Morgunblaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikil endurnýjun varð á forystu Al-
þýðusambands Íslands í kosningum
sem fram fóru á lokadegi þings
sambandsins í gær. Drífa Snædal
var kjörin nýr forseti ASÍ með af-
gerandi meirihluta atkvæða. Er
Drífa fyrsta konan sem er kjörin í
embætti forseta ASÍ í 102 ára sögu
þess.
Nýir fulltrúar taka við æðstu
embættum forseta og báðum vara-
forsetaembættum sambandsins eftir
kosningarnar. Vilhjálmur Birgisson,
formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness, var kosinn 1. varaforseti ASÍ
og Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, var sjálfkjörinn 2. varaforseti.
Í forsetakjörinu var kosið á milli
Drífu og Sverris Mar Albertssonar,
framkvæmdastjóra AFLs. Úrslitin
urðu þau að Drífa hlaut 192 atkvæði
eða 65,8% en Sverrir Mar fékk 100
atkvæði eða 34,2%.
Drífa sagði þegar hún ávarpaði
þingið í gærmorgun að verkefni
vetrarins yrðu þung en það ylti á
viðsemjendum verkalýðshreyfingar-
innar og stjórnvöldum hvort stefndi
í átök eða ekki. „Þær kröfur sem
landssambönd verkafólks og versl-
unarmanna hafa kynnt eru sann-
gjarnar en við eigum eftir að sjá
hversu sanngjörn þau eru sem sitja
hinum megin við borðið. Á þeim
veltur framvinda vetrarins og fram-
haldið,“ sagði Drífa.
Spenna vegna kjörs forystu
Mikil spenna og eftirvænting var
meðal þingfulltrúa þegar gengið var
til kosningar 1. varaforseta en
breytingar urðu á framboðum til
varaforsetaembættanna við upphaf
þingfundar í gærmorgun. Ragnar
Þór Ingólfsson, formaður VR, sem
hafði einn boðið sig fram til 1. vara-
forseta lýsti því yfir að hann drægi
framboð sitt til baka. Guðbrandur
Einarsson, formaður Verslunar-
mannafélags Suðurnesja og Land-
sambands ísl. verslunarmanna, til-
kynnti framboð sitt í embættið í
gærmorgun og Vilhjálmur Birgis-
son sem hafði gefið kost á sér til 2.
varaforseta ákvað einnig að bjóða
sig fram í embætti 1. varaforseta.
Ragnar sagði að það væri ein-
kennilegt að fara þyrfti í umræður
og karp í kjörstjórn vegna þess að
hann hefði tekið ákvörðun um að
draga sitt framboð til baka ,,til þess
að reyna að skapa einhverja sátt
innan hreyfingarinnar, sem því mið-
ur er ennþá uppfull af vondri pólitík
og taumlausu hatri“.
Guðbrandur sagði að þegar hann
hefði heyrt að formaður VR hefði
tekið þá ákvörðun að draga framboð
sitt til baka hefði hann ákveðið að
gefa kost á sér sem varaforseti.
Kvaðst hann líta svo á að versl-
unarmenn ættu að eiga rödd í æðstu
forystu.
Vilhjálmur sagðist, þegar hann
kynnti sitt framboð, hafa haft það
eitt í hyggju að bjóða sig fram sem
2. varaforseti en það gerði einnig
Kristján Þ. Snæbjarnarson, RSÍ.
Hins vegar hefðu margir iðnaðar-
menn hringt í hann og lýstu mikum
áhyggjum af því að ef iðnaðarmenn
fengju ekki kjörinn fulltrúa í æðstu
stjórn ASÍ gæti það valdið mikilli
úlfúð innan sambandsins. Sagðist
Vilhjálmur hafa haft verulegar
áhyggjur af því að þingið myndi
leysast upp í illdeilur og eftir samtal
við Ragnar Þór í fyrrakvöld um
hvernig koma mætti í veg fyrir að
þingið leystist upp í illdeilur og
sundrungu hefði Ragnar sagst
mundu hætta við framboð sitt og
ákvað Vilhjálmur að bjóða sig fram í
embætti 1. varaforseta. Eftir samtöl
við iðnaðarmenn til að leita sátta
hefði náðst niðurstaða um þetta.
