Morgunblaðið - 19.10.2018, Page 25
Þýskalandi. Mér hefur alltaf
fundist það töff að hún væri
ekki frá Íslandi. Það gerði hana
sérstaka. Í heimilishaldinu var
hún amma mín ofurmenni. Hún
gerði allt og sá um allt. Minnti
svolítið á Súperman. Eldaði
góðan mat nokkrum sinnum á
dag, lagaði kaffi, gekk frá,
þvoði þvott, saumaði og prjón-
aði o.s.fv. Allt sem þurfti að
gera gerði hún. Afi datt svo
sannarlega í lukkupottinn með
hana ömmu. Nokkrum sinnum í
viku bakaði amma. Alltaf sömu
kökurnar en þær voru alltaf
jafn góðar. Við baksturinn sat
ég næstum alltaf uppi í glugga-
kistunni og ræddi við hana um
allt á milli himins og jarðar.
Hjónabandssælurnar hennar
ömmu voru þær bestu í heimi
og allir í fjölskyldunni eru á
sama máli um það. Sérstaklega
hann pabbi minn. Ef hann vissi
að þær voru til þá voru góðar
líkur á því að þær kláruðust.
Amma brosti og hló alltaf að
því og hjálpaði hún mér að fela
eitt boxið svo að við gætum not-
ið þeirra aðeins lengur.
Stundum kölluðum við barna-
börnin hana Fríðu ömmu okkar
„þýska stálið“ í jákvæðri merk-
ingu þess orðs. Hún var stálið
sem ekki bognaði og jafnframt
var hún ávallt hlý og góð, mikill
vinur og mjög félagslynd. Ég
mun sakna hennar mikið.
Hvíldu í friði, amma mín.
Arnúlfur Hákonarson.
Þegar við hugsum um ömmu
Fríðu kemur fyrst í hugann
hversu hlý hún var og hvað hún
hafði góða nærveru.
Amma setti mann alltaf í
fyrsta sætið og sá til þess að
maður væri hvorki svangur né
þyrstur og sæi pottþétt nægi-
lega vel á sjónvarpið. Jafnvel
þegar hún var komin á Hjúkr-
unarheimilið Sóltún, þar sem
hún fékk alla þá þjónustu sem
hún þurfti, spurði hún alltaf
hvort hún gæti ekki boðið
manni eitthvað að borða eða
drekka. Hlýrri manneskju en
ömmu Fríðu er erfitt að finna
og við verðum alltaf þakklátir
fyrir að hafa átt hana að.
Amma var alltaf mjög já-
kvæð manneskja. Sama hvað á
gekk var alltaf stutt í húmorinn
og hún sá alltaf það jákvæða í
öllu. Við höldum að jákvæðnin
hafi hjálpað ömmu í gegnum
sín áföll og þetta er viðhorf
sem við getum öll lært af.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Takk fyrir að elska alla í
kringum þig eins heitt og þú
gerðir. Takk fyrir allar sund-
ferðirnar okkar þegar við vor-
um yngri. Takk fyrir allar
stundirnar í garðinum í
Kjalarlandinu. Takk fyrir allar
jólastundirnar sem við áttum
saman. Takk fyrir matinn,
hann var góður. Við munum
aldrei gleyma ást þinni og
hlýju.
Grímur og Gunnar.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 25
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur,
fyrir veturinn
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba 60+ kl. 10.30-
11.30. BINGÓ kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur
við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur
kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700.
Boðinn Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans fellur niður í dag.
Bólstaðarhlíð 43 Notendaspjall kl. 9.30-10. Opin handverksstofa kl.
9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Opið kaffihús
kl. 14.30-15.15.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl.
14.30. Allir velkomnir!
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20,
Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni
félagsvist ef óskað er.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með
leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-
10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Qigong kl. 10.30-11.30. Bók-
band með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
12.45 tréskurður, kl. 14 HAUSTFAGNAÐUR , tónlistarmaðurinn
Eyjólfur Kristjánsson kemur og flytur okkur nokkur lög, því næst
verður kaffihlaðborð á 1500 kr. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Gullsmári Handavinna kl. 9, leikfimi kl. 10. Fluguhnýtingar kl. 13.
