Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 1

Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 7. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  253. tölublað  106. árgangur  HVAÐ LES FÓLK Í KULDA OG MYRKRI? KARLARNIR TRÓÐU SÉR Í VERKIN SÝNING GUÐMUNDAR 46ALLSKONAR 12 Vinsæll Humar þykir herramannsmatur.  Talsvert vantaði upp á að humar- kvótinn næðist á síðasta fiskveiðiári og vertíðin var sú lélegasta frá upp- hafi. Veiðibann á humri er til um- fjöllunar en ráðgjöf er væntanleg í janúar. Aflinn varð um 820 tonn á fisk- veiðiárinu sem lauk í lok ágúst, en heimilt var að veiða um 1.500 tonn að meðtöldum heimildum frá fyrri árum. Árið 2010 náði aflinn 2.500 tonnum, 2016 var hann tæp 1.400 tonn og á fiskveiðiárinu 2016/17 veiddust 1.186 tonn af humri. Sókn hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2009 en aflabrögð farið versnandi. Gögn úr fæðugreiningu í maga þorsks og ýsu á humarslóð fyrir sunnan og suðvestan land að vor- lagi benda til þess að á þeim tíma sé humar algeng fæða þorsks. »10 Lélegasta humar- vertíðin og veiði- bann til skoðunar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verkefni komandi vetrar verða þung en það veltur á viðsemjendum verka- lýðshreyfingarinnar og stjórnvöld- um hvort átök verða eða ekki. Þetta sagði Drífa Snædal þegar hún ávarpaði þing Alþýðusambands- ins, en í gær var hún fyrst kvenna kjörin forseti þess. Hlaut hún 65,8% atkvæða. Talsverð spenna ríkti á þinginu vegna kjörs forseta og vara- forseta. Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, var kjörinn fyrsti varaforseti eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, dró framboð sitt til baka. Krist- ján Þ. Skarphéðinsson var kjörinn 2. varaforseti án mótframboðs. Mikil endurnýjun varð einnig í miðstjórn ASÍ. Flest atkvæði fékk Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Meðal þeirra sem ekki náðu kjöri voru Ingi- björg Ósk Birgisdóttir, fyrrverandi varaforseti ASÍ, og Sverrir Mar Al- bertsson sem einnig var í framboði við forsetakjör. Þingið samþykkti ályktun þar sem hafnað er ofurbónusum og óhófleg- um arðgreiðslum til eigenda fyrir- tækja. Starfsfólk fyrirtækja eigi að njóta þeirra ekki síður en hluthafar. Þá eigi fulltrúar verkalýðshreyfing- arinnar í stjórnum lífeyrissjóða að vinna í samræmi við stefnu hennar. Ennfremur samþykkti þing ASÍ að leiðrétta þyrfti skattatilfærslu stjórnvalda sem hefði létt sköttum af hinum hæstlaunuðu og aukið skatt- byrði lág- og millitekjuhópa. Drífa kosin með yfirburðum  Fyrsta konan sem verður forseti Alþýðusambandsins  Segir framvindu kjara- mála í vetur velta á viðsemjendum og stjórnvöldum  Mikil endurnýjun miðstjórnar MNý forysta í öll ... »6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsti kvenforsetinn Drífa Snædal fagnar sigri í forsetakjöri á þingi ASÍ. Með henni er Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti, sem ekki gaf kost á sér. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölskyldan Fanney, Ragnar Snær og fjögurra vikna sonur þeirra. „Ég byrjaði í lyfjameðferð þótt ég væri ólétt og ekki væri alveg vitað hvaða áhrif krabbameinslyfin hefðu á barnið, við urðum að taka þá erfiðu ákvörðun í ljósi þess á hvaða stig krabbameinið var komið, það var það mikið í húfi að það þoldi ekki bið. Von læknanna var að meðferðin myndi annaðhvort halda þessu í skefjum eða minnka það en það varð þver- öfugt og það stækkaði þrátt fyrir meðferðina. Því varð að grípa fyrr inn í og koma drengnum í heiminn með keisara svo ég gæti undirgeng- ist geislameðferð,“ segir Fanney Ei- ríksdóttir en í 21. viku meðgöngu greindist hún með leghálskrabba- mein. Í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins segja Fanney og eiginmaður hennar, Ragnar Snær Njálsson, frá baráttu sinni en sonur þeirra kom þegar Fanney var gengin rúmlega 29 vikur með barnið. „Þeg- ar við erum búin að sigra viljum við finna út hvernig krabbamein á stærð við bolta á þessum stað, sem mynd- ast hjá fullkomlega heilbrigðri konu sem fór í allar sínar skoðanir, upp- götvast ekki fyrr en á þessu stigi,“ segir Ragnar í viðtalinu. Greindist á meðgöngu  Keisaraskurður á 29. viku vegna krabbameins móður  Þrír af fjórum sveitarstjórum sem ræddu við Morgunblaðið segjast ósáttir við samgöngu- áætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Tveir þeirra segja vandamálin upp- söfnuð vegna fjárskorts fyrri ára. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lýsir vonbrigðum, en flokkssystir hans Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, segist ánægð og hrósar ráðherrum fyrir að leggja fram fullfjármagn- aða áætlun til fimm ára. »4 Samgönguáætlun sætir gagnrýni Ármann Kr. Ólafsson Bæjarráð Bolungarvíkur skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir breyt- ingu á úthlutun línuívilnunar og tryggja að hún haldi áfram að styðja við störf í sjávarbyggðum. Breyttar forsendur og ytri aðstæður í um- hverfi útgerða í krókaaflamarks- kerfinu hafa leitt til fækkunar út- gerða sem gera út á handbeitta línu og á móti hefur bátum með beitn- ingavélar fjölgað en þeir síðarnefndu njóta ekki ívilnunar. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri segir að reynst hafi óhagkvæmara en áður að handbeita og erfitt að manna þessi störf. Í bókum bæjar- ráðs kemur fram að þörfin fyrir þessa ívilnun sé enn fyrir hendi og það sé löng og bitur reynsla sjáv- arútvegssveitarfélaga að þegar störfin hverfa, þá hverfi fólkið með. Jón Páll telur að um 30 störf hafi verið við beitningu í Bolungarvík, þegar mest var, og ef hún legðist al- veg af gæti það orsakað að bæjarbú- um fækkaði um 100. Í framhaldi af þessari umræðu var samþykkt að undirbúa átak í nýsköpun í Bolung- arvík til að fjölga störfum og íbúum á vinnufærum aldri. »14 Störf í sjávarbyggð- um sögð í hættu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.