Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 11

Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 Silica Renew getur grynnkað ör-hrukkur lagað húðskemmdir af völdum of mikils ss. geoSilica Renew er sink- og koparbætt, u tveggja eru lífsnauðsynleg steinefni sem uðlað að styrkingu nagla og hárs auk þess nka hárlos og klofna enda. Bætum heilsuna á með geoSilica. enew Fyrir húð, hár og neglur tituteofmineralresearch.org/mineral-elements www.geosilica.is 15% afsláttur af Renew 250 kr. af hverri sölu renna til Krabba- meinsfélagsins geo og sólarljó en hvor geta st að min innan fr R *http://ins GeoSilica kísilsteinefnið fæst í Heilsuhúsinu, öllum helstu apótekum, matvöruverslunum og í vefverslun geoSilica.is Íslenska kísilsteinefnið sem slegið hefur í gegn Alls bárust 27 umsagnir á sam- ráðsgátt stjórnvalda um veiði- stjórnun hrognkelsa. Margir um- sagnaraðilar eru andvígir kvóta- setningu grásleppu og telja meðal annars að það hamli nýliðun í greininni og geti verið erfitt fyrir smærri byggðarlög. Annars staðar kemur fram að breytingin myndi auka arðsemi veiðanna. Til umsagnar voru niðurstöður starfshóps sem sjávarútvegsráð- herra skipaði í vor til að fara yfir veiðistjórnun á hrognkelsaveiðum og gera rökstudda tillögu um breytingar ef starfshópurinn sæi ástæðu til. Í niðurstöðum starfs- hópsins er bent á hvaða aðferð starfshópurinn telur að taki best tillit til aðstæðna verði ákveðið að breyta veiðistjórn á hrognkelsum á þann hátt að veiðunum verði stjórnað á grundvelli úthlutaðs aflamarks. Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, formaður Smábátafélagsins Hrol- laugs á Hornafirði, mótmælir harðlega kvótasetningunni í um- sögn sinni. „Það er margra ára reynsla á kvótasetningu í okkar þjóðfélagi. Samþjöppunin mun hefjast frá fyrsta degi kvótasetn- ingar. Smábátaútgerðum mun fækka gríðarlega. Sumar byggðir munu missa alla atvinnu við grá- sleppuveiðar á meðan hún mun aukast í örfáum byggðum,“ segir í umsögninni og í lokin er hnykkt á þessari skoðun: „Með öðrum orð- um jafngildir kvótasetning á grá- sleppu alvarlegu hryðjuverki á ís- lenska smábátaútgerð og samfélag.“ Mörg mál fyrir dómstóla Í umsögn Vilhjálms Ólafssonar, skipasala, segir að kvótasetning muni, ef af verður, leiða til þess að fjölmörg mál verði borin undir dómstóla. „Þeir sem strituðu og púluðu og bjuggu til þennan rétt eiga hann. Ekki hinir sem ætla að vera sniðugir og hrifsa þetta af þeim sem eiga réttinn samkvæmt samningi og hafa keypt upp leyfi að undanförnu,“ segir m.a. í um- sögn hans. aij@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Grásleppuvertíð á vorin og sumrin fylgir talsverð atvinna. Óttast samþjöppun við kvótasetningu  27 umsagnir bárust um grásleppu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Auðvitað er ástæða þess að ég bað um að við fengjum þessa skýrslu sú að ég sé tækifæri til betrumbóta. Þessi tól eru auð- vitað mörg og þau eru flott að mörgu leyti en það má alltaf gera betur,“ segir Dóra Björt Guð- jónsdóttir, for- maður mannrétt- inda- og lýðræðis- ráðs Reykja- víkurborgar. Morgunblaðið greindi í gær frá niðurstöðum skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Kol- ibri þar sem fram kemur að gjör- breyta þurfi verkefnum sem Reykja- víkurborg hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka sam- ráð og þátttöku íbúa. Segir í skýrsl- unni að í sumum tilfellum séu snerti- fletir við borgarana í mjög úreltu viðmóti og taki ekki mið af þeim tækni- og samfélagsbreytingum sem hafi átt sér stað síðasta áratug. Til- gangur verkefna sé ekki skýr í huga borgara og ferli og samskiptum í kringum innsendar hugmyndir eða ábendingar sé ábótavant. Bent er á að hugmyndafræðin á bak við verk- efni á borð við Hverfið mitt, Þín rödd í ráðum borgarinnar og Ábendingar/ Borgarlandið sé of óljós og óútskýrð og því sendi notendur ábendingar og hugmyndir í rangar gáttir. „Ég vísa því algerlega á bug að samráðsverkefni borgarinnar séu í lamasessi. Það er ekki niðurstaða þessarar skýrslu. Hins vegar er þar bent á að það má vissulega gera ým- islegt betur. Það er verkefni sem við erum að fara að ráðast í,“ segir Dóra Björt í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að heilt yfir haldi Reykjavíkurborg úti metnaðarfull- um verkefnum um samráð við borg- arbúa. „Þau fóru af stað á mismun- andi tímum eftir að farið var að leggja meiri áherslu á styrkingu beins lýðræðis. Smám saman hefur leiðum fjölgað og verkefnin vaxið. Nú ætlum við að taka þetta föstum tökum til framtíðar. Það er ástæðan fyrir því að ég bað um að þessi skýrsla yrði kynnt fyrir ráðinu. Ég fagna þessum upplýsingum og upp- byggilegri gagnrýni og tillögum að úrbótum.“ Telur þú sjálf að það sé lítið mál eða stórt að bæta úr þessu? „Það verður að koma í ljós. Við munum fá kynningu á þessari skýrslu á næsta fundi nefndarinnar. Afgreiðslu hennar var frestað á síð- asta fundi. Þá munum við leggjast yfir þetta og hefja þessa vinnu af fullum krafti.“ Hún segir að nú í upphafi kjör- tímabils sé góður tímapunktur til að keyra af stað kerfisbreytingar sem auki íbúalýðræði enn frekar. Við það tækifæri sé mikilvægt að skoða auk- ið aðgengi ýmissa hópa, svo sem inn- flytjenda og fatlaðra. „Fólki verður að líða eins og rödd þess heyrist.“ Ekki allt í lamasessi heldur tækifæri til bóta  Dóra Björt segir að bæta megi samráðskerfi borgarinnar Samráðsvettvangur Nú geta borgarbúar kosið um verkefni í verkefninu Hverfið mitt. Hugmyndafræðin á bak við það verkefni er sögð of óljós. Dóra Björt Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.