Morgunblaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Við Miðhraun í Garðabæ stendur líkamsræktarstöðin Crossfit XY. Fáa sem leggja leið sína þangað til þess að svitna grunar að eignar- haldið á stöðinni sé ein meginrótin að þeim átökum sem komu upp á yfirborðið á fimmtudagskvöldið síð- asta þegar Helga Hlín Hákonar- dóttir, lögmaður og stjórnarformað- ur VÍS, sagði sig óvænt frá störfum í þágu tryggingafélagsins. Ásamt henni vék úr stjórninni Jón Sig- urðsson en þau komu bæði inn í stjórn félagsins með stuðningi tveggja af þremur stærstu lífeyr- issjóðum landsins, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Gildis. Helga Hlín var einn af stofn- endum Crossfit XY ásamt hjónun- um Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundi Erni Þórðarsyni. Heimildir Morgunblaðsins herma að slegið hafi í brýnu milli þeirra á sínum tíma og að ekki hafi gróið um heilt síðan. Studdu andstæðing í stjórn Það kom því ýmsum í opna skjöldu, í ljósi þess að átökin í crossfit-stöðinni voru á margra vörum, þegar Gildi lífeyrissjóður studdi Helgu Hlín inn í stjórn VÍS, skömmu eftir að Svanhildur Nanna og Guðmundur Örn höfðu keypt umtalsverðan hlut í félaginu, og raunar farið fram á tvö stjórnar- sæti af fimm á grundvelli hans. Við- mælendur Morgunblaðsins á þeim tíma töldu einsýnt að hjónin litu á það sem raunverulega ögrun að tefla Helgu Hlín fram í starfið, en hún hefur á síðustu árum unnið sem ráðgjafi við Gildi lífeyrissjóð, einkum þegar kemur að stjórnar- háttum sjóðsins og þeirra fyrir- tækja sem hann fjárfestir í. Átökin milli þessara aðila eru aðeins brot af umfangsmeiri valdatogstreitu innan VÍS. Tíðar mannabreytingar á vettvangi þess vitna þar um. Frá árinu 2015 hafa fimm stjórnarfor- menn setið við borðendann í Ár- múla og frá 2016 hafa þrír for- stjórar stýrt daglegum rekstri þess. Skákuðu formanninum út Hvað hörðust urðu átökin í félag- inu þegar nýr meirihluti stjórnar- innar skákaði Herdísi Dröfn Fjeld- sted, framkvæmdastjóra Fram- takssjóðs Íslands, úr stóli stjórnarformanns árið 2017 en hún hafði næstu tvö árin á undan gegnt því hlutverki. Sagði hún sig í kjöl- farið frá stjórninni. Hún naut stuðnings Lífeyrissjóðs verslunar- manna til stjórnarsetunnar, líkt og Jón Sigurðsson. Því er ljóst að stærsti hluthafi félagsins hefur á tveimur árum horft á bak jafn mörgum stjórnarmönnum, sem ekki hafa treyst sér til samstarfs við Svanhildi Nönnu og þá sem mynd- að hafa meirihluta með henni í stjórninni. Tók Svanhildur Nanna við formennsku í stjórninni á þess- um tímapunkti. Óvæntar vendingar Átökin tóku nýja stefnu í upphafi síðasta sumars þegar héraðssak- sóknari lét til skarar skríða og handtók Svanhildi Nönnu og eig- inmann hennar í tengslum við rann- sókn á viðskiptum þeirra á vett- vangi Skeljungs, en þau eignuðust olíufélagið árið 2008. Eftir þær aðgerðir var ljóst að Svanhildi Nönnu var ekki sætt í stóli stjórnarformanns. Varð þá úr að Helga Hlín tók við því hlutverki, en hún hafði verið varaformaður stjórnar frá því að Herdís Dröfn sagði sig úr stjórninni. Það varð niðurstaðan þrátt fyrir að Svanhild- ur Nanna hefði mjög ákveðið sótt að Valdimar Svavarsson yrði for- maður. Það var svo á stjórnarfundi á miðvikudag sem málin tóku enn nýja stefnu. Í lok þess dags kynnti VÍS sterkt uppgjör fyrir þriðja árs- fjórðung. Í lok stjórnarfundar sem haldinn var vegna uppgjörsbirting- arinnar tók Svanhildur Nanna til máls og lýsti því yfir að hún teldi rétt að hún tæki að nýju við stjórn- arformennsku í félaginu. Kölluðu þá stjórnarmenn eftir upplýsingum um hvort staða hennar í fyrr- nefndri rannsókn héraðssaksókn- ara hefði breyst. Í ljós kom að svo var ekki. Var fundi þá frestað til fimmtudags þar sem ákveðið var að taka áframhaldandi umræðu um tillögu Svanhildar Nönnu. Á þeim fundi kom í ljós að Svan- hildur Nanna hafði ekki