Gleðigjafarnir D.G. kl. 13.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13, allir velkomnir,
kostar ekkert að horfa.
Hraunsel Föndur í vinnustofu kl. 9-12. Brids kl. 13. Botsía kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bíó kl. 13.15 og
eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp
á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju, thai chi með Guðnýju kl. 9-10, botsía
kl. 10.15-11.20, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdæg-
urs). Myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasd. kl. 12.30-15.30,
Zumbadansleikfimi með Auði Hörpu kl. 13-13.50, eftirmiðdagskaffi kl.
14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja
með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
föstudagsskemmtun kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl í s.
4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu á
Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Spilað
í króknum kl. 13.30 og brids í Eiðismýri 30, kl.13.30. Nú eru síðustu
forvöð að skrá sig í ,,ÓVISSUFERÐINA" sem farin verður í Perluna nk.
þriðjudag 23. október. Þar stendur yfir sýning undir nafninu Undur
íslenskrar náttúru. Skráning og upplýsingar í síma 8939800. Allir vel-
komnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Íslendingasögu-námskeið kl. 13,
Hávarðar-saga Ísfirðings, kennari Baldur Hafstað. Dansað sunnu-
dagskvöld kl. 20-23, Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Sviðaveisla
laugardaginn 3. nóvember, frábær matur og góð skemmtun, skráning
hafin, uppl. feb@feb.is, s. 588-2111.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Furuás 25, 50% ehl.gþ. Hafnarfjörður, fnr. 233-0103, þingl. eig. Lilja
Margrét Olsen, gerðarbeiðandi Lautasmári ehf., þriðjudaginn 23.
október nk. kl. 10:00.
Eyrarholt 4, Hafnarfjörður, fnr. 207-4508, þingl. eig. Jóhanna Sif
Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Sýslumaðurinn
á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 23. október nk. kl. 11:00.
Mávanes 10, Garðabær, fnr. 207-1809, þingl. eig. Aðalströnd ehf.,
gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Pillar Securitisastion SARL,
þriðjudaginn 23. október nk. kl. 13:30.
Árakur 7, Garðabær, fnr. 229-7110, þingl. eig. Örvar Sigurðsson,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður verslunar-
manna, þriðjudaginn 23. október nk. kl. 14:00.
Iðnbúð 4, Garðabær, fnr. 207-0958, þingl. eig. Vigfús Morthens og
Inger Rut Hansen, gerðarbeiðandi Garðabær, þriðjudaginn 23.
október nk. kl. 14:30.
Birkiholt 87% ehl.gþ. Garðabær, fnr. 226-4351, þingl. eig. Hrannar
Gestur Hrafnsson og Kristjana Ósk Veigarsdóttir, gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 23. október nk. kl. 15:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
18. október 2018
Félagsstarf eldri borgara
Dreifingardeild
Morgunblaðsins
leitar að fólki 13 ára
og eldra, til að bera
út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til
laugardaga og þarf að vera lokið fyrir
kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569
1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig
aukapening?
Ingibjörg, eða
Dúa eins og fjöl-
skylda hennar og vinir kölluðu
hana, fæddist í húsi fjölskyldunn-
ar sem faðir hennar byggði á
Laufásvegi 61 í Reykjavík. Dúa
var dóttir hjónanna Ingu Skúla-
dóttur Hansen, f. 28. maí 1886, d.
16. febrúar 1958, og Jörgens
Hansen, f. 17. september 1887, d.
30. október 1957.
Inga var heimavinnandi hús-
móðir en Jörgen var m.a. fram-
kvæmdastjóri Happdrættis Há-
skóla Íslands.
Dúa var yngst systkina sinna,
en eldri voru þau Ragnheiður, f.
