Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vilja veð í útsvarstekjum
Lánasjóður sveitarfélaga vill örugga tryggingu fyrir láni til Félagsbústaða
Dýr gæluverkefni og framúrkeyrsla valda vandræðum, segir Eyþór Arnalds
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Borgarráð Reykjavíkur vísaði á
fundi sínum á fimmtudaginn til
borgarstjórnar erindi Félagsbú-
staða hf. um að borgarstjórn veiti
Lánasjóði sveitarfélaga veð í
útsvarstekjum borgarinnar til
tryggingar á ábyrgð á lántöku, and-
virði eins milljarðs króna.
„Okkur finnst margt vera að. Það
kom fram í úttekt Innri endurskoð-
unar Reykjavíkurborgar mikil
framúrkeyrsla og fleira og til þess
að fjármagna
þessi mál þurfa
Félagsbústaðir
meira fé, en virð-
ast ekki geta
fjármagnað sig
auðveldlega. Þá
er gripið til þess
ráðs að Reykja-
víkurborg veiti
veð í útsvars-
tekjum sínum,
sem er það allra heilagasta sem
borgin á. Borgin er þá algjörlega
ábyrg fyrir láninu, en það hvílir nú
þegar 35 milljarða skuld á þessu
dótturfélagi borgarinnar,“ segir Ey-
þór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins, í samtali við Morgunblað-
ið.
Fram kemur í umsögn fjármála-
stjóra borgarinnar vegna lánsins að
um er að ræða verðtryggt lán með
jöfnum afborgunum og ber lánið
2,5% fasta vexti. Lánið endurgreið-
ist með 71 afborgun á sex mánaða
fresti, í fyrsta sinn í nóvember 2020
og síðasta sinn í nóvember 2055.
Eyþór segir málið einn anga fjár-
málaerfiðleika borgarinnar og að
borgin hefði ef til vill getað fjár-
magnað þetta án lántöku ef ekki
hefðu komið til kostnaðarsöm gælu-
verkefni og framúrkeyrslur
„Það er óheppilegt að það sé verið
að veðsetja útsvarstekjur borgar-
innar fyrir hlutafélag. Það er verið
að skuldsetja Reykvíkinga til fram-
tíðar með þessu,“ bætir hann við.
„Hugmyndin var að þetta væri sjálf-
bært hlutafélag, en það er greinilegt
að svo er ekki þar sem félagið leitar
á náðir borgarinnar og er Reykja-
víkurborg hinn endanlegi skuldari,“
segir Eyþór.
Eyþór
Arnalds
Páll Ragnar Pálsson, doktor í tón-
smíðum, segir fyrsta erindi ljóðs
Matthíasar Jochumssonar tengjast
strax þjóðsöngnum í huga fólks en
erfitt sé að staðhæfa að ljóðið og lagið
séu aðskilin.
Frá því var greint í Morgunblaðinu
í gær að RÚV braut ekki lög um
þjóðsöng Íslands með dagskrárkynn-
ingu sinni í aðdraganda heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu síðastliðið
sumar, samkvæmt niðurstöðu fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins sem
kom fram á fimmtudaginn síðasta.
Aðeins hafi verið flutt upprunalegt
ljóð Matthíasar.
„Ég geri ráð fyrir því að þjóðsöng-
urinn sé laglínan og ljóð Matthíasar
Jochumssonar flutt saman. Þá býst
ég við því að þetta sé óaðskiljanlegt,
en ljóðið stóð þó sjálfstætt áður en
það varð að þjóðsöngnum okkar,“
segir Páll Ragnar.
Aðspurður hvort eðlilegt væri að
gera hið gagnstæða, þ.e. nota laglínu
þjóðsöngsins við lag með öðrum texta
í auglýsingaskyni, segir Páll: „Ef lag-
línan í þjóðsöngnum væri til dæmis
spiluð án orða, þá færi ekki á milli
mála að um þjóðsönginn væri að
ræða. Til dæmis þegar forsetinn er
búinn að tala á nýársdag, þá er leikin
hljómsveitarútgáfa af þjóðsöngnum
og það fer ekki á milli mála að það er
þjóðsöngurinn,“ segir Páll.
Guðrún Björk Bjarnadóttir, fram-
kvæmdastjóri STEFs, segir að ljóð
Matthíasar Jochumssonar, Lof-
söngur, sé ekki lengur í höfundar-
rétti, þó að sérlög gildi um þjóðsöng-
inn. Hins vegar þegar höfundar-
réttarvernd lýkur taki við svokölluð
menningarvernd.