óskoraðan stuðning til að taka við stöðu stjórnarformanns á ný. Herma heimildir Morgunblaðsins að hún hafi þá gert tillögu um aðra verka- skiptingu stjórnar. Með því var myndaður nýr meirihluti í stjórn- inni með fyrrgreindum afleiðingum þar sem Valdimar Svavarsson var kjörinn formaður og Gestur Breið- fjörð Gestsson varaformaður. Veruleg óánægja með atburðarás síðustu daga Stórir hluthafar sem Morgun- blaðið hefur rætt við meta nú stöðu sína í hluthafahópnum upp á nýtt í ljósi þess að enn gjósa upp átök í forystusveit fyrirtækisins. Í þeim samtölum hefur m.a. verið rifjað upp að í maí í fyrra ákvað Gildi, sem var í hópi stærstu hluthafa fyrirtækisins, að selja sig verulega niður, vegna megnrar óánægju með stjórnarhætti á vettvangi fyr- irtækisins. Það staðfesti fram- kvæmdastjóri sjóðsins á sínum tíma í samtali við ViðskiptaMogg- ann. Meðal þess sem stórir hluthafar munu nú vera að skoða, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, er að kallaður verði saman hluthafafund- ur í því skyni að afturkalla umboð eins eða fleiri stjórnarmanna í fé- laginu. Til þess þurfa hluthafar með að minnsta kosti 10% hlutafjár að baki sér að óska eftir fundinum. Þar sem stjórnin var sjálfkjörin á sínum tíma þarf einfaldan meiri- hluta á slíkum fundi til að aftur- kalla umboð stjórnarinnar. Hluta- bréf VÍS lækkuðu um 2,4% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Umfang viðskiptanna var tæpar 46 milljónir króna. Stærsti hluthafi félagsins er Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,64% hlut. Fjögur átakaár hjá VÍS Morgunblaðið/Eggert Ókyrrð Mikil átök hafa geisað meðal eigenda VÍS um völdin í stjórn félags- ins. Eftir nýjustu vendingar hafa fjárfestar sem styðja Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmund Örn Þórðarson tögl og hagldir í félaginu.  Þrír forstjórar á þremur árum  Fimm stjórnarformenn síðustu fjögur ár  Stórir hluthafar meta nú fjárfestingu sína í félaginu í ljósi nýjustu vendinga Herdís Dröfn Fjeldsted Jón Sigurðsson Valdimar Svavarsson Gestur Breiðfjörð Gestsson Helga Hlín Hákonardóttir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 27. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.77 120.35 120.06 Sterlingspund 154.4 155.16 154.78 Kanadadalur 91.91 92.45 92.18 Dönsk króna 18.295 18.403 18.349 Norsk króna 14.371 14.455 14.413 Sænsk króna 13.142 13.218 13.18 Svissn. franki 119.81 120.47 120.14 Japanskt jen 1.0658 1.072 1.0689 SDR 165.99 166.97 166.48 Evra 136.52 137.28 136.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.1928 Hrávöruverð Gull 1232.15 ($/únsa) Ál 1980.0 ($/tonn) LME Hráolía 75.67 ($/fatið) Brent Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Í ljósi bráðabirgðaniðurstöðu þriðja ársfjórðungs hefur flutningafélagið Eimskip lækkað EBITDA-spá sína fyrir árið 2018. Ný afkomuspá gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði á bilinu 49 - 53 milljónir evra, samanborið við 57 til 63 milljónir evra í afkomuspá sem gefin var út í maí 2018. Í tilkynningu félagsins til Kaup- hallar segir að samkvæmt bráða- birgðatölum fyrir þriðja ársfjórðung sé áætluð EBITDA á fjórðungnum á bilinu 8-10% undir þriðja fjórðungi síðasta árs sem nam 19,3 milljónum evra. Samdráttur í Noregi Helstu ástæður fyrir lakari af- komu eru samkvæmt tilkynningunni samdráttur í Noregi ásamt því að bilanir á frystiskipum hafi haft tölu- verð neikvæð áhrif á reksturinn þar. Einnig hefur innflutningur til Ís- lands verið minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Uppbygging á magni í vikulegum Trans-Atlantic og Short- Sea siglingum hefur einnig tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.“ tobj@mbl.is Ljósmynd/Larus Karl Ingason Siglingar EBITDA lægri en í fyrra. Afkoma Eimskips lakari  Samdráttur og minni innflutningur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.