Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
menn Köfunarþjónustunnar annast
þetta verk.
Steypustöð Skagafjarðar er
með næg verkefni, að sögn Ásmund-
ar Pálmasonar framkvæmdastjóra,
mörg stórverkefni í héraði og nær-
sveitum, m.a. ein 7 fjós sem voru
byggð í sumar.
En Steypustöðin fæst við fleira
en framleiða steypu, því fyrirtækið
hefur sérhæft sig í plægingu og
lagningu strengja og ljósleiðara í
jörð og er nú verkefni í gangi vegna
gagnavers á Blönduósi, en lokið er
verkefnum í Bláfjöllum svo og á
Snæfellsnesi fyrir Rarik og Neyðar-
línu.
Ásmundur sagði að verkefna-
staða næsta árs væri góð, það sem
séð yrði, en starfsmenn Steypu-
stöðvarinnar eru 35.
Fyrr í vikunni voru 42 ár liðin
frá því að Alexandersflugvöllur við
Sauðárkrók var vígður, en árið 1988
var honum formlega gefið nafn í
minningu dr. Alexanders Jóhannes-
sonar, háskólarektors frá Gili í
Borgarsveit. Alexander var einn
helsti frumkvöðull í íslenskum flug-
málum og fór m.a. um allt land í leit
að heppilegum stöðum undir flug-
velli, enda sá hann öðrum fremur
hagsmuni landsmanna sem fólust í
bættum samgöngum.
Alexandersflugvöllur var um
árabil einn best búni flugvöllur
landsins utan Keflavíkur og með
sína 2ja km. flugbraut töldu flestir
hann fyrsta valkost sem varaflugvöll
fyrir suðvesturhorn landsins og
millilandaflug til Keflavíkur, enda
var það samdóma álit þeirra flug-
manna sem létu sig málið skipta að
svo væri.
Hinsvegar fór ekki svo, og hag-
kvæmara þótti að byggja upp nýjan
flugvöll á Egilsstöðum.
Mikið um fram-
kvæmdir og
allar lóðir farnar
Ljósmynd/Svf. Skagafjörður
Sauðárkrókur Túnahverfið í forgrunni en þar hefur verið mikið byggt í ár.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveitarstjóri Sigfús Ingi Sigfús-
son er nýlega tekinn við starfinu.
ÚR BÆJARLÍFINU
Björn Björnsson
Sauðárkróki
Sveitarstjóri, Sigfús Ingi Sigfús-
son, segir margt vera á döfinni hjá
Sveitarfélaginu Skagafirði og fjár-
hagsstaðan nokkuð góð. Nú er hafin
vinna við fjárlagagerð næsta árs,
sem á eftir að taka verulegum breyt-
ingum, en rekstrarafgangur eftir
fyrstu umræðu er 113 milljónir eftir
fjármagnsliði og afskriftir.
Af framkvæmdum sagði hann
nýlokið verulegum endurbótum á
sundlauginni í Varmahlíð, m.a. með
nýrri og glæsilegri rennibraut. Þá
voru nýverið opnuð tilboð í jarðvegs-
vinnu vegna nýbyggingar fyrir
Byggðastofnun. Allmörg tilboð bár-
ust en lægsta tilboðið áttu Vinnu-
vélar Símonar á Sauðárkróki, tæp-
lega 11,9 milljónir.
Allar lóðir á Sauðárkróki eru
að sögn Sigfúsar Inga farnar en 50
til 60 íbúðir eru í byggingu eða lokið.
Unnið er að gerð nýrrar götu, Mela-
túna í Túnahverfinu.
Nýtt útibú frá Fiskmarkaði Ís-
lands var opnað í byrjun september
sl. Að sögn Helga Emilssonar, for-
stöðumanns markaðarins, hefur
reksturinn gengið vel og umfangið
stöðugt vaxið frá fyrsta degi, t.a.m.
daginn áður en rætt var við Helga
fóru rúmlega 20 tonn þar í gegn og
sagði hann fiskinn nánast allan fara
suður. Aðalkúnnar markaðarins eru
fjórir Vísisbátar frá Grindavík sem
eru á línuveiðum fyrir Norðurlandi,
auk allmargra heimabáta.
Dýpkunarframkvæmdir voru
gerðar í Sauðárkrókshöfn í ágúst,
auk þess sem snúningsrými innan
hafnar var stækkað allnokkuð, sem
munaði verulega um vegna aukinna
umsvifa í höfninni. Dagur Baldvins-
son hafnarstjóri sagði að um höfnina
hefðu farið nú í haust um 10 þúsund
venjulegir og um 13 til 14 hundruð
stórbaggar af heyi til Noregs.
