Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 24

Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 ✝ Frieda SophieDorathea Mahler Odd- geirsson fæddist í Dornbusch í Þýska- landi 29. nóvember 1925. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 9. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Johann Ma- hler, f. 24. október 1882, og Margaretha Gebers, f. 5. janúar 1888. Hún var þriðja yngst 13 systkina sem öll eru látin utan Ellie Franz, yngsta systir hennar, sem býr í Ham- borg í Þýskalandi. Hinn 11. janúar 1952 giftist Frieda Hákoni Oddgeirssyni, Helena Rut, unnusti hennar er Þorvaldur Halldórsson. 3) Há- kon Jóhann, f. 1960, synir hans eru; a) Arnúlfur, unnusta hans er Elvira Boman; b) Hallþór Jökull. 4) Birgir, f. 1964, kvænt- ur Hólmfríði Grímsdóttur, synir þeirra eru; a) Grímur, unnusta hans er Hildur Erla Gísladóttir, dóttir þeirra er Lilja; b) Gunnar, unnusta hans er Guðný Ósk Karlsdóttir. 5) Hilmar Þór, f. 1969, kvæntur Dórótheu El- ísdóttur, börn þeirra eru a) Val- dís Björg; b) Bergþóra Lára; c) Þórhildur Arna; d) Hilmar Elís. Frieda lauk námi í hótel- rekstri og matreiðslu frá Iðn- skólanum í Bremerhaven 1945. Hún starfaði við ýmiss konar verslunarstörf samhliða því að vera heimavinnandi húsmóðir. Hin síðari ár starfsævinnar starfaði hún hjá Íslensku óper- unni. Frieda verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 19. október 2018, klukkan 15. málarameistara og óperusöngvara frá Hlöðum á Grenivík. Hákon lést 11. maí 2014. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Örn, f. 1952. 2) Kristín Björg, f. 1956, ekkja Hallfreðs Emilssonar (d. 2014), börn þeirra eru: a) Fríða Hrönn, gift Styrmi Hafliðasyni, börn þeirra eru Dóra Hrönn, Stefnir, Sara Hrönn, Dagur Leó og Dagbjört Lea; b) Emil, kvæntur Ásu Mar- íu Reginsdóttur, börn þeirra eru Emanuel og Andrea Alexa; c) Hákon Atli, unnusta hans er Svava Guðrún Helgadóttir; d) Þegar ég var barn hafði ég stundum gaman af því að vekja athyli á því hve langt og hve út- lenskt nafn móður minnar hljóðaði. Frieda Sophie Dorat- hea Mahler Jóhannsdóttir Odd- geirsson. Mamma mín var nefnilega frá Þýskalandi. Með bessaleyfi skaut ég inn í nafna- rununa „Jóhannsdóttir“ til að gera hana enn lengri og til- komumeiri en öll hin nöfnin bar hún með réttu. Að siðvenju fékk mamma millinöfnin Sophie og Dorathea í höfuðið á föð- ursystrum sínum en þær voru skírnarvottar og guðmæður móður minnar. Hér á Íslandi var Friedu-nafnið íslenskað í Fríða og undir því nafni gekk hún á Íslandi. Nafnið Frieda þýðir á þýsku friður en Fríða þýðir falleg kona. Það má segja að það hafi fylgt móður minni friður og ró, gott lundarfar og móðir mín var líka alla tíð mjög falleg kona. Eitt einkenndi móður mína en það var mikil áhersla hennar á dugnað. Það að vera duglegur og ósérhlífinn var mikils virði í hennar huga. Á sinni löngu lífs- göngu gekk mamma í gegnum mörg veikindin og margar að- gerðir. Aldrei nokkurn tímann heyrði ég hana bera sig illa heldur þvert á móti bar hún sig ætíð mjög vel. Þrátt fyrir að óminnishegrinn sækti að móður minni um allmörg síðustu ár missti hún aldrei reisnina. Al- veg fram á síðasta dag þegar móðir mín var spurð hvernig hún hefði það svaraði hún ætíð svo: „Ég hef það fínt. Það er sko ekkert að mér. Ég er eins og unglamb.