Framboð Guðbrands í gærmorgun
hefði hins vegar komið á óvart.
Þegar gengið var til kosninga
féllu atkvæði þannig að Vilhjálmur
hlaut 171 atkvæði eða 59,8% og
Guðbrandur 115 eða 40,2%.
Ný forysta í öll forsetaembætti
Drífa Snædal kosin forseti Alþýðusambands Íslands fyrst kvenna Spennuþrungið kjör varaforseta
Vilhjálmur Birgisson 1. varaforseti og Kristján Þ. Skarphéðinsson 2. varaforseti til næstu tveggja ára
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ný forysta Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins með varaforsetum sínum, Vilhjálmi Birgissyni og Kristjáni Þ. Skarphéðinssyni, eftir kjörið í gær.
Þing Drífa Snædal ávarpar þing Alþýðusambandsins eftir að hún var kjörin forseti þess fyrst kvenna. Yfirskrift þingsins var „Sterkari saman.“
„Alþýðusamband Íslands hafnar of-
urbónusum og óhóflegum arð-
greiðslum til eigenda og áréttar
kröfu verkalýðshreyfingarinnar
um samfélag réttlátrar tekjuskipt-
ingar, jafnra tækifæra og heil-
brigðs atvinnulífs. Ofurbónusar og
óhóflegar arðgreiðslur til eigenda
ganga þvert gegn þessum mark-
miðum, góðu siðferði og sjálfbærni
í atvinnulífinu,“ segir í stefnu ASÍ
um tekjuskiptingu og jöfnuð sem
samþykkt var á þinginu í gær.
Þar segir einnig að mikilvægt sé
að fulltrúar launafólks í lífeyris-
sjóðunum vinni í samræmi við
stefnu verkalýðshreyfingarinnar.
Eigendastefna lífeyrissjóða og
framfylgd hennar á að endurspegla
áherslur á aukinn jöfnuð og bætt
siðferði. „Stjórnarmenn í lífeyris-
sjóðum beiti sér fyrir því að starfs-
fólk fyrirtækja njóti arðsemi þeirra
ekki síður en hluthafar.“
Vilja taka upp hátekjuskatt
Í nýsamþykktri stefnu ASÍ segir
einnig að leiðrétta skuli skatta-
tilfærslu stjórnvalda sem hafi létt
sköttum af hinum hæstlaunuðu og
aukið skattbyrði á lág- og milli-
tekjuhópa. ASÍ vill að skattar á lág-
tekjufólk verði lækkaðir og lægstu
laun gerð skattfrjáls með hækkun
persónuafsláttar.
,,Hæstu tekjur samfélagsins
verði skattlagðar með sérstöku há-
tekjuþrepi.
,,Lagðir verði á auðlegðarskattar
og fjármagnstekjuskattur hækk-
aður til að stuðla að samfélagssátt
og bregðast við auknum ójöfnuði
eigna.“ omfr@mbl.is
Stjórnarmenn í lífeyr-
issjóðum beiti sér
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti
Töluverðar breytingar urðu á skip-
an miðstjórnar ASÍ á þinginu í gær.
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður
Verkalýðsfélags Vestfirðinga, fékk
flest atkvæði eða 90,9% og Björn
Snæbjörnsson, formaður Einingar
og SGS næst flest eða 86,9%. Þá
varð Berglind Hafsteinsdóttir, for-
maður Flugfreyjufélagsins í þriðja
sæti og fékk 86,5% Hún er ný í mið-
stjórn en flugfreyjur hafa ekki átt
þar sæti. Meðal nýrra miðstjórnar-
manna eru einnig Sólveig Anna
Jónsdóttir formaður Eflingar
(83,3%) og Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, (76,4%).
Meðal fulltrúa sem náðu ekki
kjöri eru Ingibjörg Ósk Birgis-
dóttir, VR og fyrrv. varaforseti
ASÍ, Sverrir Mar Albertsson, AFLi,
og Signý Jóhannesdóttir, formaður
Stéttarfélags Vesturlands.
Breytingar
í miðstjórn