1912, Regína, f. 1913, Jörgen, f.
1916, Skúli, f. 1918, Guðrún, f.
1921, Sigrún, f. 1922, og Axel, f.
1924. Tvö systkinanna létust í
bernsku, þau Sigrún og Axel.
Dúa gekk í Miðbæjarbarna-
skólann í Reykjavík og Kvenna-
skólann, síðan fór hún til Dan-
merkur og lagði stund á
verslunarstörf.
Dúa var vinmörg, enda var
hún falleg, kát og fjörug Reykja-
víkurstúlka sem naut lífsins í
bestu merkingu orðanna, það var
aldrei logn í kringum Dúu.
Hún ólst upp í stórum syst-
kinahópi þar sem líf og gleði ríkti
í anda tímanna. Hún fékk gott
uppeldi hjá foreldrum sínum og
móðurömmu, Guðrúnu Tómas-
dóttur, sem einnig bjó á heim-
ilinu.
Gestkvæmt var alltaf á
Laufásveginum en þangað komu
ættingjar og vinir sem bjuggu í
Reykjavík og líka ættingjar og
vinir utan af landi.
Dúa giftist árið 1956 James
Joseph Gallagher, Bandaríkja-
manni af írskum ættum. Segja
má að James hafi fallið vel inn í
Hansen-fjölskylduna því þar
mættust írskur húmor og sá
dansk-íslenski.
Ingibjörg Hansen
Gallagher
✝ Ingibjörg Han-sen Gallagher
fæddist 3. maí 1929.
Hún lést 9. apríl
2018.
Bálför Ingibjarg-
ar fór fram á Long
Island, N.Y., í
Bandaríkjunum 11.
apríl 2018.
Fyrsta búskapar-
ár sitt áttu ungu
hjónin heima í
Reykjavík og eign-
uðust dótturina
Margréti Ingu 26.
október 1957, síðan
bjuggu þau í París
til ársins 1964, þar
eignuðust þau son-
inn James Jörgen
sem fæddist 9. júlí
1959.
Frá París fluttu þau til Banda-
ríkjanna, áttu fyrst heima í
Washington en fluttu árið 1965 til
Long Island í New York-ríki þar
sem varð framtíðarheimili þeirra.
Þau hjónin voru vinmörg og
umgengust marga Íslendinga
sem bjuggu og störfuðu bæði í
Washington og New York á þess-
um árum; starfsmenn Loftleiða
og þá sem störfuðu við utan-
ríkisþjónustu Íslands – og fleiri
og fleiri.
Dúa átti gott og farsælt líf í
Bandaríkjunum og hún bjó í húsi
sínu allt til dauðadags. Það gerði
hún með stuðningi og aðstoð
barnanna sinna, en eftir að
James lést flutti sonur hennar
heim aftur og studdi hana í einu
og öllu, var hennar gleðigjafi og
vinur.
Dóttir hennar bjó líka stutt frá
og saman studdu þau og aðstoð-
uðu mömmu sína eftir föngum.
Eftir að James lést talaði Dúa
oft um að sig langaði til að flytja
heim til Íslands og ræddi gjarnan
um foreldra sína, bræður og syst-
ur og hversu oft hún hefði saknað
þeirra.
Síðustu árin voru Dúu oft
erfið, heilsu hennar fór hrakandi
og einnig heilsu sonar hennar,
sem hefur mátt kljást við þung-
bær veikindi um nokkurra ára
skeið.
Vegna veikinda hans áttu þau
systkinin ekki heimangengt til að
vera við útför móður sinnar.
James Joseph lést um aldur
fram 14. janúar 1988 og er aska
hans jarðsett í fjölskyldugraf-
reitnum í gamla kirkjugarðinum
við Suðurgötu, þar sem Dúa mun
nú hvíla honum við hlið.
Blessuð sé minning hennar.
Fyrir hönd systkinabarna,
Ragnheiður Sigurðardóttir.