Sagði Dagur að tveir togarar
Fisk Seafood, Drangey og Málmey,
lönduðu vikulega auk fjögurra Vís-
isbáta frá Grindavík. Flutningaskip
frá Eimskip koma hálfsmánaðar-
lega, en Samskip hafa tilkynnt um
aukna þjónustu og munu koma viku-
lega, en auk þessa eru allmargir
heimabátar sem leggja upp afla sinn
Verulegar viðgerðir fara nú
fram á norðurþili hafnarinnar á
Hofsósi. Dagur segir þörf á við-
gerðum hafa verið mikla. Starfs-
Umhverfisstofnun hefur fengið tilkynningu um að not-
endur náttúrulaugarinnar í Landmannalaugum hafi ný-
verið fengið útbrot vegna sundmannakláða.
Um er að ræða sundlirfur fuglablóðagða (Schistosoma-
tidae) sem valda útbrotum þegar farið er í vatn þar sem
lirfurnar eru til staðar. „Kláðabólur myndast þegar of-
næmiskerfi líkamans hefur tekist að stöðva lirfurnar. Sýni
menn ekki ofnæmisviðbrögð hefur lirfunni tekist að kom-
ast óáreittri inn í líkamann, en þar drepst hún fljótlega.
Blóðögðurnar finnast í andfuglum eins og stokkönd og
duggönd sem eiga til að dvelja á svæðinu í Landmanna-
laugum. Umhverfisstofnun bendir gestum laugarinnar á
að enn eru líkur á að þeir geti orðið varir við sund-
mannakláða baði þeir sig í náttúrulauginni,“ segir í til-
kynningu Umhverfisstofnunar. Haft var samráð við sótt-
varnalækni og byggist niðurstaðan á greiningum frá
Tilraunastöðinni á Keldum. Unnið er að því að koma í veg
fyrir að sundmannakláði berist áfram í náttúrulaugina.
Sundmannakláði í Landmannalaugum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landmannalaugar Fjölmargir ferðamenn leggja leið
sína í þennan sælureit og baða sig í leiðinni.
Fundaröð Persónuverndar um áhrif nýrrar
persónuverndarlöggjafar á almenning og fyrirtæki
NÝ PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF 2018
Á kynningarfundum Persónuverndar verður meðal annars farið yfir
grunnreglur persónuverndarlöggjafarinnar sem allir þurfa að kunna skil á.
Persónuvernd hvetur því atvinnurekendur til að gera starfsmönnum
sínum kleift að mæta.
Ný persónuverndarlöggjöf, byggð á reglugerð Evrópusambandsins, tók gildi hérlendis 15. júlí
síðastliðinn en löggjöfin markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu.
Af því tilefni heldur Persónuvernd í kynningarherferð um landið þar sem áhugasömum verður
boðið að sækja kynningarfundi um nýju löggjöfina. Sérstaklega verður fjallað um það hvaða
þýðingu löggjöfin hefur fyrir einstaklinga og réttindi þeirra, og þær kröfur sem hún gerir
til fyrirtækja, stjórnvalda og annarra ábyrgðaraðila.
Fundaröðin hefst á Akureyri miðvikudaginn 31. október
og lýkur í Reykjavík mánudaginn 26. nóvember.
Allir eru velkomnir.
Dagskrá:
Akureyri – Menningarhúsið Hof, Strandgötu 12,miðvikudaginn 31. október klukkan 13-15.
Ísafjörður – Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7, fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 13-15.
Egilsstaðir – Hótel Hérað, Miðvangi 1-7,mánudaginn 5. nóvember klukkan 10-12.*
Vestmannaeyjar – Akóges-salurinn, Hilmisgötu 15,miðvikudaginn 7. nóvember klukkan 10-12.
Höfn í Hornafirði – Hótel Höfn, Víkurbraut,mánudaginn 12. nóvember klukkan 12-14.
Selfoss – Hótel Selfoss, Eyrarvegi 2,miðvikudaginn 14. nóvember klukkan 13:30-15:30.
Reykjanesbær – Hljómahöll, Hjallavegi 2,mánudaginn 19. nóvember klukkan 13-15.
Borgarnes – Hjálmaklettur, Borgarbraut 54, fimmtudaginn 22. nóvember klukkan 12:30-14:30.
Reykjavík – Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52,mánudaginn 26. nóvember klukkan 13-15.*
Vinsamlegast skráið þátttöku á vefsíðu Persónuverndar, www.personuvernd.is.
Tilgangur skráningar er að áætla fjölda þátttakenda.
Helga Þórisdóttir
forstjóri Persónuverndar
Vigdís Eva Líndal
skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd
Þórður Sveinsson
skrifstofustjóri lögfræðisviðs hjá Persónuvernd
*Fundurinn verður tekinn upp og honum streymt á vefsíðu Persónuverndar.
Kynningarherferðin er styrkt af Evrópusambandinu
– The European Union‘s Rights, Equality and Citizenship Programme (2014-2020)
Erindi flytja: