Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eigendur verslunarkjarnans Suður-
vers í Stigahlíð 45-47 hafa sótt um
leyfi til að byggja ofan á húsið.
Áformað er að hafa 14 íbúðir í ofan-
ábyggingunni. Umsóknin er til með-
ferðar hjá Reykjavíkurborg.
Verkefninu svipar til ofanábygg-
ingar í Skipholti 70. Þar var byggð
hæð ofan á verslunar- og skrifstofu-
hús og innréttaðar þar íbúðir.
Óskað var eftir teikningunum hjá
Reykjavíkurborg en ekki tókst að af-
greiða þá beiðni fyrir helgi.
Austan við Suðurver, meðfram
Kringlumýrarbraut, hefur verið
reistur hljóðveggur. Hann er austan
við íbúðarhús í Stigahlíð 35-43 og
gegnt Kringlusvæðinu. Áformað er
að veggurinn nái fullbyggður að
Stigahlíð 93 (sjá mynd fyrir ofan).
Hámarki hljóðeinangrun
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for-
maður skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkur, segir hljóðvegginn
hafðan sem næst íbúðarhúsunum til
að hámarka hljóðeinangrun.
„Þetta er gróðurveggur. Þetta er í
fyrsta sinn sem við gerum hljóðvegg í
borginni. Það er í honum sérstakt
undirlag sem er gert fyrir gróður. Við
eigum eftir að sjá hvernig gróðurinn
spjarar sig við íslenskar aðstæður.
Austan við vegginn verða gangandi
og hjólandi í göturýminu. Það gefur
okkur möguleika á að staðsetja bið-
stöð Borgarlínu á þessu svæði,“ segir
Sigurborg Ósk sem vísar aðspurð til
þess að samkvæmt áætlunum um
Borgarlínu er gert ráð fyrir biðstöð
við Kringluna, austur af Suðurveri.
Þær hugmyndir eru í mótun.
Reykjavíkurborg keypti fyrr á
árinu hverfiskjarna í Arnarbakka 2-6
og Völvufelli 11-21 í Breiðholti. Þar er
áformað að auka byggingarmagn og
byggja m.a. íbúðir.
Sigurborg Ósk segir aðspurð að
endurnýjun hverfiskjarna sé hluti af
þéttingu byggðar. „Þessir kjarnar
eru langflestir á einni hæð. Það er
verið að skoða hvort hægt er að bæta
við einni hæð eða tveimur, allt eftir
því hvað hæfir umhverfinu, til þess að
efla verslun og blása lífi í þessa
kjarna aftur,“ segir hún.
Nefna mætti fleiri verkefni af þess-
um toga í borginni. Til dæmis hug-
myndir um að byggja íbúðir ofan á
verslunarhæðir í Norðurbrún 2 og
Rofabæ 39.
Fjölskylda í fjárfestingum
Félagið Suðurver ehf. er að baki
umsókninni. Samkvæmt fyrir-
tækjaskrá Creditinfo eru þrír hlut-
hafar í félaginu: Sigþór Sigurjónsson,
Anna Kathrine Angvik Jacobsen og
Kolbeinn Sigþórsson. Anna er kona
Andra Sigþórssonar. Andri og Kol-
beinn eru synir Sigþórs, sem er
gjarnan kenndur við félag sitt Bak-
arameistarann. Þau eiga hvert um sig
þriðjungshlut.
Eitt af bakaríum keðjunnar er ein-
mitt í Suðurveri. Sama félag á hús-
næði í Austurveri en þar er Bakara-
meistarinn líka með bakarí.
Suðurver ehf. er fasteignafélag.
Samkvæmt ársreikningi félagsins ár-
ið 2017 voru eignir félagsins samtals
um 302 milljónir. Þar af voru fast-
eignir metnar á 286 milljónir.
Félagið er skráð fyrir 2.574 fer-
metrum í Stigahlíð 45-47 og Bakara-
meistarinn ehf. fyrir 186,4 fermetr-
um. Loks er hárgreiðslustofa skráð
fyrir 138 fermetrum.
Samkvæmt umsókn er sótt um að
stækka húsið um 933 fermetra.
Fram kom í Morgunblaðinu um
daginn að söluverð íbúða í Hlíðunum
og Holtunum hefði verið að meðaltali
488 þúsund á m² á þriðja ársfjórðungi
í ár. Samkvæmt því gæti söluverð-
mæti um 900 fermetra af íbúðar-
húsnæði á nýrri hæð í Suðurveri orð-
ið á fimmta hundrað milljónir. Ekki
náðist í Sigþór Sigurjónsson vegna
áformanna.
Teikning/Efla
Horft til norðurs Drög að útliti gróðurveggsins við efri hluta Stigahlíðar. Það glittir í Suðurver.
Teikning/Efla
Horft til norðurs Þessi hluti veggsins er að mestu leyti risinn. Gróðurinn er þó ekki kominn.
Fyrsti gróðurveggurinn í borginni
Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar segir nýja leið farna við hljóðvarnir austur af Stigahlíðinni
Nærri fyrirhugaðri Borgarlínustöð Fjárfestar hyggjast byggja ofan á Suðurver í Stigahlíð 45-47
Morgunblaðið/Valli
Suðurver Nýi hljóðveggurinn við Stigahlíð er risinn að norðanverðu.
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Kolbeinn
Sigþórsson
Í tilefni fullveldis
afmælis mun að-
göngumiði í Þjóð-
minjasafnið og
Safnahúsið gilda
sem árskort, sem
gildir frá 1. des-
ember nk. til 30.
nóvember 2019.
Árskortið veitir aðgang að öllum sýn-
ingum og viðburðum á vegum safnsins
í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og
Safnahúsinu á Hverfisgötu frá full-
veldisdeginum.
Þá er ný ásýnd Þjóðminjasafns Ís-
lands kynnt í tilefni fullveldisafmæl-
isins sem markast af sterkum litum,
með skýra tilvísun í þjóðminjar og
menningararf. Hin nýja mörkun felur
í sér nýtt fyrirsagnaletur sem er sam-
ansett úr fjórum leturgerðum:
Íslenskar fúþark rúnir voru í al-
mennri notkun í útskurði hér á landi
frá landnámi og út 19. öld.
Fraktúrletur eða gotneskt letur vís-
ar í leturgerðina í miðaldahandritum
og í prentverki fram að 20. öld.
Höfðaletur er séríslensk leturgerð
sem notuð var í útskurði á ýmsum
skrautmunum frá 16. öld.
Greta Sans letrið flokkast almennt
undir steinskrift og vísar til nútímans.
Ársmiði í
Þjóðminja-
safnið
Fullveldisgjöf
)553 1620
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Veisluþjónusta
Lauga-ás
Afmæli
Árshátíð
Gifting
Ferming
Hvataferðir
Kvikmyndir
Íþróttafélög
Við tökum að okkur að skipuleggja
smáar sem stórar veislur.
Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta
gæðaflokki og getur komið hvert sem
er á landinu og sett upp gæða veislu.
Er veisla framundan hjá þér?
Hafðu samband við okkur og við
gerum þér tilboð.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum