Morgunblaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 33
Í tilefni af 10 ára samstarfsafmæli UNICEF á Íslandi og Te & kaffi verður opnuð ljósmyndasýning fyr- ir framan kaffihúsið í Smáralind á morgun. „Á síðustu 10 árum hafa UNICEF á Íslandi og viðskiptavinir Te & kaffi tryggt börnum í Kól- umbíu menntun, brugðist við ebólu- faraldri í V-Afríku, hjálpað börnum í S-Súdan þegar landið var á barmi hungursneyðar og útvegað yfir 250 þúsund bólusetningar gegn mænu- sótt! Ljósmyndasýningin sýnir hvernig bóluefni sem safnast á kaffihúsum Te & kaffi ferðast á áfangastað, m.a. til barna í Jemen og Sýrlandi,“ segir í tilkynningu. Afmælisljósmynda- sýning opnuð í dag Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Mig langaði að kafa dýpra ofan í einhvern myndheim sem er óhlut- bundinn og órökrænn, þar sem ég elti línuna og fæ eitthvað óvænt á blaðið, sem hefur ekkert með rök- hyggjuna að gera,“ segir Sara Riel um þema einkasýningar sinnar sem verður opnuð á morgun á Kling & Bang í Marshallhúsinu kl. 17. Á sýningunni, sem ber yfirskrift- ina Sjálfvirk / Automatic, verða nýj- ar teikningar, málverk og skúlptúr- ar í anda sjálfvirkninnar en einnig verður daglegur gjörningur, þar sem Sara mun teikna eftir innsæi fyrir framan áhorfendur, sem stend- ur yfir frá miðvikudeginum næst- komandi til laugardags. Heillandi að horfa á teikningu verða til „Ég vildi prófa þetta form af því að það er eitthvað heillandi við það að horfa á teikningu verða til. Í staðinn fyrir að vera búin að taka upp teikninguna fyrirfram þá verð ég á staðnum og sýni hvernig þetta verður til og leyfi mistökunum þá að verða,“ segir Sara. Þannig verði hún í samtali við umhverfið og áhorfend- una, sem smitar frammistöðuna. Þá verður lifandi teikningin einnig tek- in upp á myndavél sem verður stað- sett undir glerborðinu, svo að áhorf- endur sjá aðeins skuggamynd af hendi Söru og verkfærinu, en um leið varpast myndin inn í annað rými. „Þetta er kannski svolítið við- kvæmur staður til að vera á en ég hef gert mörg veggverk og ég er al- veg vön því að fólk sé í kringum mig.“ Lifandi teikningarnar sem Sara teiknar í tvo tíma í senn meðan á sýningunni stendur, frá miðviku- degi til laugardags, munu safnast saman í eitt verk sem ber nafnið „Stundir á staðnum“. Verk í anda John Cage Að undanförnu hefur Sara stund- að teikniæfingar þar sem hún sæk- Listin laus við alla rökhyggju  Sara Riel kafar ofan í nýjan myndheim og leyfir mistökunum að gerast á einka- sýningu í Marshallhúsinu  Teiknar fyrir framan áhorfendur í tvo tíma í senn ist eftir að komast í flæðiástand, kyrra hugann og kanna heiminn sem býr innra með henni. Þá aðferð hefur hún notast við síðan 2015, þegar hún lagðist inn á heilsustofn- un og byrjaði að kanna nýjar hug- sjónir. „Ég hafði verið að stúdera stærð- fræðina og heilaga formfræði í sýn- ingunni Ontonine. Eftir þá sýningu þurfti ég að gefast upp fyrir líkam- anum, af því að ég er með tvöfalt brjósklos og maleríið fór alveg með bakið, og leggjast inn á heilsustofn- un. Þá byrjaði ég að hlusta á tónlist og gera verk sem ég kalla Graphic Score, í anda John Cage. Hugsunin er að það eru engin mistök, þú ert ekki að laga neitt, allt er eins og það á að vera. Það er ekki hik í myndefninu heldur leiði ég bara áfram línuna og með því að gera það þá komst ég að myndheimi, sem ég gat síðan tekið áfram og þurfti síðan ekki tónlistina. Þetta er einhver óendanleg lína sem ég get alltaf gripið í. Þá er hvíta blaðið ekki lengur ógnandi staður heldur bara þægindarými þar sem ég sest niður og höndin á mér byrj- ar að gera eitthvað,“ segir Sara. „Oft er heilinn að hlusta á tónlist, rafbók eða eitthvert hlaðvarp. Af því að ég hef ákveðið líkamsminni, þá er ég með verkfæri, kannski pensil eða oftast blýant, þá teikna ég eftir innsæinu. Þetta er eitthvað mannlegt, við þekkjum það flestöll, t.d. að tala í símann og krafsa eitt- hvað á blað. Heilinn er í spjallinu en höndin er að búa til eitthvað og myndlist er svo efnisleg að hún skil- ur eitthvað eftir sig, það er alltaf „hljóðupptaka“ í gangi.