Morgunblaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Haukur Ingvarsson hlaut Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar árið 2018 fyrir ljóða-
bókina Vistarverur. Verðlaunin voru afhent í
Höfða í gær og eru veitt fyrir óprentað handrit
að ljóðabók, frumsamið á íslensku. Reykjavíkur-
borg leggur til verðlaunaféð, 800.000, en verð-
launin hafa verið veitt í 19 skipti á 25 árum.
„Verðlaunin hafa mjög mikið að segja fyrir
mig, ég hef fengist við ljóðagerð frá unglings-
aldri,“ segir Haukur Ingvarsson ljóðskáld, sem
gaf út sína fyrstu ljóðabók, Niðurfall og þætti af
hinum dularfulla Manga, árið 2004. Haukur
skrifaði fræðibókina Andlitsdrætti samtíðar-
innar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness árið
2009 og skáldsöguna Nóvember 1976 sem gefin
var út 2011.
„Það hafa birst eftir mig greinar, ljóð og þýð-
ingar í bókum og tímaritum á Íslandi, Þýska-
landi og á Norðurlöndunum,“ segir Haukur,
sem telur að áhugi á ljóðalestri og ljóðrænni
tjáningu hafi aukist.
Beinskeytt form ljóðsins
„Sumum finnst ljóð kannski vera fjarlæg en
mér finnst öll skapandi hugsun með tungumál
ljóðræn. Fólk sem tjáir sig á samfélagsmiðlum
gerir það oft á ljóðrænan hátt. Margir fást við
ljóðagerð og fólk fer í vaxandi mæli út í búð til
þess að kaupa ljóðabækur handa sjálfu sér.
Beinskeytt form ljóðsins virðist höfða til fólks
og ég geri ekki greinarmun á því hvort ljóð sé
gefið út í bókarformi eða sungið,“ segir Haukur,
sem notar frjálst form og klippitækni í verð-
launabókinni Vistarverum.
„Í ljóðunum notaðist ég við leik sem ég fór í
með systur minni: hvað myndir þú taka með þér
á eyðieyju? Í Vistarverum safna ég saman minn-
ingum, tilfinningum og vísunum í skáldskap
annarra. Ég er að reyna að bjarga sem mestu af
því sem mér þykir vænt um líkt og Nói gerði
þegar hann smalaði saman dýrum af öllum teg-
undum í Örkina,“ segir Haukur, sem notar
myndljóð til að skipta upp löngu ljóðabálkunum
„Allt sekkur“ og „Hrundar borgir“.
„Myndljóðin gefa lesandanum smáhvíld. Þau
eru einföld og að einhverju leyti lýsandi fyrir
það hvernig ég hugsa þessi ljóð. Bókin byggist
upp á klippitækni þar sem stefnt er saman ólík-
um myndum eða hugmyndum til þess að kalla
fram eitthvað óvænt í huga lesenda.“ segir
Haukur, sem skrifaði ljóðabókina sem einhvers
konar viðbragð við þeirri sterku vá sem steðjar
„Kalla fram eitthvað óvænt“
Haukur Ingvarsson fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Skapandi hugsun með
tungumáli ljóðræn Myndljóð sem gefa hvíld Ótti, skelfing og einhver fáránlegur húmor
að fólki í samtímanum vegna hlýnunar jarðar,
loftlagsbreytinga og umhverfismengunar.
„Ég er ekki vísindamaður eða sérfræðingur í
loftslagsmálum. Það sem ég reyni að gera er að
fella hugmyndir og tilfinningar í orð. Þessi ljóð
fjalla um ótta og skelfingu en um leið er í þeim
einhver fáránlegur húmor,“ segir Haukur og
bætir við að eitt af því sem hann hafi oft velt
fyrir sér séu viðbrögð fólks í bíómyndum við
yfirvofandi hættu, árás frá geimverum, ofsa-
veðri eða eldgosum. Það sé nóg að það birtist
frétt í blaði og þá æði fólk öskrandi út á göt-
urnar.
Ekki missa trúna á ævintýri
„Vísindamenn hafa varað við þeirri vegferð
sem mannkynið er á reglulega síðustu áratugi,
nú síðast í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu
þjóðanna. Engu að síður horfumst við ekki í
augu við hættuna,“ segir Haukur og bætir við
að þrátt fyrir ógnina finnist sér mikilvægt að
missa ekki trúna á ævintýrið.
„Þá á ég ekki við að við treystum á lausn mála
að ofan heldur verða bæði börn og fullorðnir að
lifa sig inn í frásögn þar sem orð þeirra og gerð-
ir skipta máli. Mikilvægast er að almenningur
setji pressu á stjórnvöld um að herða lög og
reglugerðir. Það má vera að við þurfum að færa
fórnir en þá skiptir máli að við séum meðvituð
um að við séum að leggja góðum málstað lið,“
segir Haukur, sem um nokkurt skeið hefur unn-
ið að nýrri skáldsögu, fjölskyldusögu með
sjávarútveginn og síldarævintýrið baksviðs.
Hógværð, íhygli og kímni
Í rökstuðningi dómnefndar um Vistarverur
segir meðal annars að í ljóðabókinni sé tónteg-
und sem einkennist af hógværð í bland við íhygli
og kímni. Heildarmyndin sé falleg, margræð og
fjölkunnug. Orðið sjálft, vistarvera, gefi til
kynna tilfinningu fyrir stað og íbúa auk þess að
vísa til tilvistarinnar sjálfrar og stöðu verunnar í
henni. Ljóðmælandi sé á stundum líkt og eins
konar draugur í eigin tilveru; hann velti fyrir
sér stöðu sinni í umhverfi sínu og sjálfsmynd og
gluggi í stórar spurningar jafnt sem smáar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vistarverur Haukur Ingvarsson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.
hefurðu tekið eftir
greinaknippum
sem vaxa á trjám
misvísandi spákvistum
sem minna á hreiður?
þeir kallast nornavendir
og vekja hjá mér hrylling
þegar ég verð hræddur
langar mig til að hringja
í mömmu
en ég er miðaldra
munaðarlaus
í tungumálinu
þegar frumstæður
ótti er
annars vegar
kannastu við þá
tilfinningu að
taka upp símann
en vita ekki hvert þú
átt að hringja?
standa
úti á víðavangi
velta símanum
í höndum þér
en detta enginn í hug?
vandamálið er
að þú veist ekki
hvað þú átt að segja
það sem þér býr
í brjósti er handan
við orð
hefurðu
lent í því
að síminn hringi
og þegar þú svarar
þá er þögn eða
hljóður andardráttur
á hinum enda línunnar?
það gæti
hafa verið
ég
Hrundar borgir
LJÓÐ ÚR VISTARVERUM
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is
seimeiisland • seimei.is
Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16
Stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns
auglýsir eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu árið 2019
Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og/eða tónlistarhópa.
Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og rafræn umsóknareyðublöð
eru á slóðinni: http://styrktarsjodursut.is/
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu 2019
Umsóknarfrestur er til kl. 24.00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is