„Sé brotið á henni getur mennta-
og menningarmálaráðherra höfðað
mál. Til dæmis ef hann telur að brotið
sé á sæmdarrétti höfundar eða ef
verk er sett í form sem myndi skerða
heiður höfundarins. Sem dæmi, ef
einhver myndi vilja gefa út Íslend-
ingasögurnar og myndi snúa út úr
þeim, þá væri hægt að koma í veg
fyrir það,“ segir Guðrún.
veronika@mbl.is
Ekki einfalt að aðskilja
lag og texta þjóðsöngsins
Þjóðsöngurinn eftir Matthías ekki lengur í höfundarrétti
Guðlaugur Þór
Þórðarson utan-
ríkisráðherra
fundaði í vikunni
með breskum
ráðamönnum um
framgang samn-
inga vegna út-
göngu Bretlands
úr Evrópusam-
bandinu. Fór
Guðlaugur meðal
annars á fund Dominic Raab, út-
göngumálaráðherra Bretlands.
„Við ræddum stöðu og horfur í
Brexit-málum. Við vorum sammála
um mikilvægi þess að tryggja áfram-
haldandi góð samskipti Íslands og
Bretlands, hver sem niðurstaða
samninganna við Evrópusambandið
verður,“ sagði Guðlaugur Þór í sam-
tali við Morgunblaðið.
Spurður um horfur á framtíðar-
samningi við Breta um fríverslun
sagðist Guðlaugur ánægður með þau
skilaboð sem hann fengi frá Bretum.
„Bretar eru ekki komnir á þann
stað að þeir megi semja um þessa
hluti en það sem við höfum gert, bæði
gagnvart Bretum og síðan gagnvart
ESB og EFTA-ríkjunum, er að við
höfum verið í nánum samskiptum og
erum mjög ánægð með þau skilaboð
sem við erum búin að fá frá breskum
ráðamönnum,“ segir Guðlaugur.
Sameiginlegir hagsmunir
„Þetta er annað mesta viðskipta-
land okkar og auk þess eru sömu ör-
yggis- og varnarhagsmunir á milli
ríkjanna. Þeir eru meðvitaðir um þá
miklu hagsmuni sem snúa að norður-
skautsmálunum og svo höfum við átt
gott samstarf á sviði rannsókna, vís-
inda og menningar á milli landanna.
Þetta er ekki bara eitthvað sem við
viljum halda áfram með heldur
sömuleiðis efla.“
Fundaði Guðlaugur Þór einnig
með Liam Fox, utanríkisviðskipta-
ráðherra Bretlands, og Michael
Gove, ráðherra umhverfis-, byggða-
og matvælamála. Til viðbótar við út-
göngu Bretlands úr Evrópusam-
bandinu og framtíðarviðskipti land-
anna ræddu Guðlaugur Þór og Liam
Fox stöðu og horfur í alþjóða-
viðskiptum. Á fundinum með Micha-
el Gove ræddu ráðherrarnir einnig
samráð á sviði fiskveiðimála, svo og
norðurslóðamál sem bresk stjórn-
völd hafa sýnt vaxandi áhuga.
mhj@mbl.is
Rætt við
Breta um
fríverslun
Áhersla lögð á
framtíðarsamning
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Sumarið hefur kvatt og veturinn tekið við. „Kalt
hefur verið miðað við það sem við höfum átt að
venjast á þessari öld, fara þarf aftur til 1995 til
að finna sama meðalhita og nú og aftur til 1993
til að finna kaldari tíð,“ segir Trausti Jónsson
veðurfræðingur. Trausti tekur fram að í ár var
svokallaður sumarauki og sumir hafi sagt að
ekki hafi veitt af. Sumaraukinn gegnir sama
hlutverki og hlaupársdagur í hefðbundna tíma-
talinu, tryggir að vetur og sumar raskist ekki til
langs tíma miðað við sól. „Sumaraukasumur eru
lítillega verr sett en önnur í keppni um hita – þau
eru viku lengri en að jafnaði – og þar með kald-
ari ef ekkert annað kæmi til.“ Sumarauki var
líka sumarið 1995, en það var álíka kalt og nú og
1979 reyndar líka. En þessi „kæliáhrif“ sum-
araukans séu þó ekki mikil (um 0,2 stig). Trausti
var ekki búinn að gera upp úrkomu sumarsins.
Þegar Veðurstofan gerði upp „veðurstofu-
sumarið“, þ.e. júní-september, var úrkoma í
Reykjavík 20% umfram meðallag árin 1961 til
1990 og á Akureyri 60% umfram meðallag sömu
ár. Sólskinsstundir voru undir meðallagi á báð-
um stöðum. sisi@mbl.is
Kaldasta sumarið á öldinni hefur kvatt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frosin strá við Vífilsstaðavatn í gær
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313