“ Mamma bjó yfir miklum kærleika og sýndi af sér jafn- framt mikla hlýju en þessa miklu ákveðni og seiglu sem hún bjó jafnframt yfir má ef til vill að hluta til rekja til hennar erfiðu reynslu úr seinna stríði. Þessa reynslu vildi mamma helst ekki ræða en ég fékk hana með eftirgangsmunum til að segja mér frá upplifun sinni. Við ræddum málin saman á þýsku enda sagði hún mér að hún ætti engin orð til á íslensku sem lýstu þessum hryllingi sem stríðið var. Mamma dvaldi flest stríðsárin í Bremerhaven við nám ásamt yngri systur sinni Käthe. Bremerhaven varð illa úti í loftárásum Bandamanna á borgina. Mamma lifði þennan hildarleik af en Käthe systir hennar féll. Alla tíð var minn- ingin um Käthe henni hug- leikin. Að stríði loknu fór mamma heim til foreldra sinna en fjöl- skyldan bjó svo vel að eiga landskika og því hægt að rækta grænmeti og halda skepnur. Klaus, sem var yngsti bróðirinn og hermaður öll stríðsárin, kom einnig heim í föðurgarð algjör- lega búinn á því á sál og líkama og lagðist hann rúmlegu í tvö ár. Enginn mátti koma við hann né annast hann nema hún móðir mín. Í tvö ár hjúkraði mamma þessum bróður sínum til lífs og eins og nærri má geta voru alla tíð miklir kærleikar þeirra á milli. Þegar Klaus var kominn á lappirnar á ný fór mamma að leita sér að vinnu og bauðst þá starf á Íslandi. Hingað til Ís- lands kom hún með togara og var þessi sjóferð að hennar sögn mjög erfið vegna mikillar sjóveiki. Síðustu tvö ár ævinnar bjó mamma á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og naut þar mjög góðr- ar umönnunar starfsfólks, sem við þökkum af alhug. Með sökn- uði og ást í hjarta kveð ég móð- ur mína og bið þess að hún hvíli í friði. Hákon Jóhann. „Ef ég hefði mátt velja mér mömmu þá hefði ég alltaf valið þig“ er setning sem hljómar í hjarta mínu á þessum tímamót- um þegar ég kveð elskulega mömmu mína hinstu kveðju. Mamma var yndisleg kona, fal- leg, ljúf og góð en jafnframt hörkutól því þegar erfiðleikar og veikindi mættu henni á lífs- leiðinni þá tókst hún á við það með einstakri yfirvegun og já- kvæðni. Með henni á ég margar dýr- mætar minningar sem ég mun halda í heiðri og deila með mín- um börnum og barnabörnum, minningar um þessa merkis- konu frá Þýskalandi. Ég vil þakka þér, elsku mamma mín, fyrir allt og kveð þig með orð- um Krists sem standa á leg- steininum hans pabba „ég lifi og þér munuð lifa“. Ástar- og saknaðarkveðja, þín dóttir, Kristín Björg. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Þegar lauf trjánna leggja á jörðina litríka ábreiðu og runn- ar feykjast í görðum þar sem blóm sumarsins drúpa höfði leggur elskuleg tengdamóðir mín upp í sína hinstu ferð. Það hryggir mig að kveðja en ég veit að stundin er komin og ferðalagið óumflýjanlegt. Hún Fríða mín var líka litrík, eins og haustið. Hún gat komið manni á óvart með skemmtilegum til- svörum og hnyttnum athuga- semdum sem enginn gat orðað eins og hún. Hún var skemmti- lega hreinskilin og blátt áfram í öllum samskiptum. En Fríða var líka sterk kona sem hafði lifað tíma sem fæst, ef nokkurt okkar, þekkir. Hún og Hákon heitinn voru klettar í tilveru barna sinna, maka þeirra og barnabarna. Til þeirra var gott að koma, þau voru hjálpfús, góðviljuð og hlý. Í Kjalarlandinu var andrúms- loft þar sem allt átti sinn stað og sína stund. Enginn asi, stundum eins og tíminn stæði í stað, ró. Þar var Fríða drottn- ingin okkar, svo falleg og tígu- leg, þar var ríkið hennar og það var gott að fá að eiga hlutdeild í því. Fríða vissi sem var að það þýðir ekkert að