“ Kúnstin að komast í flæðiástand Nafn sýningarinnar, Sjálfvirk, varpar ljósi á þema sýningarinnar. En til þess að vera í flæðiástandinu þarf Sara, að eigin sögn, að kunna ýmis ráð. „Til þess að komast í þetta ástand þarf ég að nota ákveðin brögð, ég þarf að tappa af lík- amanum. Ég geng á bak við tank- ana úti á Granda tvisvar á dag, fer reglulega í sund og morgunorkan er góð í þetta. Svo fer maður að vakna og hafa skoðanir, þá er gott að nýta flæðið því annars detturðu úr því, og þá er einhver útivera og hreyfing og öndunin dýpkar. Sjálfvirknin er hluti af því að ég hef teiknað mjög lengi og kann það vel og það er eins konar framlenging á mér og líkam- anum mínum.“ Á sýningunni sjálfri verða skúlp- túrar, teikningar, málverk og vörp- un en einnig verður vegleg bók um sýninguna og nálgun hennar. Krist- ín Eiríksdóttir samdi ljóð sem verð- ur í bókinni og einnig frumsýnt á sýningunni. „Vonandi bætir það upplifunina á myndefninu. Svo í lok- in er texti eftir sýningarstjórann, Daníel Björnsson, þar sem hann greinir viðfangsefnið og skýrir sögnina fyrir áhorfendum.“ Listakonan Sara Riel kannar nýjar slóðir á sýn- ingunni Sjálfvirk þar sem hún lætur innsæið ráða för. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 Gunni Helga og töfrahurðar- hljómsveitin er yfirskrift dag- skrár fyrir alla fjölskylduna sem fram fer í dag, föstudag, í Gerðubergi kl. 11, Spöngunni kl. 14 og Grófinni kl. 16. Flytjendur eru Gunnar Helga- son, Leifur Gunnarsson, Svanhildur Lóa Bre, Tómas Jónsson og Rósa Guðrún Sveinsdóttir. Allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur. Djass fyrir börn í vetrarfríi í dag Gunnar Helgason Border Rómantísk spennumynd í leikstjórn Alis Abbasis. Þar segir af landa- mæraverði sem laðast á undarlegan hátt að dularfullum ferðalangi sem er stöðvaður í tollinum. Svo koma skrýtnir hlutir í ljós sem breyta öllu. Meðal leikara eru Eva Mel- ander, Eero Milonoff, Viktor Åker- blom og Jörgen Thorsson. The Music of Silence Sönn saga ítalska söngvarans Andreas Bocellis sem fæddist með augnsjúkdóm og varð endanlega blindur 12 ára að aldri. Bocelli sýndi snemma mikinn áhuga á tón- list og byrjaði í píanókennslu aðeins sex ára að aldri. Á næstu árum lærði hann á fleiri hljóðfæri þar til söngurinn tók yfir og Bocelli varð heimsfrægur fyrir hæfileika sína. Leikstjóri er Michael Radford og meðal leikara Antonio Banderas, Jordi Mollà og Toby Sebastian. Billionaire Boys Club Dramatískur spennutryllir í leik- stjórn James Cox. Hópur auðugra ungra manna í Los Angeles á ní- unda áratug síðustu aldar ákveður að búa til svikabrask til að auðgast með skjótum hætti en það á eftir að reynast þeim dýrt. Meðal leikara eru Ansel Elgort og Kevin Spacey. Bad Times at the El Royale Spennutryllir í leikstjórn Drews Goddards. Sjö ólíkir einstaklingar, sem allir hafa einhverju að leyna, hittast á El Royale-hótelinu við Tahoe-vatn þar sem skuggaleg for- tíðin svífur yfir vötnum. Á einum sólarhring fá allir tækifæri til að gera yfirbót – áður en allt fer til andskotans. Meðal leikara eru Chris Hemsworth, Jon Hamm og Dakota Johnson. Legend of Hallowaiian Teiknimynd um þrjá vini á Hawaii sem óvart leysa illan vætt úr læð- ingi. Vinunum mun aðeins takast að ráða niðurlögum vættarins ef þeir kynna sér og trúa fornum hefðum. Lér konungur Bíó Paradís sýnir upptöku NT Live á Lé konungi eftir William Shake- speare í leikstjórn Jonathans Mun- bys með Ian McKellen í titilhlut- verkinu. Hann hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína hjá breskum gagnrýnendum. Sýningar verða á morgun, laugardag, og mánudag- inn 22. október kl. 20 bæði kvöld. Bíófrumsýningar Vættir og lygar Lér konungur Ian McKellen. Meira til skiptanna ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.