Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 8

Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandiforseti ASÍ, flutti athyglis- verða ræðu við setningu nýafstað- ins þings sambandsins. Hann benti á að Alþýðu- sambandið væri ekki og ætti ekki að vera stjórnmála- flokkur. „Innan okkar raða eru stuðningsmenn og andstæðingar allra stjórnmálaflokka en sem sameinast innan okkar raða sem samstæður hópur vegna þess að þeir vilja vinna að þeim grundvallarhags- munum sem við eigum saman þvert á alla stjórnmálaflokka og stefnur,“ sagði hann.    Þetta er mikilvægt, en virðistgleymt mörgum þeim sem ákafast tala um þessar mundir.    Hann rakti líka þann árangursem náðst hefur á síðustu árum með þeim aðferðum sem beitt hefur verið, þar sem áhersla hefur verið á kaupmátt en ekki kollsteypur, þó að vissulega hafi verið teflt á tæpasta vað. Og ein- mitt vegna þess að teflt hefur ver- ið á tæpasta vað og launahækk- anir verið miklar og kaupmáttar- aukning meiri en dæmi eru um, þá þarf að fara sérstaklega var- lega í þeim samningum sem fram- undan eru í hagkerfi sem er að kólna.    Og ljóst er að Gylfa líst ekkiallt of vel á hvernig sumir tala nú því að hann sagði margt benda til þess „að áherslur og baráttuaðferðir stærstu aðildar- samtaka ASÍ verði með nokkuð öðrum hætti en verið hefur um lagt skeið“.    Vonandi hafa þeir sem taka viðkeflinu þessi varnaðarorð í huga. Gylfi Arnbjörnsson Varnaðarorð STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Umhverfis- og auðlindaráðherra hef- ur ákveðið að veiðidagar rjúpu verði fimmtán talsins í ár og skiptast þeir á fimm helgar frá 26. október. Með þessu er ráðherra að fjölga veiðidög- um frá í fyrra. Þetta kemur fram í til- kynningu á vef stjórnarráðsins. Ráð- lögð heildarveiði er um 67.000 rjúpur og miðað við fjölda veiðimanna und- anfarin ár eru það um 10 rjúpur á hvern veiðimann. Hvetur ráðuneytið veiðimenn til að sýna hófsemi og eru þeir sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða. Stefnan að viðhalda stofninum Áfram er í gildi sölubann á rjúpum. Segir í tilkynningunni að meginstefna stjórnvalda sé að nýting rjúpna- stofnsins skuli vera sjálfbær, sem og annarra auðlinda. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu. Rjúpnastofninn stendur betur nú en undanfarin ár. Því er talið ásætt- anlegt að rýmka veiðitímann. Það getur jafnframt orðið til þess að minnka álag á veiðislóð. Veiðidagar skiptast á fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags, og hefst veiði um þessa helgi og lýkur sunnudaginn 25. nóv- ember. Rjúpnaveiðitímabilið hefst um helgina  Rjúpnaveiðidögum fjölgað í fimmtán  Stofninn stendur betur í ár en áður Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Rjúpa Skyttur fara á stjá í dag. 5 herbergja einbýlishús ásamt bílskúr. Mjög vönduð eign á vinsælum stað. Stærð 196 m2 Verð kr. 57.500.000 Heiðarból 5, 230 Reykjanesbæ Pantið skoðun í síma 420 6070 eða á eignasala@eignasala.is Sigurður Svavarsson bókaútgefandi lést á heimili sínu í gær- morgun, 64 ára að aldri. Sigurður fædd- ist í Reykjavík 14. janúar 1954. For- eldrar hans voru Ingibjörg Hanna Pét- ursdóttir skrifstofu- maður og Svavar Júl- íusson verkstjóri. Sigurður varð stúdent frá MT 1974 og lauk BA-prófi í íslensku og almennri bókmennta- fræði frá HÍ 1978. Sigurður kenndi íslensku við MH 1978-1988 og var stundakennari við skólann til 1995. Hann var bók- mennta- og leiklistargagnrýnandi á Helgarpóstinum 1980-1982. Hann var kennslubókaritstjóri Máls og menningar frá 1986 til 1995 þegar hann varð framkvæmdastjóri fyrir- tækisins til ársins 2000. Hann réðst til Eddu-útgáfu 2000, þar sem hann var útgáfustjóri um hríð, en hætti 2007. Í ársbyrjun 2008 stofnaði hann í félagi við Guðrúnu Magnúsdóttur eigin bókaútgáfu, Opnu. Meginstarfsemi Opnu hefur verið útgáfa fræðibóka og bóka al- menns efnis. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir kenn- ara, var m.a. for- maður Samtaka móðurmálskennara 1982-1986, formaður Kennarafélags MH, ritstjóri BK- blaðsins og formað- ur verkfallsstjórnar HÍK. Hann var for- maður karlanefndar Jafnréttisráðs 1994 til 1997 og formaður norrænnar nefndar um karla og jafn- rétti 1996-1997. Sigurður sat um tíma í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda og var formaður þess. Sigurður þýddi ýmis rit og ritstýrði fjölda bóka. Hann var íþróttamaður á yngri árum og lék á fjórða hundrað meistaraflokks- leiki í handknattleik á árunum 1974-1987, með ÍR og Fram. Hann sat um skeið í stjórn handknatt- leiksdeildar ÍR og í Handknatt- leiksráði Reykjavíkur. Eiginkona Sigurðar var Guðrún Svansdóttir, forstöðumaður þjón- usturannsókna hjá Blóðbankanum. Þau eignuðust tvö börn, Svavar og Ernu, sem eru uppkomin. Andlát Sigurður Svavarsson, bókaútgefandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.