gera sér rellu út af smámunum, lífið hafði kennt henni æðruleysi, þakk- læti og sátt. Síðustu ár átti Fríða við heilsubrest að stríða sem smátt og smátt tók frá henni minn- ingar, lagði hulu yfir andlit, nöfn og atburði en hlýja hennar og mildi hvarf aldrei. Fríða verður alltaf drottningin okkar. Ég mun sakna hennar sárt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Hólmfríður. Hún amma var ótrúleg kona, mögulega sú sterkasta og þrautseigasta sem ég hef hitt. Á sinni lífsleið tókst hún á við marga erfiða hluti, hvort sem það voru veikindi eða eitthvað annað. Eins mannlegt og það er að bogna þá brotnaði þessi sterka kona aldrei. Stóð alltaf aftur upp og tilkynnti að hún væri al- veg eins og unglamb. Sem fyrsta barnabarn og nafna ömmu var ætíð stjanað við mig í Kjalarlandinu. Ung að árum var ég hjá ömmu meðan mamma vann á daginn og eru mínar fyrstu minningar úr Kjalarlandinu hjá ömmu. Þegar ég hugsa til baka á ég svo ótal góðar minningar sem tengjast ömmu. Sumrin í garðinum hjá þeim, þar sem amma talaði allt- af um að væri eins og á Mallorca. Hún ræktaði kartöflur og átti ásamt afa alltaf einstaklega fal- legan garð. Það var gaman að fylgjast með henni við sauma- vélina og horfði ég á hana laga eða hanna eitthvað með aðdá- unaraugum. Sýningarnar sem hún bauð mér á í Íslensku óp- erunni þar sem hún vann í fata- henginu voru ætíð stórkostleg upplifun fyrir litla stelpu eins mig. Sundferðir í Laugardals- laugina þar sem hún og afi mættu og syntu á hverjum degi voru ætíð spennandi. Hún var frábær kokkur og allt sem hún bjó til í eldhúsinu fékk bragð- laukana til að hoppa um af kæti. Fyrir þessar minningar og svo ótal margar aðrar er ég af- ar þakklát fyrir og að hafa fengið að eiga þessa góðu konu að í mínu lífi. Kærleikurinn sem ég upplifði í minn garð í hvert einasta skipti sem ég hitti hana verður alltaf ómetanlegur. Við kvödd- umst alltaf á sama hátt og með þeim orðum vil ég kveðja þig í dag, elsku besta ömmu gullið mitt. Ég á eftir að sakna þín um ókomin ár. Ég elska þig. Þín, Fríða Hrönn. Í dag kveð ég ömmu mína, vin og fyrirmynd. Þegar ég var barn var ég öll sumur hjá ömmu og afa. Þar var farið í sund á hverjum einasta degi. Það klikkaði aldrei. Það er að öllum líkindum þess vegna sem ég held mikið upp á sund í dag. Það var amma sem háttaði mig á kvöldin og fór með bæn- irnar. Fyrst á íslensku og síðan á þýsku. Hún var nefnilega frá Frieda Mahler Oddgeirsson Nú er annað ljós- ið slokknaði í okkar Ljósahóp. Fyrst fór Dagný og nú er það Maja. Við kynntumst fyrir 11 árum. Byrjuðum í föndri á Borgarspít- alanum eftir að hafa greinst með krabbamein. Þar hittumst við á þriðjudagsmorgnum og föndruð- um ýmislegt úr leir, ull og fleiru. Þessir morgnar voru alveg dásamlegir, mikið hlegið og átti Maja ekki minnstan þáttinn í því, alltaf með skemmtilegar sögur og grín. Eftir að það var lokað í Borgarspítalanum fluttum við okkur yfir í Ljósið og þar komu fleiri inn í hópinn. Þar héldum við áfram að föndra og alltaf var jafn gaman hjá okkur, alls konar nám- skeið og mikil gleði, þótt þetta hafi verið mikil alvara að greinast með krabbamein. Eftir að við vorum flestar „út- skrifaðar“ frá Ljósinu langaði okkur að halda áfram að gleðjast saman og var það Maja sem hélt hópnum saman. Hópurinn fékk nafnið Amasónur í höfuðið á grísku hergyðjunum sem fórn- uðu brjóstinu til að geta barist. Hún kallaði á okkur og stýrði hópnum í gegnum