valgerður Gísladóttir 50 ára Anna Björk Ívarsdóttir Arnar Geir Nikulásson Bergljót Arnalds Bjarni Þór Bjarnason Björn Gíslason Falur Jóhann Harðarson Knútur Þór Friðriksson Laila Björk Hjaltadóttir Maria Widenska 40 ára Arna Björk Árnadóttir Arnar Þór Óskarsson Ásdís Rósa Þórðardóttir Carl Brynjar Dietersson Gréta Bentsdóttir Guðjón Guðmundsson Guðmundur Stefán Erlingsson Linda Björk Snorradóttir 30 ára Agnes Ferro André Rodrigues Sá Couto Andri Wilberg Orrason Arena Huld Steinarsdóttir Auðbergur Daníel Hálfdánarson Hafliði Guðjónsson Helga Jónsdóttir Hrafnhildur Fönn Ingjaldsdóttir Hrafnkell Fannar Ingjaldss. Jökull Egilsson Rafnar Orri Gunnarsson Sigurður Helgi Tryggvason Sonja Lind Sveinbjörnsd. Til hamingju með daginn 30 ára Agnes fæddist á Pescara á Ítalíu, ólst upp í Grafarvogi en býr í Kópa- vogi. Hún er flugfreyja hjá Icelandair og er með BA- póf í félagsráðgjöf frá HÍ. Sonur: Alexander Ferro Ingvason, f. 2010. Foreldrar: Aurelio Ferro, f. 1961, arkitekt en rekur ísbúðina Eldur og ís, og Jóhanna Marín Jóns- dóttir, f. 1965, sjúkraþjálf- ari en starfar hjá Sjúkra- tryggingum Íslands. Agnes Ferro 40 ára Linda er Akureyr- ingur og hjúkrunarfr. og starfar á lyflækningad. á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Maki: Reynir Örn Hann- esson, f. 1978, smiður hjá Hyrnu ehf. Börn: Andrea Ýr, f. 2002, Mikael Örn, f. 2006, og Karen Mjöll, f. 2011. Foreldrar: Snorri Finn- laugsson, f. 1960, og Sig- ríður Birgisdóttir, f. 1960, bús. á Möðruvöllum í Hörgársveit. Linda Björk Snorradóttir 30 ára Sigurður ólst upp í Grindavík en býr í Reykja- vík. Hann er matreiðslumaður hjá Icelandair. Maki: Kristín Guðrún Reynisdóttir, f. 1988, sálfræðingur hjá Reykja- nesbæ. Foreldrar: Tryggvi Baldur Bjarnason, f. 1966, fisk- vinnslum. hjá Arnarlaxi, og Karen Kristine Sævars- dóttir, f. 1968, stuðnings- fulltrúi í Vogaskóla. Sigurður Helgi Tryggvason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.