Facebook. Úr varð að við hittumst mánaðarlega eða svo á einhverjum nýjum og spennandi veitingastað og borð- uðum saman. Maja var límið í María Guðnadóttir ✝ María Guðna-dóttir fæddist 21. febrúar 1959. Hún lést 20. sept- ember 2018. Útför hennar fór fram í kyrrþey. hópnum og passaði upp á að við hitt- umst. Nú erum við búnar að vera að hittast í tíu ár. Alltaf var Maja kát og brosandi, sagði sög- ur og gerði grín að tilverunni. Eitt skiptið þegar við hittumst sagði Maja okkur að hún væri búin að selja íbúðina sína og ætlaði að flytja til Spánar! Okkur fannst hún huguð. Hún sagði að sig hefði alltaf lang- að til að prófa þetta og maður vissi ekkert hvað maður hefði langan tíma hér á jörð. Við söknum Maju mikið. Það var alltaf svo mikil gleði sem fylgdi henni, hún sagði skemmti- lega frá og var svo sannarlega vinur vina sinna. Nú verðum við að vera duglegar án hennar og halda hópnum gangandi. Við hittumst á Bombay Bazaar til að minnast Maju, en það var staðurinn sem við hittum hana síðast á. Í anda Maju var ekkert volæði heldur glöddumst við yfir lífinu og því að hafa fengið að kynnast svona magnaðri konu. Minnig Maju lifir. Amasónurnar, Ágústa María Jónsdóttir, Áslaug Gísladóttir, Elín Björt Grímsdóttir, Katrín Eva Hinriksdóttir, Ólöf Rist, Sigríður Hanna Ingólfs- dóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Steinunn M. Halldórsdóttir, Unnur Ösp Guðmundsdóttir, Unnur Ingimundardóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru ÖNNU GUÐRÚNAR GEORGSDÓTTUR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi. Rúnar Ragnarsson Dóra Axelsdóttir Steinar Ragnarsson Þóra Ragnarsdóttir Gísli Kristófersson Jón Georg Ragnarsson Maríanna Garðarsdóttir Ragnheiður Elín Ragnarsd. Björn Yngvi Sigurðsson ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn Lokað Skrifstofa Ernst & Young ehf. verður lokuð föstudaginn 19. október vegna jarðarfarar SNORRA JÓNSSONAR. Ernst & Young ehf., Borgartúni 30. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA GUÐRÚN JENSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 4. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Rafn Haraldur Sigurðsson Suzanne Sigurðsson Sigurður Þór Sigurðsson Hjördís Inga Bergsdóttir Jens Pétur Sigurðsson Patricia Segura Valdes barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs bróður okkar, HARALDAR ARNAR HARALDSSONAR, Stigahlíð 71, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við heimilisfólki og starfsfólki í Stigahlíð 71. Sigurður Haraldsson Þóra Haraldsdóttir Haukur Már Haraldsson Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, áður til heimilis í Víðilundi 6d, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 9. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskylda hennar þakkar fallegar kveðjur og samhug. Theodóra Kristjánsdóttir Teitur Björgvinsson Ingibjörg Unnur Pétursdóttir Eyjólfur Jónsson ömmu- og langömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður til heimilis að Hraunbæ 102g, lést sunnudaginn 14. október á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin verður frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 23. október klukkan 13. Sigurður Óskar Jónasson Guðmundur Arnar Sigurðss. Hrafnhildur Harðardóttir Anna Sigríður Sigurðardóttir Jóhann Gunnar Sigurðsson Elsa Ósk Alfreðsdóttir Jónas Viðar Sigurðsson María Hendrikka Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.